Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vistheimili til skoðunar  Nefnd meti starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn  Kannað hvernig opinberu eftirliti var háttað  Kostnaður er áætlaður 25–30 milljónir króna GEIR H. Haarde forsætisráðherra lagði í fyrra- kvöld fram frumvarp á Alþingi um að sett verði á fót nefnd til að kanna starfsemi vist- og meðferð- arheimila fyrir börn. Gert er ráð fyrir að kostn- aður við störf nefndarinnar verði 25–30 milljónir króna. Í greinargerð með frumvarpinu segir, að mark- mið könnunar nefndarinnar sé að staðreyna eins og kostur er hvort þau börn, sem vistuð voru á ár- um áður á opinberum vist- eða meðferðarheim- ilum, hafi sætt illri meðferð meðan á dvöl þeirra stóð. Í því samhengi verði að skoða starfsemi stofnana heildstætt og hlutverk þeirra samkvæmt þeirri löggjöf á sviði barnaverndarmála sem var í gildi á þeim tíma sem um ræðir. Þá skuli könnunin taka til þess hvernig opinberu eftirliti með starf- semi stofnana var háttað á því tímabili sem könn- unin tekur til. Tillögur til að koma í veg fyrir að brotinn verði réttur á börnum í opinberri forsjá Starf nefndarinnar á að leggja grundvöll að til- lögugerð til stjórnvalda um frekari viðbrögð. Þá skal fjallað um hvaða lærdóm megi draga af nið- urstöðum könnunarinnar og gera tillögur sem ætl- að er að koma í veg fyrir að brotinn verði réttur á börnum í opinberri forsjá. Þá skal nefndin leggja á það mat hvort og þá hvernig skuli brugðist við af hálfu stjórnvalda gagnvart þeim sem kunna að hafa í reynd sætt illri meðferð, ef könnunin leiðir slíkt í ljós. Samkvæmt frumvarpinu ákveður forsætisráð- herra skipan nefndarinnar, skipunartíma og þókn- un og setur nefndinni erindisbréf þar sem nánar er mælt fyrir um verkefni hennar. Nefndin skal vera sjálfstæð og óháð í störfum sínum og verður heimilt að kalla eftir aðstoð sérfræðinga eða ann- arri aðstoð við einstaka þætti könnunar. Kostn- aður við störf nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði. Gert er ráð fyrir að í nefndinni sitji þrír menn og að hún hafi einn starfsmann í fullu starfi. Miðað er við að nefndin nái að ljúka störfum á árinu 2007. KARLMAÐUR og kona á þrítugs- aldri voru flutt á slysadeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss vegna reykeitrunar eftir að eldur kom upp í íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi við Fannarfell í Breiðholti laust fyrir hádegi í gær. Allt tiltækt slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins var kallað út vegna brunans en það voru nágrannar fólksins sem hringdu eftir aðstoð, þar sem reykur hafði borist fram á stigagang. Eldurinn var minni hátt- ar og staðbundinn við baðherbergi, að sögn slökkviliðs, en reykur þeim mun meiri og skyggni inni í íbúðinni lítið sem ekkert. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu kom eldurinn upp í þvottavél, en óljóst er hvers vegna og er málið í rannsókn. Reykkafarar fundu parið sofandi í íbúðinni og um tíma var talið að þriðji maðurinn væri þar einnig. Reykkafarar leituðu því vel í íbúð- inni en þriðji einstaklingurinn reyndist ekki vera þar. Parið var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild vegna reykeitrunar, þau voru með meðvitund og ástand þeirra ekki tal- ið alvarlegt. Hins vegar er ljóst að litlu mátti muna því reykurinn inni í íbúðinni var mjög þéttur. Auðveldlega gekk að ráða nið- urlögum eldsins og fór mestur tími slökkviliðs í reykræstingu. Öðrum íbúum í fjölbýlishúsinu stafaði ekki hætta af eldinum, en voru beðnir um að halda sig inni í íbúðum sínum þar sem mikill reykur var á stigagangi. Sofandi par hætt komið þegar eldur kom upp í íbúð í Breiðholti Morgunblaðið/Júlíus Viðbúnaður Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Fannarfelli undir hádegið í gær. Slökkvistarf gekk vel enda eldurinn staðbundinn við baðherbergi í íbúðinni, en reykskemmdir eru miklar. „ÞAÐ VAR mikill reykur og lögreglan sagði okkur að fara inn í íbúðirnar,“ sagði íbúi í Fannarfelli 12 í sam- tali við Morgunblaðið. Íbúinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, segir íbúa í fjölbýlishúsinu hafa verið fremur óttaslegna undanfarinn mánuð vegna fólksins sem býr í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp, og var flutt á slysa- deild. „Þetta er stórhættulegt. Það var til dæmis brotist inn í íbúðina á móti og stolið þaðan sjónvarpi og tölvu. Þetta er voðalega mikið lið sem fylgir fólkinu,“ segir íbúinn og bætir því við að lögregla hafi komið að hús- inu á öllum tímum sólarhringsins að undanförnu vegna þeirra sem í íbúðinni búa. Íbúar óttaslegnir undanfarinn mánuð HÉRAÐSDÓMUR Austurlands dæmdi í gær kínverskan starfsmann Impregilo í fjórtán mánaða fangelsi fyrir sérlega hættulega líkamsárás sem átti sér stað um áramótin síð- ustu. Honum er að auki gert að greiða 668 þúsund krónur í sakar- kostnað vegna málsins. Ákærði játaði bæði fyrir lögreglu og dómi að hafa stungið portúgalsk- an starfsfélaga sinn, í matsal vinnu- búða við Aðgöng 2, með eggvopni en sagði það hafa gerst í átökum, þar sem hann hefði átt við þrjá eða fjóra Ítali. Sagðist ákærði hafa verið fyrst og fremst að stympast við einn af þeim, en hinir hefðu komið aðvífandi. Ákærði sagðist hafa stungið þann sem stóð næst honum. Mikið ósamræmi er milli fram- burðar Kínverjans og brotaþola. Portúgalinn sagðist fyrir dómi hafa verið að fagna nýja árinu með dansi í matsalnum. Á dansgólfinu hefði ver- ið kínversk stúlka að grínast við fólk og í einhverju gríni hefði hann tekið af henni hatt sem hún bar, en um leið hefði einhver rekist í hann þannig að hann datt á stúlkuna. Stúlkan datt í gólfið og sagðist Portúgalinn hafa hjálpað henni á fætur. Þá hefði hann fundið fyrir hnífstungunni en ekki séð árásarmanninn. Hann kannaðist hvorki við slagsmál né stympingar. Kínverska stúlkan var farin af landi brott þegar aðalmeðferð fór fram í málinu en við skýrslutöku hjá lögreglu bar hún á mjög svipaðan hátt og brotaþoli. Aðrir starfsfélagar brotaþola báru jafnframt á sama hátt og þótti dóminum sannað að árásin hefði verið eins og fram kom hjá Portúgalanum. Ragnheiður Bragadóttir dóm- stjóri kvað upp dóminn. Sigríður Elsa Kjartansdóttir fulltrúi flutti málið af hálfu ákæruvaldsins og Eva Dís Pálmadóttir hdl. varði manninn. Fjórtán mánaða fangelsi fyrir árás „VIÐ höfum fundið fyrir mikl- um áhuga á kom- andi listmuna- uppboði,“ segir Tryggvi Frið- riksson, annar eigandi Gallerís Foldar, en upp- boðið fer fram nk. sunnudags- kvöld. Að sögn Tryggva verður mikið af góðum myndum og talsverður fjöldi verka gömlu meistaranna, þeirra á meðal mjög þekktar myndir. Nefnir hann í því samhengi mynd eftir Þor- vald Skúlason frá árinu 1941 sem nefnist Stúlkur með bolta sem sam- kvæmt uppboðsskrá er verðmetin á 3,2–3,5 milljónir kr. Einnig nefnir hann til málverkið Stúlka með fiðlu eftir Gunnlaug Blöndal sem verð- metið er á 3–3,5 milljónir kr. Finna fyrir miklum áhuga á uppboðinu Tryggvi Friðriksson FANGELSISYFIRVÖLD munu leggja enn meiri vinnu en áður í að meta hvort hætta sé á að fangi sem framið hefur brot gegn börnum fái að ljúka afplánun sinni utan fang- elsis, segir m.a. í svari Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Jóhönnu Sigurð- ardóttur, þingmanns, sem spurði hvað ráðherra hygðist gera til að bæta öryggi borgara gagnvart barnaníðingum. Björn sagði ráðuneyti sitt hafa til skoðunar að beina því til refsirétt- arnefndar að athuga hvort setja ætti í lög sérstakt ákvæði sem heimilar að dæma megi kynferð- isbrotamenn til að gangast undir meðferð. Einnig að dómstólar hafi staðfest að lögreglu sé heimilt að nota tálbeitu, og þar hljóti að koma til álita brot þar sem væntanlegur brotamaður leggur snörur fyrir sér ókunnug, saklaus börn. Notkun tálbeita og meðferðir MAGNÚS Stef- ánsson félags- málaráðherra segir að þegar ákveðið var í fyrra að lækka lánshlutfall og hámarkslán Íbúðalánasjóðs hafi legið fyrir að það væri tíma- bundin aðgerð. Hann hefur nú ákveðið að færa þetta til fyrra horfs. „Að mínu mati er tímasetningin ágæt,“ segir hann. Fram hefur komið gagnrýni á ákvörðunina. Magnús segist lítið hafa um þær athugasemdir að segja. Hann hafi skilning á að menn velti þessu fyrir sér. Telur tímasetn- inguna ágæta Magnús Stefánsson. LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu varar enn við gylliboðum á netinu og segir ekkert lát á þeim. Að þessum boðum standi óprúttnir aðilar sem einskis svíf- ist, og jafnvel séu dæmi um að hryðjuverkamenn noti þessa að- ferð til að fjármagna starfsemi sína. Er netnotendum ráðlagt að leita til lögreglunnar ef þeim ber- ist grunsamleg gylliboð, að því er fram kemur í tilkynningu lögregl- unnar. Sem dæmi um svik greinir lögreglan frá því að karli á miðjum aldri hafi verið boðið að gerast skráður eini lögerfingi efn- aðs læknis í Senegal. Honum hafi verið gert að senda þangað fjár- hæðir en enginn arfur hafi skilað sér. Fólk varist gylliboð á neti Ólöf Arnalds í dag kl. 15.00 - opið til kl. 22.00 öll kvöld „Þótt platan Við og við sé frumburður er ekkert óburðugt við hana. Hún gerir við mann það sama og kertaljós gerir; lyftir andanum á næsta plan fyrir ofan. Fínstillir andrúmsloftið og lætur það titra.“ - Guðrún Eva Mínervudóttir. Aðeins í dag og á morgun 1.499 kr. Ólöf Arnalds spilar lög af nýju plötunni sinni „Við og við“ í dag, laugardag kl. 15.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.