Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 33 HINN 5. janúar sl. úrskurðaði umhverfisráðherra um vegagerð í Barðastrandarsýslu og heimilaði svokallaða leið B frá Þórisstöðum í Þorskafirði að Kraká á Skálanesi í andstöðu við úrskurð Skipulags- stofnunar. Umhverfisráðherra virðist ekki draga mikil neikvæð umhverfisáhrif leiðar B í efa í úr- skurði sínum, en þar stendur með- al annars: „Ráðu- neytið telur að lagning Vest- fjarðavegar um Teigs- skóg muni hafa áhrif á landslag til lang- frama og skera sund- ur heildstætt og fjöl- breytt vistkerfi og sérstaka landslags- heild, sem ekki verður endurheimt með ræktum skógar á öðr- um stað. Að auki er Teigsskógur á nátt- úruminjaskrá … sem felur í sér ákveðna stefnumörkun um verndargildi svæðisins.“ Það er því fyrir ofan minn skiln- ing og reyndar fjölmargra annarra hvernig umhverfisráðherra kemst að þeirri niðurstöðu að heimila leið B eftir úrskurð Skipulagsstofn- unar og umsagnir Umhverfisstofn- unar, Skógræktar ríkisins, Forn- leifaverndar, þrennra náttúruverndarsamtaka, fræði- manna í Breiðafjarðarnefnd, sér- fræðinga um birkiskóga og margra fleiri. Slíkt væri sjálfsagt efni í fræðigrein, þar sem öll opinber bréfaskrif milli aðila yrðu brotin til mergjar, þar á meðal hvernig um- ferðaröryggistölur eru notaðar til end- anlegrar ákvörðunar í þessu máli af hálfu ráðuneytisins. Nýlega hafa birst í fjölmiðlum tölur um að jarðgangaleið sé mun dýrari en leið B. Þar er annars vegar byggt á nokkuð lengri jarðgöngum undir Hjallaháls en ég tel að þörf sé á og hins veg- ar óuppfærðum tölum um kostnað við leið B. Auk þess var kostnaður vegna úr- skurðar ráðherra ekki talinn með. Í Framkvæmdafréttum Vegagerð- arinnar, 4. tbl. 2007, birtist grein eftir mig og sundurliðaður kostn- aður við leið B og jarðgangaleiðir (sjá: http://www.vegagerdin.is/ vefur2.nsf/Files/fr458-04-2007/ $file/fr458-04-2007.pdf). En lítum á kostnað við leið B eftir úrskurð ráðherra. Hann var mikill fyrir og jókst enn. Þótt menn telji jarðgöng dýr, er leið D með 2.950 m tvíbreiðum jarð- göngum undir Hjallaháls (leið G) einfaldlega orðin ódýrari en leið B. Þar munar um 500 mkr., sam- kvæmt nýjustu útreikningum mín- um. Leið HG með tvíbreiðum göngum undir bæði Hjallaháls og Gufudalsháls er aðeins 400 millj- ónum dýrari en leið B+3. áfangi. Gangaleiðin er líka 7,25 km styttri og þar af leiðandi öruggari sam- kvæmt óhappatíðniútreikningum og ætti því að velja miðað við þær forsendur sem umhverfisráðherra gekk út frá í úrskurði sínum. Tek- ið skal fram að Vegagerðin er ekki alveg samála niðurstöðum mínum. Þar sem gangaleiðin HG er mun styttri en leið B+3 mætti hún þess vegna vera talsvert dýrari. Miðað við áætlaða umferðaraukningu Vegagerðarinnar um veginn og arðsemisútreikninga með 5% vöxt- um, má gangaleiðin vera um 370 Mkr. dýrari en leið B+3. Með frekari samgöngubótum á vest- anverðum Vestfjörðum má gera ráð fyrir að talsvert af þeirri um- ferð sem nú fer um Ísafjarðardjúp fari um suðurfirðina. Ef t.d. 60% núverandi umferðar um Djúpið færi suðurleiðina mætti leið HG vera um 720 Mkr. dýrari en leið B+3. Hér á meira að segja eftir að bæta við fórnarkostnaði vegna mikilla neikvæðra umhverfisbreyt- inga af völdum leiðar B. Ósnortið land, firði, eyjar og sker og ósnort- inn Teigsskóg og ótruflað arn- arvarp má örugglega meta til fjár, en ég kann því miður engar að- ferðir til þess. Þar er örugglega um háar fjárhæðir að ræða, en OECD (Efnahags- og framfara- stofnun Evrópu) hefur bent Ís- lendingum á mikilvægi kostnaðar- og ábatagreiningar við ákvörðun- artöku þar sem náttúruverðmæti eru í húfi. Öll helstu náttúruverndarsamtök á landinu, Fuglavernd, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Náttúruvaktin, hafa sent sameig- inlega áskorun til allra alþing- ismanna um að „samgöngur á Vestfjörðum séu bættar í sátt við náttúruna“. Ég hef ekki heyrt í neinum sem er á móti veggöngum í Gufudals- sveit, annaðhvort undir báða háls- ana eða Hjallaháls eingöngu. Í við- tölum við ýmsa sem hafa haldið leið B stíft á lofti hefur komið fram að þeir myndu fremur vilja styttri jarðgangaleið, en telja hins vegar að jarðgöng kæmu seint. En hví ætti svo að þurfa að vera? Gangaleið hefur einfaldlega alla kosti umfram leið B, ekki síst frá sjónarmiði kostnaðar og nátt- úruverndar. En af einhverjum ástæðum kjósa ráðamenn að taka jarðgöng út fyrir sviga, eins og nú er gert í samgönguáætlun í stað þess að velja hagstæðustu leiðina hverju sinni án tillits til þess hvers eðlis framkvæmdin er, vegur, brú eða jarðgöng. Hvernig í ósköpunum ætla ráða- menn þjóðarinnar, þar á meðal samgönguráðherra og Alþingi, að réttlæta það fyrir landslýð að valin sé leið sem er mun dýrari en önn- ur, lengri og með minna umferð- aröryggi og sérlega umhverfisspill- andi þar að auki? Getur einhver svarað þessu? Leið B Gunnlaugur Pétursson fjallar um samgöngumál og vegagerð »Hvernig ætla ráða-menn þjóðarinnar að réttlæta það að valin sé leið sem er mun dýr- ari en önnur, lengri og sérlega umhverfisspill- andi þar að auki? Gunnlaugur Pétursson Höfundur er verkfræðingur. Stefán E. Matthíasson: „Það er ljótt að skrökva, Siv“ Ebenezer Þ. Böðvarsson: „Brosi ekki framan í eftirlits- myndavélar“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar MORGUNBLAÐIÐ hefur tekið í notkun nýtt móttöku- kerfi fyrir aðsendar greinar. Formið er að finna ofarlega á forsíðu fréttavefjarins www.mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerfið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerðan reit. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minningargreinar eru vinsam- legast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 569 1210. Nýtt mót- tökukerfi aðsendra greina smáauglýsingar mbl.is BMW3 lína www.bmw.is Sheer Driving Pleasure Með bílinn handa þér Bíll á mynd: BMW 318i með 17” álfelgum og krómlistum. * BMW 318i kr. 3.790.000. Útborgun 30% eða kr. 1.137.000. Lán í 84 mánuði. Kr. 39.990* á mánuði. B&L - Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - Sími 575 1200 - www.bl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.