Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 28
lifun 28 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Innan um hjólbarðaverkstæði,flutningafyrirtæki, málning-arverksmiðjur og kjötvinnslu-fyrirtæki hafa Birgir Snæ- björn Birgisson og Sigrún Sigvaldadóttir komið sér upp fallegu heimili og vinnustofu. Birgir er myndlistarmaður og Sigrún graf- ískur hönnuður og þau höfðu lengi unnið að því að finna viðráðanlega lausn á vinnuaðstöðuvandræðum sín- um þegar þau duttu niður á heild- söluhúsnæði í Dugguvogi. „Með því sáum við að við gætum fjárfest í rúmgóðri vinnustofu og heimili,“ útskýrir Sigrún. „Það var líka mikill kostur að hafa svona stórt rými sem við gætum skipulagt sjálf,“ segir Birgir. „Kannski hentar ekki öllum að búa þannig en er frábært fyrir okkur.“ Þetta gildir um fleiri því nokkur fordæmi eru fyrir slíkri umbreytingu iðnaðarhúsnæðis í heimili og vinnu- stofur í götunum í kring. Þar hafa myndlistarmenn, kvikmyndagerð- armenn, ljósmyndarar og aðrir lista- menn hreiðrað um sig á svipaðan hátt enda býður iðnaðarhúsnæðið upp á góða möguleika í því sambandi. Hjá Sigrúnu og Birgi er t.a.m. hátt til lofts og vítt til veggja auk þess sem húsnæðið býr yfir birtu sem hvaða listamaður væri öfundsverður af að hafa á vinnustofu sinni. Veggirnir eins og legó Rúmt ár er síðan þau fluttu inn að undangenginni botnlausri vinnu við að fjarlægja drasl, smíðar á veggjum og innréttingum, málun, gólf- og flísalögn og svo mætti lengi telja. „Við keyptum í apríl 2005 og fluttum inn 1. desember,“ segir Birgir. „Hér var veggjakerfi sem var frekar auð- velt að taka niður og við fjarlægðum næstum alla veggi sem hægt var. Á gólfunum voru dúkar og teppi sem við rifum af og hentum og svo þurft- um við að smíða nýtt í staðinn fyrir það sem við fjarlægðum. Til að mynda var karla- og kvennaklósett og þó að okkur hafi fundist það svolít- ið fyndið til að byrja með ákváðum við að sameina það í eitt rými til að koma fyrir baðkari og fleiru.“ Sigrún kinkar kolli. „Eiginlega var mesta vinnan á baðinu og sennilega fóru tveir þriðju hlutar tímans í það. Það þurfti að breyta öllum pípulögnum og smíða í kringum tækin, sem var ærin vinna.“ Til að byrja með hugðust þau nýta sér eitthvað af léttu veggjunum sem fyrir voru í húsnæðinu en fljótlega hurfu þau frá því. „Hins vegar náðum við að endurnýta langmest af veggja- efninu þannig að það var mjög vist- vænt, sem skipti okkur máli. Í raun hefði verið fljótlegra að kaupa nýtt efni en á móti kemur að það hefði verið dýrara, ekki bara vegna þess að efnið kostar heldur er líka mjög dýrt að henda byggingarefni í dag.“ Lofthæðin er borin uppi af ramm- gerðum súlum sem ganga upp úr gólfinu á nokkrum stöðum í íbúðinni. „Aðrir veggir voru í rauninni eins og legó,“ útskýrir Sigrún. „Þeir voru bara skrúfaðir saman og þess vegna var svo auðvelt að nýta þá, þeir Morgunblaðið/Árni Sæberg Lífleg Stofan er björt og opin og á veggjum er fjöldi listaverka sem þeim Birgi og Sigrúnu hefur áskotnast í gegn um tíðina. „Mest eru þetta verk eftir aðra sem er mjög gott því maður fær eig- inlega nóg af eigin verkum yfir daginn,“ segir Birgir. „Þetta er orðið nokkuð gott safn enda eru listamenn ákaflega gjafmildir þegar kemur að öðrum listamönnum.“ Slógu tvær flugur í einu höggi Bjart Birgir og Sigrún enda oft í sófanum á vinnustofunni. „Margir myndlistarmenn eru alltaf á hrakhólum með vinnuhúsnæði þannig að það var frábær lending að geta sameinað íverustað og vinnuhúsnæði.“ Í miðju iðnaðarhverfi við Sundin blá býr lista- mannapar ásamt börnum sínum. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir sá með eigin augum hvernig breyta má heildsölu- húsnæði í höll fyrir skap- andi huga. Rautt Á brauðbretti í eldhúsinu liggur epli sem bíður þess að vera skorið. Bókstafir Listaverkin á veggjunum eru mörg úr óhefðbundnum efnum. Maður segir alltaf þegar þessu lýkur: „aldrei aftur“ en nokkrum mánuðum síðar er maður búinn að gleyma hvað þetta var mikið mál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.