Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
GLITNIR og Latibær hafa skrifað
undir samstarfssamning til þriggja
ára. Þá var skrifað undir sérstakt
samkomulag um að aðilar vinni
saman að því að sérstakt Lata-
bæjarhlaup verði haldið í tengslum
við Óslóarmaraþon Glitnis sem
fram fer 20. september í haust.
Fram kemur í fréttatilkynningu að
sum samstarfsverkefni þessara að-
ila hafi jafnvel vakið heimsathygli,
eins og til dæmis Hagkerfið.
Skálað í skyrdrykk Magnús Schev-
ing og Bjarni Ármannsson.
Samstarf áfram
DÓMS- og kirkju-
málaráðuneytið
opnaði í gær upp-
lýsingavef vegna
alþingiskosning-
anna 12. maí
næstkomandi. Á
upplýsingavefn-
um, sem hefur
slóðina
www.kosning.is, er að finna fróðleik
og hagnýtar upplýsingar um atriði
sem lúta að næstu alþingiskosn-
ingum. Upplýsingarnar nýtast al-
mennum kjósendum, stjórnmála-
samtökum og þeim sem vinna að
kosningunum. Þegar nær dregur
kosningum verða birtar upplýsingar
um framboðslista og kjörstaði.
Upplýsingar
á kosning.is
G. Pétur Matthíasson, fréttamaður
á Ríkissjónvarpinu, hefur verið ráð-
inn sem upplýsingafulltrúi hjá
skrifstofu vegamálastjóra, al-
mannatengslum. Fram kemur í inn-
anhússfréttum Vegagerðarinnar að
reiknað er með að Pétur hefji störf
eftir 1–2 mánuði.
Upplýsingafulltrúi
RÁÐGJAFARNEFND um skipulag
þjóðgarðsins við Lakagíga í Skaft-
árhreppi boðar til ráðstefnu um
skipulagsmál fyrir Lakasvæðið á
Hótel Klaustri 10. mars. Ráðstefnan
höfðar til íbúa Skaftárhrepps, nátt-
úruverndarfólks, ferðaþjónustuað-
ila, útivistarfólks, hönnuða og al-
þingismanna, segir á vef Umhverf-
isstofnunar.
Á ráðstefnunni verða m.a. kynnt
drög að tillögu um breytingar á að-
alskipulagi og tillögur að deili-
skipulagi vegna þjónustustöðvar.
Lakagígar
STJÓRN Grund-
arfjarðarhafnar
hefur ákveðið að
leita eftir til-
lögum frá íbúum
og velunnurum
Grundarfjarðar
að heiti á nýju
bryggjunni í
Grundarfjarð-
arhöfn. Beðið er
um að tillögur
berist á tölvupóstfangið grund-
arfjordur@grundarfjordur.is.
Á heimasíðu sveitarfélagsins
kemur einnig fram, að nú eru
staddir í Grundarfirði fulltrúar frá
,,Grundarpol“, vinafélagi Grund-
arfjarðar og Paimpol í Frakklandi.
Meðal annars hefur verið rætt um
að styrkja enn frekar tengsl Grund-
arfjarðar og Paimpol.
Nafn vantar á
nýja bryggju
Kirkjufell við
Grundarfjörð.
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
TÆP 206 tonn af loðnuhrognum
fengust úr rúmlega 1200 tonna
farmi loðnuskipsins Faxa, sem jafn-
gildir 16,94% nýtingu, „sem er ekki
bara Íslandsmet, heldur líka heims-
met; ég er alveg klár á því,“ sagði
Einar Víglundsson, vinnslustjóri
HB Granda á Vopnafirði í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi.
Nákvæmlega var um að ræða
205.729 kíló, en venjulega þykjast
menn mjög góðir ef þeir ná 12-13%
nýtingu loðnuhrogna. Einar sagði
að hluta til væri um heppni að ræða,
þar sem hrygnuhlutfallið hefði verið
hátt í farminum, en einnig kæmi
vonandi til að þeir væru að gera
hlutina rétt í vinnslunni. Þeir not-
uðu aðra tegund af dælingu en al-
ment tíðkaðist og það bætti árang-
urinn að hans mati.
Aflaverðmætið 28 milljónir
Einar sagði að aflaverðmæti
Faxa í þessum túr hefði verið um 28
milljónir króna og það væri að lang-
stærstum hluta til komið vegna
hrognanna. Aflinn hefði fengist á
miðunum fyrir sunnan land og Faxi
hefði siglt með aflann til Vopna-
fjarðar, sem hefði tekið um 32 tíma.
Einar sagði að hingað til hefðu
þeir best verið að fá 13-13,5%
hrognanýtingu, sem teldist mjög
gott, en þessi nýting væri einfald-
lega ævintýri, það væri ekki hægt
að hafa nein önnur orð um það.
Verð á loðnuhrognum er mjög
hátt um þessar mundir eins og á öll-
um öðrum loðnuafurðum og lætur
nærri að verðið sé í sögulegu há-
marki.
Ólafur Einarsson, skipstjóri á
Faxa, sagðist aldrei hafa heyrt um
viðlíka hrognanýtingu. Það væri
mikið verðmæti í hrognunum og
túrinn hefði því verið mjög góður,
en þeir hefðu verið fjórtán á í þess-
um túr. Aflinn hefði fengist í Faxa-
flóa allur úr sömu torfunni.
Faxi var aftur kominn á loðnu-
miðin í gærkvöldi og var þá í grennd
við Sandgerði. Þá voru þeir búnir að
kasta einu sinni og fá um 250 tonn
þrátt fyrir myrkur og voru að draga
í annað sinn, en loðnan gefur sig
sjaldan í myrkrinu, að sögn Ólafs.
„Ekki bara Íslandsmet,
heldur líka heimsmet“
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
UNDIRNEFND stjórnarskrár-
nefndar um auðlinda- og umhverf-
ismál var sammála um að leggja til
að sett yrði ákvæði í stjórnarskrá
um að náttúruauðlindir sem ekki
eru háðar einkaeignarrétti yrðu í
þjóðareign. Þegar tillögur hópsins
komu til umræðu í stjórnarskrár-
nefnd komu fram sjónarmið hjá
sumum nefndarmönnum um að
skoða þyrfti áhrif slíks ákvæðis bet-
ur. Þar sem tími nefndarinnar var
orðinn knappur varð því niðurstaðan
sú að bíða með þessar breytingar.
Hugmyndir um að setja ákvæði í
stjórnarskrá um auðlindir eru ekki
nýjar af nálinni. Slíkar hugmyndir
voru ítarlega ræddar í auðlinda-
nefnd sem skilaði skýrslu árið 2000.
Nefndin gerði tillögu um að nátt-
úruauðlindir og landsréttindi, sem
ekki eru háð einkaeignarrétti, yrðu
þjóðareign. Heimilt verði að veita
einstaklingum eða lögaðilum rétt til
að nota eða hagnýta þessar auðlind-
ir og réttindi gegn gjaldi.
Skýrt ákvæði í
stjórnarsáttmálanum
Málið var talsvert til umfjöllunar
fyrir síðustu alþingiskosningar og í
stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
frá 2003 er fjallað um þetta þar sem
verkefni ríkisstjórnarinnar eru talin
upp. Þar segir: „Ákvæði um að auð-
lindir sjávar séu sameign íslensku
þjóðarinnar verði bundið í stjórn-
arskrá.“
Á flokksþingi Framsóknarflokks-
ins, sem haldið var 2005, var gerð
samþykkt um þetta þar sem segir:
„Jafnframt ítrekar flokksþingið
fyrri samþykkt um að ákvæði verði
sett í stjórnarskrá Íslands um að
fiskistofnarnir séu sameiginleg auð-
lind þjóðarinnar allrar.“
Sama ár fjölluðu sjálfstæðismenn
um málið á landsfundi sínum án þess
að kveða afdráttarlaust á um að
setja ætti ákvæði um auðlindir í
stjórnarskrá. Í landsfundarsam-
þykktinni segir: „Verði ákvæði um
þjóðareign á auðlindum sett í stjórn-
arskrá skal gæta jafnræðis varðandi
allar auðlindir í þjóðareigu. Jafn-
framt skal kveðið á um rétt þeirra
sem auðlindirnar nýta. Það er óvið-
unandi að búa við örar lagabreyt-
ingar og tilfærslur.“
Þó að fyrir lægi strax við myndun
ríkisstjórnarinnar að stjórnarflokk-
arnir ætluðu að setja af stað vinnu
við endurskoðun stjórnarskrárinnar
var ekki búið að skipa í stjórnar-
skrárnefnd fyrr en í ársbyrjun 2005.
Nefndin samþykkti í febrúar í fyrra
að setja á fót undirnefndir til að
fjalla um einsök mál. Sérstakri
nefnd var falið að fjalla um ákvæði
um auðlinda-, umhverfis- og mann-
réttindamál. Hópurinn hittist fjór-
um sinnum og kallaði til sín sérfræð-
inga. Eiríkur Tómasson
lagaprófessor fór t.d. yfir tillögur
auðlindanefndar en hann tók þátt í
starfi nefndarinnar.
Samstaða í vinnuhópnum
Í fundargerð frá öðrum fundi
hópsins segir að samstaða sé í
vinnuhópnum um að gera tillögu til
stjórnarskrárnefndar um að ákvæði
um auðlindamál og umhverfismál
yrðu sett í stjórnarskrána, annað-
hvort í tveimur aðskildum ákvæðum
eða einu. Á fjórða og síðasta fundi
vinnuhópsins, sem haldinn var 12.
apríl, var samþykkt að fela Björgu
Thorarensen lagaprófessor að gera
frumdrög að nýjum og breyttum
stjórnarskrárákvæðum um efnið
með hliðsjón af umræðum í hópnum.
Samþykkt er að setja fram tvö ný
ákvæði. Í fyrra atriðinu verði rætt
um réttindi og markmið tengd um-
hverfinu. „Í seinna ákvæðinu yrði
lýst yfir að náttúruauðlindir og
landsréttindi sem ekki eru háð
einkaeignarrétti séu þjóðareign og
að veita megi heimild til afnota og
hagnýtingar á þeim gegn gjaldi auk
þess sem fjallað er um hvernig nýta
skuli arð af þeim. Ákvæðið byggir í
megindráttum á tillögum auðlinda-
nefndar frá árinu 2000,“ segir orð-
rétt í fundargerð vinnuhópsins.
Tillögurnar eru síðan ítarlega
ræddar í stjórnarskrárnefnd 23.
júní. Í fundargerð segir að fjallað
hafi verið um afleiðingar þess að
setja slíkt ákvæði í stjórnarskrá líkt
og auðlindanefnd lagði til á sínum
tíma. Á fundinum kom fram það
sjónarmið að taka þyrfti fram ber-
um orðum að villtir fiskstofnar væru
sameign þjóðarinnar.
Á fundinum ræddi formaður
nefndarinnar um að tími til að ljúka
heildarendurskoðun stjórnarskrár-
innar væri orðinn naumur. Einn
möguleikinn væri að leggja einungis
til breytingar á 79. gr. um þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Í fundargerð kemur
fram að sitt sýndist hverjum um
þessa hugmynd. Það sjónarmið kom
fram að unnt ætti að vera að ná sam-
komulagi á skömmum tíma um
nokkur grundvallaratriði þótt heild-
arendurskoðun biði. Aðrir bentu á
að verkefni nefndarinnar hefði verið
að undirbúa heildarendurskoðun og
hún ætti því ekki að gera tillögur um
neitt sem gengi skemmra.
Ekki var fundað í nefndinni aftur
fyrr en í lok ágúst og þá er sam-
þykkt láta reyna á það í september
hversu langt væri hægt að komast í
samkomulagsátt.
Vildu fleiri álitsgerðir
Í umræðum á næsta fundi var
meðal annars kallað eftir því að gerð
yrði úttekt á því hvaða lögfræðilegu
og hagfræðilegu álitamál kynnu að
rísa í kjölfar samþykktar ákvæðis
um þjóðareign á auðlindum. Enn-
fremur að gefið yrði yfirlit yfir þá
fræðilegu umræðu sem átt hefði sér
stað um eignarrétt á auðlindum síð-
an auðlindanefnd lauk störfum. Þá
þyrfti að liggja fyrir hvað fælist í
óbeinum eignarréttindum, til dæmis
varðandi fiskveiðiheimildir. Í fund-
argerðinni kemur ekki fram hverjir
lýstu þessum sjónarmiðum. Hins
vegar segir að í nefndinni hefði einn-
ig komið fram það sjónarmið að ekki
væri þörf á viðbótarálitsgerðum og
ekki ætti að vera torvelt að ná sam-
komulagi um ákvæði af þessu tagi.
Það mætti þó slípa ákvæðið til.
Á næsta fundi, 25. október, sagði
formaður nefndarinnar, Jón Krist-
jánsson, að útséð væri um að það
tækist að ljúka heildarendurskoðun
stjórnarskrárinnar fyrir kosningar.
Gera þyrfti forsætisráðherra grein
fyrir stöðu mála. Hann sagðist hins
vegar vilja fá fram afstöðu í nefnd-
inni um það hvort samstaða tækist
um afmörkuð atriði eins og 79.
greinina og setningu ákvæðis um
náttúruauðlindir. Í fundargerðinni
kemur fram að sumir töldu að hægt
ætti að vera að ná saman um um-
talsverðar breytingar. „Aðrir kváðu
hins vegar enn langt í land, jafnvel
varðandi atriði eins og auðlinda-
ákvæði og framsal ríkisvalds sem
gjarnan hefðu verið nefnd,“ segir í
fundargerðinni.
Niðurstaðan nefndarinnar varð
síðan sú að gera aðeins tillögu um
breytingar á 79. greininni og bíða
með aðrar breytingar, þar á meðal
með að setja inn í stjórnarskrá
ákvæði um auðlindanýtingu.
Einstakir nefndarmenn
vildu skoða málið betur
Samkomulag var í vinnuhóp stjórnarskrárnefndar um að setja ákvæði um auð-
lindir í stjórnarskrá en hluti nefndarinnar vildi skoða betur áhrif tillagnanna
Í HNOTSKURN
»Jón Krist-jánsson, for-
maður stjórn-
arskrárnefndar,
kannaði sl. haust
hvort samstaða
væri í nefndinni
um afmörkuð atriði eins og 79.
greinina og setningu ákvæðis
um náttúruauðlindir.
»Bjarni Benediktsson, ÖssurSkarphéðinsson og Guðjón
Arnar Kristjánsson sátu í
vinnuhóp um auðlinda- og um-
hverfismál. Samstaða var um
að leggja til að ákvæði um auð-
lindir yrði sett inn í stjórn-
arskrá.
Morgunblaðið/Jim Smart
Nefndin Þegar stjórnarskrárnefnd kom saman á sínum fyrsta fundi lá fyr-
ir það verkefni að endurskoða stjórnarskrána. Frá vinstri: Þorsteinn Páls-
son, Birgir Ármannsson, Jón Kristjánsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
Steingrímur J. Sigfússon og Guðjón Arnar Kristjánsson.