Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞAÐ ER ekki laust við að Framsókn
hafi hleypt lífi í þingheim í vikunni og
reyndar svo miklu að stjórnarand-
stæðingar tókust á loft seinni part
fimmtudags. „Þetta gæti leitt til
stjórnarslita,“ pískruðu menn
spenntir sín í milli.
Fjörið hófst á miðvikudag þegar
félagsmálaráðherra tilkynnti hækk-
un á íbúðalánum úr 80% í 90% og um
leið að hámarkslánsfjárhæð yrði 18
milljónir króna í stað 17. Þetta var
eitt af helstu kosningaloforðum
Framsóknarflokksins og ekki seinna
vænna að efna það. „Þú verður að
spyrja félagsmálaráðherra um það.
Þetta er hans mál,“ sagði Árni M.
Mathiesen, fjármálaráðherra, inntur
eftir viðbrögðum í morgunútvarpi
Rásar 1 sl. fimmtudag.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks eru
mishrifnir af þessu föndri framsókn-
armanna og halda að það geti komið
illa niður á efnahagsástandinu.
Kurrið í sjálfstæðismönnum
minnkaði ekki þegar leiðtogar Fram-
sóknarflokksins og ráðherrar, Jón
Sigurðsson og Guðni Ágústsson,
lýstu því skýrt yfir að Framsókn
myndi ganga fast fram í að fá Sjálf-
stæðisflokk til að standa við stjórn-
arsáttmálann og setja inn ákvæði í
stjórnarskrá þess efnis að auðlindir
sjávar væru sameign þjóðarinnar.
En stjórnarandstæðingar sperrtu
eyrun. Samfylkingin hefur lagt mikla
áherslu á að fá þetta ákvæði inn í
stjórnarskrá en ekki náðist sam-
komulag um það í stjórnarskrár-
nefnd sem skilaði af sér nýverið.
Sjálfstæðisflokkurinn var á móti.
Áður hafði verið samið um að
stjórnarskrárnefnd myndi engu skila
af sér nema í fullu samráði og leiddi
það til þess að samstaða náðist að-
eins um eina breytingu. Sjálfstæð-
ismenn eru í sjálfu sér ekki á móti
sameignarákvæðinu en eru hræddir
við orðalag greinarinnar enda ljóst
að a.m.k. hluti stjórnarandstöðunnar
vill með þessu ákvæði ná í gegn
breytingum á fiskveiðistjórnarkerf-
inu. Þó verður að teljast ólíklegt að
Halldór Ásgrímsson hafi haft það í
huga þegar hann og Davíð Oddsson
gengu frá stjórnarsáttmálanum á
sínum tíma og Framsókn leggur
raunar áherslu á að styrkja enn frek-
ar löggjafarvald Alþingis í þessum
efnum.
Framsókn þurfti líka að fara upp á
afturfæturna í umræðum um Íraks-
stríðið sl. fimmtudag en stjórnarand-
staðan þreytist ekki á að kalla eftir
afsökunarbeiðni af hálfu leiðtoga
flokksins. Stuðningur við Íraks-
stríðið var ekki að frumkvæði Fram-
sóknar á sínum tíma en flokkurinn
hefur engu að síður þurft að taka
ábyrgð á því að leiðtoginn skuli hafa
látið hafa sig út í það. Athygli vakti
að sjálfstæðismenn voru víðs fjarri í
þessum umræðum sem og þeim fyrr-
nefndu.
Það er gömul saga og ný að Fram-
sókn reyni að skilja sig frá Sjálfstæð-
isflokknum rétt fyrir kosningar og
Jón Sigurðsson áréttaði það enn
frekar í stefnuræðu sinni á flokks-
þingi Framsóknar sem hófst í gær og
heldur áfram í dag. Sjálfstæðismenn
halda þó ró sinni enn sem komið er
en þó er ólíklegt að allir þingmenn
flokksins sýni jafn mikla þolinmæði
og fyrir fjórum árum. Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur enda þegar komið
sínum stærstu málum í gegnum
þingið og hörð afstaða Framsókn-
arflokksins hefur orðið til þess að
sumir spá því að ríkisstjórnarsam-
starfi gæti verið slitið nú á loka-
sprettinum.
Framsóknarflokkurinn hefur allt
að vinna enda hefur hann komið illa
út úr skoðanakönnunum undanfarið.
Þar sem undirrituð er stundum dálít-
ið „svag“ fyrir pólitískum tískubylgj-
um hefur hún áður gerst sek um að
spá Framsóknarflokknum dauða. Sá
fjöldi fólks sem sækir flokksþing
Framsóknar nú um helgina sýnir þó
að flokkurinn er sannarlega ekki
dauður úr öllum æðum og ætlar sér
stóra hluti í vor. Markmiðið er fylgið
á miðjunni og til þess er teflt fram
bæði unnum og óunnum verkum.
Á næstu dögum mun ráðast
hversu hátt kurrið verður í sjálf-
stæðismönnum fyrir sólóleikjum
Framsóknar undanfarna viku og á
meðan höldum við sem fyrir utan
stöndum áfram að skella fram spám
og samsæriskenningum um það sem
verður.
Líf og fjör í Framsókn
ÞINGBRÉF
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
AUGLÝSINGAR Icelandair, sem
Íslenska auglýsingastofan gerði fyr-
ir félagið, sigruðu í fjórum flokkum
af fjórtán á uppskeruhátíð íslensks
auglýsingafólks í gær, Lúðrinum, at-
hyglisverðustu auglýsingum ársins
2006. Ímark stendur að Lúðrinum.
VR og Fíton sigruðu í tveimur
flokkum sem báðir eru svonefndar
almannaheillaauglýsingar, annars
vegar í ljósvakamiðlum og hins veg-
ar í prentmiðlum.
„Góð hugmynd frá Íslandi“
Icelandair og Íslenska auglýs-
ingastofan hlutu verðlaun í flokki
dagblaðaauglýsinga, sjónvarps-
auglýsinga, tímaritaauglýsinga og
auglýsingaherferða. Í þremur fyrst-
nefndu flokkunum var um að ræða
auglýsingar sem nefnast „Góð hug-
mynd frá Íslandi“. Auglýsinga-
herferðin kallast hins vegar „Hug-
urinn ber þig hálfa leið“.
Almannaheillaauglýsingarnar
sem VR og Fíton voru verðlaunuð
fyrir eru annars vegar „Dapurlegt
eftirmæli“ fyrir ljósvakamiðla og
auglýsingin „Hvíldartími“ fyrir
prentmiðla.
Glitnir og Jónsson & Lemacks
sigruðu í flokki útvarpsauglýsinga
með auglýsingunni „Peningar kaupa
ekki hamingjuna“.
Iceland Airways tónlistarhátíðin
og Jónsson & Lemacks hlutu verð-
laun fyrir athyglisverðasta vegg-
spjaldið en heiti þess er „Reykja-
vík“.
Athyglisverðasta umhverfisgraf-
íkin var valin „Bláfjöll 30 km“ sem
Ó! gerði fyrir Skíðasvæði höfuðborg-
arsvæðisins.
Móðir náttúra og Fabrikan voru
verðlaunuð fyrir athyglisverðustu
vöru- og firmamerki en heiti þess er
„Móðir náttúra“.
Athyglisverðasti markpósturinn
var valinn „Þú fellur í stafi“, sem
Ennemm vann fyrir Alfesca.
Í opnum flokki fengu Egill Skalla-
grímsson og Fíton verðlaun fyrir
„Brennivín í lopapeysu“.
Landsbankinn hlaut verðlaun fyr-
ir athyglisverðustu vefauglýsinguna,
„Landsbankadeildina“.
Að síðustu fengu Trygginga-
miðstöðin og Íslenska auglýs-
ingastofan verðlaun fyrir viðburð
sem var „Tryggingamiðstöðin 50 ára
– skautasvell“.
Tilnefndar voru alls 70 auglýs-
ingar til verðlaunanna en innsend-
ingar voru 470 talsins.
Icelandair og Ís-
lenska með mest
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verðlaunin Alls voru veitt 14 verðlaun í jafnmörgum flokkum þegar Lúð-
urinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, voru afhent í gærkvöldi.
FORSVARSMENN sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu í kringum
Skerjafjörð hafa ákveðið að skoða
kosti þess að vernda náttúrufar
Skerjafjarðar og nágrennis á vett-
vangi Sambands íslenskra sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu.
Fram kemur að í þessari vinnu
verði tekið mið af sérstöðu svæð-
isins með tilliti til lífríkis, jarð-
myndana, útivistar og menning-
arminja, en jafnframt þurfi að taka
mið af aðalskipulagi sveitarfélag-
anna hvað varði t.d. hafnaraðstöðu
og byggingarhverfi sem þegar hafa
verið skipulögð innan fyrirhugaðs
verndarsvæðis eða fyrirætlanir eru
uppi um að rísi þar.
„Sérstaða svæðisins er m.a. fjöl-
breytt fuglalíf sem þrífst á svæðinu
allan ársins hring og hefur al-
þjóðlegt verndargildi. Svæðið
gegnir mikilvægu hlutverki varð-
andi skuldbindingu Íslendinga um
verndun svæða fyrir fugla sem
staldra við á farleiðum sínum yfir
Ísland vor og haust, því eins og
kunnugt er safnast mikill fjöldi
margæsa og rauðbrystinga saman á
svæðinu og safnar orku til að ljúka
flugi sínu á milli vetrarstöðva og
varpstöðva,“ segir meðal annars.
Vilja vernda
Skerjafjörð
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-
ur dæmt manni 620 þúsund króna
bætur úr ríkissjóði vegna líkams-
tjóns af völdum þess að hluti eyra
hans var bitinn af. Bæturnar nema
2⁄3 hlutum af tjóni mannsins en
þriðjunginn þarf hann að bera
sjálfur.
Maðurinn var á leið frá
skemmtistað í miðborg Reykjavík-
ur sumarið 2004 og lenti í götu-
slagsmálum með þeim afleiðingum
að hann var bitinn.
Dómurinn taldi að eyrnabitið
væri þess eðlis að það gæti ekki
verið refsilaust samkvæmt hegn-
ingarlögum. Því væri fullnægt skil-
yrðum laga um að greiða skuli
tjónþola bætur sé ekki vitað hver
tjónvaldur er, hann sé ósakhæfur
eða finnist ekki.
Dómurinn taldi einnig að mað-
urinn hefði með hegðun sinni í um-
rætt sinn sett sjálfan sig í hættu á
að verða fyrir höggum, spörkum
og pústrum og þar með meiðslum
sem slíkum átökum fylgi. Horfa
yrði til þess, að mjög væri ein-
staklingsbundið og í raun ófyr-
irsjáanlegt hvaða aðferðum menn
beita í götuslagsmálum, eins og
þeim sem maðurinn tók þátt í. Þótt
þannig væri ekki algengt að menn
bitu hver annan í áflogum yrði slík
afleiðing ekki talin algerlega ófyr-
irsjáanleg eða fjarlæg, ekki síst
þegar ölvun væri áberandi.
Málið dæmdi Skúli Magnússon
héraðsdómari. Bryndís Guðmunds-
dóttir héraðsdómslögmaður flutti
málið fyrir manninn og af hálfu
stefnda flutti málið Guðrún Mar-
grét Árnadóttir hæstaréttar-
lögmaður.
620 þúsund fyr-
ir eyrnabitið
BORGARRÁÐ frestaði á fimmtu-
dag afgreiðslu tillögu Vinstri
grænna um að láta kanna hvort
unnt sé að rifta samningi Reykja-
víkur og Kópavogs vegna lagn-
ingar vatnsleiðslu í Heiðmörk, sem
undirritaður var í september í
fyrra. Að sögn Björns Inga Hrafns-
sonar, formanns borgarráðs, var
tillagan fyrst kynnt á fundi ráðsins.
„Þetta mál er í ákveðnum farvegi
hjá borginni. Borgarritari og borg-
arskipulag hafa farið með þetta
mál. Það hefur ekki verið metið
rétt að fara þá leið sem þessi tillaga
gerir ráð fyrir.“
Borgin kanni
hvort rifta eigi
samningi