Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 88. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is ÞJÓÐARSTOLT JÓHANN BJARNI KOLBEINSSON ER OFT BEÐINN AÐ SPILA ABBA >> 56 ÞEIR HAFA SKORAÐ FJÖGUR MÖRK Í LEIK FÓTBOLTAMENN Á SKOTSKÓNUM >> ÍÞRÓTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is SAMSTARF aðaleigenda Glitnis hefur farið hríðkólnandi undanfarið og nú er svo komið að þeir Hannes Smárason, forstjóri FL Group, og Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs Group, munu staðráðnir í að láta til skarar skríða gegn þeim Karli Werners- syni, stjórnarmanni í Glitni og stórum eig- anda, Einari Sveinssyni, stjórnarformanni Glitnis, og að líkindum einnig Bjarna Ár- mannssyni, forstjóra Glitnis, á þann veg, að þeir knýi í gegn þá breytingu í stjórn Glitnis, að Hannes verði stjórnarformaður. Fundað var um þessi mál í London í fyrradag. Forsaga málsins er sú, að þeir Hannes og Jón Ásgeir höfðu sótt það fast fyrir aðalfund Glitnis, sem haldinn var 20. febrúar sl., að Hannes tæki við sem stjórnarformaður, með skírskotun til stórs eignarhlutar FL Group. Fyrir fundinn náðist hins vegar samkomulag á þann veg að Einar Sveinsson yrði áfram stjórnarformaður, en FL Group fengi fjóra af sjö stjórnarmönnum. Síðan þetta var hafa FL Group og tengdir fjárfestar, svo sem Skotinn Tom Hunter, haldið áfram að kaupa hluti í Glitni og nú munu fulltrúar FL Group líta þannig á, að hlutur þeirra sé orðinn það stór, að eðlilegt sé að óska eftir hluthafafundi, þar sem nýr stjórnarformaður, Hannes, verði kjörinn. Hverjir vilja vinna með hverjum? Í þeim efnum er jafnvel talið að farið sé að hitna undir Bjarna Ármannssyni á forstjóra- stól, ekki síst vegna þess að hann mun títt hafa tekið einarða afstöðu með Karli Wern- erssyni, sem hefur, að sögn, ekki beinlínis orðið þeim Hannesi og Jóni Ásgeiri til gleði- auka, en báðir eru sagðir líta þannig á, að það eigi ekki að vera í verkahring forstjóra í al- menningshlutafélagi að vera virkur í valda- baráttu á milli stórra eigenda. Tvenns konar sjónarmið eru uppi hvað varðar framhald málsins, samkvæmt mínum upplýsingum: Annars vegar er talið, að ef þeir Einar, Karl og Bjarni missa undirtökin í bankanum vilji þeir verða keyptir út úr hon- um, t.d. með eignum bankans í Noregi eða annars staðar á Norðurlöndum; hins vegar er rætt um það, að það sé undir þeim Hann- esi og Jóni Ásgeiri komið, hvort þeir kæri sig yfir höfuð um slíka eignasölu, þar sem þeir kynnu með því að vera að veikja undirstöður bankans. Þessar vendingar kunna að koma hreyf- ingu á umræðuna um samruna banka á ný, en þar kynnu þó ýmis ljón að vera á veginum, svo sem Samkeppnisstofnun. Lokaspurning- in hlýtur þó alltaf að verða hverjir vilja vinna með hverjum. Vilja aðaleigendurnir í Kaup- þingi, þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, Bakkabræður, starfa með Hannesi og Jóni Ásgeiri er önnur spurningin og hin snýr að aðaleigendum Landsbankans, Björgólfs- feðgum, og er sama eðlis; hafa þeir áhuga á slíku samstarfi við Hannes og Jón Ásgeir? Karl Wernersson Jón Ásgeir Jóhannesson Hannes Smárason Átök milli helstu eig- enda Glitnis TALSVERÐUR fjöldi línubáta hefur nú snúið sér að steinbíts- veiði, enda vertíðin að hefjast. Margir hafa líka farið á stein- bítinn vegna þess að þorskkvóti þeirra er að verða búinn eftir mokveiði að undanförnu. Steinbíturinn veiðist mest við Vestfirði og í vikunni var línu- báturinn Guðmundur Einarsson frá Bolungarvík með mokafla, 17 tonn í einni lögn. Það mun vera Íslandsmet í þeim veiðum. Bergvík KE 55, sem rær frá Ólafsvík, er einn þeirra báta sem hafa reynt við steinbítinn og hefur aflinn verið ágætur þegar veður leyfir enda langt að sækja steinbítinn eða út undir Bjarg. Magnús Gunn- laugsson á Bergvík er kampa- kátur hér á rúllunni með vænan steinbít. Mokveiða steinbítinn Mogunblaðið/ Alfons HINN tilhæfulausi kreditreikningur upp á 62 milljónir króna sem Jón Gerald Sullenberger sendi til Tryggva Jónssonar, fyrrverandi að- stoðarforstjóra Baugs, var ekki forsenda fyrir því bókhaldsbroti sem Tryggvi og Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, eru ákærðir fyrir að hafa framið með því nota reikn- inginn til að ýkja hagnað Baugs. Þetta var meðal þeirra röksemda sem Brynj- ar Níelsson, verjandi Jóns Geralds, vísaði til þegar hann krafðist sýknu yfir skjólstæðingi sínum. Brynjar sagði einnig að þótt Jón Gerald hefði viðurkennt að hafa útbúið reikninginn hefði hann ekki játað bókhaldsbrot enda í sjálfu sér ekki refsivert að útbúa slíkan reikning. Aðalmeðferðinni í Baugsmálinu lauk í gær en hún hófst 12. febrúar, fyrir rúmlega einum og hálfum mánuði. Verjendur Jóns Ásgeirs og Tryggva kröfðust einnig sýknu og sögðu að dómurinn yrði að hafa í huga að ef þeir yrðu dæmdir, jafnvel fyrir hið minnsta brot, yrði þeim gert ómögulegt, vegna ákvæða í hlutafélagalögum, að gegna störfum framkvæmdastjóra, forstjóra eða sitja í stjórn- um hlutafélaga hér á landi. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, sagði auk þess að grein- ingarfyrirtæki hefðu talið að meginverðmæti Baugs Group væru falin í heilabúi Jóns Ásgeirs en yrði hann dæmdur gæti hann ekki stýrt fyr- irtækinu næstu þrjú árin. | 12 Kreditreikningurinn ekki for- senda fyrir bókhaldsbrotinu Eftir Örlyg Stein Sigurjónson orsi@mbl.is ÖRYGGIS- og varnarmál eru nú enn frekar en áður innanríkismál fremur en utanríkismál. Meginstoð- ir landvarnastefnu Íslands eru vissulega enn sem fyrr varnarsamn- ingurinn við Bandaríkin og þátttaka landsins í NATO. Þetta sagði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra á fundi Samtaka um vestræna sam- vinnu og Varðbergs í gær. „Við gæslu öryggis borgaranna skiptir samstarf við aðrar stofnanir en her- málayfirvöld austan hafs og vestan hins vegar meira máli en fyrr í sögu okkar, þegar lagt er mat á hættur, sem að kunna að steðja,“ sagði ráð- herra. Sagði hann þessar stað- reyndir birtast í samkomulagi sem gert var við Bandaríkjamenn síðast- liðið haust, þar sem lögð væru á ráð- in um samvinnu við bandarísku strandgæsluna, alríkislögregl- una, tollgæslu og landamæra- verði. „Öryggis- gæsla í þágu flugs og siglinga hefur flust í hendur borgara- legra yfirvalda hér og annars staðar með alþjóðareglum um flug- vernd og siglingavernd. Bandaríska heimavarnarráðuneytið kemur að þeim málum en ekki varnarmála- ráðuneytið, svo að dæmi sé tekið,“ sagði Björn. Ráðherra sagði inntakið í sam- starfinu um öryggismál við Banda- ríkjamenn hafa breyst verulega með hinu nýja samkomulagi á grundvelli varnarsamningsins. Hefði áherslan flust frá landvörnum í hefðbundnum skilningi þess orðs til heimavarna, þar sem borgaraleg- ar stofnanir kæmu sífellt meira til sögunnar. Væri litið til samstarfs Evrópu- ríkja væri þróunin hin sama. Innan ramma Schengensamstarfsins væri sífellt meiri áhersla lögð á lögreglu- samvinnu í þágu aukins öryggis. „Á það hefur verið bent, að Evrópu- sambandið sé samstarfsaðili banda- ríska heimavarnarráðuneytisins og slík borgaraleg samvinna í þágu ör- yggis skipti hinn almenna borgara jafnvel meiru eins og málum sé nú háttað en herafli grár fyrir járnum.“ Frumvarp um almannavarnir Björn sagði frumvarp til nýrra al- mannavarnalaga nú fullsmíðað. Ríkisstjórnin hefði lýst því yfir að til að efla almennt öryggi yrði í tengslum við endurskoðun laganna komið á fót miðstöð, þar sem tengd- ir yrðu saman allir aðilar sem vinna að öryggismálum innanlands. Björn gat þess einnig að sér hefðu verið kynntar tillögur emb- ættis ríkislögreglustjóra um 240 manna launað varalið lögreglu og almannavarna vegna sérstaks lög- gæsluviðbúnaðar. Með þessum liðs- afla gæti lögreglan kallað út um 1.000 manna þjálfað lið til verkefna á sínu sviði en auk þess yrði síðan treyst á björgunarsveitir og aðra.  Öryggisgæsla | 4 Áhersla á heimavarnir  Öryggis- og varnarmál enn frekar en áður innanríkismál segir dómsmála- ráðherra  Hugmyndir uppi um stofnun 240 manna varaliðs lögreglunnar Í HNOTSKURN »Með 240 manna varaliðilögreglunnar gæti lög- reglan kallað út um 1.000 manna þjálfað lið. »Stofnkostnaður yrði 244milljónir kr. og árlegur rekstrarkostnaður 222 millj- ónir kr.Björn Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.