Morgunblaðið - 30.03.2007, Page 48
48 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
VÁ, ÞETTA ER BLEIKBRJÓSTA,
BRÚNDOPPÓTTUR DISKBÚI!
ÞEIR ERU NÆSTUM
ÚTDAUÐIR
ÞESSI ER ÞAÐ
AÐ MINNSTA
KOSTI
VÁ! HVAÐ ER AÐ GERAST?
ER BYRJAÐ AÐ SNJÓA?
JÁ, ÞAÐ MÆTTI
SEGJA ÞAÐ!
ÞAÐ ER KOLNIÐAHVÍTT ÚTI!
HEFÐIR ERU
MIKILVÆGAR
UPPÁHALDS HEFÐIN
MÍN ER AÐ BORÐA ALLTAF
ÞRJÁR SKÁLAR AF
SYKURHÚÐUÐUM
SÚKKULAÐISPRENGJUM Í
MORGUNMAT Á
LAUGARDÖGUM
EFTIR NOKKRA
KLUKKUTÍMA VERÐ ÉG SVO
OFVIRKUR AÐ ÉG GET EKKI
SITIÐ KYRR Í
MÍNÚTU
ER EKKI SKRÍTIÐ
AÐ UPPLIFA
ÞETTA?
JÚ, ÉG
UPPLIFI
LÆGRA
TILVERU-
STIG
HVAÐ
ER
ÞETTA
?!?
ÞETTA ER
SÉRSTAKUR
RÉTTUR Í LOK
MÁNAÐARINS
MANNSTU EFTIR RÉTTINUM SEM
ÉG BJÓ TIL UM DAGINN SEM ÞÉR
FANNST SVO GÓÐUR? ÞESSI MEÐ
HUMRINUM, RÆKJUNUM OG
ÖLLUM SKELFISKNUM...
JÁ
!
ÞETTA
ER
HANN...
BARA EKKI MEÐ
NEINUM HUMRI,
RÆKJUM EÐA
SKELFISKI
GRÍMUR, GETUR
ÞÚ LEIKIÐ EINS
OG ÞÚ SÉRT
DAUÐUR?
JÁ, EN ÉG VIL
MIKLU FREKAR
LEIKSTÝRA
ÁTTU ENNÞÁ
ERFITT MEÐ AÐ
SOFNA, ADDA?
JÁ, ÉG ER SVO
ÞREYTT AÐ ÉG ER
HRÆDD UM AÐ SOFNA
Í MIÐJU VIÐTALI
DREKKTU
BARA MIKIÐ
KAFFI!
ÉG ER BÚIN AÐ
VERA AÐ ÞVÍ, EN ÉG
HELD AÐ ÉG ÞURFI
MIKIÐ MEIRA
KOMDU SÆL.
FÁÐU ÞÉR SÆTI
PETER HELDUR SÉR FAST Í BÍL LÆKNISINS,
KLÆDDUR Í SPÍTALASLOPP...
LOKSINS
STOPPAR
LÆKNIRINN
VIÐ HLJÓTUM
AÐ VERA
KOMNIR HEIM
TIL HANS...
NEMA AÐ VINUR HANS HAFI VERIÐ
AÐ VINNA Í LOTTÓINU
dagbók|velvakandi
Skeyti frá Lýsingu
ÞANNIG er mál með vexti að ég og
maðurinn minn erum með bíl í
einkaleigu hjá Lýsingu. Okkur hefur
ekki gengið vel að standa í skilum.
Bíllinn varð mjög fljótt alltof þungur
baggi fyrir okkur, aðstæður einfald-
lega breyttust. Við höfum alltaf ver-
ið mjög samviskusöm við að láta vita
hvernig stendur á. Við höfum aldrei
bara yppt öxlum og ýtt reikning-
unum lengra ofan í skúffu. Bara síð-
ustu viku töluðum við við þjónustu-
fulltrúa frá þeim, í staðinn fyrir að
greiða des.-gjalddaga greiddi ég fyr-
ir mistök jan. En það er ekki það
sem ég er að skrifa um. Í gær fær
maðurinn minn skeyti þar sem tekin
er fram upphæðin sem við skuldum
þeim (apríl er meðtalinn, þótt enn sé
mars). Okkur er hótað að þeir ætli
að senda málið til lögfræðings og
lögmannsþóknunin sé 168.513 m/
vsk. og til að kóróna allt saman fáum
við sendan reikning í dag fyrir
skeytið að upphæð 10.000 kr. án vsk.
+ 500 kr. sendingarkostnað, samtals
13.073 m/vsk. Pósturinn tekur 1.500
kr. fyrir að senda skeyti. Mig langar
svo til að vita hvort fólk sé ekki sam-
mála mér í að þetta sé mjög óliðleg
og léleg þjónusta.
Fanný Þórsdóttir.
Minningargrein um TAB
MÉR barst hræðilegt símtal í gær,
rétt fyrir kvöldmat. Það var vinkona
mín sem hringdi og spurði: „Ertu
búin að heyra fréttirnar? Það á að
hætta að framleiða TAB.“
Ég fölnaði af skelfingu. Nei! Þetta
getur ekki verið að gerast. Fyrst
blátt Ópal og svo núna TAB-ið. Líf
mitt hefur tekið gífurlegum stakka-
skiptum núna á þessum tæpa sólar-
hring sem er liðinn síðan ég frétti
þetta. Mikið hugsanaferli hefur farið
af stað. Og ég hef vafrað um gang-
ana í matarbúðinni og horft tómum
augum á goskælinn. Hvað tekur
núna við?
Mér finnst forleikur, brjóstahald-
arasmellur og kjánalegur rómans í
hasarmyndum allt vera mjög
skemmtilegir hlutir. Því kemur varla
til greina að ég fari að drekka Zero.
Minningarnar flæddu yfir mig í
gærkvöldi. Ég er jafngömul TAB-
inu góða, er fædd í maí 1982. Ég á
tvær eldri systur og það er aldrei
haldið matarboð eða einhverjum
skemmtilegum áföngum fagnað án
þess að TAB-ið sé með okkur líka.
Núna veit ég ekki hvernig páskarnir
hjá fjölskyldunni verða. Ekki nema
við leggjum í hringferð um landið og
kaupum upp allan lagerinn í öllum
búðum og hverri einustu þjóðvega-
sjoppu sem við finnum.
Ég skil nú alveg markaðsrökin
sem liggja að baki. Við systurnar
þrjár og einhverjar örfáar hræður í
viðbót erum kannski ekki nóg til að
halda TAB-inu á floti. Grimmdin er
mikil í gosdrykkjaheimi og litla
TAB-ið var ekki nógu sterkt til að
standa það af sér. En þetta voru frá-
bær 25 ár. Ég á eftir að sakna þín,
TAB. Takk fyrir allt.
Björk Konráðsdóttir.
Ari ég fann lyklana
LYKLAKIPPA fannst á gatnamót-
um Starhaga og Suðurgötu. Hún er
merkt Ara og á henni hanga tveir
húslyklar og LEGO-merki. Sími
846-3901.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
STJÓRN Fuglaverndar harmar að
Umhverfisstofnun skuli hafa veitt
Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd-
sen leyfi til að drepa hátt á annað
þúsund sílamáfa með eiturefnum í
grennd við þéttbýli Reykjavíkur og
Innnes öll.
Notkun efna til fugladráps hér á
landi hefur verið bönnuð lengi og að
mati Fuglaverndar er fráleitt að
hefja slíka iðju að nýju, enda hafi
ekki verið sýnt fram á að mávar eða
aðrir fuglar valdi þvílíku tjóni eða
usla að aðrar löglegar aðferðir til að
halda þeim í skefjum dugi ekki.
Í frétt frá Fuglavernd segir að
sökum skorts á náttúrulegri fæðu
hafi sílamáfar orðið óvenjuáberandi
þar sem aðra og lakari fæðu er að
hafa, eins og brauðið á Reykjavík-
urtjörn eða grill í úthverfum. „Síla-
máfur er vissulega afræningi en
þess eru engin dæmi hérlendis að
hann hafi eyðilagt fuglabyggðir
einn og sér. Sveitarfélögin sem
standa að þessari tilraun ættu að
líta sér nær en óvíða er eins mikil
eyðilegging búsvæða fugla og á
Innnesjum. Eyðilegging búsvæða
hefur mun alvarlegri afleiðingar
heldur en afrán sílamáfa á fáeinum
andarungum,“ segir í tilkynning-
unni.
„Vandamálin sem nefnd hafa ver-
ið í samandi við sílamáfinn hafa
hvorki verið skilgreind né rannsök-
uð. Því fer Fuglavernd fram á að
þetta eitrunarleyfið verði tafarlaust
afturkallað og skorar á umhverf-
isráðherra að beita sér fyrir því.“
Fuglavernd telur fráleitt að
leyfa eiturefni til fugladráps
Í ÁLYKTUN sem samþykkt var á
fundi Félagsráðgjafafélags Íslands á
alþjóðadegi félagsráðgjafa 27. mars
er vísað til margra rannsókna á al-
varlegum afleiðingum fátæktar á
lífsskilyrði fólks. Alvarlega fátækt er
að finna í íslensku samfélagi og kem-
ur hún m.a. í veg fyrir að fólk taki
þátt í athöfnum daglegs lífs, segir í
ályktuninni. Rannsóknir félagsráð-
gjafa bæði hér á landi og erlendis
benda til að fátækt ali á félagslegri
einangrun bæði barna og fullorðinna
sem ýtir undir vanmátt, kvíða og
vonleysi – oft frá einni kynslóð til
annarrar.
„Lausnin felst ekki í plástrastefnu
sem felur í sér skammtímasjónarmið
heldur þarf að vinna að stefnumótun
sem felur í sér að uppræta fátækt til
frambúðar. Liður í þeirri viðleitni er
m.a. öflugt velferðarráðuneyti og al-
tæk velferðarþjónusta. Hækka þarf
laun þeirra sem lifa á samfélagslaun-
um og skapa aðstöðu til að komast
upp úr þeirri fátæktargildru sem er
við lýði í dag, segir í ályktun Fé-
lagsráðgjafafélags Íslands.
Fátækt elur á einangrun