Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 37 MINNINGAR ✝ Hólmfríður Ein-arsdóttir fædd- ist í Neðradal í Bisk- upstungum 29. maí 1927. Hún lést á líknardeild Landa- kotsspítala 25. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Einar Grímsson, bóndi í Neðradal, f. 18.8. 1887, d. 16.12. 1950, og kona hans, Kristjana Kristjáns- dóttir, húsmóðir, f. 24.8. 1886, d. 22.5. 1963. Systkini Hólmfríðar eru: Ár- mann Kr., f. 30.1. 1915, d. 15.12. 1999, Jón Þorbergur, f. 18.1. 1916, d. 5.11. 1993, Grímur, f. 13.9. 1917, d. 31.10. 1944, Ársæll Kristinn, f. 10.8. 1919, d. 19.10. 1993, Guðrún, f. 16.12. 1921, Valdimar, f. 27.7. manni, börn þeirra eru Gylfi Jón menntaskólanemi, f. 26.8. 1988, og Ragnhildur Kristjana grunn- skólanemi, f. 21.3. 1993. Jón og Hólmfríður bjuggu lengst af í Goðalandi 1 í Reykjavík. Eftir lát Jóns bjó Hólmfríður þar með dóttur sinni. Að loknu barna- skólanámi stundaði Hólmfríður ýmis verslunarstörf. Hún stofnaði verslunina Kjalfell, Gnoðarvogi 78, árið 1962 ásamt Valdimar bróður sínum og rak verslunina til ársins 2000, hin síðari ár ásamt dóttur sinni. Hólmfríður sat í stjórn Kvenfélags Bústaðasóknar um árabil. Þá tók hún virkan þátt í félagslífi Oddfellow-reglunnar þar sem Jón gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum. Útför Hólmfríðar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 1923, d. 10.12. 1977, Valdís, f. 2.9. 1924, d. 1926 og Oddgeir, f. 2.9. 1924, d. 15.1. 1999. Hólmfríður giftist 12.8. 1950 Jóni Jóns- syni, framkvæmda- stjóra hjá H. Bene- diktsson, f. 21.11. 1920, d. 7.12. 1998. Foreldrar Jóns voru Jón Ásbjörnsson verslunarmaður, f. 20.10. 1876, d. 24.10. 1938, og seinni kona hans Þórunn Gunnarsdóttir hús- móðir, f. 28.11. 1885, d. 17.3. 1977. Börn Jóns og Hólmfríðar eru Kristjana, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 11.3. 1951, og Ás- björn, læknir í Reykjavík, f. 13.1. 1960, kvæntur Sif Thorlacius lög- Nú er Fríða hans Nonna frænda farin og margs er að minnast eftir langa og ljúfa samfylgd. Fríða kom inn í fjölskylduna fyrir hátt í 60 árum, þegar hún kynntist Nonna. Þau byrjuðu búskap hjá ömmu Tótu á Njálsgötunni en þaðan fluttu þau á Bústaðaveginn og síðan í Goðalandið. Þau bjuggu sér mjög hlý- leg og falleg heimili, sem ávallt stóðu stórfjölskyldunni opin, og þau voru einstaklega gestrisin og höfðingjar heim að sækja. Sérstaklega minnumst við boðanna á jóladag, þar sem öll fjölskyldan kom saman og raðaði í sig kræsingum. Eftir matinn var síðan sest að spilum og leikjum og allir, eldri sem yngri, skemmtu sér fram á rauða nótt. Allt- af voru allir jafnvelkomnir hjá Fríðu og Nonna, jafnt í jólaboðum sem í veglegum afmælisveislum, en fjöl- skyldan hafði þann sið að halda upp á öll afmæli, lítil sem stór. Okkur fannst Fríða síst minna skyld okkur en Nonni enda var alltaf litið á þau sem eitt. Þau voru einstak- lega barngóð og fylgdust vel með öllu sem yngri kynslóðin tók sér fyrir hendur. Fríða kom úr stórri fjöl- skyldu og hafði gaman af því að hafa líf og fjör í kringum sig. Það vildi svo skemmtilega til að Gunna systir hennar giftist Ella frænda, bróður Nonna, og þannig varð enn meiri tenging við stóran systkinahóp þeirra systra. Það var aldrei lognmolla í kringum systurnar. Þær matreiddu og bökuðu eins og fagmenn og við komum oftast við í eldhúsinu, þegar verið var að leggja síðustu hönd á listaverkin. Aldrei amaðist Fríða við okkur þó að í mörgu væri að snúast, tók okkur með brosi á vör og léttu spjalli, og okkur fannst hverju og einu að við værum sérstakir aufúsugestir. Fríða var glæsileg kona og ávallt vel til höfð. Hún leit alltaf út eins og hún væri nýkomin úr lagningu og fylgdist vel með tískunni. En hún var líka sterk kona að eðlisfari. Þegar þau Nonni voru nýlega gift fékk hann heilablæðingu og var vart hugað líf. Þetta var mikið áfall en saman kom- ust þau í gegnum þá eldraun. Fríða var ekki fyrir það að velta sér upp úr vandamálum og var alltaf glöð og kát að sjá alveg sama hvað á dundi. Hún var sölukona fram í fingurgóma. Hún stofnaði verslunina Kjalfell og rak hana ásamt Kristjönu dóttur sinni í áratugi. Á þeim tíma var óalgengt að húsmæður tækju sig til og stofnuðu eigið fyrirtæki en það lýsir vel dugn- aði hennar og áræði. Fríða og Nonni nutu þess mjög að eignast Kristjönu og Ásbjörn. Þau nutu þess ekki síður að verða amma og afi og það var ekkert of gott fyrir barnabörnin þau Gylfa Jón og Ragn- hildi Kristjönu. Þessi mikli kærleikur myndaði sterk fjölskyldubönd, sem hafa á seinni árum komið fram í mik- illi umhyggju þeirra allra fyrir Fríðu í veikindum hennar. Fríða og Nonni reistu sumarbú- stað við Þingvallavatn fyrir rúmum 50 árum en tvö systkini hans áttu bú- staði við hliðina. Þarna dvaldi fjöl- skyldan alltaf þegar mögulegt var og eru margar góðar minningar frá þeim tíma. Á kvöldin komu allar fjölskyld- urnar saman í kvöldkaffi og var setið að spjalli fram á nótt. Þar var Fríða hrókur alls fagnaðar og naut sín vel. Við söknum Fríðu og að leiðarlok- um þökkum við henni samfylgdina. Hún skilur eftir sig stórt skarð í fjöl- skyldunni. Við sendum Kristjönu, Ás- birni, Sif, Gylfa Jóni, Ragnhildi Krist- jönu og Gunnu systur innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í sorg sinni. Systkinabörnin. Við sjáum nú á eftir elskulegri Fríðu frænku, móðursystur minni. Fjölskyldutengslin voru óvanalega mikil og sterk þar sem þær systur Guðrún, móðir mín og Fríða voru einnig giftar bræðrunum Elíasi, föð- ur mínum og Jóni Jónssyni, bróður hans, sem báðir eru látnir. Þær syst- ur og bræður voru nánast í daglegu sambandi alla tíð meðan líf og heilsa leyfði. Það er varla unnt að ímynda sér nánari fjölskyldutengsl þegar jafn einstök rækt er lögð við sam- heldnina og samskiptin eins og þau gerðu, systkinin. Fríða frænka var eitt aðalaflið í þessari samheldni. Hversdagslegt tilefni til mannafunda varð í höndum Fríðu frænku að stór- veislu og alltaf vorum við börnin mið- punkturinn. Ekkert var of gott fyrir okkur. Mest voru samskiptin á barna- og unglingsárunum þar sem stórfjöl- skyldan, þær systur og þeir bræður ásamt okkur börnunum Ásbirni, Kristjönu og undirrituðum, hittist iðulega. Margar ánægjustundir á heimili Fríðu og Jóns, sumarbústaðn- um á Þingvöllum, í ferðalögum og veiðitúrum. Ef okkur börnunum varð eitthvað sundurorða var ávallt við- kvæðið frá eldra fólkinu; ,,Látið ekki svona, þið eruð næstum því systkini!“ Enginn laugardagur leið án þess að farið væri fyrir hádegi í verslunina Kjalfell þar sem Fríða var kaupmað- ur. Þar var alltaf urmull ættingja og ættarmót í hveri viku og oft daglega. Öll sumur var farið við hvert mögu- legt tækifæri í sumarbústaðinn á Þingvöllum. Þar var alltaf glatt á hjalla og lífsgleði Fríðu smitaði alla. Það var alveg sama hversu margir ættingjar og vinir komu í heimsókn, alltaf var nóg pláss og veitingar af bestu gerð. Fríða sá til þess að allir hefðu nóg fyrir stafni og var oft frum- kvöðull að ýmsum leikjum barnanna. Árið 1991 lánuðu Fríða og Jón okkur bústaðinn yfir sumarið en þegar við komum þar í fyrsta sinn um vorið höfðu Fríða og fjölskylda tekið sér frí frá annarri vinnu til að þrífa húsið all- an daginn til að gera allt reiðubúið fyrir okkur. Ekkert var of gott fyrir ættingjana. Dugnaður, fórnfýsi og ör- læti einkenndi líf frænku okkar. Hún var og einstaklega lagin í höndunum eins og gæðahannyrðir hennar bera vott um. Þrátt fyrir erfið veikindi hélt hún kímninni fram undir hið síðasta. Í afmælisveislu móður minnar í desem- ber kom það fram að Fríða hafði ný- lega fengið sjónvarp inn í svefnher- bergið og ég spurði hana hvað væri best við það? Hún svaraði að bragði; ,,Geta slökkt á því!“ Þegar maður uppsker á fullorðins- árunum þroska og mótun æskuár- anna gerir maður sér grein fyrir þeim sem mestu áhrifin höfðu á uppeldið. Ég er þakklátur fyrir þann drjúga skerf sem kominn er frá Fríðu frænku og fjölskyldu hennar. Það er með söknuði sem við kveðj- um Fríðu frænku okkar. Elsku Kristjana, Ásbjörn og Sif og ekki hvað síst barnabörnin Gylfi Jón og Ragnhildur Kristjana, missir ykk- ar er mikill. Innilegustu samúðar- kveðjur frá okkur öllum. Guðmundur Jón Elíasson og fjölskylda. Ég á skýra minningu um hana Hólmfríði frænku mína frá barns- aldri. Það var þegar hún kom í heim- sókn í Sigtún 33 þar sem við áttum heima ásamt föðurbræðrunum, fjöl- skyldum þeirra og Kristjönu ömmu. Fríða var rauðhærð og frískleg, og ók um á Willysjeppa með spýtuhúsi. Hún var athafnakona. Það var hún sem sennilega fékk bræður sína í lið með sér til að stofnsetja matvöru- verslun á horninu á Gnoðarvogi og Langholtsvegi. Fékk hún nafnið Kjal- fell en nafnið var sótt á slóð æsku- stöðvanna sem voru í Neðradal í Biskupstungum. Í Kjalfelli verslaði frænka í alls 38 ár og þar fengum við frændsystkinin ekki bara vinnu held- ur gott atlæti á alla lund. Fríða var röggsamur og lipur stjórnandi með myndugleika og kunni vel á okkur krakkana. En Fríðu frænku verður varla minnst án þess að nefna Jón eiginmann hennar sem lést árið 1998. Þau hjón áttu mjög sérstakt sam- band, fullt af hlýju og virðingu. Það var skemmtilegt að sækja þau hjónin heim, ekki síst í sumarbústaðinn til þeirra. Fjölskyldan naut gestrisni þeirra hjóna enda var þeim óvenju- lega umhugað um stórfjölskylduna og að hún héldi tengslum og ræktaði þau. Ekkert fjölskyldutilefni var svo lítið að þau gæfu sér ekki tíma til þess að taka þátt í því. Að leiðarlokum þakka ég þessari góðu frænku minni vinsemd og rækt- arsemi í gegnum árin. Kristjönu, Ás- birni og aðstandendum öllum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Bless- uð sé minning Hómfríðar Einarsdótt- ur. Grímur Valdimarsson. Okkur systkinin langar í nokkrum orðum að minnast góðrar frænku okkar, Fríðu systur hans afa. Fríða frænka, eins og hún var kölluð, átti ótæmandi sjóð af góðmennsku og var einstaklega frændrækin. Hvort sem var um að ræða ný börn í fjölskyld- unni, fermingar eða brúðkaup, alltaf var hún mætt til að samgleðjast með okkur. Það sem gerði hana hins vegar pínulítið merkilega var að hún átti verslunina Kjalfell í Gnoðarvogi, á neðstu hæð í húsinu sem amma og afi bjuggu í. Verslunina rak hún með Kristjönu dóttur sinni. Þegar við vorum krakk- ar var svo gaman að fara í Kjalfell, því ósjaldan var lætt að manni sælgæti eða ís. Svo var svo margt að skoða í búðinni sem var spennandi fyrir litla krakka, barbídúkkur, bílar, boltar og margt fleira, þetta var eiginlega eins og að komast í fjársjóð. Þegar komið var á menntaskólaár og við fórum að þurfa meiri vasapeninga lá leiðin í vinnu í Kjalfelli. Þeir eru ófáir unglingarnir sem nutu góðs af því að Fríða frænka átti þessa búð og mörg kvöldin sem við eyddum þar. En árin líða og hlutirnir breytast. Fyrir nokkrum árum lok- uðu mæðgurnar Kjalfelli en eftir stöndum við með góðar minningar sem við þökkum Fríðu og Kristjönu fyrir. Elsku Kristjana, Ásbjörn og fjöl- skylda, megi Guð vera með ykkur á þessum erfiðu tímum. Margrét, Jón Þór og Hrafnhildur Vala. Hún Fríða frænka okkar er fallin frá. Við systurnar unnum í Kjalfelli hjá Fríðu frænku og Kristjönu frá 13 ára aldri og út allan menntaskólann. Reynslunni sem við fengum þar bú- um við alltaf að. Fríða frænka kenndi okkur margt. Það var aldrei leiðinlegt að mæta í vinnuna og alltaf leiðbeindi Fríða frænka okkur. Hún kenndi okkur samskipti við viðskiptavini, hvernig ætti að koma fyrir vörum og skipuleggja, en einnig kenndi hún okkur ákveðið viðhorf og þá sérstak- lega hvað varðar vinnugleði. Okkur var treyst fyrir mörgu og þegar við hugsum til baka sér maður að þetta traust var okkur mjög mikils virði. Fríða frænka var alveg ótrúlega flott kona. Alltaf vel til höfð og lagði mikið upp úr því að starfsfólk hennar væri snyrtilegt til fara. Sjálf mætti hún í dragtinni í vinnuna og ekki má gleyma háhæluðu skónum. Hún var þessi skemmtilegi kaupmaðurinn á horninu. Var alltaf til staðar fyrir við- skiptavinina, tilbúin að spjalla eða redda málunum. Hún hafði líka mikið viðskiptavit og var klók viðskipta- kona. Það er eitt atvik sem er okkur systrum ofarlega í huga sem okkur finnst sýna vel hvernig kona hún Fríða frænka okkar var. Eitt sinn komu nokkrir ungir drengir inn í Kjalfell og lögðu grafalvarlegir nokkrar steinvölur á borðið og sögð- ust ætla að kaupa kúlur. Fríða frænka taldi steinana og setti kúlur í poka, rétti drengjunum og þakkaði kærlega fyrir viðskiptin. Fríða frænka var alltaf alveg einstaklega góð við öll börn og alltaf var okkur systkinunum boðið upp á ís þegar við komum í heimsókn í búðina. Oft var verslunin full af ættingjum sem komu að hitta Fríðu frænku og Kristjönu og þá var oft mikið hlegið og skrafað saman. Það voru mjög skemmtilegar stundir og gaman fyrir okkur systur að kynnast þannig ætt- ingjum okkar. Í huga Fríðu frænku var námið okkar mjög mikilvægt og ítrekaði hún við okkur starfsfólkið að það gengi alltaf fyrir. Hún fylgdist vel með okkur stelpunum sem unnum hjá henni, hvernig okkur gengi í nám- inu og í lífinu almennt. Við vorum góður hópur sem vann saman undir handleiðslu Fríðu frænku og Krist- jönu. Við kynntumst Fríðu frænku líka á heimili okkar, en hún kom alltaf einu sinni í viku í hárgreiðslu til móður okkar. Þá sátum við systkinin oft hjá henni meðan hún sat í þurrkunni og þá var spjallað um allt milli himins og jarðar, en Fríða frænka var afar góð- ur hlustandi. Fríða frænka var afar stolt af barnabörnunum sínum og sýndi þeim mikinn áhuga og við sáum vel hversu mikla gleði þau færðu henni. Elsku Kristjana, Ásbjörn, Sif, Gylfi Jón og Ragnhildur Kristjana, við fær- um ykkur okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Þuríður Tryggvadóttir, Laufey Birna Tryggvadóttir. Hólmfríður Einarsdóttir ✝ Hanna Erlends-dóttir fæddist í Hlíðartúni í Mos- fellsbæ 25. mars 1954. Hún lést á Uddevalla- sjúkrahúsinu 12. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Erlendur Stef- án Kristinsson, f. 8.11. 1916, d. 19.10. 1970 og Jóhanna Jónsdóttir, f. 5.11. 1918. Systkini Hönnu eru Bragi, f. 25.7. 1940, Kristinn Orri, f. 2.9. 1944, Kristín, f. 22.1. 1946 og Sigríður, f. 16.1. 1950. Hinn 24.11. 1979 giftist Hanna Ægi Guðmundssyni, f. 1.5. 53. Dætur þeirra eru a) Helga Björk , f. 27.5. 1981, sambýlismaður Tomi Maatta, dóttir þeirra er Natalie Jóhanna og b) Stef- anie, f. 25.4. 1990. Útför Hönnu verður gerð frá Ljung kirkju í Ljungskile í dag og hefst athöfn- in klukkan 11. Elsku Hanna mín, að ég skuli sitja og skrifa mína hinstu kveðju til þín daginn fyrir 53 ára afmæl- isdaginn þinn, er erfiðara en orð fá lýst. Þegar þú veiktist hinn 4. des. sl. hvarflaði aldrei að okkur að veik- indin myndu enda á þennan veg. Þú barðist hetjulega og sýndir ótrú- lega þrautseigju. Ætlaðir að kom- ast yfir þetta en síðan kom hvert bakslagið á fætur öðru sem ekkert var ráðið við. Ég er þakklát fyrir að hafa verið komin nær ykkur til Svíþjóðar þannig að ég gat verið með ykkur þessa síðustu mánuði. Við áttum góða daga inn á milli, í snyrtistofu- leik eins og við sögðum, með tás- unuddi og svona. Við gátum hlegið og grátið saman þegar orðin komu bjöguð frá þér og við að reyna giska á hvað þú varst að meina. Ég gæti skrifað heila bók um allt sem við höfum gert saman í gegn- um árin og þær minningar hjálpa núna, minningar sem við berum með okkur með ást og gleði. Elsku „mostra“ mín, ég kveð þig með þakklæti fyrir allt og veit að afi tók vel á móti þér ásamt Lassa og Gunnel, tengdaforeldrum mínum. Elsku Ægir minn, Helga og Stef- anie, missir ykkar er mikil og ég bið góðan Guð að styrkja ykkur. Minningar um þig um huga minn reika margar góðar eru í skjóðunni þar, við áttum svo marga góða tíma, já, mikið um gleði hjá okkur þá var. Ávallt gat ég til þín leitað, aldrei hundsaðir þú mig, reyndir alltaf mig að hugga, ó, hve sárt er að missa þig! Þitt bros og þín gleði aldrei sé ég það á ný ég vil bara ekki trúa að þitt líf sé fyrir bí. Ég vildi að við hefum haft meiri tíma, þú og ég við áttum svo mikið eftir að segja. Ó, hvað veröldin getur verið óútreikn- anleg. (Katrín Ruth) Blessuð sé minning Hönnu. Þín Hanna Fríða. Hanna Erlendsdóttir Bless, elsku stóra amma Hanna í Svíþjóð, eins og við kölluðum þig alltaf. Við mun- um alltaf minnast þín. Þínar frænkur, Kristín Petra og Eva Karen. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.