Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ RagnheiðurSteindórsdóttir fæddist í Keflavík 5. október 1943. Hún lést á heimili sínu í Keflavík að morgni 23. mars síðastlið- ins. Foreldrar henn- ar voru hjónin Steindór Pétursson, útgerðarmaður í Keflavík, f. á Ytri- Bægisá í Eyjafirði 31.12. 1905, d. í Keflavík 19.8. 1975, og Guðrún Bjarn- heiður Gísladóttir, húsfreyja í Keflavík, f. í Vesturholtum í Þykkvabæ, d. á dvalarheimilinu Garðvangi í Garði 14.10. 1999. Systkini Ragnheiðar eru Sigurður, skrifstofumaður í Keflavík, f. 10.8. 1926, Gíslína Guðrún, húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 5.5. 1936, Fann- reglumaður í Keflavík, f. 20.5. 1980. Ragnheiður giftist Páli Axels- syni hinn 3. febrúar 1984. Þau skildu. Ragnheiður lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Keflavíkur. Að námi loknu starfaði Ragnheiður við ýmiss konar verslunarstörf. Árið 1961 var hún við nám í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Ragn- heiður starfaði lengst af hjá versl- un varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Hún sinnti m.a. annars starfi verslunarstjóra hjá verslun varnarliðsins og var fulltrúi í ýmiss konar félags- og trúnaðarstörfum á vinnustað sín- um. Einnig rak hún sína eigin skartgripaverslun um nokkurra ára skeið í Keflavík. Útför Ragnheiðar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ey Petra, húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 26.3. 1938, d. 13.8. 1969, María Stein- dórsdóttir, húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 27.2. 1940, Lýður Ómar, flugvirki í Keflavík, f. 20.3. 1942, Jón Axel, skrif- stofumaður í Kefla- vík, f. 19.9. 1950, og Guðrún Dóra, skrif- stofukona í Banda- ríkjunum, f. 12.9. 1959. Ragnheiður á tvö börn, þau eru: 1) Steindór Bjarni Róbertsson, flugumsjónarmaður í Keflavík, f. 12.5. 1970, sambýliskona Anna Sigríður Guðmundsdóttir, kennari í Keflavík, f. 21.1. 1975, dóttir þeirra er Ragnheiður Lilja, f. 27.7. 2006, og 2) María Pálsdóttir, lög- Elsku mamma mín, þá er þinni erfiðu baráttu við illskeyttan sjúk- dóm lokið. Þú þessi kjarkmikla bar- áttukona varst að lokum tekin frá okkur og þú skilur eftir djúpt skarð í hjörtum allra þeirra sem stóðu þér næst. Þú sigraðir þó á þann hátt að þú kvaddir eins og þú vildir, heima hjá þér og umkringd ástvinum þín- um. Ég var ekki alltaf til staðar fyrir þig, en þá leið ekki sá dagur sem þú varst ekki í huga mínum. Þú fórst með það að leiðarljósi í gegnum lífið að gera allt sem þú gæt- ir fyrir okkur systkinin, umhyggja þín og ást var takmarkalaus. Þú stundaðir ekki lífsgæðakapphlaupið heldur lagðir þinn metnað, dug og stolt í að ala upp börnin þín sem best þú gast og ég vona að mér takist jafn vel upp í foreldrahlutverkinu og þér. Síðastliðið sumar tókst þú svo loks á við ömmuhlutverkið, og það var ynd- isleg sjón að sjá þig með litlu dóttur mína í fanginu í fyrsta sinn. Það viss- um við alltaf við Anna að þú yrðir dásamleg amma, og það kom svo sannarlega á daginn. Það eykur því enn á söknuðinn að nafna þín skyldi einungis fá að njóta þín í svo skamm- an tíma. Það skipti ekki máli hversu slöpp þú varst, alltaf fékk sú litla að sitja hjá þér, og þessi litla stúlka, sem stundum getur strokið manni ansi harkalega í framan, strauk þér alltaf blíðlega í framan af því að þú kenndir henni að gera það við ömmu sína. Þú vildir alltaf allt fyrir alla gera og það gladdi þig að fá að hjálpa öðr- um ef þú gast, að sama skapi fannst þér síðan oft eins og þú værir að ónáða aðra ef að þig vantaði eitthvað. Gott dæmi um það var þegar þú varst á sjúkrahúsinu og fannst eins og þú værir að ónáða starfsmennina ef þig vantaði eitthvað. En svona varstu, mamma mín, alltaf hugsað um aðra fyrst og þig svo. Þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar, sérstak- lega þegar þið systurnar komuð saman, hvort heldur var hér heima eða í Bandaríkjunum. Ósjaldan heyrði maður hlátrasköllin hljóma úr ykkar hópi, þegar þið sátuð og spiluðu, og þú varst að grínast eitt- hvað við þær. Það eru svo ótalmargar minningar sem koma upp í hugann og það verð- ur gott að ylja sér við þær í framtíð- inni. Eftir stendur þó sérstaklega minningin um sterka, sjálfstæða og ástríka konu en þó fyrst og fremst um dásamlega móður og ömmu. Það hefði verið svo gott að fá að hafa þig hjá okkur lengur og maður hélt að þú værir ósigrandi, en ég veit að þér líð- ur vel hjá ömmu, afa og Fönnu syst- ur þinni. Ég vil að lokum koma á framfæri hjartans þökkum til allra þeirra sem komu að læknismeðferð mömmu minnar, þó sérstaklega til heima- hjúkrunar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og til dagdeildar krabba- meinslækninga á Landspítalanum. Elsku mamma mín, hvíl í friði, minning þín mun lifa með okkur alla ævi, ég veit að þú munt vaka yfir henni Ragnheiði Lilju og ég mun kyssa hana frá þér á hverjum degi. Þinn sonur Steindór Bjarni. Langt úr fjarlægð, elsku mamma mín, ómar hinsta kveðja nú til þín. En allt hið góða, er ég hlaut hjá þér, ég allar stundir geymi í hjarta mér. Ég man frá bernsku mildi og kærleik þinn, man hve oft þú gladdir huga minn. Og glæddir allt hið góða í minni sál, að gleðja aðra var þitt hjartans mál. Og hvar um heim, sem liggur leiðin mín þá lýsa mér hin góðu áhrif þín. Mér örlát gafst af elskuríkri lund, og aldrei brást þín tryggð að hinztu stund. Af heitu hjarta allt ég þakka þér, þínar gjafir, sem þú veittir mér. Þín blessun minning býr mér ætíð hjá, ég björtum geislum strái veg minn á. (Höf. ók.) Mamma mín er dáin eftir tuttugu og átta mánaða hetjulega baráttu við illkynja og miskunnarlausan sjúk- dóm. Ég ætla ekki að reyna að gera öllum þeim góðu minningum hér skil sem ég á um mömmu mína. Þessar minningar eru til þess of margar, þær ætla ég að geyma innra með mér og rifja þær upp þegar ég þarf þess með. Ég ætla þó að reyna að gera lífshlaupi mömmu minnar skil í nokkrum orðum. Mamma fæddist hinn 5. október 1943 hjónunum Steindóri Péturssyni og Guðrúnu Gísladóttur. Mamma var upphaflega yngst í fimm manna systkinahópi. Síðar áttu þó eftir að bætast við tvö yngri systkini. Mér skilst að mamma hafi verið mjög sjálfstætt og ákveðið barn, einkenni sem fylgdu henni svo sannarlega allt hennar æviskeið. Mamma var alin upp við gömul gildi eins og t.d. dugn- að, nýtni, réttsýni og heiðarleika. Gildi sem hún síðar reyndi að inn- leiða í uppeldi barna sinna. Þegar hefðbundinni skólaskyldu lauk hélt mamma út á atvinnumarkaðinn þar sem hún starfaði lengst af við versl- unarstörf. Hún hafði þó hug á frekari skólagöngu en í byrjun 6. áratugar- ins fór mamma í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Mamma dvaldi þann skólavetur á heimavist í Reykjavík og minntist hún alltaf þess tíma með hlýju. Mamma starfaði lengst af hjá verslun varnarliðsins við góðan orðs- tír. Mömmu féll ekki verk úr hendi og fékk hún margsinnis viðurkenn- ingar fyrir vel unnin störf. Mamma bjó í foreldrahúsum með Steindór bróður minn þar til afi dó en það var árið 1975. Þá var ekki gott aðgengi að lánsfé til íbúðarkaupa, sér í lagi ekki fyrir unga einstæða móður. Mamma lét þó ekki hugfallast og hélt leitinni áfram þar til hún eign- aðist sína fyrstu íbúð. Mamma þurfti þó að vinna mikið til að ná endum saman en allt stóð eins og stafur á bók hjá henni. Í byrjun 9. áratug- arins giftist mamma og átti mig. Á þeim tíma var mamma með sinn eig- in verslunarrekstur en það starf veitti henni mikla ánægju. Mamma hafði þó einnig unun af ferðalögum utanlands og gerði hún víðreist um ævina. Mamma skildi eftir nokkurra ára hjónaband og lifði það sem eftir var með börnum sínum tveimur sem hún vildi alltaf allt hið besta. Mamma lagði mikið upp úr að skapa fallegt og hreint heimili. Ég naut þess að vera í kringum mömmu mína og hafði gaman af hennar félagsskap. Mamma var tryggur vinur og alltaf létt í lundu. Samband okkar var allt- af gott og var líkara sambandi bestu vinkvenna en mæðgna. Ég og mamma vorum hvor upp á aðra komnar á svo margan hátt og var hún minn fasti punktur í lífinu. Það var mér mikið áfall er mamma greindist með krabbamein í desem- ber 2004. Ég og mamma studdum þó rækilega við bakið hvor á annarri og vorum okkur einnig meðvitandi um að gera þann tíma sem við áttum saman sem yndislegastan. Mér fannst sem mamma mín væri ósigr- andi og hafði ég því alla trú að hún myndi hafa betur í baráttuni við þennan miskunnarlausa sjúkdóm. Því miður hafði sjúkdómurinn betur. Mamma hafði óskað eftir að fá að eyða síðustu stundum ævinnar á sínu eigin heimili. Það varð að veruleika með góðum stuðningi umsjónar- lækna hennar og heimahjúkrunar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Kann ég þeim bestu þakkir fyrir nærgætna og fagmannlega þjónustu. Mamma mín vildi mér alltaf allt hið besta og hafði ætíð óbilandi trú á mér, sama hvað ég tók mér fyrir hendur. Fyrir það verð ég henni ævarandi þakklát. Ég kem til með að finna til mikils saknaðar vegna frá- falls mömmu minnar, sérstaklega á stærstu stundum lífsins þar sem hún ætti að vera mér við hlið. Með þess- um orðum kveð ég mömmu mína og bestu vinkonu. Konuna sem mér þótti vænst um og var mér allt. Megi Guð gefa mömmu minni ljós og frið og blessa hana og varðveita. María. Elsku amma mín, takk fyrir alla þá ást og umhyggju sem þú sýndir mér. Ég veit að þú átt eftir að fylgja mér alla tíð og vaka yfir mér. Megi Guðs englar fylgja þér. Vertu, góði Guð, hjá mér, gleði sönn er veitt af þér. Gjörðu bjart mitt bernskuvor, blessa, faðir, öll mín spor. Þú veist alltaf um minn veg, allt þú veist, sem tala ég, öll mín verk sér auga þitt, einnig hjartalagið mitt. (Einar Jónsson) Hvíldu nú í friði, elsku amma mín. Þín nafna, Ragnheiður Lilja. Systir mín og mágkona, Ragn- heiður Steindórsdóttir, lést að morgni föstudagsins 23. mars sl. eft- ir harða baráttu við illvígan sjúk- dóm, sem hafði betur og sigurinn að lokum. Ljóst var fyrir nokkru að hverju stefndi, endalokin voru innan seilingar og ekkert annað en búa sig undir ósigurinn. Hinn stóri dómur var endanlegur og honum varð ekki áfrýjað. Ragga systir hafði í gegnum þessa miklu erfiðleika sýnt mikla þraut- seigju og baráttuvilja og hafði sterka trú og var staðráðin í að sigra að lok- um. Hún virtist hafa tekið þá afstöðu í upphafi að helga sig baráttunni gegn þessari ógn af öllum sínum styrk en samt ekki fórna neinum skyldum við sína nánustu né aðra ná- komna. Ragga gerði aldrei mikið úr veik- indum sínum, lét aldrei bugast og tók öllu mótlæti með reisn og festu. Hún þáði allan þann stuðning sem veittur var af hjúkrunarfólki og öðr- um sérfræðingum, aflaði sér upplýs- inga um sjúkdóminn og einsetti sér að lifa heilbrigðu lífi meðan á með- ferðum stóð og borða hollan og góð- an mat. Ragga lagði sig alla fram í hvert skipti er hún fór til borgarinn- ar til þess að fá lyfjameðferð, dró aldrei af sér heldur sýndi ávallt styrk sinn. Það var aðdáunarvert að fylgj- ast með baráttu hennar og sjá hvern- ig hún sótti styrk til sinna nánustu, barnanna, tengdadótturinnar og barnabarnsins, hennar Ragnheiðar Lilju sem var sólargeislinn í lífi ömmu sinnar. Hún naut þess að vera í samvistum við þau öll, njóta nær- veru þeirra og leggja á ráðin um enn frekari samvistir í framtíðinni. Kannski var það tillitssemi af Röggu hversu sterk hún virtist, til- litssemi við sína nánustu og jafn- framt tilraun til þess að fullvissa þau og okkur öll um að hún hefði fulla stjórn á aðstæðum og gæfi hvergi eftir í baráttu sinni. Hún lagði sig líka fram um að hitta stórfjölskyld- una, halda sambandi og fylgjast með hvað væri að gerast hjá hverjum og einum. Hún fylgdist vel með hvað strákarnir okkar, þeir Vilhjálmur Þór og Eiríkur Örn væru að gera, spurði þá spjörunum úr um þeirra hagi, drauma þeirra og langanir og hvatti þá óspart til dáða. Börnin hennar Röggu hafa staðið þétt við bakið á henni í þessari bar- áttu, fylgt henni eftir og tekið þátt í gleði og sorg, sigrum og ósigrum. Um leið og við þökkum Röggu syst- ur, mágkonu og frænku hjartanlega fyrir samfylgdina, fyrir styrkinn og kraftinn sem einkenndi hana, vottum við börnum hennar Maríu og Stein- dóri Bjarna, Önnu tengdadóttur hennar og Ragnheiði Lilju sonar- dóttur okkar dýpstu samúð og biðj- um góðan guð að styrkja þau og vernda um ókomna tíð. Jón Axel, Brynja, Vilhjálmur Þór og Eiríkur Örn Ragga frænka. Það er svo erfitt fyrir okkur öll að trúa því að þú sért farin frá okkur svona langt fyrir aldur fram. Með þér fór hluti af okkur sjálfum en við munum ávallt eiga minningarnar um þig og þær verða aldrei frá okkur teknar. Við munum ávallt minnast þín fyr- ir þann styrk sem þú bjóst yfir en einnig fyrir einlægni þína og frábært skopskyn. Þú hafðir alveg einstaka frásagnarhæfileika og það er óhætt að segja að enginn sagði sögur á jafn skemmtilegan máta og þú. Þú varst í senn yndisleg frænka en ekki síður sannur vinur okkar allra. Jafnvel þótt við byggjum í sitthvorri heimsálfunni rofnuðu ekki tengslin á milli okkar enda var nærvera þín svo rík í æskuminningum okkar og við höfum svo margs góðs að minnast. Þegar að endalokunum dró og þú háðir þína erfiðustu baráttu var hug- ur okkar oft hjá þér. Styrkur þinn gegnum þessi erfiðu veikindi voru aðdáunarverður og þú misstir aldrei móðinn. Nú er baráttunni lokið en við sjáum á eftir góðri frænku. Við vitum að þú hvílir nú í faðmi foreldra þinna og Fanneyjar systur þinnar. Elsku Ragga frænka, megir þú hvíla í friði. Þú munt ávallt vera í hugsunum okkar og bænum. Þín systrabörn frá Bandaríkjun- um, Andrea, Viktor, Karen, Elísabet, Jón og Davíð. Frænka okkar, Ragnheiður Stein- dórsdóttir, er látin langt fyrir aldur fram. Við minnumst hennar sem Röggu frænku sem ávallt hafði svör á reiðum höndum en orðheppnari og skemmtilegri manneskju var erfitt að finna. Þegar fjölskyldan kom saman var hún einatt hrókur alls fagnaðar og munum við ekki til þess að nokkur hafi náð að gera hana kjaftstopp enda var hún hnyttin með eindæmum og orðaforðinn mikill eft- ir því. Hún sagði svo skemmtilega frá, það var svo annað mál hvort sög- urnar hennar voru allar sannar en fyrir vikið var skemmtanagildi þeirra þeim mun meira. Við systurnar leituðum mikið til Röggu frænku enda var samgangur milli heimila okkar töluverður og þær stundir sem við áttum saman á Krumshólum eru ómetanlegar. Þeg- ar við vorum yngri var Steindór frændi mikið með okkur og síðar þegar Maja fæddist leið okkur eins og við hefðum eignast litla systur. Við þökkum Röggu fyrir að hafa gert okkur kleift að eiga svo góðar minn- ingar þar sem hláturinn og notaleg- heitin voru í fyrirrúmi. Þegar við fórum sjálfar að eignast börn var líkt og þau væru Röggu eig- in barnabörn, svo áhugasöm var hún um þau öll. Hún gaf þeim öllum jóla- gjafir og vildi fylgjast með því hvern- ig þeim vegnaði. Sambandi hennar við börnin okkar er mjög lýsandi fyr- ir hana enda var hún mjög gefandi manneskja og barnagæla fram í fing- urgómana. Okkur þykir svo vænt um að Ragga skyldi fá að upplifa það að eignast sitt eigið barnabarn og skilur hún eftir sig litla yndislega prinsessu sem ber það fallega nafn Ragnheiður Lilja. Síðustu tvö árin í lífi Röggu háði hún baráttunni við illvígt krabba- mein. Eins erfitt og það hlýtur að hafa reynst henni þá beit hún á jaxl- inn og var staðráðin í að njóta þess tíma sem eftir var. Þrátt fyrir mikil veikindi náði hún að ferðast tvisvar sinnum til Bandaríkjanna og auk þess hélt hún sambandi við fjölskyld- una hér heima. Við kveðjum góða frænku en við munum ávallt minnast þín með sökn- uði í hjarta. Elsku Steindór, Maja, Anna og Ragnheiður Lilja, megi algóður Guð veita ykkur styrk í sorginni og gefa ykkur von um bjartari tíð. Agnes Ósk, Fanney Petra og Íris Helma Ómarsdætur Elsku Ragga frænka mín, ég á svo yndislegar minningar um tíma okkar saman. Ég fann fyrir svo sterkum tengslum við þig og ég hef misst ein- hvern sem er mér svo hjartkær. Ég dáðist alltaf að styrk þínum og kímnigáfu. Þú fékkst mig alltaf til að hlæja, stundum það mikið að ég tár- aðist. Ég mun alltaf sakna þessa eig- inleika sem bjó með þér. Ég fann alltaf fyrir kærleik þínum, djúpri tryggð þinni við fjölskyldu þína og ég er mjög sorgmædd yfir því að finna aldrei þitt sterka faðmlag um- lykja mig aftur. Þú varst dásamlegur vinur og móðursystir með ótrúlegan vilja til að komast af. Þegar ég er á strönd í Ameríku mun ég alltaf hugsa til þín og flatmaga í sólinni sem þú elskaðir svo mikið. Ég mun aldrei gleyma lífsvilja þínum og ég mun lifa hvern dag með þetta í huga í sálu minni. Þín verður sárt saknað af mér, Ronnie og stelpunum. Þakka þér fyrir hláturinn og þakka þér fyrir vináttu þína. Ástarkveðja Linda Ann. Ragnheiður Steindórsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.