Morgunblaðið - 30.03.2007, Side 54

Morgunblaðið - 30.03.2007, Side 54
54 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 TMNT kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 7 ára Scool for Scoundrels kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 Scool for Scoundrels LÚXUS kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 The Hitcher kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Epic Movie kl. 4, 6 og 8 B.i. 7 ára The Number 23 kl. 10 B.i. 16 ára Night at the Museum kl. 3.30 og 5.40 Hot Fuzz kl. 5:45, 8 og 10:20 B.i. 16 ára TMNT kl. 6 og 8 B.i. 7 ára The Hitcher kl. 10 B.i. 16 ára - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir Frábær gamanmynd frá leikstjóra Old School með Billy Bob Thornton og Jon Heder úr Napoleon Dynamite. PÁSKAGAMANMYNDIN 2007 Of góður? Of heiðarlegur? Of mikill nörd? Hjálp er á leiðinni. Skóli þar sem góðir strákar eru gerðir slæmir! Lífið er leikur. Lærðu að lifa því. Toppmyndin í USA PÁSKAMYNDIN Í ÁR Bardagafimu skjaldbökurnar eru mættar aftur í flottustu ævintýrastórmynd ársins ÞEIR 1.800 miðar sem eftir voru á tónleika Josh Groban í Höllinni 16. maí seldust upp á innan við fjórum mínútum í gærmorgun og því hefur verið ákveðið að halda aukatónleika 15. maí. MasterCard-sala hefst 3. apríl en al- menn sala daginn eftir. Aðeins er selt í númeruð sæti og miðaverð er: 12.900 kr. í sal (nær sviði), 9.900 í stúku (fjær sviði). Gjöf en ekki gjald, myndi einhver segja þegar Josh Groban er annars vegar. Uppselt! Aukatónleikar! ÆFINGAR á söngleiknum Gretti hófust að nýju á miðvikudags- kvöldið, en Halldór Gylfason, aðal- leikari sýningarinnar, hafði fengið hastarlegan bakverk sem varð til þess að fresta þurfti frumsýningu verksins, sem fyrirhuguð var nú á föstudag. Æfingar höfðu að mestu legið niðri síðan á sunnudag. Ekki verður þó hægt að frumsýna verkið nú um helgina, enda lokasprett- urinn í æfingum á verkinu eftir. Ekki hefur verið staðfest hvenær frumsýnt verður. Æfingar hafnar að nýju BENNI Hemm Hemm er á hinum svokallaða heita lista í tímaritinu Rolling Stone sem gefið var út í Bandaríkjunum nú í vikunni. Þar segir meðal annars að Benni sé einhvers konar blanda af Sufjan Stevens og Sigur Rós og að tónlist hans sé töfrandi og skemmtileg. Annars er Benni nýkominn heim úr tónleikaferðalagi um Evrópu og hafa góðir dómar birst um tónleika hans. Meðal annars gaf veftímaritið Drowned tónleikum Benna á Para- diso í Amsterdam níu af tíu mögu- legum. Benni Hemm Hemm heitur THE History Channel er nýjasta stöðin í hinum svokallaða „allt“ pakka SkjásHeims. Á stöðinni eru sýndir áhugaverðir þættir um ýmsa atburði í mannkynssögunni. Áskrift að „allt“ pakkanum mun ekki hækka með tilkomu stöðvarinnar. Sagan beint í sjónvarpið ÚTÓNN og Ísafjarðarbær hafa boð- ið 10 erlendum blaðamönnum á Aldrei fór ég suður og meðal þeirra sem koma eru Mojo, Guardian og Jan Sneum frá DR, en hann er mik- ill aðdáandi íslenskrar tónlistar. Erlendir blaða- menn á Ísafirði HLJÓMSVEITIRNAR Morðingjar og Slugs koma fram á Grapevine Surprise tónleikum á Bar 11 við Laugaveg í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og er aðgangur ókeypis. Morðingjar og Slugs á Bar 11 ANNAÐ kvöld heldur amerísk/ franska tónlistarkonan Uffie tónleika á Barnum á efri hæðinni á Laugavegi 22 með Dj Feadz og Steed Lord. Uf- fie spilar rafmagnað hiphop og gaf meðal annars fyrir stuttu út smá- skífu hjá Ed Banger. Steed Lord var stofnuð fyrir rétt rúmu ári af þeim Einari, Svölu Björgvinsdóttur og Eðvarði en kveikjan að bandinu var sú að Elli, sem er bróðir Einars og Eðvarðs, gaf Svölu takt í afmælisgjöf. Elli slóst svo í hópinn er hann sneri heim úr tattúnámi og þannig hefur sveitin verið skipuð síðan. Þau koma reynd- ar öll fram undir listamannsnöfnum, Svala er Kali, Elli er A.C., Einar er M.E.G.A. og Eðvarð er A.C Ban- ana$. Á leið til New York Einar segir að músíkin sem þau semja sé mikið samvinnuverkefni, það leggi allir sitt af mörkum, en þau eru búin að vera á fullu að semja frá því síðasta vor og eiga á fjórða tug laga. „Það hefur ekki verið tími til að taka neitt upp,“ segir Einar enda hafa þau verið á ferð og flugi, eru meðal annars nýkomin frá Flórída og eru síðan á leið til New York í næsta mánuði. „Við ætlum þó að taka okkur tíma til að gera plötu í sumar, erum með á það á túrplaninu að spila ekk- ert í júní, svo við náum að taka eitt- hvað upp. Það er búið að vera allt of mikið í gangi,“ segir hann og dæsir. Undir „house-áhrifum“ Músíkin sem Steed Lord spilar er taktföst og drífandi, „house-leg“ eins og heyra mátti á lögunum „Dirty Mutha“ og „You“ sem komust á kreik síðasta vor. Hljóðin sem sveitin notar eru mörg skemmtilega „gam- aldags“ ef svo má segja, þótt tónlistin sé nútímaleg. Einar segir að það sé ekkert sérstakt markmið sveit- arinnar að vera „retró“, þetta atvik- ist bara svo þegar þau séu að velja hljóð og takta til að vinna en óneit- anlega séu þau undir sterkum áhrif- um frá „house-tónlist“ fyrri tíma þó þau séu ekki að herma eftir einum eða neinum. Steed Lord hitar upp fyrir Uffie á tónleikunum annað kvöld og Einar segir að sveitin spili fyrir vikið styttra sett en þegar hún er ein á ferð. „Það verður þó ekkert slegið af, brjáluð keyrsla og brjálaður kraft- ur,“ segir hann en meðal þekktari laga hyggst sveitin viðra eitt nýtt lag. Áhugasamir geta hlustað á lög með Steed Lord á myspace.com/ steedlord. Brjáluð keyrsla á Barnum Retró Steed Lord hyggst bjóða upp á „brjálaða keyrslu og brjálað power“. Hljómsveitin Steed Lord á yfir 40 lög á lager

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.