Morgunblaðið - 30.03.2007, Page 25
mælt með …
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 25
Fatnaður á spottprís
í Kolaportinu
Um helgina mun Fjölskylduhjálp-
in gangast fyrir fatamarkaði í Kola-
portinu. Seldur verður nýr og lítt
notaður fatnaður á spottprís, engin
flík mun kosta meira en fimm
hundruð krónur. Um að gera að
drífa sig í portið og skoða hvað er í
boði; nýtt sem notað.
Margt að gerast
á íþróttasviðinu
Íslandsótið í badminton fer fram
um helgina í TBR-húsinu. Mótið
hefst í dag, föstudag, klukkan
hálfsjö. Úrslit hefjast á sunnudag
klukkan 13.
Baráttan í handboltanum er í al-
gleymingi og má þar nefna að Fylk-
ir og Haukar verða í fallbaráttunni í
Fylkishöll klukkan 18 á morgun,
laugardag. Toppslagurinn verður í
Digranesi þar sem HK tekur á móti
Val klukkan 16.15. Stjörnustelpur
geta orðið Íslandsmeistarar með því
að leggja Akureyrarstelpur að velli.
Leikurinn hefst klukkan 16 í Ás-
garði í Garðabæ.
Blásarasveit Reykjavíkur
í Salnum
Á morgun, laugardag, verður
Blásarasveit Reykjavíkur með tón-
leika í Salnum í Kópavogi kl. 17.
Þar verður meðal annars frumflutt
útskriftarverkefni Benedikts H.
Hermannssonar sem er betur
þekktur sem Benni Hemm Hemm,
auk verka eftir Richard Strauss
(1864–1949) og Kurt Weill (1900–
1950). Una Sveinbjarnardóttir leik-
ur á fiðlu.
Færeyskir dagar
á Nasa
Færeyingar halda áfram að gera
það gott hér á klakanum og um
helgina verður hægt að berja
nokkra þeirra augum. Tónleikarnir
hefjast á laugardag kl. 22. Fram
koma Eivör Pálsdóttir, Brandur
Enni, Högni Lisberg og Teitur. Að-
gangseyrir er 2.200 krónur.
Út um mela og móa …
Fréttir bárust af því í vikunni að
lóan væri komin. Nú er um að gera
að grafa upp kíkinn, drífa sig út í
göngutúr og vita hvort dýrðarsöng-
urinn er farinn að heyrast í holtum
og hæðum. Þá má nota kíkinn til að
svipast um eftir henni, nú eða öðr-
um fuglum. Og fyrst skórnir eru á
annað borð komnir á fæturna er um
að gera að hafa göngutúrinn nógu
langan og njóta útivistarinnar.
Skíðafæri sunnanlands
Fréttir bárust líka af því í vik-
unni að skíðafærið í Bláfjöllum væri
með eindæmum gott. Er ekki rétt
að krossa putta og vona að færið
haldist eitthvað þó að allt útlit sé
fyrir hlýindi og vætusama tíð um
helgina.
Góður dagur
með fjölskyldunni
Oft er gott að eiga einn dag til að
gera ekki neitt. Sofa frameftir og
snæða morgunverð í rólegheitunum
með fjölskyldunni. Kíkja í góða bók
og gefa sér svo góðan tíma til að
elda dýrindis málsverð.
Morgunblaðið/Ómar
Morgunblaðið/ÞÖK
Ekki fer öllu hallandi með
aldrinum. Eldri borgarar
taka betur eftir jákvæðum
upplýsingum sem tengjast
tilfinningum í kring um sig
en aðrir. Þetta eru nið-
urstöður nýrrar rann-
sóknar sem forskning.no
greinir frá.
Vísindamennirnir sem
stýrðu rannsókninni telja
eldri fullorðna í betra and-
legu jafnvægi en þeir sem
yngri eru, sérstaklega
þegar kemur að því að
túlka tilfinningalegar upp-
lýsingar úr umhverfinu.
Í rannsókninni skoðuðu
150 þátttakendur mismun-
andi myndir sem fyrirfram
var búið að flokka sem já-
kvæðar, hlutlausar eða
neikvæðar. Mynd af fal-
legu sólarlagi eða skál með
súkkulaðiís var t.a.m.
flokkuð sem jákvæð, hlut-
laus mynd gat verið af stól
eða gaffli og neikvæð af
dauðum ketti eða bílslysi.
Þátttakendurnir fengu að sjá
hverja mynd í nokkrar sekúndur og
flokkuðu þær jafnóðum með aðstoð
tölvumúsar. Á meðan fylgdust vís-
indamennirnir með heilastarfsemi
þeirra.
Í ljós kom að unga fólkið tók betur
eftir myndum sem voru neikvæðar á
meðan þeir sem eldri voru lögðu jafn
mikla áherslu á það sem var jákvætt.
Vísindamennirnir benda á að þetta
hljóti að endurspeglast á ýmsan hátt,
s.s. í því hvernig fólk hagar ákvörð-
unum sínum eftir aldri.
Unga fólkið var á aldrinum 15 til 25
ára og fyrri rannsóknir hafa sýnt að
fólk á þessum aldri tekur meira eftir
neikvæðum tilfinningalegum upplýs-
ingum en jákvæðum. Hið nýja í rann-
sókninni er hins vegar að hjá eldri
fullorðnum, á aldrinum 55 ára, var
meira jafnvægi milli þess hversu vel
þeir tóku eftir neikvæðum og jákvæð-
um myndum.
Í meira jafnvægi
með aldrinum
AP
Gömul Jákvæð og í jafnvægi.
daglegt líf