Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 60
FÖSTUDAGUR 30. MARS 89. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Varalið lögreglu Öryggis- og varnarmál eru nú enn frekar en áður innanríkismál fremur en utanríkismál, að mati Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Segir hann þetta endurspeglast í því að samstarf við aðrar stofnanir en hermálayfirvöld austan hafs og vest- an skipti meira máli en áður. Í ræðu sem ráðherrann flutti í gær nefndi hann jafnframt hugmyndir um 240 manna launað varalið lögreglu. » Forsíða Særði blygðunarkennd Sýknun í máli ungs manns, sem tók mynd af nakinni sofandi stúlku og sýndi öðrum, er galin niðurstaða að mati talsmanns Femínistafélags Ís- lands. Sakborningur var af dómnum talinn hafa sært blygðunarkennd stúlkunnar en var sýknaður þar sem athæfi hans var ekki talið lostugt í skilningi laganna. » Baksíða Tekist á í Glitni Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jó- hannesson eru sagðir vilja fara gegn öðrum stjórnarmönnum í Glitni og krefjast þess að Hannes verði kjör- inn formaður stjórnar bankans í stað Einars Sveinssonar. » Forsíða Jákvætt skref Leiðtogar arabaríkja lögðu í gær fram tilboð til Ísraela sem kveður á um frið fyrir land. Ráðherra í rík- isstjórn Ísraels segir frumkvæði arabaríkjanna jákvætt skref, en að semja yrði um tilboðið. » 18 SKOÐANIR» Staksteinar: Að syngja Ljósvaki: Sjónvarpsleysi Forystugreinar: Vaxandi sundrung og Útvötnuð mannréttindabarátta? Af listum: Eru Svíar of stoltir …? UMRÆÐAN» Morgunblaðið leggur enskunni lið Enn með sama sjónarhornið Gengnir af göflunum Hafnfirðingar kjósa Fyrstu MG-bílarnir rúlla … BMW-mótorhjól í mikilli sókn BÍLAR » 4   8' . +  9    !  ""1 1 "1 1 1 1  1" 1  ""1 1 1 1"" 1 1" 1"  - :&7 ' ""1 1 1 1 1 1" 1" 1" ;<==>?@ 'AB?=@C9'DEC; :>C>;>;<==>?@ ;FC'::?GC> C<?'::?GC> 'HC'::?GC> '/@''C!3?>C:@ I>D>C':AIBC ';? B/?> 9BC9@'/+'@A>=> Heitast 10 °C | Kaldast 5 °C  Sunnan 10–15 m/s en heldur hægari austanlands. Rigning eða súld, úrkomulítið norðaustan til. » 8 Framtíðarmynd í þrívídd og end- urkoma stökk- breyttu skjaldbak- anna er meðal þess sem sjá má í bíó. » 55 KVIKMYNDIR » Frumsýn- ingar í bíó FÓLK » Þorvaldur Davíð er á leið til New York í nám. » 53 Aðalsmaðurinn Dav- íð Þór Jónsson svar- ar því hvaða spurn- ingar hann myndi aldrei spyrja í Gettu betur. » 51 FÓLK » Íslenskur aðall TÓNLIST»TÓNLIST » Street Lord hitar upp fyr- ir Uffie á morgun. » 54 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Dorrit lærbrotnaði í skíðaslysi 2. Ítrekað nauðgað … 3. Sviptur ökuleyfi á fyrsta degi 4. Þorvaldur Davíð hlaut inngöngu … Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÉG átta mig hreinlega ekki á því hvernig dóms- kerfið getur brugðist í svona máli, þar sem svo augljóslega er brotið gegn friðhelgi einkalífs og kynfrelsi,“ segir Gísli Hrafn Atlason hjá Femín- istafélagi Íslands um sýknudóm yfir ungum manni sem myndaði sofandi stúlku án fata í rúmi hans með farsíma sínum og sýndi fólki afraksturinn. Ríkissaksóknari ákærði manninn fyrir brot gegn blygðunarsemi stúlkunnar á grundvelli 209. gr. hegningarlaga sem kveður á um allt að fjögurra ára fangelsi ef einhver særir blygðunarsemi manna með lostugu athæfi. „Í dóminum er hugtakið blygðunarsemi túlkað mjög þröngt og einnig er ég undrandi á því að ákæruvaldið skyldi ekki gera vararáðstafanir í ákæru úr því brotið var talið svo augljóst,“ segir Gísli Hrafn. „Ég velti því fyrir mér hvort mistök hafi átt sér stað hjá ríkissaksóknara eða dóminum. Niðurstaðan er alveg galin, því niðurlæging stúlk- unnar er algjör. Hún er rænulaus þegar hún er mynduð og í ofanálag fer maðurinn og sýnir kunn- ingjum myndefnið.“ Að mati dómsins var óumdeilt að háttsemi mannsins var til þess fallin að særa blygðunarsemi stúlkunnar. Í dómnum segir hins vegar að til þess að sakfella ákærða samkvæmt þeirri grein hegn- ingarlaga sem hann var ákærður fyrir þurfi skil- yrði um lostuga háttsemi að vera fyrir hendi, þ.e. að maðurinn hafi fengið kynferðislega útrás með athæfi sínu. Það þótti ekki sannað og var mað- urinn því dæmdur saklaus. Alveg galin niðurstaða  Tók nektarmyndir af sofandi stúlku og sýndi öðrum  Særði blygðunarkennd en sýknaður þar sem ósannað var að hann hefði fengið kynferðisútrás Morgunblaðið/Árni Sæberg Niðurlæging Fangelsi liggur við því að særa blygðunarkennd fólks með lostugu athæfi. Í HNOTSKURN »Ekki var talið sannað að maðurinn hefðifengið neina kynferðislega fullnægju út úr því að sýna fólki nektarmynd af stúlk- unni. »Maðurinn var talinn hafa sært blygð-unarsemi stúlkunnar með því að sýna a.m.k. fimm körlum og einni stúlku mynd í símanum. »Hægt er að taka ljósmyndir á langflestagsm-síma og á sumum sundstöðum t.d. er bannað að nota slíkar myndavélar. MORGUNBLAÐIÐ lagði tíu spurn- ingar fyrir fyrirliða liðanna tveggja sem keppa til úrslita í Gettu betur í kvöld og gefi niðurstaða þessarar óformlegu spurningakeppni ein- hverja vísbendingu um úrslitin eiga MR-ingar gott kvöld í vændum; Hilmar úr MR svaraði helmingi spurninganna rétt en Ingvi Þór úr MK var með eitt rétt svar. Það má þó búast við æsispennandi keppni enda hafa bæði lið sýnt það og sannað að þau eru þess verðug að geyma verðlaunagripinn, hljóðnem- ann, í sínum fórum næsta árið. | 57 Úrslit ráðast í Gettu betur Eftir Jón Sigurðsson GÆSIN sem kom til Blönduóss með rútunni frá Hvammstanga og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær er farin að láta til sín taka á Blöndu- ósi. Gæsin var meðal annars send þangað vegna þess að hún hafði verið að angra börn á Hvamms- tanga. Talið var að hún mundi að- lagast náttúrunni þegar grágæs- irnar færu að koma á heimaslóðir sínar á Blönduósi. Gæs þessari, sem var send Jónasi Skaftasyni á Blöndubóli, var komið fyrir í gerði við Blönduból. Hún flaug fljótt úr gerðinu og út í Blöndu og fékk sér hressilegt bað. Um kvöldmatarleytið brá gæsin sér í heimsókn á leiksvæði þar sem nokkur börn léku sér áhyggjulaus í mildri vorsólinni. Skipti þá engum togum að gæsin brá sér í leikinn með börnunum við misjafnan fögn- uð þeirra. Lauk þeim leik svo að lögregla og fóstri gæsarinnar voru kölluð til og færðu hana í gæslu- varðhald til Jónasar Skaftasonar. Nú þegar gæsum fjölgar dag frá degi er ekki ólíklegt að Hvamms- tangagæsinni verði sleppt úr gæslu með þá von í brjósti að hún lagi sig að siðum sinnar tegundar. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Gæsin enn til vandræða Skömmustuleg Lögreglan las gæsinni rétt sinn er hún var „vængtekin“ á vettvangi á Blönduósi í gær. Niðurgírun í jeppum Nýr og fjölhæfur sendibíll … VINNUVÉLAR» HAFDÍS E. Helgadóttir, þriggja barna móðir sem varð amma fyrir nokkrum árum, sló leikjamet á Ís- landsmótinu í körfuknattleik í vetur. Í gær lék hún sinn 369. leik þegar ÍS vann Hauka í undaúrslitum kvenna og tryggði oddaleik, sinn 370. leik. Haf- dís hefur ekki misst úr tímabil með ÍS í 22 ár, en segir að farið sé að síga á seinnihlutann. | Íþróttir Amma, en enn á fullu Hafdís E. Helgadóttir ♦♦♦ Cliff Richard hélt tón- leika í Höllinni. » 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.