Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VAXANDI SUNDRUNG Bandaríkjamenn töpuðu Víet-namstríðinu á heimavígstöðv-um. Þótt þeir hafi beðið hern- aðarlegan ósigur í Víetnam var það fyrst og fremst andstaðan við stríðið heima fyrir, sem gerði það að verk- um, að þeir áttu engan annan kost en þann að hverfa á braut. Þegar komið var fram á árið 1968 var nánast eng- inn stuðningur við þátttöku Banda- ríkjamanna í stríðinu meðal almenn- ings í Bandaríkjunum. Þetta fann Lyndon B. Johnson, þáverandi for- seti Bandaríkjanna. Þess vegna gaf hann ekki kost á sér til endurkjörs í forsetakosningunum 1968. Og Nixon vildi semja. Fyrir nokkrum vikum samþykkti fulltrúadeild Bandaríkjaþings að kalla skyldi Bandaríkjaher heim frá Írak á næsta ári. Sú samþykkt hafði litla þýðingu. Nú hefur það óvænta gerzt að öldungadeildin hefur sam- þykkt svipaða ályktun. Þá gegnir öðru máli. Bandaríkjaþing stendur nú sameinað gegn forsetanum. Það eru alvarleg tíðindi fyrir hann og repúblikana. Samþykktir beggja þingdeilda á Bandaríkjaþingi benda til þess að andstaðan við Íraksstríðið sé orðin svo mikil vestanhafs að ekki verði við ráðið. Bush mun ekki geta staðið gegn bæði þingi og þjóð. Bandaríkjamenn hafa ekki tapað stríðinu í Írak, þótt þeir eigi í erf- iðleikum þar. En ef þeir eru líka að tapa þessu stríði á heimavígstöðvum er ekki ýkja langt í að brottflutningur bandarískra hermanna hefjist frá Írak. Eftir atburðina 11. september í New York fyrir nokkrum árum virtist Bush hafa allt í hendi sér. Hann sam- einaði bandarísku þjóðina á skömm- um tíma í stríðinu gegn hryðjuverka- mönnum. Almenningur í Bandaríkj- unum fagnaði, þegar Bagdað féll. Þessi mikli stuðningur er ekki lengur fyrir hendi. Hann hefur breytzt í víðtæka andstöðu. Senni- lega er ekki langt þangað til mót- mælagöngur verði gengnar í banda- rískum borgum og mótmælafundir haldnir í bandarískum háskólum. Það eru þekkt viðbrögð frá dögum Víet- namstríðsins. Verði þróunin á þennan veg eins og raunin varð á í Víetnamstríðinu verða síðustu tæp tvö ár Bush í Hvíta hús- inu honum og flokki hans erfið. Jafnframt vakna spurningar um það hvort Bandaríkjamenn geti yfir- leitt haldið úti hersveitum í öðrum löndum. Afleiðingar stríðsátaka blasa við fólki heima fyrir dag hvern í sjón- varpsfréttum og með öðrum hætti. Stjórnvöld í Washington geta ekki haldið úti herliði, sem stendur í hern- aðarátökum, vegna þess að fólk þolir ekki að fylgjast með slíkum átökum nema í tiltölulega skamman tíma. Þar með eru allar pólitískar forsendur brostnar á heimavígstöðvum fyrir því að halda úti herliði hingað og þangað um heiminn. Og kannski fer bezt á því. ÚTVÖTNUÐ MANNRÉTTINDABARÁTTA? Samtökin Amnesty Internationalhafa skipað sérstakan sess í bar- áttunni gegn mannréttindabrotum. Nú liggja samtökin hins vegar undir ámæli og í nýjasta tölublaði tímarits- ins The Economist eru þau tekin á beinið fyrir að hafa útvatnað boðskap sinn með því að taka upp baráttu fyr- ir pólitískum og efnahagslegum um- bótum í stað þess að einbeita sér að gömlum baráttumálum. „Þegar ríkisstjórn lokar einstak- ling inni án sanngjarnra réttarhalda er nokkuð skýrt hver er fórnarlamb- ið, hver er brotlegur og hvað ber að gera,“ segir í leiðara blaðsins. „Þessi skýrleiki á sjaldan við þegar fé- lagsleg og efnahagsleg „réttindi“ eru annars vegar. Það er nógu erfitt að ákvarða hvort slík réttindi hafi verið brotin, hvað þá hver eigi að bæta úr brotinu eða hvernig.“ Í grein í tímaritinu er fundið að áherslum Amnesty International. Leiðtogi samtakanna, Irene Khan, þykir hafa gengið of langt þegar hún sagði fangelsi Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu vera gúlag okk- ar tíma og vísaði þar til refsibúða Sovétmanna á sínum tíma. Khan stendur við orð sín og segir að líkt og í gúlaginu séu fangar í Guantanamo handan laga og réttar. „En saman- burðurinn virðist undarlegur, bæði hlutfallslega og í grundvallaratrið- um: gúlagið var holdtekja sovétkerf- isins, Guantanamo er blettur á því bandaríska,“ segir í The Economist. Tímaritið segir einnig: „En samtök, sem helga fleiri síður í ársskýrslu sinni mannréttindabrotum í Bret- landi og Bandaríkjunum en brotum í Hvíta-Rússlandi og Sádi-Arabíu, geta ekki búist við að komast undan smásjá efasemdarmanna.“ Þetta kann að vera rétt hjá tíma- ritinu. Guantanamo er kannski ekki gúlag á sovéskan mælikvarða, en á móti má spyrja hvað fangelsið eigi að kallast á bandarískan mælikvarða. Miðað við þá óbótamenn, sem fremja mannréttindabrot um allan heim um þessar mundir, eru Bandaríkjamenn og Bretar eins og fermingardrengir. En ekki má gleyma því að Banda- ríkjamenn og Bretar hafa tekið að sér það hlutverk að vera öðrum þjóð- um fyrirmynd í mannréttindamálum. Þegar fyrirmyndirnar bregðast veit- ir það hinum raunverulegu óbóta- mönnum skálkaskjól. Amnesty Int- ernational dregur ekki úr eigin trúverðugleika með því að leggja áherslu á mannréttindabrot Banda- ríkjamanna og Breta. Með því að brjóta ítrekað mannréttindi gera Bandaríkjamenn og Bretar hins veg- ar Amnesty International og öðrum sambærilegum samtökum erfiðara fyrir en ella að halda til streitu bar- áttu sinni fyrir réttindum þeirra, sem eru ofsóttir, pyntaðir og sviptir rétt- indum sínum af harðstjórum og ein- ræðisherrum þessa heims. Gagnrýn- in á því ekki aðeins rétt á sér, hún er nauðsynleg. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Enginn Hafnfirðingur semrætt er við virðist vera íminnsta vafa um að mik-il þátttaka verði í íbúa- kosningunni um stækkun álversins á morgun og að brugðið geti til beggja vona um úrslitin. „Þetta er stærsta ákvörðun sem Hafnfirðingar hafa nokkru sinni tekið og snýst um framtíð bæj- arins,“ segja talsmenn Sólar í Straumi, sem eru á móti stækkun álversins. „Stjórn samtakanna telur einsýnt að ef stækkunin verður ekki samþykkt þá muni fjara undan ál- verinu og að því verði lokað í ná- lægri framtíð. Hugsanlega árið 2014, eða eftir 7 ár, þegar raf- orkusamningar renna út,“ segja talsmenn samtakanna Hagur Hafn- arfjarðar, sem hvetja Hafnfirðinga til að samþykkja stækkun. Miklar umræður hafa farið fram á kynningarfundum um málið en sá síðasti var haldinn að viðstöddu fjölmenni í gærkvöldi. Hiti er í mönnum og hefur m.a. birst fjöldi greina daglega á vefsíðum samtaka sem láta sig málið varða. Þá hefur Alcan staðið fyrir viðamikilli kynn- ingu og auglýsingum á fyrirhugaðri stækkun. Stækkun í 460 þúsund tonn Kosningarnar snúast um tillögu að deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir stækkun álversins. Umhverf- isstofnun gaf út starfsleyfi í nóv- ember 2005 fyrir stækkun álversins í Straumsvík, þar sem heimiluð er framleiðsla á allt að 460 þúsund tonnum af áli á ári. Núverandi framleiðslugeta verksmiðjunnar er 180 þúsund tonn og yrði því um allt að þreföldun að ræða. Samkvæmt upplýsingum Alcan á Íslandi er gert ráð fyrir að byggðir verði tveir kerskálar til viðbótar þeim þremur sem fyrir eru auk nokkurra þjón- ustubygginga, sem að mestu muni rísa á milli nýju kerskálanna og þeirra gömlu. Samanlögð stærð nú- verandi bygginga á álverssvæðinu er 140 þúsund fermetrar en stærð nýrra bygginga yrði um 120 þúsund fermetrar ef ráðist verður í stækk- un. Í áætlunum álfyrirtækisins er stefnt að því að endanleg hönn- unarvinna geti hafist um leið og til- skilin leyfi hafi fengist og ráðgert sé að hefja framkvæmdir í Straumsvík í byrjun næsta árs. Framleiðsla í stækkuðum hluta álversins hefjist síðla árs 2010. Alcan hefur samið við Lands- virkjun og Orkuveitu Reykjavíkur um að útvega þá raforku sem þarf til aukinnar álframleiðslu og er gert ráð fyrir að OR muni beisla gufuafl á Hellisheiði og orkuöflun Lands- virkjunar verði í fyrirhuguðum virkjunum í neðri hluta Þjórsár. Áætlaður heildarkostnaður við stækkun er rúmir 80 milljarðar kr. Hafnfirðingar búa si andi og tvísýna álver Búist er við mikilli kosningaþátttöku á morgun um fyr Stækkun Í kosningunum munu íbúar greiða atkvæði um deiliski ársframleiðslu. Stækkun hefði m.a. í för með sér að færa þarf Re Íbúar í Hafnarfirði greiða á morgun at- kvæði með eða á móti stækkun álversins í Straumsvík. Miklar og heitar umræður fara fram á kynningarfund- um og vefsíðum stuðn- ingsmanna og and- stæðinga stækkunar. Framtíð álversins „Stækkun álversins í Straumsvík er forsenda þess að fyrirtækið haldið velli í samkeppni við önnur álver um allan heim á næstu ár [… Með því að auka framleiðslugetuna upp í 460 þúsund tonn me ustu og bestu tækni verður hægt að tryggja framtíð rekstursins Straumsvík og þau störf sem þúsundir einstaklinga hafa framfæ (Alcan.) Hagsmunir fyrirtækja „Ríflega 800 íslensk fyrirtæki eru birgjar og þjónustuaðilar álve Straumsvík. Þar af eru ríflega 100 fyrirtæki í Hafnarfirði. Þetta nærri að vera fimmta hvert fyrirtæki í sveitarfélaginu. Komi til þ álverið dragi úr starfsemi sinni er ljóst að þessi fyrirtæki veikjas og mörg hver myndu hætta starfsemi.“ (Hagur Hafnarfjarðar.) Minni umhverfisáhrif „Umhverfisáhrif álversins hafa á undanförnum áratugum minnk arlega mikið og nú er svo komið að þau eru hverfandi. Við álfram myndast samt koltvísýringur vegna bruna forskauta í rafgreinin arkerum í kerskálum en að auki er losun flúorkolefna, sem eru s gróðurhúsalofttegundir, vandamál í mörgum álverum. Sú er hin ekki raunin hjá álverinu í Straumsvík.“ (Alcan.) Loftgæði og flúor „Innihald flúors í gróðri í nágrenni álversins er svipað nú og það ur en álverið tók til starfa árið 1969. Heildarlosun á flúoríði eftir un álversins verður helmingi minni en hún var árið 1990, þótt fra leiðslan verði fimmfalt meiri en þá. Þó að framleiðslugeta álvers aukist um 155% hækka losunarheimildir vegna flúors aðeins um Svifryk frá álverinu er ekki vandamál og eru t.d. ekki tengsl mill ryks sem mælist á Hvaleyrarholti og vindátta frá Straumsvík. Sv sem þar mælist tengist því öðrum þáttum en starfsemi álversins. brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti verður áfram langt undir strö viðmiðunarmörkum um loftgæði vegna heilsu fólks.“ (Alcan.) Fjölgun starfa „Íslendingar hafa í vaxandi mæli á undanförnum misserum uppl fjölmörg störf í iðnaði hafa verið flutt úr landi. Við stækkun álve Straumsvík verða til um 1200 ný og varanleg störf, þar af um 350 störf hjá fyrirtækinu og ríflega tvöfalt fleiri afleidd störf vegna a umsvifa.“ (Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands.) Tekjur Hafnarfjarðarbæjar „Beinar greiðslur álversins til bæjarsjóðs Hafnarfjarðar eftir stæ verða rúmar 800 milljónir króna á ári. Að auki hefur Hafnarfjarð verulegar tekjur af útsvari starfsmanna álversins svo og þeim fjö fyrirtækjum í Hafnarfirði sem þjónusta álverið. Skv. útreikningu taka atvinnulífsins munu beinar tekjur bæjarins af starfsemi álve eftir stækkun nema rúmum 1,4 milljörðum króna, en það jafngild 250 þúsund kr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu í bænum.“ (Al Með stækkun Andstæðingar og stuðningsmenn s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.