Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 21 FLESTIR gestastjórnendur Stórsveitar Reykjavíkur undanfarin ár hafa verið af hinum klassíska hvíta bandaríska skóla sem rekur ættir sínar til stórsveita er menn á borð við Woody Herman og Buddy Rich stjórnuðu með vænni skvettu af Basiesveiflu. Það var því gam- an að heyra sveitina fást við verk af allt öðrum toga og þar að auki íslensk. Kjartan Valdimars- son hefur um langt skeið verið einn fremsti djasspíanisti okkar, hvort sem hann hefur leik- ið bíbopp eða frjálst, og tónlist hans gjarnan verið á mörkum djass og evrópskrar tón- skáldatónlistar. Í kynningu þessara tónleika var tekið fram að tónlistin væri nútímaleg, til- raunagjörn, aðgengileg og spennandi og hvorki djass né sving að sögn Kjartans. Það má til sanns vegar færa, sé hin hefðbundna skilgrein- ing John Lewis höfði í huga: ,,Djass er spuni með sveiflu.“ Þá er sveiflan tákn sýnkópunnar og hún var nær alveg fjarri í tónlist Kjartans. Það þýðir þó ekki að verkin hafi ekki verið djassættar. Hinn sterki ryþmi, margt í fraser- ingum blásaranna og uppbyggingu verkanna sór sig í ætt við það er menn hafa verið að gera best í stórsveitartónlist evrópskri og því sem framúrstefnudjasstónskáldin bandarísku hafa verið að skrifa. Segja má að stórsveitartónlist Kjartans hafi verið mun hefðbundnari en margt sem hann hefur spunnið á píanóið. Fyrsta verkið á efnisskráni nefndist Riff-ildi I og bar verkið nafnið með rentu; upphófst á raf- væddum gítarsóló Edvards Lárussonar og endaði á voldugu riffi. Það sauð á slagverkinu hjá Jóhanni Hjörleifssyni og Pétri Grétarssyni og Ólafur Jónsson tenórsaxófónleikari og Snorri Sigurðarson trompetleikari spunnu ágæta sólóa. Bestur var þó tenórsóló Jóels Pálssonar á undan riffkaflanum þar sem höf- undur seiddi undir bjölluhljóm. Svar án spurn- ingar var einnig í stjörnumerki ryþmaorgíunn- ar og slagverkið svaraði píanóinu frábærlega – en kannski var ekki spurt. Þá kom fallegt verk án spuna, Hversu ljúft, og hér sannaði David Boproff glæsilega að hann er einn af burð- arstólpum hljómsveitarinnar, svo fallega hljómaði bassabásúna hans. Annar hægur ópus fylgdi í kjölfarið, Sálumess, þar sem Snorri á flygilhorn og Sigurður Flosason á altó blésu svala sólóa. Styrkurinn jókst þó er leið á sóló Sigurðar og endaði verkið í stórblæstri. Þrátt fyrir smáhnökra í flutningi var þetta eitt áhrifaríkasta verk kvöldsins og verður gaman að heyra það aftur, því vonandi fær sveitin tækifæri til að meitla enn betur túlkun sína á verkum Kjartans. Balkan group fylgdi í kjöl- farið og segir nafnið flest um eðli verksins sem hófst á klarinettueinleik Flosasonar og Kjartan Hákonarson blés fínan trompetsóló, hvort tveggja Balkanættar. Lokaverkið nefndist Riff-lildi II, slagverkið geggjað, ekki síst smá- sýmbalar Jóhanns og Kristinn Svavarsson með barítónsóló. Svar án spurningar var svo end- urtekið í lokin og túlkað á nýjan hátt, brassið geysikröftugt og Eddi Lár í einu aðalhlutverk- inu. Sveitinni var raðað öðruvísi en maður á að venjast. Hrynsveitin fremst og saxófónarnir fyrir aftan, trompetarnir á vinstri hönd frá salnum séð og básúnurnar til hægri. Hljómaði sveitin sérlega vel þannig skipuð. Það er óhætt að óska Kjartani til hamingju með þessa glæsi- legu frumraun sem stórsveitartónskáld og á tónlist hans fullt erindi um heim allan. Stórsveitin kannar nýja stigu Tónlist Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur Stórsveitin lék verk eftir Kjartan Valdimarsson er stjórnaði jafnframt og lék á flygilinn. Einar Jónsson, Snorri Sigurðarson, Kjartan Hákonarson og Eiríkur Örn Pálsson trompeta; Oddur Björnsson, Edward Ferderiksen og Sigrún Jónsdóttir básúnur; David Bobroff bassabásúnu; Sigurður Flosason, Stefán S. Stefánsson, Ólafur Jónsson, Jóel Pálsson og Kristinn Svavarsson saxófóna og klarinettur, Eðvarð Lárusson gítar, Gunnar Hrafnsson rafbassa, Jóhann Hjörleifsson trommur og Pétur Grétarsson slagverk. Miðvikudaginn 21. mars. Stórsveit Reykjavíkur  Stórsveit Reykjavíkur Vernharður Linnet ÁSTIN var í öndvegi á tónleikum í Iðnó á mið- vikudagskvöldið. Þar komu fram söngkonurnar Þóranna Kristín og Edda Austmann og fluttu lög úr söngleikjum og óperettum, sem á einn eða annan hátt fjölluðu um ástina. Söngurinn var kryddaður með leikrænum til- þrifum, sem voru á köflum býsna ærslafengin. Þar sem túlkunin var óheft, lifandi og einlæg voru þau þó aldrei tilgerðarleg, heldur virkuðu ávallt sem eðlilegur hluti af tónlistinni. Þannig á söngleikjatónlist auðvitað að vera. Tæknilega séð var söngurinn líka á allan hátt vandaður, enda voru fagnaðarlæti áhorfenda mikil og jukust eftir því sem á leið. Með söngkonunum lék Agnar Már Magnússon á píanó. Mér skilst að hann sé fyrst og fremst djasspíanóleikari, en hér spilaði hann eftir nótum af aðdáunarverðri smekkvísi og fagmennsku: Það var einfaldlega unaður að hlýða á hann leika. Söngleikjatónlist er oftar en ekki á mörkum klassíkurinnar og djassins og því efast ég um að klassískur píanóleikari hefði spilað jafnvel og Agnar. Þetta voru skemmtilegir tónleikar! Ástin í aðal- hlutverki TÓNLIST Iðnó Amorsvísur – hugljúfir söngvar og ástþrungnar aríur. Edda Austmann og Þóranna Kristín sungu. Meðleikari var Agnar Már Magnússon. Á efnisskránni voru lög úr söngleikjum og óperettum, ásamt léttri klassík. Mið- vikudagur 21. mars. Söngtónleikar Jónas Sen FRÁ ÞVÍ að listamaðurinn Odd Nerdrum gerð- ist íslenskur ríkisborgari árið 2002 hefur ekki verið haldin stór sýning á verkum hans í Nor- egi, fyrrum heimalandi hans. Það heyrir því til nokkurra tíðinda að 28. apríl næstkomandi opnar vegleg sýning á málverkum, teikningum og grafíkverkum listamannsins í Galleri Kitch í bænum Tønsberg í austurhluta landsins. Á vef norska ríkisútvarpsins er vitnað í Kjell Strand hjá Galleri Kitch sem segir sýninguna mikinn viðburð í norsku listalífi. Þar verði meðal annars til sýnis verk frá nýliðnum árum sem hafi aldrei verið sýnd fyrr. Hann upp- ljóstrar því einnig að almenningur muni „upp- götva nýja hlið á málaranum Nerdrum“. „Nokkur af þessum verkum eru í samhengi við það sem hann hefur sýnt í Bandaríkjunum und- anfarin ár. Hann hefur yfirgefið íslenska lands- lagið og gengið meira inn í hið kosmíska rými,“ segir Strand að lokum. Nerdrum í Noregi á ný Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is MÁLÞING til heiðurs Jóni Hnefli Aðalsteinssyni þjóð- fræðingi verður haldið í fyr- irlestrasal Þjóðminjasafns- ins í dag milli kl. 13 og 18. Jón Hnefill varð áttræður í gær og eru það nemendur hans frá ýmsum tímum með fulltingi félagsvís- indadeildar Háskóla Ís- lands, Þjóðminjasafnsins og Félags þjóðfræðinga á Ís- landi sem efna til þessa fjörlega afmælisþings. „Jón Hnefill gerði þjóðfræðina skemmtilega fyrir okkur nemendur. Það var skemmtileg blanda af hlýju og húmor sem mér fannst ein- kenna hann sem kennara,“ segir Katla Kjart- ansdóttir þjóðfræðingur og fyrrverandi nem- andi Jóns en hún mun flytja fyrirlesturinn „Fávíst barn fetar fræðimanns braut“ og minn- ist í honum hvernig Jóni Hnefli tókst að vekja áhuga hennar fyrir hinu þjóðfræðilega í tilver- unni. Spurð hvernig Jón vakti áhuga hennar á þjóðfræði svarar Katla að það hafi verið lúmskt. „Hann hvatti nemendur sína mjög eindregið til að spyrja. Hann sagði að hversu heimskulega sem okkur þætti spurningarnar hljóma ættum við samt að spyrja þeirra. Það fannst mér mjög hvetjandi og það stóð aldrei á svari hjá honum.“ Fjölbreyttir fyrirlestrar Auk brautryðjandastarfs í þjóðfræðikennslu hafa fáir lagt jafnmikið af mörkum til þjóð- fræðirannsókna hér á landi og Jón Hnefill. „Hann er öflugur fræðimaður og sá sem kom þjóðfræðideildinni á koppinn í Háskóla Íslands. Við eigum honum mikið að þakka,“ segir Katla. Dagskrá málþingsins til heiðurs Jóni Hnefli er fjölbreytt: Valdimar Tr. Hafstein setur þing- ið og fer með inngangsorð til heiðurs afmæl- isbarninu. Kristinn Schram rekur þræði í fari og fræðum Jóns saman við þær þjóðfræðilegu áherslur sem hann temur sér sjálfur í dag. Jón Jónsson fjallar um sögur af flökkurum, Mar- teinn Helgi Sigurðsson rekur skipti á nöfnum í goðakenningum, Rósa Þorsteinsdóttir segir frá söfnun og hljóðritunum alþýðufræða, sagna og kveðskapar sem fram fóru á 20. öld, Rakel Páls- dóttir fjallar um keðjubréf á Netinu, kynnt verður rannsókn Gunnellu Þorgeirsdóttur um „fótósjoppaðar“ ljósmyndir sem flökkusagnir og að lokum ræðir Kristín Einarsdóttir um grí- nefni í íslenskum fjölmiðlum með áherslu á ára- mótaskaup sjónvarpsins. „Við eigum honum mikið að þakka“ Afmælisþing til heiðurs Jóni Hnefli Aðalsteinssyni Jón Hnefill Aðalsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.