Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðmundur(Mummi) Össur Gunnarsson fædd- ist í Hafnarfirði 6. júní 1957. Hann lést á Borgarspít- alanum 10. mars síðastliðinn. For- eldrar Guðmundar voru Gunnar Þór Ísleifsson, bifvéla- virki í Hafnarfirði, síðar í Reykja- nesbæ, f. 3. sept. 1938 á Akranesi, d. 23. des. 2003, og Guðmunda Lilja Ingibjörg Þor- steinsdóttir, húsmóðir í Hafn- arfirði, f. 18. mars 1939, d. 12. mars 1996. Guðmundur ólst upp í Hafn- arfirði og bjó þar lengst af, eða þar til hann fluttist inn í Hátún 12 til móður sinnar, síðan í sína eigin íbúð í Hátúni 10, þar bjó arsson, f. 22. okt. 1962. Einnig átti Guðmundur 4 bræður sam- feðra. Þeir eru Róbert Þór Gunnarsson, f. 20. maí 1973, í sambúð með Sigríði Hafsteins- dóttur, sonur þeirra er Hlynur Þór, fóstursonur Hafsteinn. Ant- on Rafn Gunnarsson, f. 11. júní 1976, sambýliskona hans er Helga Hólmfríðardóttir, dóttir þeirra er Birgitta Jóna og fyrir á hann soninn Ágúst Þóri Amm- endrup, og fósturbörnin Hjört Mar og Aðalheiði Diljá. Rík- harður Guðjón Gunnarsson, f. 1. nóv. 1977, sambýliskona hans er Vinni Hougaard, dóttir þeirra er Sandra Silja, og fyrir á hann dótturina Hrafnhildi Maríu. Sæ- mundur Maríel Gunnarsson, f. 18. júní 1982, sambýliskona hans er Elín Hlöðversdóttir. Útför Guðmundar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. hann síðustu árin. Guðmundur var næstelstur 5 systk- ina. Elst er Júlíana Sóley Gunn- arsdóttir, f. 8. júlí 1956, var gift Guðna Svavari Kristjánssyni, sem lést 7. ágúst 1984. Börn þeirra eru Davíð Aron, kona hans er Ester Linda Helgadóttir, og eiga þau 2 börn, Aron Inga og Lenu Dögg. Rakel Rós í sambúð með Björg- vini Jónssyni, og eiga þau eina dóttur Sóley Birtu. Eiginmaður Júlíönu Sóleyjar er Friðrik Már Bergsveinsson. Óskírð Gunn- arsdóttir, f. 5. des. 1958, d. í feb. 1959. Grímur Norðkvist Gunn- arsson, f. 31. jan. 1960, d. 16. ágúst 1961. Jón Halldór Gunn- Elsku Mummi, Það er erfitt að setjast niður og ætla sér að setja minningar á blað þar sem bæði tog- ast á söknuður og síðan viss léttir fyrir þína hönd að þrautagöngu þinni sé lokið. Þar kom að leiðinni lauk og eitt er víst að þín var ekki sú auðveldasta. Reyndar eru ekki nema hartnær tuttugu ár síðan leið- ir okkar lágu saman í gegnum syst- ur þína. Þú barst þess glöggt vitni að sjúkdómurinn hafði sett mark sitt á þig og leyndist það engum sem vildi sjá en öðru gegndi um þinn innri mann þar sem þú varst ekki fyrir að flíka tilfinningum þínum, heldur barst harm þinn í hljóði en æðruleysið leyndi sér ekki þeim sem til þekktu. Að lifa með sjúkdóm sem takmarkaði svo þrek líkamans hefur ekki verið auðvelt hlutskipti og erf- itt að setja sig í slík spor. Þegar ég kynnist ykkur bræðrum og tengda- móður minni Ingu var sem mér væri kippt inn í annan veruleika en þann sem ég hafði kynnst og ég sá fyrir mér það líf sem konan mín hafði upplifað frá bernsku sem eina heil- brigða manneskjan í þessari litlu fjölskyldu. Ég sá hvað var mikill kærleikur á milli ykkar systkinanna og eins þau miklu tengsl á milli þín og móður þinnar sem voruð alltaf saman með- an hún lifði, og það var átakanlegt að sjá hvað þú misstir þegar hún féll frá, en maður kemur í manns stað eins og sagt er og upp frá því var systir þín í nær daglegu sambandi og reyndi að vera þér eins mikill stuðningur og hægt var, enda trú- lega ekki vanþörf á í þjóðfélagi sem er á slíkri uppsiglingu að öryrkjar og minnihlutahópar verða hornreka og virðast eiga að sitja hjá þegar kemur að því að fá að lifa sóma- samlegu lífi. Ekki er hægt að gleyma þegar þú fékkst íbúðina í Hátúni 10 hve hamingjusamur þú varst að vera loksins þinn eigin herra í þinni eigin íbúð. Það var einkum þrennt sem einkenndi þig, Mummi minn, ástríða gagnvart bíl- um og þá sérstaklega amerískum drekum, svo varst þú dýravinur með afbrigðum og síðast en ekki síst barnavinur hinn mesti, það var eins og börnin sæju þinn innri mann, sér- staklega Rakel okkar sem nú er orð- in fulltíða, og dóttir hennar Sóley Birta sem virtist vera þinn sólar- geisli í lífinu og við trúum því að þú haldir áfram að fylgjast með henni vaxa úr grasi. Bíladellan er eigin- lega sér kapítuli út af fyrir sig, samgróin þér og ekki var til sú bíl- drusla að þú gætir ekki hugsað þér að eignast hana svo framarlega sem hún væri „made in USA“ enda áttir þú sérstakan hauk í horni þegar kom að því að gera við, pabbi þinn var bifvélavirki af guðs náð sem gat komið hvaða vél sem var í gang eins og hún væri nýafhent af framleið- anda. Ekki má gleyma dýrunum, þegar ég kynnist þér voru dúfur að- aláhugamálið og það var hægt að tala um dúfur frá morgni til kvölds, hvernig þær átu og hreyfðu sig og af hvaða tegund þær væru en aldrei urðum við vör við að þú flokkaðir þær eftir „verðmæti“ heldur miklu frekar karakter og áttir jafnvel til að skipta á verðmætri dúfu fyrir aðra sem þú hafðir tilfinningu fyrir, það var eins og þú skynjaðir sálina frekar en ytri skel. Það er mikill söknuður að þér, elsku karlinn okkar, þú varst einn af föstu punktunum í lífinu og nú ertu horfinn. En við trúum því og treyst- um að nú sért þú í samfloti með for- eldrum þínum og systkinum þínum sem létust sem börn, og vonum innst í hjartarótum að nú sértu kom- inn með líkama sem hæfir sál þinni. Megi Drottinn vera sál þinni náð- ugur. Friðrik og Sóley systir. Elsku Mummi, Það er erfitt að setjast niður og ætla sér að setja minningar á blað þar sem bæði tog- ast á söknuður og síðan viss léttir fyrir þína hönd að þrautagöngu þinni sé lokið. Þar kom að leiðinni lauk og eitt er víst að þín var ekki sú auðveldasta. Reyndar eru ekki nema hartnær tuttugu ár síðan leið- ir okkar lágu saman í gegnum syst- ur þína. Þú barst þess glöggt vitni að sjúkdómurinn hafði sett mark sitt á þig og leyndist það engum sem vildi sjá en öðru gegndi um þinn innri mann þar sem þú varst ekki fyrir að flíka tilfinningum þínum, heldur barst harm þinn í hljóði en æðruleysið leyndi sér ekki þeim sem til þekktu. Að lifa með sjúkdóm sem takmarkaði svo þrek líkamans hefur ekki verið auðvelt hlutskipti og erf- itt að setja sig í slík spor. Þegar ég kynnist ykkur bræðrum og tengda- móður minni Ingu var sem mér væri kippt inn í annan veruleika en þann sem ég hafði kynnst og ég sá fyrir mér það líf sem konan mín hafði upplifað frá bernsku sem eina heil- brigða manneskjan í þessari litlu fjölskyldu. Ég sá hvað var mikill kærleikur á milli ykkar systkinanna og eins þau miklu tengsl á milli þín og móður þinnar sem voruð alltaf saman með- an hún lifði, og það var átakanlegt að sjá hvað þú misstir þegar hún féll frá, en maður kemur í manns stað eins og sagt er og upp frá því var systir þín í nær daglegu sambandi og reyndi að vera þér eins mikill stuðningur og hægt var, enda trú- lega ekki vanþörf á í þjóðfélagi sem er á slíkri uppsiglingu að öryrkjar og minnihlutahópar verða hornreka og virðast eiga að sitja hjá þegar kemur að því að fá að lifa sóma- samlegu lífi. Ekki er hægt að gleyma þegar þú fékkst íbúðina í Hátúni 10 hve hamingjusamur þú varst að vera loksins þinn eigin herra í þinni eigin íbúð. Það var einkum þrennt sem einkenndi þig, Mummi minn, ástríða gagnvart bíl- um og þá sérstaklega amerískum drekum, svo varst þú dýravinur með afbrigðum og síðast en ekki síst barnavinur hinn mesti, það var eins og börnin sæju þinn innri mann, sér- staklega Rakel okkar sem nú er orð- in fulltíða, og dóttir hennar Sóley Birta sem virtist vera þinn sólar- geisli í lífinu og við trúum því að þú haldir áfram að fylgjast með henni vaxa úr grasi. Bíladellan er eigin- lega sér kapítuli út af fyrir sig, samgróin þér og ekki var til sú bíl- drusla að þú gætir ekki hugsað þér að eignast hana svo framarlega sem hún væri „made in USA“ enda áttir þú sérstakan hauk í horni þegar kom að því að gera við, pabbi þinn var bifvélavirki af guðs náð sem gat komið hvaða vél sem var í gang eins og hún væri nýafhent af framleið- anda. Ekki má gleyma dýrunum, þegar ég kynnist þér voru dúfur að- aláhugamálið og það var hægt að tala um dúfur frá morgni til kvölds, hvernig þær átu og hreyfðu sig og af hvaða tegund þær væru en aldrei urðum við vör við að þú flokkaðir þær eftir „verðmæti“ heldur miklu frekar karakter og áttir jafnvel til að skipta á verðmætri dúfu fyrir aðra sem þú hafðir tilfinningu fyrir, það var eins og þú skynjaðir sálina frekar en ytri skel. Það er mikill söknuður að þér, elsku karlinn okkar, þú varst einn af föstu punktunum í lífinu og nú ertu horfinn. En við trúum því og treyst- um að nú sért þú í samfloti með for- eldrum þínum og systkinum þínum sem létust sem börn, og vonum innst í hjartarótum að nú sértu kom- inn með líkama sem hæfir sál þinni. Megi Drottinn vera sál þinni náð- ugur. Friðrik og Sóley systir. Í dag er við kveðjum elskulegan bróður og frænda eftir langa og erf- iða lífsgöngu eru okkur þakkir efst í huga, þakkir fyrir að fá þennan tíma með honum og þakkir fyrir allt er hann gaf okkur. Elsku vinur, hafðu þökk fyrir allar góðu samverustund- irnar. Á kveðjustund er margs að minnast og margt að þakka, allt sem var en orðin eru fá sem finnast þó fylli hjartað minningar. Ég man þín bernsku brosin hlýju þá bjarmi sólar lék um hár ungan dreng í örmum mínum, æskumann með von og þrá. Reyndi öllum gott að gera góðvild ríkti í þinni sál, bakhjarl þinna vina vera vanda leysa og bæta mál. Trútt var hjarta og trygg var hönd traust og sterk þin vinarbönd. Frá jarðvist til eilífðar örstutt er skref vor alvaldur harmana sefi. Í bænirnar mynd þína og minningu vef, miskunnsemd drottinn þér gefi. Þú ljósið sem hjá okkur lýsti um stund uns leiddu þig örlög á skaparans fund. (Sigurunn Konráðsdóttir) Elsku Mummi, minning þín er ljós í lífi okkar. Nonni og Gulli. Mig langar til að minnast frænda míns og vinar, Guðmundar Ö. Gunn- arssonar. Mummi eins og allir köll- uðu hann var góður drengur, ég hef þekkt hann frá fæðingu hans. Ungur fékk hann ólæknandi sjúk- dóm sem setti mark sitt á allt hans líf en þrátt fyrir það var þessi elska alltaf jafn góður og tillitssamur við allt og alla. Það var mjög gaman að tala við Mumma um lífið og til- veruna, hann hafði fastar skoðanir á mörgu og þá þýddi ekkert að reyna að snúa honum með það. Uppáhald okkar var að reyna að feykja hvort öðru upp og lægja svo öldurnar, við höfðum mjög gaman af þessu því alltaf var þetta gert í mesta bróð- erni. Við vorum svo góðir vinir á eft- ir og hlógum að þessu. Við vorum alltaf í miklu símasambandi, held að það hafi ekki liðið nema 4 til 5 dagar á milli símtala hjá okkur og höfðum við alltaf nóg um að tala, við vorum hætt að geta farið hvort til annars vegna veikinda okkar en síminn bjargaði okkur þá. Mummi átti ynd- islega systur, hún gerði allt sem hún gat gert fyrir bróður sinn eins og fjölskylda hennar öll. Nonni bróðir hans var honum mikill bróðir enda voru þeir mjög samrýndir og stóðu saman í einu og öllu alla tíð. Gulli frændi þeirra var miklu meira en bara frændi, hann var eins og bróðir þeirra, enda er missir þeirra mikill. Bið ég góðan Guð um að styrkja Nonna, Gulla og Sóleyju systur þeirra og fjölskyldu hennar. Ég gæti skrifað miklu meira um Mumma en það verður minning fyr- ir mig um góðan og hlýlegan dreng í alla staði. Elsku Mummi: Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Við vottum Sóleyju og fjölskyldu hennar, eins Nonna og Gulla sem og hálfbræðrum Mumma dýpstu sam- úð við fráfall hans. Guð veri með ykkur. Magnea Grímsdóttir og fjölskylda. Góður frændi minn og traustur vinur er fallinn frá, vinur sem ég virti mikils og var gaman ætíð að hitta og ræða við. Við Mummi höfð- um glens og gaman í gamla daga og við gleymdum þeim dögum ekki á meðan hann lifði og nú brosi ég einn þangað til ég hitti hann aftur, þá munum við endurtaka glensið og gamanið. Ég flutti til Noregs og hef búið þar í nokkur ár og hef þess vegna ekki hitt Mumma en við feng- um alltaf kveðjur hvor frá öðrum sem voru okkur báðum mikils virði. Ég kveð þig, kæri vinur minn, með þessum orðum. Gangan með þér æviárin okkur líður seint úr minni. Við sem fellum tregatárin trúum varla brottför þinni. Þín leið til ljóssins bjarta lýsi drottins verndarkraftur. Með kærleiksorðí klökku hjarta. kveðjumst núna, sjáumst aftur (H.A.) Votta ég systkinum Mumma og fjölskyldum þeirra, öðrum ættingj- um og vinum, mína dýpstu samúð. Vilhjálmur Norðquist, Noregi. Elsku Mummi minn, eins og það er sárt að kveðja þig, elsku frændi, þá finn ég einnig fyrir gleði í hjarta mínu fyrir þína hönd er ég sé þig fyrir mér nú, kominn með heilbrigð- an líkama sem fylgir þér, þessum kraftmikla og yndislega manni, loks- ins aftur keyrandi um á amerískum kagga. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum, ræðandi um bíla, og þá talaðir þú alltaf um þegar þú fær- ir að keyra aftur. Aldrei kom sá tími sem þú kveinkaðir þér … alveg sama hversu slæmt það var, þá varstu í mesta lagi bara „smáslapp- ur“ en það sem skipti þig mestu máli var að við hin sem næst þér stóðum værum frísk og liði vel. Ekki máttir þú heyra af því að ég væri jafnvel bara með smákvefpest án þess að þú hringdir strax til að athuga hvort ég hugsaði ekki örugglega vel um mig. Það er mér svo ofarlega í huga hvað þú varst alltaf góður við mig, það áttu nú helst alltaf allir að sitja og standa eftir því hvernig það hentaði „rósinni“ þinni. Ferðirnar okkar út í dúfnakofa og ökuferðirnar sem voru sérstaklega farnar til að ég gæti fengið að sitja undir stýri og keyra. Og svo nú í seinni tíð, eftir að ég átti dóttur mína, hana Sóleyju Birtu, var hún eins og lítill sólargeisli inn í líf þitt, litla rósin, eins og þú kallaðir hana. Ég man það svo vel þegar þú hringdir í mig eitt sinn, þegar ég var ólétt, til að láta mig vita eftir mikla umhugsun hvað við skyldum nú láta barnið heita ef það yrði stelpa, sem þú varst nú alveg viss um að yrði. „Ég vil hafa áhrif.“ Þetta er eitt af því allra síðasta sem þú sagðir við mig og elsku Mummi minn, það hef- ur þú svo sannarlega gert og munt áfram gera, við erum öll betri mann- eskjur eftir að hafa kynnst þér og átt okkar tíma með þér. ,,Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. ,,Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. ,,Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. ,,Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Elsku frændi minn, ég er svo þakklát fyrir þessa smáaukastund sem við áttum þarna saman undir það síðasta, því þar náði ég að segja þér svo margt sem ég vildi svo að þú vissir og þakka þér fyrir allt, við eig- um þessar minningar saman í hjört- um okkar um ókomna tíð. Þín frænka, Rakel Rós. Guðmundur Össur Gunnarsson ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÚN SIGRÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR húsfreyja frá Áshóli, Víðilundi 24, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laug- ardaginn 24. mars sl. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Reynir, Jenný, Guðrún, Helgi, Bergvin, Sigurlaug, Freygarður, Natalia Þorsteinn, Guðný, barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn og fjölskyldur þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.