Morgunblaðið - 30.03.2007, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 30.03.2007, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 33 ÉG skrifaði grein í Morg- unblaðið árið 2004 sem ég nefndi „Skipt um sjónarhorn“. Greinin var skrifuð út frá reynslu minni sem forstöðumaður í þrjú og hálft ár á íbúða- sambýli, en þar búa einstaklingar sem eru fatlaðir vegna geð- sjúkdóma. Í greininni fjallaði ég um við- horfsbreytingar mínar gagnvart málefnum fatlaðra og einnig að hægt væri að nýta þá þekkingu sem hefði skapast við stofnun hverskonar íbúðar- úrræða fyrir fatlaða sem áður hefðu verið vistaðir á stofnunum. Í dag er ég sann- færð um að litlar íbúðir í stað vistunar á stofnunum er það sem koma skal. Íbúða- sambýlið sem ég veiti forstöðu er rekið af Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík (SSR) og er í góðu nýlegu húsnæði. Þar býr fólk út af fyrir sig í eigin íbúð- um í nálægð við þjónustu, það er að segja starfsfólk er staðsett í starfsmannaíbúð á sömu hæð. Einstaklingurinn fær þá aðstoð sem hann þarfnast við daglegt líf og fylgst er með heilsufari hans, en eitt af aðal einkennum fötlunar þeirra er frumkvæðisleysi og fram- taksleysi. Starfsfólkið er fyr- irmynd og leiðbeinandi á marg- víslegan hátt og siðareglur eru hafðar til grundvallar. Gott starfs- fólk er að sjálfsögðu grundvall- aratriði og það þarf einnig bæði stuðning og hvatningu. Það hefur verið bæði gaman og gefandi að fylgjast með þessari þróun á sambýlinu og eftir sex ára starf upplifi ég það enn sem ein- staklega gefandi. Íbúarnir átta sem ég hef haft tækifæri til að fylgjast með hafa eflst og styrkst enn frekar á þessum liðlega tveimur árum frá því ég skrifaði áð- urnefnda grein. Sjálfs- traust þeirra hefur eflst, þeir sýna meira frumkvæði, eru sjálf- stæðari og meira sjálf- bjarga með nær alla hluti. Íbúum er sífellt treyst fyrir fleiri hlut- um og þeir hafa sýnt að þeir eru traustsins verðir. Þjónustan sem þeir þurfa í nær- umhverfi sínu minnk- ar sífellt. Allt hefur þetta aukið lífsgæði þessara einstaklinga, á því er enginn vafi. Eftir áðurnefnda reynslu er ég enn sannfærðari en áður um það að þetta fyr- irkomulag er fram- tíðin. Að búa svo að einstaklingum að þeir geti lifað eins sjálfstæðu lífi og kostur er, átt eigið heimili sem er athvarf þeirra og yfirráðasvæði. Að þeir geti haft eigin fjárráð og tekið sjálfstæðar ákvarðanir, stundað kvikmyndahús, leikhús, kaffihús, sumarbústaðaferðir og utanlands- ferðir. Að þeir njóti virðingar og hafi val. Enn bíða margir fatlaðir af völd- um geðsjúkdóms eftir því að fá samskonar tækifæri og fyrr- greindir einstaklingar hafa fengið. 15. mars 2006 var kynnt áfanga- skýrsla frá félagsmálaráðuneytinu um aukna og bætta þjónustu við geðfatlaða fram til ársins 2010. Samkvæmt skýrslunni verður gert átak í málefnum geðfatlaðra. Í skýrslunni segir m.a. að lögð verði áhersla á þjónustu utan stofnana og virkari þátttöku geðfatlaðs fólks í samfélaginu með aukin lífsgæði að markmiði. Stefnt verði að því að þeir sem enn bíða eftir að komast í eigin íbúðir verði komnir í þannig úrræði fyrir árið 2010. Ég sit í hópi fagfólks hjá SSR sem nefnir sig Gátt og vinnur að undirbúningi og skipulagningu vegna flutninga þeirra sem enn bíða eftir íbúð. Hópurinn leggur áherslu á að enn vantar hlutverk fyrir utan heimilið og að gert verði ráð fyrir atvinnuúrræðum eins og segir í stefnuskrá ráðuneytisins . Dagskrá ráðstefnunnar „Mótum framtíð“sem félagsmálaráðuneytið heldur 29. og 30. mars er mjög fjöl- breytt og spennandi, en þar verða kynntar stefnur og straumar í fé- lagslegri þjónustu. Það eru spenn- andi tímar framundan og við hjá SSR hlökkum til að takast á við þau verkefni sem bíða okkar. Enn með sama sjónarhornið Guðrún Einarsdóttir skrifar um félagslega þjónustu » Í dag er égsannfærð um að litlar íbúðir í stað vistunar á stofn- unum er það sem koma skal. Guðrún Einarsdóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður hjá SSR. SAMFÉLÖG hafa stundum gripið til þess ráðs, þegar að þrengir, að fjárfesta í menntun þegna sinna. Þetta gerðu Finnar sem standa nú framar nágrannaþjóðum sín- um í tækniþróun og velmegun, með menntakerfi sem mælist í alþjóðlegum könnunum eitt hið besta í heiminum . Nú þrengir að í at- vinnulífi og búsetuskil- yrðum á Vestfjörðum. Íbúar og sveitarstjórn- armenn vestra ákalla stjórnvöld um úrbæt- ur, og forsætisráð- herra hefur sett nefnd í málið. Hún hefur þrjár vikur til að skila „raun- hæfum tillögum“, svo nú er um að gera að vinna hratt og vel. Sem íbúi á Ísafirði – ein þeirra sem stóð að mörg hundruð manna baráttufundi um framtíð byggðar á Vestfjörðum nú fyrir skömmu – vil ég ekki láta mitt eftir liggja að koma hugmyndum og rökstuðningi á framfæri við nefndina góðu. Því skora ég á nefndarmenn að leggja til við forsætisráðherra að stofnaður verði háskóli á Ísafirði. Hugmyndin er ekki ný af nálinni, en hefur lítið verið rökstudd á opinberum vett- vangi. Hvernig háskóli? Háskólinn á Ísafirði þyrfti að vera alhliða háskóli með kennslu á hug- og raunvísindasviði, sem fengi með tímanum að þróast yfir á sérsvið og framhaldsrannsóknir. Í því sam- bandi má nefna umhverfis- og vist- fræðirannsóknir t.d. á dýralífi, gróð- urfari, sjávarbúskap, hafstraumum, loftslagi, og snjóalögum. Fiskeldis- og veiðarfærarannsóknir liggja beint við, einnig menningar- og fé- lagsrannsóknir í tengslum við sögu svæðisins og búskap- arskilyrði fyrr og nú. Loks mætti hugsa sér sérstaka tækni- eða verkmenntadeild innan háskólans, þá í sam- starfi við fyrirtæki hér á staðnum og/eða fram- haldsskólann um verk- lega þætti kennsl- unnar. Stærð og umfang Reikna mætti með um 40–50 nemendum fyrsta árið (20 nýnemum af svæðinu og álíka mörg- um annars staðar að af landinu). Þess vegna þyrfti fyrsta náms- framboðið í Háskóla Vestfjarða að vera almennt grunnháskólanám. Með tímanum myndi nemendum fjölga og upptökusvæðið stækka, ná jafnvel út fyrir landsteina vegna fjarkennslumöguleika. Að þremur til fimm árum liðnum mætti reikna með að nemendur losuðu hundraðið, en yrðu margfalt fleiri að tíu árum liðn- um (300–500), ef vel tekst til. Gera þyrfti ráð fyrir 10–15 stöðu- gildum við nýstofnaðan háskóla í fyrstu, en þeim þyrfti að fjölga á 5– 10 árum í samræmi við fjölgun nem- enda (25–40 störf). Námsframboð og kennsluhættir Kennsla gæti verið blanda af stað- bundnu námi og fjarkennslu. Sú sem þetta skrifar er nú að gera tilraun með háskólafjarkennslu frá Ísafirði fyrir Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og símenntunarmið- stöðvar á landsbyggðinni. Kennt er í gegnum fjarkennslubúnað á Ísafirði til nemenda um allt land. Kennslan gengur vel og nemendur virðast ánægðir. Er því ljóst að lands- byggðin getur allt eins verið veitandi í háskólakennslu eins og þiggjandi. Samstarf Háskólinn á Ísafirði gæti verið í samstarfi við aðra háskóla og fræða- stofnanir, t.a.m. fyrirhugað fræða- setur Háskóla Íslands í Bolungarvík, Náttúrustofu Vestfjarða, Snjóflóða- setur, Háskólasetur, fyrirhugaða Hornstrandastofu, Matís og Haf- rannsóknastofnun, svo fátt eitt sé nefnt. Með tímanum gæti þessi skóli verið í samstarfi við aðra háskóla í Evrópu – möguleikar tækninnar eru orðnir þannig að landamæri eru ekki lengur farartálmar. Fordæmi Ýmis fordæmi eru fyrir staðsetn- ingu háskóla utan helstu þétt- býlissvæða í Evrópu. Eru það há- skólar sem hafa aukið vöxt og viðgang á þeim stöðum þar sem þeir hafa risið, laðað að sér starfsemi og nemendur alls staðar að, til dæmis í Tromsø í Noregi og Skøvde í Sví- þjóð, svo einungis sé litið til Norð- urlanda. Fleiri dæmi mætti nefna víðar um Evrópu. Hér á landi höfum við uppörvandi fordæmi í skólum á borð við Bifröst, Háskólann að Hólum, Landbún- aðarháskólann á Hvanneyri og Há- skólann á Akureyri, sem allir hafa sannað tilvist sína hver með sínum hætti. Hvers vegna? Tannhjól samfélagsins hér vestra þurfa tafarlausa innspýtingu núna, til þess að vélin geti afkastað því sem þarf svo byggð fái þrifist hér. Menn mega ekki hugsa þetta mál út frá því hvort nú þegar séu nógu margir á svæðinu til þess að vinna við og stýra háskóla. Þegar skólinn hefur verið stofnaður verður að sjálfsögðu auglýst eftir hæfu starfs- fólki, og eðlilegt að reikna með því að það komi þá til staðarins, sé það ekki búandi hér fyrir. Þegar Menntaskólinn á Ísafirði var stofnaður árið 1970 kom hingað vel menntað og duglegt fólk til þess að stýra þeim skóla og starfa við hann. Sama myndi gerast að þessu sinni, og víst er að þörfin er brýnni nú en oftast áður. Menn geta rétt ímyndað sér upplit þessa svæðis ef aldrei hefði komið hér menntaskóli. Við núverandi aðstæður er stofn- un háskóla á Ísafirði raunhæft úr- ræði. Það leysir ekki allan vanda eitt og sér, en yrði tvímælalaus lyfti- stöng og atgervistilfærsla: Sú nær- andi innspýting sem þetta landsvæði þarf svo sárlega á að halda. Ólína Þorvarðardóttir skrifar um háskóla á Ísafirði » Stofnun fullburðaháskóla yrði mikil lyftistöng fyrir atvinnu- og búsetuþróun á Vest- fjörðum. Ólína Þorvarðardóttir Höfundur er fræðimaður og háskóla- kennari, formaður Vestfjarða- akademíunnar og áhugamaður um stofnun Háskóla á Ísafirði. Háskóli Vestfjarða er raunhæfur kostur ÞEGAR ég ræði um vistvæna bíla við vini mína sem ekki vinna í orku- geiranum, kemst ég að því að þau ímynda sér að slíkir bílar hljóti að vera knúðir framand- legum orkugjöfum, eins og t.d. vetni, eða þá raf- magni. Ég er þá gjarn- an spurð hvenær þessir bílar muni koma á al- mennan markað. Það veldur almennri furðu þegar ég segi að óþarft sé að bíða eftir vistvæn- um bílum, við getum nú þegar valið okkur þá þegar við kaupum okk- ur nýjan bíl. Staðreynd- in er nefnilega sú, að þeir bílar sem eru á markaði núna eru mis- jafnlega vistvænir. Við neytendur veljum bíl- ana sem fara á götuna og langi okkur í vist- vænni bíl en gengur og gerist þurfum við ekki að leita lengra en á næstu bílasölu og biðja um sparneytinn bíl. Þrátt fyrir þetta er eins og kaupendur bíla íhugi sjaldan hversu eyðslu- frekir draumabílarnir eru og láti það nær aldrei ráða úrslitum við kaupin. Fólk spyr bíla- salana hvort það sé raf- magnshitun í sætum og hvort álfelgur fylgi með. Slíkur aukabúnaður virðist þá frekar stýra kaupunum en elds- neytiskostnaðurinn sem fólk ætti þó ekki að líta fram hjá. Dæmigerður meðalstór fólksbíll sem gengur fyrir bensíni eyðir um 10 lítrum á hundraðið eða jafnvel meira. Oft er hægt er að fá fyllilega sambæri- legan bíl, jafnvel sömu gerðar, sem eyðir allt að helmingi minna og geng- ur fyrir dísilolíu. Árlegur sparnaður hleypur auðveldlega á tugum, jafnvel hundruðum þúsunda, sé miðað við meðalkeyrslu. Hvers vegna kaupir fólk þá bensínbílana? Sumir virðast ekki hafa tekið eftir því að þunga- skattur af dísilbílum var afnuminn um mitt ár 2005 þegar ný lög um olíugjald tóku gildi. Þá virðist ívið hærra verð dísilbíla hafa áhrif, jafnvel þó minni eldsneytiskostnaður borgi muninn fljótt upp. Einnig virðast margir halda að dísilvélar mengi meira en bensínvélar. Það er ekki rétt. Fram- farir í gerð dísilvéla hafa verið mjög örar á und- anförnum áratugum og nú nýta þessar vélar elds- neytið mun betur en sam- bærilegar bensínvélar. Við getum valið um að minnsta kosti þrjár gerð- ir eldsneytis sem nú þeg- ar eru á markaði hér á landi og fleiri kostir munu líklega bætast við á næstu misserum. Hér er hægt að kaupa bensín, dísilolíu og metan sem bílaeldsneyti við dælu, en vetnið sem framleitt er á vetnisstöðinni hefur enn ekki verið selt til almenn- ings. Einnig er farið að selja lífdísilolíu, en hing- að til hefur hún eingöngu verið seld af bíl. Þó er ekki að efa, að fari eig- endur dísilbíla að spyrja eftir lífdísilblandaðri dís- ilolíu á bensínstöðvum mun ekki líða á löngu þar til farið verður að bjóða upp á slíkt, enda þarf ekkert að breyta dísilbílum til þess að þeir geti brennt lífdísilolíu. Raunar smyr lífdísilolían betur en venjuleg dísilolía, þannig að gæði elds- neytisins aukast við íblöndunina. Er- lendis er einnig farið að selja bensín íblandað etanóli, en sé mikið af etanóli í bensíninu geta ekki allir bílar gengið fyrir blöndunni án breytinga. Metan, sem er skæð gróðurhúsa- lofttegund, hefur verið safnað af urð- unarstað Sorpu á Álfsnesi og eitthvað af því hefur verið notað sem eldsneyti. Bílar sem keyra á metani og bensíni, svokallaðir fjölorkubílar (á ensku bi- fuel vehicles eða multi-fuel vehicles), eru nú þegar á markaði. Flestir bíla- framleiðendur bjóða upp á eina eða fleiri gerðir metanbíla. Metan er selt á einni dælustöð á höfuðborgarsvæðinu og verð á því er mjög hagstætt og svarar til þess að bensínlítrinn kostaði tæpar 80 krónur, enda er metan und- anþegið eldsneytisgjöldum. Fjölorku- bílar eru ívið dýrari en aðrir bílar í innkaupum en vegna afsláttar af vöru- gjöldum hefur söluverð verið svipað og sambærilegra bensínbíla. Með fjöl- orkubíl er enginn illa á vegi staddur, því hægt er að kaupa bensín alls stað- ar eins og venjulega, auk þess sem hægt er að fara á þessa einu bensín- stöð og fá miklu ódýrara eldsneyti þegar færi gefst á. Þá eru tvinnbílar fáanlegir á mark- aði en það eru bílar sem hafa raf- hreyfil auk hefðbundinnar bensín- vélar. Frumorkugjafinn er enn sem komið er bensín en rafbúnaðurinn veldur því að minna þarf af því en ella. Flestir bílaframleiðendur eru farnir að bjóða upp á eina eða fleiri gerðir tvinnbíla og sumir hafa tilkynnt að verið sé að vinna að gerð tvinnbíla sem hægt sé að stinga í samband, sem vænta má á markað innan nokkurra ára. Þar með skapast möguleiki á að knýja bílinn með rafmagni í stað bens- íns að verulegu leyti. Við getum ýtt á eftir söluaðilum bíla og eldsneytis að þeir bjóði okkur upp á fleiri kosti í þessum efnum, með því að sýna áhuga og spyrja um bílana hjá umboðunum og eldsneytið á bensín- stöðvunum. Möguleikarnir eru vissu- lega fyrir hendi í formi tvinnbíla, fjöl- orkubíla og dísilbíla. Slíkir bílar hafa ekki almennt ratað á markað hér á landi. Eftirspurnin ræður framboð- inu; við munum ekki sjá vistvæna bíla ráðandi á markaði hér fyrr en neytendur taka við sér og fara að velja sér bíla eftir því hversu vistvænir þeir eru. Hver vill kaupa vistvænan bíl? Ágústa Loftsdóttir fjallar um vistvæna bíla »… við mun-um ekki sjá vistvæna bíla ráðandi á markaði hér fyrr en neyt- endur taka við sér og fara að velja sér bíla eftir því hversu vistvænir þeir eru. Ágústa Loftsdóttir Höfundur vinnur á Orkustofnun og er verkefnisstjóri Vettvangs um vistvænt eldsneyti. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.