Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 53 BRESKA hljómsveitin The Sha- dows naut mikilla vinsælda víða um heim um og eftir 1960 og sá sem hér heldur á penna var í bernsku í hópi einlægra aðdáenda sveitarinnar. Dugði ekki minna en fimm ferðir á kvikmyndina The Young Ones til að stúdera „Shadows-sporin“ og spila- mennskuna og sólógítarleikarinn Hank Marvin var hetja númer eitt. Þarna stimplaði söngvarinn Cliff Richard sig einnig rækilega inn, enda lék hann aðalhlutverkið í myndinni og stelpunum fannst hann sætur. Í tónlist The Shadows kvað vissulega við nýjan og ferskan tón í dægurtónlistarflórunni á þeim tíma og sjálfsagt hefur Cliff notið góðs af því, enda áttu hann og The Shadows saman náið og gifturíkt samstarf framan af ferlinum og segja má að Cliff hafi verið fyrsti breski dæg- urlagasöngvarinn sem náði veruleg- um vinsældum og hylli á al- þjóðavísu. Í huga undirritaðs náði Cliff þó aldrei því að komast á stall með hinum fjóru „stóru“ rokksöngv- urum í Bandaríkunum, þ.e. Elvis, Fats, Little Richard og Chuck Berry, en engu að síður stóð hann einhvern veginn alltaf fyrir sínu og átti marga góða smelli. Og fyrir framlag sitt til breskrar dæg- urtónlistar var hann aðlaður af hennar hátign Bretadrottningu og það eitt undirstrikar að eitthvað hlýtur að vera í hann spunið. Á tónleikunum í Laugardalshöll síðastliðið miðvikudagskvöld stóð Sör Cliff Richard vissulega fyrir sínu. Þar söng hann gömlu vinsælu lögin sín í bland við nýrra efni og var ekki annað að sjá og heyra en að aðdáendur hans létu sér vel líka. Hljómsveitin var léttleikandi og hljómburður góður. Sjálfur var Cliff hinn sprækasti á sviðinu og röddin nánast eins og í upphafi ferilsins og var hvorki að heyra né sjá að hér færi maður sem er að verða sjötug- ur. Það var greinilegt að á sviðinu stóð fagmaður fram í fingurgóma. Cliff er vissulega orðinn goðsögn í lifanda lífi og það eitt, að sjá goð- sögn á sviði, er ekki svo lítils virði. Cliff sló á létta strengi í kynningum á milli laga og sagði sögur af farsæl- um hálfrar aldar söngferli sínum. Gömlu slagararnir vöktu greinilega mesta hrifningu hjá aðdáendum hans þetta kvöld, en Cliff tók einnig lög af hljómplötum frá seinni árum og var þar margt vel gert. Samt fannst mér eins og eitthvað örlítið vantaði upp á til að fullkomna þessa tónleika. Það hefði auðvitað verið gaman að sjá og heyra The Shadows með sínum gamla söngv- ara á sviðinu, en upp á það var ekki boðið að þessu sinni og því ekki við því að búast. Kannski var það bara fortíðarþráin sem kallaði að mér? Þráin eftir að heyra meira af gömlu „góðu“ lögunum, sem í sjálfu sér er ef til vill bara fordild? Mér fannst Sör Cliff líka fullrólegur í lagavali sínu í seinni hluta tónleikanna, sem í sjálfu sér getur verið af hinu góða ef sá gállinn er á áheyrendum. Þetta er bara spurning um stemningu og hugarfar og myljandi „stuð“ er ekki endilega forsenda fyrir vel heppn- uðum tónleikum. Það sem upp úr stendur er auðvitað að á sviðinu stóð lifandi goðsögn, sem lagði sig fram um að skemmta aðdáendum sínum. Það skilur vissulega mikið eftir og vekur ákveðin hughrif sem seint gleymast. Sör Cliff stóð fyrir sínu Morgunblaðið/Ómar Göðsögnin Cliff Richard var sprækur á sviðinu og stóð fyllilega fyrir sínu. TÓNLEIKAR Laugardalshöll Tónleikar Cliffs Richards ásamt hljómsveit í Laugardalshöll miðviku- daginn 28. mars klukkan 20. Cliff Richard  Sveinn Guðjónsson Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is „Nei ég bjóst ekki við þessu,“ segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson þeg- ar hin dæmigerða spurning sig- urvegara er lögð fyrir hann. Hér ræðir um inn- göngu hans í leiklist- ardeild hins virta Ju- illiard-listaháskóla í New York sem hann fékk staðfesta í gær. Þorvaldur fór til New York í febrúar og sótti um inngöngu í nokkra leiklistarskóla þar í borg og var kall- aður aftur til Banda- ríkjanna um miðjan mars til að þreyta inn- tökupróf í Juilliard. „Ég veit ekki hve margir sóttu um en ég veit að það er prófað í mörgum borgum í Bandaríkjunum í nokkra daga. Þegar ég mætti í inn- tökuprófið voru þar um 200 manns í sömu erindagjörðum svo það er örugglega hægt að margfalda á tölu talsvert,“ segir Þorvaldur. „Við vorum svo 18 sem komumst inn, 9 stelpur og 9 strákar skilst mér.“ Námið tekur fjögur ár og ef allt gengur að óskum útskrifast Þor- valdur með BFA gráðu í leiklist að þeim tíma liðnum. Spurningin er ef til vill óþörf en ætlar Þorvaldur ekki örugg- lega að þekkjast boð- ið? „Jú það er ekki ann- að hægt. Auðvitað geri ég það.“ Leikararnir Kevin Spacey, Robin Willi- ams og Val Kilmer eru meðal þeirra sem numið hafa list sína í Julliard. „Í skólanum má sjá á vegg myndir af öll- um þessum hetjum þegar þeir voru nem- endur í skólanum,“ segir Þorvaldur en segir markmiðið þó ekki endilega að komast upp á vegginn góða. „Markmiðið hjá mér er númer eitt, tvö og þrjú að sökkva mér of- an í þetta nám og læra að verða eins góður leikari og ég mögulega get.“ Þorvaldur Davíð Kristjánsson Ætla að verða eins góður og ég mögulega get Þorvaldur Davíð fékk inngöngu Juilliard-listaháskólann SVARTHÖFÐI, Leia prinsessa og Logi Geimgengill eru meðal persóna sem hugsanlega munu prýða banda- rísk frímerki. Tilefnið er 30 ára af- mæli Stjörnustríðsmyndanna. Alls munu 15 frímerki verða gefin út í formi veggspjalda og verður al- menningur beðinn um að kjósa sitt uppáhald. Frímerkin verða sett í sölu 25. maí. Fyrr í mánuðinum fengu 400 póstkassar væna andlitslyftingu í formi R2-D2, vélmennisins litla úr Stjörnustríðsmyndunum. Póstþjón- usta Bandaríkjanna kynnti frímerk- in í Grauman’s Chinese kvikmynda- húsinu en þar var fyrsta myndin frumsýnd 25. maí 1977. Talið er að frímerkin nái svip- uðum vinsældum og Elvis Presley- frímerkin sem gefin voru út árið 1993. Yfir 14 milljónir manna kusu uppáhalds Elvis-frímerkið sitt og telja aðstandendur bandarísku póst- þjónustunnar að „mátturinn“ hjálpi mögulega upp á að svipaðar tölur náist nú, að því er fram kemur í frétt á vef BBC. Reuters Fígúrur Darth Maul, Leia prinsessa og Boba Fett vonast til að komast á frímerki í Bandaríkjunum. Bakhlutinn á Svarthöfða sleiktur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.