Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 27
François Louis Fons, sem kynnti fyr- ir Íslendingum franska matargerð- arlist, kippti okkur inn í nútímann, fyrir mörgum árum, en hann er ein- mitt frá Pézilla-la-Rivière og var staddur þar í sumarleyfi þegar okkur bar að garði. Til gamans má geta þess að François vann í víngerðinni hjá Vignerons de Pézilla sem ungur mað- ur en ákvað síðan að verða kokkur frekar en víngerðarmaður. Í Roussillon, og reyndar víða, er al- gengt að rekin séu vínsamlagsfyrir- tæki, sem eru alla jafna í eigu vín- bænda og taka við uppskerunni og gera úr henni gæðavín. Pézilla- samlagið var stofnað 1935 og hefur vaxið jafnt og þétt upp frá því. Fram- leiðsla fyrirtækisins í dag er tæpar þrjár milljónir lítra af víni á ári, en nánast öll framleiðslan er gæðavín af ýmsum gerðum. Blanda af gömlu og nýju Verksmiðjan, eða brugghúsið sjálft, er blanda af gömlu og nýju, nýjasta tækni er nýtt hvarvetna sem menn geta komið henni við, enda gef- ur hún færi á að stýra framleiðslunni af mikilli nákvæmi til að tryggja gæð- in, en oft er líka betra að nota gamla lagið, einsog þegar styrkt vín eru lát- in gerjast á tunnum, jafnvel árum saman. Með í skoðunarferð um víngerðina var framleiðslustjórinn og kynning- Gæðavín Vín frá Vignerons de Pézilla sem fást hér á landi. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Guðaveigar Þegar kom að því að smakka Rivesaltes Hors d’Age var bann- að að spýta því útúr sér. François Fons, Christophe Soler formaður Vigne- rons de Pézilla og Blaise Fons, bróðir François Fons og aðstoðarborg- arstjóri í Pézilla-la-Rivière, bragða á veigunum. arstjóri sem kynntu starfsemina rækilega. Í samtali við þá kom í ljós að hjá Vignerons de Pézilla eru menn mjög meðvitaðir um þróun markað- arins og þannig var fyrirtækið fljótt að bregðast við þeirri tísku að drekka létt og frískleg rósavín í sumarhitum og eru með á markaði einkar skemmtileg vín þeirrar gerðar. Vignerons de Pézilla eru einnig þekktir fyrir Muscatel-vín og gríðar- lega góð Côtes-du-Roussillon- rauðvín, Château Pézilla, sem eru með keim af vanillu og þroskuðum ávexti. Château Pézilla Cuvée Pre- stige er líka látið standa í tunnum og er með margslungið bragð, heitur ávöxtur með fíkjum og vanillu. Báðar gerðir fást hér á landi, annars vegar Chateau Pezilla Premium og Chateau Pezilla Cuvee de la Marquise. Varla kemur á óvart að Vignerons de Pézilla framleiða líka styrkt vín, Rivesaltes „vins doux naturels“ nátt- úrulega sætt vín, sem fáanlegt er sem Ambré, Tuilé eða Hors d’Age, en síð- astnefnda vínið, sem fæst því miður ekki hér á landi, er sannkallað lúxus- vín með þroskuðum ávexti og kirsu- beri, mjúkt í munni og margslungið. Þess má geta til gamans að sú aðferð sem notuð er við gerð „vins doux nat- urels“ um allt Frakkland varð til í Ro- ussillon á þrettándu öld. arnim@mbl.is Syðst í Frakklandi, skammtnorðan við landamærin aðSpáni, er héraðið Roussillon,stundum kallað Langue- doq-Roussillon og oft kallað franska Katalónía, enda var héraðið hluti af konungsríkinu Katalóníu á sínum tíma og katalónsk áhrif sterk, svo sterk reyndar að margir af íbúunum segjast frekar katalónskir en fransk- ir. Héraðið er það fámennasta í Frakklandi, íbúar um 400.000, en það er þó ríflega fjögur þúsund ferkíló- metrar að stærð. Veðurfar er alla jafna gott, þurrt, heitt sumar og stuttir, kaldir vetur, en héraðið er þurrasta hérað Frakklands og þar verður líka heitast. Þegar við bætist fjallavindurinn, La Tramontane, er héraðið ákjósanlegt til vínræktar, enda þrífst vínviður einna best þar sem erfiðast er að vera, en vetur geta verið erfiðir að því íbúar í héraðinu segja, sérstaklega þegar hvassviðrið stendur dögum eða vikum saman. Fjölbreytt landslag Roussillon er ekki stórt landfræði- lega og ef farið er upp í hlíðar Ca- rigou, fjallið mikla, sem gnæfir í suðri, blasir nánast allt héraðið við manni, þó dalirnir sem skerast inn í Pýreneafjöll til vesturs sjáist eðlilega ekki vel. Þó ekki sé héraðið stórt er það býsna fjölbreytt landfræðilega. Til austurs er geysifalleg strand- lengja, lengsta sandströnd Frakk- lands, og þar er að finna mjög skemmtilega strandbæi, þar helsta Argeles-sur-Mer og Coullioure, en mikið var um að spænskir listamenn á flótta undan Franco settust þar að. Ef haldið er í vesturátt kemur maður í Pýreneafjöll þar sem loftið er tært og veðurfar einkar þægilegt, ekki síst fyrir Íslendinga sem illa kunna við sumarhita við Miðjarðar- haf. Þar er ýmislegt að skoða, til að mynda í fjallaþorpunum Prades og Ceret. Ekki má svo gleyma Perpign- an, sem er söguleg borg og mjög skemmtileg að skoða. Á síðustu árum hefur evrópsk mat- argerð hvergi risið hærra en í Baska- landi og Katalóníu og Roussillon er ekki síður gósenland fyrir matgæð- inga. Í héraðinu er líka ræktað vín sem þykir afbragð og sum, til að mynda vín frá Pujol-víngerðarhúsinu sem fást hér á landi, er talið með bestu vínum Frakklands. Afbragðs víngerðarhús eru þó mörg í Roussil- lon, nánast óteljandi finnst manni þegar maður er á ferð um héraðið, og gott dæmi um slík er Vignerons de Pézilla, sem er í bænum Pézilla-la- Rivière – Pézilla við fljótið. Heilsað á íslensku Í heimsókn til Vignerons de Pézilla síðasta haust varð ég óneitanlega nokkuð undrandi þegar mér var heilsað hraustlega á íslensku við kom- una í húsið, en þar var þá staddur Eik Nýjasta tækni er nýtt hvarvetna sem henni er við komandi, en oft er líka betra að nota gamla lagið. Paradís mat- og víngæðinga Katalónsk matar- og vín- menning er í hávegum höfð víða um heim nú um stundir. Árni Matthíasson heimsótti víngerðarhús í frönsku Katalóníu. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 27 mbl.is ókeypis smáauglýsingar vín Valhöll, Háaleitisbraut 1, 2. hæð, 105 Reykjavík Símar: 515 1735 og 898 1720, fax: 515 1717 Netfang: oskar@xd.is Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingis- kosninganna 12. maí nk. er hafin. Kosið er hjá sýslumönnum um allt land. Hjá Sýslumanninum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, er kosið alla virka daga kl. 9.00 – 15.30, laugardaga, sunnudaga og aðra helgidaga kl. 12-14, en lokað föstudaginn langa og páskadag. Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is og á upplýsingavef dómsmálaráðuneytisins www.kosning.is Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Nú er upplagt að skreppa til Prag og dekra við sig í aðbúnaði í þessari einstaklega fögru borg. Flogið er út að morgni föstudagsins langa og komið heim á fimmtudegi eftir páska (aðeins 3 vinnudagar). Prag hefur skipað sér sess sem eftirlæti Íslendinga sem fara þangað í þúsundatali á hverju ári með Heimsferðum. Fararstjórar okkar gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi men- ningu. Apríl er frábær tími til að heimsækja borgina - vorið komið á fulla ferð og borgin hreint yndislega falleg. Bjóðum nú frábært tilboð á glæsilegum fimm stjörnu lúxushótelum Hilton Hotel eða Hotel Corintia Towers. Gríptu tækifærið og skelltu þér til þessarar frábæru borgar og njóttu þess að hafa allan aðbúnað í toppi. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Lúxuspáskar í Prag 6.-12. apríl frá kr. 69.990 Ótrúlegt verð - Fengum 5 viðbótarherbergi Verð kr. 69.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi, 6. apríl í 6 nætur á Hilton Hotel ***** eða Hotel Corintia Towers ***** með morgunmat. Ath. takmarkaður herbergjafjöldi í boði á hvoru hóteli fyrir sig. Munið Mastercard ferðaávísunina Fimm stjörnu páskar Hilton Hotel ***** eða Hotel Corinthia Towers ***** 6 nátta páskaferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.