Morgunblaðið - 30.03.2007, Qupperneq 20
BLÁSARASVEIT Reykja-
víkur blæs til tónleikahalds
í Salnum í Kópavogi á
morgun, laugardag, kl. 17.
Á efnisskránni verða þrjú
verk sem eiga það sameig-
inlegt að vera samin við
upphaf tónskáldaferils höf-
undanna. Þau eru eftir
Richard Strauss, Kurt Weill
og frumflutningur á lokaverkefni Bene-
dikts H. Hermannssonar frá tónlistardeild
LHÍ. Stjórnandi er Kjartan Óskarsson og ein-
leik flytur Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari.
Aðgangur er frír og öllum opinn meðan hús-
rúm leyfir.
Tónleikar
Blásið til tónleika-
halds í Salnum
20 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
8.000kr.SPARAÐU 8.000kr.SPARAÐU 8.000SPARAÐU
8.000kr.SPARAÐU 8.000kr.SPARAÐU
Vnr.50632102
Gasgrill
ELEGANT UNION gasgrill með tveimur brennurum,
pottjárn í grillgrind, 8,6kW. Grillflötur 50x41 cm.
Neistakveikjari, hitamælir, efri grind og fitubakki.
Mjög auðvelt að hreinsa. Þrýstijafnari og slanga fylgir.
GI
LD
IR
AÐ
EINS
Í DAG
á m
eða
n birgði
r endast!
16.900
24.900
Aðeins eitt grill á mann! GÆÐI Á LÆGRA VERÐI
Í DAG opnar Spessi ljós-
myndasýningu sína Úrtak í
galleríi Anima, Ingólfsstræti 8.
Efniviður sýningarinnar er 50
manna úrtak sem Spessi
myndaði á Ísafirði um páskana
2004.
Halldór Halldórsson, bæj-
arstóri Ísafjarðar, kemur til
Reykjavíkur til þess að opna
sýningunna kl. 17 og þá mun
einnig verða bein útsending í
Anima frá leiklistargjörningnum Byggðastefna
sem fram fer í miðbæ Ísafjarðar.
Þetta er þriðja sýning Spessa síðan í september
en sýningin nú stendur til 21. apríl.
Ljósmyndir
Ísfirðingar í
ljósmynda-úrtaki
Spessi myndaði
Ísfirðinga.
TVÆR myndlistarsýningar
verða opnaðar í Ásmund-
arsafni á morgun kl. 14. Ann-
ars vegar er sýning á ab-
straktverkum eftir Ásmund
Sveinsson og hins vegar er
sýning á teikningum við ís-
lenskar þjóðsögur eftir ís-
lenska teiknara. Sýningarnar
eru um margt ólíkar en eiga
sameiginlegan snertiflöt í ís-
lenskum þjóðsögum sem voru
Ásmundi innblástur í mörgum verka hans. Teikn-
ararnir eru þjóðþekktir fyrir myndskreytingar í
íslenskum barnabókum, en sýningin tengist al-
þjóðlegum degi barnabókarinnar.
Myndlist
Teiknað við
þjóðsögur
Ásmundur í
Ásmundarsafni.
Eftir Flóka Guðmundsson
floki@mbl.is
LEIKARINN og leikstjórinn
Gunnar Helgason hefur und-
anfarna tvo mánuði alið manninn í
pólsku borginni Chorzow – af öllum
stöðum, liggur manni við að segja,
enda kveður Gunnar Chorzow vera
„dauðasta bæ Póllands og jafn-
framt þann ljótasta“. Hann rétt-
lætir þann dóm m.a. þannig að íbú-
ar Charzow séu ekki sérlega
skemmtanaglaðir. Það sé hins veg-
ar helst að þeir stundi leikhúsið af
einhverri alvöru.
Ástæðan fyrir veru Gunnars í
Póllandi er einmitt leikhúsið. Hann
er leikstjóri að uppsetningu Teatr
Rozrywki-leikhússins á söng-
leiknum Spin eftir hinn kanadíska
Douglas Pashley sem frumsýndur
er í kvöld. Gunnar er reyndar ekki
einungis leikstjóri Spin því hann er
sömuleiðis í fararbroddi finnskrar
sendinefndar en umrædd uppsetn-
ing er runnin undan rifjum Svenska
Teatern-leikhússins í Helsinki.
Í oddaflugi fyrir Finnland
En hvernig lá leið íslensks leik-
húsmanns til Póllands að setja upp
kanadískan söngleik sem er auk
þess Finnsk útflutningsvara?
„Þetta byrjaði þannig að ég leik-
stýrði Hellisbúanum í Helsinki en í
kjölfarið var mér boðið að leikstýra
þessum söngleik í Svenska Teat-
ren. Leikhússtjórinn þar er mjög
metnaðarfullur og vildi gera þetta
að útflutningsprógrammi, sem nú
er orðið að veruleika,“ útskýrir
Gunnar. „Það er undarleg tilfinning
að vera hér í einhverju oddaflugi
fyrir Finnland og þá sérsaklega að
vera sjálfur oddurinn,“ heldur hann
áfram. „Skrítið að vera fremstur og
fyrir aftan eru Finnar og einn Kan-
adamaður. Það er ekki beinlínis
eitthvað sem ég bjóst við að ætti
fyrir mér að liggja um ævina.“
Á leið til Rússlands
Gunnar viðurkennir að það sé
merkileg reynsla að leikstýra á
Pólsku.
„Það er svolítið skrítið. Í mínum
eyrum hljómar þetta allt saman
eins. Ég veit því náttúrulega ekki
hvenær leikararnir tala skýrt eða
óskýrt. Það getur einnig reynst erf-
itt að finna ryþmann í senunum. En
á mannlegu nótunum hefur allt
gengið mjög vel.“
Gunnar er með samning fram til
ársins 2009 um að fylgja Spin-
verkefninu eftir. Næst liggur leið
hans til bæjarins Yaroslav í Rúss-
landi sem státar af mikilli leik-
húshefð rétt eins og Chorzow.
„Ég held þangað eftir tvo mánuði
og svo verður frumsýnt í byrjun
júlí,“ segir Gunnar og upplýsir að
tvær aðrar uppfærslur á Spin í
rússneskum borgum séu í bígerð,
þó ekki í hans leikstjórn. Á sýning-
unni í kvöld verða svo fulltrúar frá
leikhúsum á Írlandi, Englandi, í
Skotlandi og víðar sem hafa und-
irritað samninga eða viljayfirlýs-
ingar um að sýningin verði sett upp
í þessum löndum í leikstjórn Gunn-
ars.
Pólverjar eðalfólk
Aðspurður hvort hann vilji bæta
einhverju við að lokum segir Gunn-
ar gjarnan vilja tala vel um pólsku
þjóðina.
„Pólverjar eru almennilegir og
frábærir; alveg eðalfólk. Mér finnst
þeir líkir Íslendingum hvað varðar
húmor og lífsgleði… Við getum
sagt að þeir séu „hressir“, eins og
Íslendingar vilja vera,“ bætir hann
við eftir smá umhugsun. „Svo eru
þeir rosalega duglegir. Manni sárn-
ar aðeins hvernig farið er með Pól-
verja heima meðan þeir koma
svona vel fram við útlendinga.“
Gunnar Helgason frumsýnir kanadíska söngleikinn Spin í Póllandi í dag
„Svolítið skrítið“
Í HNOTSKURN
» Spin var heimsfrumsýnt íleikstjórn Gunnars Helgason-
ar í Svenska Teatern-leikhúsinu í
Helsinki haustið 2005.
» Chorzow er 250 þúsundmanna borg inni í þétt-
býlissvæði sem telur tvær og
hálfa milljón íbúa.
» Næsta leikstjórnarverkefniGunnars á Íslandi er Skila-
boðaskjóðan í Þjóðleikhúsinu.
Sungið á sviði Frá uppsetningu Teatr Rozrywki á Spin.
GISSUR Pat-
ursson, fulltrúi
færeysku plötu-
útgáfufyrirtækj-
anna, hefur tekið
að sér að færa Ís-
lendingum fjölda
færeyskra
geisladiska að
gjöf. Að því er
fram kemur á
færeysku vefsíðunni planet.fo er
þetta mikilsverða framtak tilkomið
vegna mikillar spurnar eftir fær-
eyskri tónlist á Íslandi.
„Við finnum fyrir miklum áhuga
á færeyskum tónlistarmönnum á Ís-
landi og finnst vert að koma þeim á
framfæri með þessum hætti,“ segir
Gissur sem telur að bæði Íslend-
ingar og Færeyingar komi til með
að hagnast á þessu.
Ríksútvarpið fær koffort
Gissur er þegar búinn að fylla tvö
koffort af færeyskum plötum sem
hann mun hafa með sér í Íslandsför
sína nú um helgina, en þá fer AME-
tónlistarhátíðin 2007 fram á Nasa
þar sem fram koma nokkrir þekkt-
ustu tónlistarmenn Færeyja.
Í farteskinu verða tvö eintök af
hverri plötu, eitt í hvoru kofforti,
sem Gissur mun afhenda annars
vegar safni Ríkisútvarpsins en hins
vegar einhverjum þeim aðilum sem
best geta komið hinum verðmæta
farangri á framfæri.
Með þessu móti vill Gissur, í sam-
starfi við færeysku útgáfufyr-
irtækin, auðvelda aðgang íslenskra
fjölmiðla að heildarsafni fær-
eyskrar tónlistar. Hann segir AME-
hátíðina vera kjörinn vettvang fyr-
ir færeyska tónlistarmenn til að
vekja athygli á sér auk þess sem
þeir eigi greiðari aðgang að ís-
lenskum tónlistarmarkaði en t.d.
dönskum eða sænskum.
Allar tegundir tónlistar
Gissur leitaði til allra þeirra sem
hafa útgáfu færeyskrar tónlistar á
sínum snærum og bað þá um að
gefa eintök til ferðarinnar. „Við
viljum endilega hafa allar tegundir
tónlistar, allt frá kvæðasöng til
rokktónlistar,“ segir Gissur um
lagaúrvalið sem gjöfin góða hefur
að geyma.
Sem fyrr segir verður gjöfin af-
hent um helgina. Þess er því vænt-
anlega ekki langt að bíða að ís-
lenskir hlustendur fái að njóta góðs
af því sem kemur upp úr koffort-
unum tveimur.
Með koffort
full af tónlist
Gissur Patursson
ÞAÐ var mikið um að vera á
Kaffibarnum í gærmorgun þegar
Listahátíð í Reykjavík og tónlist-
arhátíðin Vorblót undirrituðu sam-
starfssamning um tónleika Goran
Bregovic sem verða í Laugardals-
höllinni þann 19. maí. Listahátíð
og Actavis skrifuðu einni undir
samning en Actavis verður að-
alstuðningsaðili tónleikanna. Þá
undirrituðu Icelandair og Hr. Ör-
lygur samning um Vorblótið 2007
en Icelandair er í senn aðalsam-
starfsaðili Listahátíðar og Vor-
blóts.
Gítarleikarinn og tónskáldið
Goran Bregovic hefur verið helsti
merkisberi balkanskrar tónlistar í
tvo áratugi og nýtur mikillar hylli
um alla Evrópu. Mikill áhugi er á
tónleikunum erlendis og gera má
ráð fyrir vel yfir 300 erlendum
gestum til landsins vegna þeirra.
Hafa fjölmargir þeirra boðað
komu sína í gegnum Actavis sem
er með starfsemi í meira en í 30
löndum, m. a á Balkanskaganum
og hefur Icelandair hafið sölu á
ferðum til Íslands í tengslum við
tónleikana.
Miðasala á tónleika Goran
Bregovic er þegar hafin á www.lis-
tahatid.is.
Undirritun Þorsteinn Stephensen, eigandi Hr. Örlygs, sem stendur fyrir
Vorblótinu, Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, Þórunn Sigurðardóttir,
listrænn stjórnandi Listahátíðar, og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fram-
kvæmdastjóri á sölu og markaðssviði Actavis.
Samstarf
um tónleika
Goran
Bregovic
Morgunblaðið/Ómar
TENGLAR
..............................................
http://www.goranbregovic.co.yu/