Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN AFLEIÐINGAR hugtaksins „þétting byggðar“ eru eitthvert það versta ólán sem dunið hefur á íbúum Reykjavíkur síðan áætlunin um að rústa Grjótaþorpið og leggja hraðbraut um vesturbakka Tjarnarinnar var uppi á borði hjá skipulagsyfirvöldum. Ég er svo saklaus að vilja trúa því að hug- myndin um „þéttingu byggðar“ hafi átt að gefa betri borg. En raunin er allt önnur. Kaupahéðnar vaða um sviðið. Þeir festa kaup á lóðum á ofurverði og krefjast síð- an að deiliskipulagi verði breytt, að þeir fái leyfi til að byggja stærra og meira. Ef einhver and- æfir fær sá hinn sami að heyra það; að öll mótmæli gegn of- urbyggingum á litlum lóðum skerði athafnafrelsi einstaklings- ins og hafi fé af kaupandanum. Nágrannar standa ráðalausir. Skipulagsyfirvöld borgarinnar reyna jafnvel að sjá til þess að sem fæstir fái nasasjón af breytt- um áherslum í deiliskipulagi fyrr en allt er um seinan. Gætt er þess að ef um viðkvæm mál er að ræða þá séu íbúasamtökum ekki send gögn heldur verða þau að þefa málið uppi. Skipulagsyfirvöldum er ekki skylt að senda stjórn við- komandi íbúasamtaka upplýsingar um breytingar á deiliskipulagi. Þess vegna er aðeins haft sam- band ef málið er einfalt og hefur lítil sem engin áhrif. En ef um stór mál er að ræða ríkir þögnin ein. – Má þar nefna nýtt deili- skipulag fyrir Slippareitinn. Þegar Steinunn Valdís kom fram í fjöl- miðlum í upphafi þess ferlis sagði hún að það yrði haft samband og samráð við íbúa Vesturbæjar Reykjavíkur. Íbúasamtökin sendu strax bréf og buðu fram aðstoð sína. Það heyrðist aldrei orð frá Steinunni. Sama var uppi á ten- ingnum hjá Hönnu Birnu þegar komið var að því að samþykkja deiliskipulag Slippareits. Þá sagði hún í fréttum Stöðvar 2 að mikið samráð hefði verið haft við íbúa í Vesturbæ Reykjavíkur. Við hverja talaði hún? Að minnsta kosti ekki stjórn Íbúasamtaka Vesturbæjar. Ég vil halda því fram að hug- takið íbúalýðræði sé aðeins eitt af fínu orðunum. Þessu hugtaki er hampað rétt fyrir kosningar eða að þess er minnst í ræðum á tylli- dögum. Hinn almenni borgari fær í mesta lagi að tjá sig um lítilsgild mál. Stóru málin eru afgreidd í bakherbergjum. Þessu verður að breyta. Nokkur Íbúasamtök í Reykjavík og sam- tökin Betri byggð boða til Íbúa- þings í Ráðhúsinu okkar laug- ardaginn 31. mars kl. 13.00. Þar gefst öllum íbúum borgarinnar, meðan húsrúm leyfir, kostur á að hlýða á fjögur erindi um íbúa- lýðræði. Einnig verður boðið upp á pallborð en þar munu nokkrir þingmenn og borgarfulltrúar Reykjavíkur sitja fyrir svörum, auk samgönguráðherra. Á þessum vettvangi geta íbúar Reykjavíkur beint spurningum að fulltrúum sínum í borgarstjórn og á Alþingi. Íbúum Reykjavíkur tókst að bjarga Grjótaþorpinu og Torfunni. Nú eru öll hverfi borgarinnar und- ir tönn skurðgröfunnar. GÍSLI ÞÓR SIGURÞÓRSSON, formaður Íbúasamtaka Vest- urbæjar, Reykjavík. Þétting byggðar – íbúalýðræði Frá Gísla Þór Sigurþórssyni: Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAU ánægjulegu tíðindi urðu nýlega að ríkisstjórn Íslands sam- þykkti tillögu nefndar sem skipuð var af ríkisstjórninni til að gera úttekt á ferðakostnaði íþrótta- hreyfingarinnar og gera tillögur um hvernig mætti koma á fót sjóði til að taka þátt í ferðakostn- aði íþróttahreyfingarinnar. Sam- þykkt ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir að gerður verði þriggja ára samningur við Íþrótta- og ólymp- íusamband Íslands um umsýslu sjóðsins, samkvæmt sérstökum þjónustusamningi. Þá er gert ráð fyrir því að Íþrótta- og ólympíu- sambandið útbúi reglur sem taki á úthlutun til íþróttahreyfing- arinnar og útbúi jafnframt sér- stakt upplýsingakerfi til að efla og halda utan um skráningu ferð- arkostnaðar. Íþróttahreyfingin er stærstu fé- lagasamtök á Íslandi, með um 170.000 félagsmenn. Hreyfingin stendur fyrir tugum þúsunda íþróttaviðburða á landsvísu ár- lega. Hópar og einstaklingar flykkjast til keppni í öllum lands- hornum og samhliða því verður til mikill ferðakostnaður. Ferða- kostnaður íþróttahreyfingarinnar hefur verið mikið ræddur innan íþróttahreyfingarinnar á und- anförnum árum enda stærsti ein- staki kostnaðarliðurinn í rekstri þessarar hreyfingar sem veltir tæpum 8 milljörðum króna á ári. Staðreynd er að ferðakostnaður íþróttafélaga á landsbyggðinni er mun meiri en ferðakostnaður fé- laga á höfuðborgarsvæðinu þó að hann sé einnig mjög mikill. Í nokkrum íþróttagreinum er félag af landsbyggðinni að koma til höf- uðborgarinnar fjórum til fimm sinnum á meðan félag frá höf- uðborgarsvæðinu fer einu sinni út á land. Samkvæmt starfsskýrslum ÍSÍ árið 2005, nam bókhaldsliður- inn „ferðakostnaður innanlands“ um 250 milljónum króna. Þessi tala byggist á upplýsingum frá 200 íþróttafélögum af um 450. Nú- verandi bókhaldslyklar heimila að þessi kostnaður sé færður á ýmsa aðra liði sem tengjast mótum og keppnum. Því má leiða líkum að því að þessi kostnaður sé alls ekki minni en hálfur milljarður króna. Þá er ótalinn kostnaður vegna þátttöku yngri flokka í hinum ýmsu mótum, s.s. Pollamóti í Vestmannaeyjum, Essómóti á Ak- ureyri o.s.frv. Gróf áætlun ÍSÍ gerir því ráð fyrir því að ferða- kostnaður innanlands sé vart und- ir 750–800 milljónum króna. ÍSÍ mun strax hefja vinnu við að láta útbúa hugbúnað til að halda utan um þennan kostnað, auk þess sem ÍSÍ mun láta breyta bókhaldslyklum hreyfingarinnar þannig að einfaldara sé að færa þennan kostnað og fylgjast með honum. Afgreiðsla rík- isstjórnarinnar í gær markar tímamót í ferðakostn- aðarmálum íþrótta- hreyfingarinnar. Með þessu er rík- isvaldið að við- urkenna enn frekar starfsemi íþróttahreyfingarinnar sem einnar af stoðum samfélagsins. Rík- isvaldið er einnig að viðurkenna það að þátttaka í mótum er jafn- réttis- og byggðamál. Margir góð- ir aðilar hafa komið að þessu máli á undanförnum árum því það hef- ur lengi verið til umræðu á hinu háa Alþingi. Fyrsti flutnings- maður þessa máls á sínum tíma var Hjálmar Árnason alþing- ismaður ásamt þingmönnum nokk- urra flokka. Honum er hér þakkað sérstaklega. Þetta mál á þver- pólitískan stuðning allra stjórn- málaflokka. Ástæða er til að þakka ríkisstjórn Íslands og ráð- herrum hennar en sérstakar þakk- ir ber að færa menntamálaráð- herra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem hefur fylgt þessu máli eftir sem og mörgum hagsmunamálum íþróttahreyfing- arinnar. Þorgerður hefur markað sér sérstakan sess fyrir skilning á starfi íþróttanna í samfélaginu og forvarnagildi þeirra og kemst að okkar mati á spjöld sögunnar sem öflugasti menntamálaráðherra íþróttamála frá upphafi. Vatnaskil í ferðakostnaðar- málum íþróttahreyfingarinnar Ólafur Rafnsson og Stefán Kon- ráðsson fjalla um ferðakostnað íþróttahreyfingarinnar » Afgreiðsla rík-isstjórnarinnar markar tímamót í ferða- kostnaðarmálum íþróttahreyfingarinnar Ólafur Rafnsson Ólafur Rafnsson er forseti ÍSÍ og Stefán Konráðsson er fram- kvæmdastjóri ÍSÍ. Stefán Konráðsson ÞEGAR frumvarp til stjórnskip- unarlaga um þjóðareign var til meðferðar á Alþingi sendi und- irritaður lögfræð- ingur Morg- unblaðinu grein til birtingar. Hinn 26. mars sl., eða tólf dögum síðar, var greinin birt. Í leið- ara blaðsins fimmtu- daginn 29. mars sl. voru gerðar at- hugasemdir við efni greinarinnar undir fyrirsögninni ,,Um orðhengilshátt lög- fræðinga“. Í at- hugasemdunum fólst að það væri vitleysa hjá undirrit- uðum að ágreiningur væri uppi um merkingu hugtaksins sameign þjóðar og það væri rangt að mark- miðið með að setja ákvæðið í lög hafi verið að stilla til friðar um stjórnkerfi fiskveiða. Að áliti leið- arahöfundar var markmiðið með ákvæðinu að undirstrika að ís- lenska þjóðin ætti fiskimiðin. Sigurður Líndal og fleiri fræði- menn hafa bent á að ákvæðið um sameign þjóðar veiti þjóðinni eng- ar eignarréttarlegar heimildir. Þjóðin getur ekki selt fiskimiðin, hagnýtt þau né gripið til nokkurra annarra ráðstafana sem eigandi í skjóli þeirrar yfirlýs- ingar löggjafans að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar. Einnig er í huga flestra fræði- manna hafið yfir vafa að íslenska ríkið hefur ekki heldur heimildir eiganda í skjóli þess- arar yfirlýsingar. Hvorki fær slíkt stoð í orðalagi ákvæðisins né heldur í at- hugasemdum þeim sem fylgdu frumvörpum sem urðu að lögum um stjórn fiskveiða 1988–1990 nr. 3/1988 og lögum um stjórn fisk- veiða nr. 38/1990. Gögn sem skýra áðurnefnd lög benda hinsvegar til að ákvæðið hafi verið hugsað sem stefnu- yfirlýsing löggjafans um að hag- nýta skuli fiskimiðin í þágu þjóð- arheildarinnar. Aðdragandinn að setningu ákvæðisins veitir vís- bendingar um að ætlunin hafi ver- ið að ná meiri sátt um það skipu- lag að ráðherra stýrði veiðum með aflakvótum í stað þess að veiðar í allar helstu tegundir fiskistofna væru að meira og minna leyti frjálsar. Í krafti fullveldisréttar íslenska ríkisins hefur það fulla heimild til að leggja á skatt eða önnur gjöld vegna nýtingar á auðlindum sem það hefur lögsögu yfir. Slíkur réttur færir hvorki þjóðinni né ís- lenska ríkinu heimildir sem eig- anda. Það er munur á fullveld- isrétti og eignarrétti. Íslenska ríkið hefur vald til að setja reglur og framfylgja þeim. Eigandi hefur heimildir til að fara með þann rétt innan takmarkana laga. Þennan mun á grundvall- arhugtökum stjórnskipunar Ís- lands er stjórnmálamönnum, leið- arahöfundum dagblaða og öðrum heimilt að sniðganga í almennri þjóðfélagsumræðu. Dæmi hver sem vill um hvort það sé æskilegt. Hver fer með ,,vitleysu“? Helgi Áss Grétarsson svarar leiðara Morgunblaðsins » Sameign þjóðar veit-ir hvorki þjóðinni né íslenska ríkinu eign- arréttarlegar heimildir. Það er munur á fullveld- isrétti og eignarrétti. Helgi Áss Grétarsson Höfundur er sérfræðingur í auðlinda- rétti við Lagastofnun HÍ. ÞAÐ kann að vera að rík- isstjórnarmönnum takist enn um sinn að villa um fyrir fólki og telja því trú um að hagur landsmanna standi allur í blóma. En ekki lengi. Það hefir að vísu gengið á ýmsu í efnahagsmálum á tólf ára stjórn- artímabili Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokks. Lengst af hefir verðbólgan verið yfir líðanlegum mörkum. Til þess hefir þó aldrei verið tekið tillit í rekstri ríkissjóðs á sama tíma. Fjárlög farið langt framúr verðlagsþróun og stjórn- laus eyðsla auk þess umfram fjár- lagaheimildir. Nú kastar hinsvegar tólfunum. Hinn margrómaði stöðugleiki er rokinn út í veður og vind, enda ríkisstjórnin búin að missa öll tök á efnahagsmálum, eða öllu heldur að gefa þau frá sér. Á meðan strit- ar lágvaxtamaðurinn fyrrverandi við það í Seðlabanka að hækka stýrivexti lon og don, en stjórn- völd gera ekkert með það, sletta í góm og tala um verðbólguskot. Viðskiptahallinn er ógnvekjandi í áður óþekktum hæðum ár eftir ár, og öll stjórn peningamála farin á ótrúlega ringulreið. Á fyrrihluta síðasta árs var svo að heyra sem ríkisstjórnin áttaði sig á hvert stefndi hraðbyri. Var þá rætt um niðurskurð og nauð- syn þess að fresta framkvæmdum og draga úr trylltri útlánaaukn- ingu banka og innflutningi fjár- magns. Sú dýrð stóð aðeins örskamma hríð. Aðeins liðu fáar vikur þar til ríkisstjórnin setti allt á fullt; taldi að hættuástand efnahagsmála væri að baki og óhætt að gefa á garðann, enda kosningar fram- undan. M.a.s. Íbúðalánasjóður var galopnaður í útlánaaustri ásamt bönkum og íbúðarverð á spennusvæðum rauk upp úr öllu valdi. Hafi einhverjum til hugar kom- ið að stjórnvöld sæju að sér er það grundvallarmisskilningur. Síð- ustu dagana eru af þeirra hálfu bumbur ofþenslunnar barðar sem aldrei fyrr og hófi engu nemur: Sundabraut boruð eða byggð; tvöföldun Hvalfjarðarganga; tvö- földun vega norður í Hrútafjörð og Suðurlandsvegur; stór- stækkun álvers í Straumsvík; ný álver í Helguvík og á Húsavík; tæknisjúkrahús byggt af stór- meistara sem kann að fara með annarra fé; Þjórsá virkjuð uppúr frá sjó. Og tónlistarhöll reist, svo „dægilega“ megi leika undir dans- inn í Hruna. Til að bæta gráu ofan á svart eru skattar lækkaðir, að sjálf- sögðu fyrst og fremst á há- tekjumönnum! Á þenslutímum er allt þetta leikur að eldi. En sá eldur mun brenna heitast á baki ungra lán- takenda vegna húsnæðis, njörv- aðir niður við vaxtaokur og verð- tryggingar, sem margur mun ekki með neinu móti undir rísa, ef svo heldur fram sem horfir. Stjórnendur lýðveldisins Ís- lands virðast gengnir af göfl- unum, svo ekki sé meira sagt. Sverrir Hermannsson Gengnir af göflunum Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.