Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is FÆREYSK stjórnvöld eru nú að íhuga róttækar breytingar á fiskveiði- stjórnunarkerfinu. Sjávarútvegsráð- herrann Björn Kalsö hefur lagt fram þá tillögu innan ríkisstjórnarinnar að gildistími veiðileyfa verði aðeins fimm ár, að sett verði þak á réttindin og að aukin meirihlutaeign Færeyinga skuli koma til í sjávarútvegsfyrir- tækjum, sem skráð eru í Færeyjum og njóta fiskveiðiréttinda þar. Tillögur Kalsö eru ekki opinberar en þær hafa lekið út til færeyskra fjöl- miðla. Eins og staðan er nú er fisk- veiðum við Færeyjar í megindráttum stýrt með fiskidögum. Hvert skip fær úthlutað ákveðnum fjölda daga til að stunda veiðar. Dögunum fækkar eða fjölgar eftir stöðu fiskistofna. Skipun- um er skipt upp í flokka og eru dag- arnir framseljanlegir innan þeirra. Auk þess eru gefnir út kvótar í teg- undum eins og síld, loðnu og kol- munna. Breytingar 2018? Nú eru leyfin til 10 ára, sem í raun þýðir að þeir sem eru með leyfi halda þeim sjálfkrafa til 10 ára í senn. Nú er það hugmyndin að breyta kerfinu árið 2018, eða eftir rúm tíu ár. Þá verði heimildirnar aðeins til fimm ára í senn og þeim jafnframt endurúthlutað. Við breytinguna missa þeir sem leyfin hafa öll réttindi sín eins og fiskidaga, kvótahlutdeild, kvóta vegna meðafla og fleira, en fá þau vafalítið að nýju. Útgerðin þarf engu að síður að búa við það óöryggi að heimildirnar kunni að tapast að fimm árum liðnum. Jafnframt er talað um að ekkert eitt fyrirtæki geti ráðið yfir meiru en 20% aflaheimilda í hverri fisktegund og innan hvers skipaflokks. Reyndar mun gert ráð fyrir því að þær útgerðir sem hafa nú réttindi, sem eru umfram 20%, haldi þeim, þar sem þær hafi skapað sér sögulegan rétt á hærri kvótahlutdeild. Loks er gert ráð fyrir því að útlendingar megi ekki eiga meira en 33,33% í færeyskum útgerðar- fyrirtækjum. Tveir þriðju hlutar hlutafjár skuli vera í eigu Færeyinga, sem séu búsettir á eyjunum og greiði þar skatta. Sama hlutfall gildir um setu útlendinga í stjórn fyrirtækj- anna. Miklar umræður Miklar umræður hafa verið um þetta mál, bæði í færeyskum og norskum fjölmiðlum. Í Noregi er nú fyrirhugað að taka upp kvótakerfi af svipuðu tagi og er hér á landi og er þar rætt um veiðiréttindi til 20 til 25 ára. Færeyskir útgerðarmenn telja að fimm ár séu allt of stuttur tími og kippi rekstrargrundvellinum undan útgerðinni. Hún geti lent í því að njóta ekki lánstrausts vegna ótryggrar framtíðar. Brotthvarf verksmiðju- skipsins Atlantic Navigator úr fær- eyskum sjávarútvegi hefur meðal annars verið rakið til þessara hug- mynda. Bæði er að kvótaþakið kynni að verða til þess að skipið fengi ekki nægilegar heimildir í kolmunna til að standa undir útgerð sinni og að ótrygg framtíð stefndi útgerðinni í voða. Gildistími veiðileyfa verði aðeins fimm ár Færeyingar íhuga miklar breytingar á fiskveiðistjórninni Í HNOTSKURN »Brotthvarf verk-smiðjuskipsins Atlantic Navigator úr færeyskum sjáv- arútvegi hefur meðal annars verið rakið til þessara hug- mynda. »Jafnframt er talað um aðekkert eitt fyrirtæki geti ráðið yfir meiru en 20% afla- heimilda í hverri fisktegund og innan hvers skipaflokks. Morgunblaðið/Ómar Frá Færeyjum Færeyskir útgerðarmenn telja að fimm ár séu allt of stuttur tími til aðlögunar og kippi rekstrargrundvellinum undan útgerðinni. ÚR VERINU ÍSLAND mun í dag undirrita samn- ing Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Þetta kom fram í erindi Magnúsar Stefánssonar félagsmála- ráðherra á ráðstefnunni um fé- lagslega þjónustu í gær. Fulltrúi ut- anríkisráðuneytisins mun undirrita samninginn í New York. „Ég tel að samningur þessi kveði á um raun- verulegar réttarbætur þar sem hann skýrir réttarstöðu fatlaðra og kveður skýrt á um rétt þeirra til að standa jafnfætis öðrum í samfélaginu. Til þess þarf að tryggja aðgang allra að samningnum með því að þýða hann á íslensku. Þannig geta allir sem áhuga hafa kynnt sér hann og veitt með hon- um það aðhald sem ætlast er til,“ sagði ráðherra og ennfremur að unn- ið væri að þýðingunni. Mannréttindi efld Aðildarríki sem undirrita samning- inn skuldbinda sig til að innleiða mælikvarða sem efla mannréttindi fatlaðra og koma í veg fyrir mis- munun. Magnús rakti aðdraganda samn- ingsins og sagði að allsherjarþing SÞ hefði árið 2001 ákveðið að samin yrðu drög að samningi um að vernda og efla réttindi og virðingu fatlaðra. Unnið hafi verið að því verki næstu árin af hálfu fulltrúa aðildarríkjanna, mannréttindasamtaka, alþjóðlegra félaga og hagsmunasamtaka fatlaðra. Ísland undirritar nýjan samning SÞ um réttindi fatlaðra Á RÁÐSTEFNUNNI var gerð grein fyrir átaki sem felur í sér aukna þjónustu við geðfatlaða og kynnt ný stefna félagsmálaráðuneytisins í málefnum fatlaðra, bæði barna og fullorðinna, til ársins 2016. Vinna við stefnumótunina hefur staðið í um tvö ár og er á lokastigi. Stefnu- mótun í þessum málaflokki er á lokastigi og kynnti Þór Þór- arinsson, skrifstofustjóri í félags- málaráðuneytinu, hana. „Stefnan er að flytja þjónustu við fatlaða yfir til sveitarfélaganna, að hefja und- irbúning á næstu þremur árum að því verkefni,“ segir Þór. Þá sé verið að reyna að færa þjónustuna frá stofnunum og út í samfélagið svo hægt verði að veita hana þar sem fólk býr. Þjónusta við fatlaða flutt til sveitarfélaga ÞAÐ er vinsæll leikur meðal barna að ýta hvert öðru í innkaupakerr- um. Uppátækið er þó varla jafn vin- sælt hjá búðareigendum og eiga kerrurnar það til að daga uppi víðs- vegar um borgina. Morgunblaðið/Golli Á fleygiferð í kerru ÞJÓÐARHREYFINGIN – með lýð- ræði hefur sent Morgunblaðinu eft- irfarandi yfirlýsingu vegna íbúakosn- inganna í Hafnarfirði: „Þjóðarhreyfingin fagnar því skrefi í átt til íbúalýðræðis sem stigið er með því að fela Hafnfirðingum að kjósa um deiliskipulag, sem ráðið getur úrslit- um um stækkun álbræðslunnar í Straumsvík. Hreyfingin bendir þó á að málið varðar fleiri en íbúa Hafn- arfjarðar. Lýðræðislegra hefði verið að stækkun álbræðslunnar ásamt annarri mannvirkjagerð henni við- komandi hefði verið borin undir alla sem málið varðar. Þá hlýtur Þjóðarhreyfingin að benda á hversu ójöfn vígstaðan er fyr- ir þá sem takast á í þessari íbúakosn- ingu. Annars vegar er alþjóðlegt risa- fyrirtæki með ótakmarkað fjármagn til að reka áróður sinn; hins vegar sjálfsprottin grasrótarsamtök sem litlu hafa úr að spila nema frjálsum framlögum áhugafólks. Hér blasir við geigvænlegur lýð- ræðishalli. Brýnt er í framtíðinni að kosningum af þessu tagi verði sett lagaleg umgjörð sem setji auðmagn- inu takmörk og tryggi jafnræði þeirra sjónarmiða sem tekist er á um hverju sinni. Þjóðarhreyfingin – með lýðræði hvetur Hafnfirðinga til að láta í ljósi vilja sinn og taka þátt í atkvæða- greiðslunni.“ Yfirlýsing vegna íbúa- kosningar í Hafnarfirði MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Kristjáni Stefánssyni, forstöðumanni Litla- Hrauns: „Í leiðara blaðsins í gær, undir fyr- irsögninni „Á Litla Hrauni“ er fjallað um vistun 15 ára unglings í gæslu- varðhaldi á Litla Hrauni. Það er ekki ákvörðun fangelsisyf- irvalda að ákvarða um gæsluvarð- haldsvist og taka má undir það sem fram kemur í leiðaranum að það sé ekki viðunandi að 15 ára ungmenni séu vistuð í fangelsi. Í þessu umrædda tilviki var viðkomandi sinnt af geð- lækni fangelsisins strax við komu sl. sunnudag og einnig daginn eftir. Fanginn var í gær losaður úr einangr- un og fór af Litla Hrauni. Það sem hinsvegar kemur fram í leiðaranum um, að Breiðavíkurmálið kunni að endurtaka sig á Litla Hrauni, er alvarleg aðdróttun að starfsfólki fangelsisins og gjörsamlega út í hött. Starfsfólk gæsluvarðhaldsdeildar fangelsisins á Litla Hrauni hefur þvert á móti iðulega fengið þakkir fyr- ir mannúðlega og nærgætna fram- komu við þá sem þar dvelja, og hefur mikla og dýrmæta reynslu af gæslu og umönnun fólks sem úrskurðað er í einangrun. Bent skal á, vegna þess sem skilja má af leiðaranum, að þeir sem dvelja í einangrun eru ekki í sam- bandi við, né hafa samskipti við aðra fanga meðan á dvöl þeirra stendur. Þessi leiðaraskrif hafa valdið mikilli reiði á meðal starfsmanna sem finnst alvarlega vegið að starfsheiðri þeirra og er þess krafist fyrir hönd starfs- manna að blaðið biðjist afsökunar á þessum hluta leiðarans og birti í blaðinu án tafar. Kristján Stefánsson, forstöðumað- ur“ Athugasemd frá forstöðu- manni Litla-Hrauns BARNAVERND Reykjavíkur bregst ávallt við þegar tilkynning berst um að lögregla hafi þurft að hafa afskipti af unglingi, að sögn Steinunnar Bergmann, fram- kvæmdastjóra Barnaverndar. Lög- reglan láti Barnavernd ávallt vita þegar slík afskipti eru höfð. Í Morgunblaðinu í gær sagði Jón H. Snorrason, aðstoðarlögreglu- stjóra höfuðborgarsvæðisins, að barnaverndaryfirvöld hefðu ekki fundið úrræði fyrir 15 ára dreng sem sleppt var úr gæsluvarðhaldi eftir játningu á ráni í 10–11-verslun. Steinunn vill ekki tjá sig um ein- stök mál, en segir að brugðist sé við í samráði við foreldra viðkomandi unglings og með tilliti til þess hvers eðlis afskipti lögreglu voru. „Ef það kemur tilkynning fer starfsmaður okkar af stað, ræðir við barnið og foreldrið og skoðar með þeim hvað þarf að gera, hvaða stuðning þarf að veita, og grípur þá til þeirra aðgerða sem við höfum.“ Skoðað sé stuðning- ur inn á heimilið við unglinginn, líkt og viðtöl og slíkt. „Við eigum líka ýmis vistunarúrræði ef þarf. Þá eru það vistunarúrræði sem Reykjavík- urborg hefur og úrræði sem Barna- verndarstofa hefur.“ Ávallt brugðist við ef ungmenni á í hlut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.