Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 50
Stuttu síðar voru Svíarnir farnir að dansa eins og þeir ættu lífið að leysa 56 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is VIKTOR Pétur Hannesson er 19 ára gamall drengur sem ólst upp á Egils- stöðum til 12 ára aldurs. Hann lauk stúdentsprófi frá MH nú um jólin, eftir þriggja og hálfs árs nám. „Ég ákvað að spýta í lófana til þess að fá þetta hálfa ár til að gera eitthvað skemmtilegt eins og þetta,“ segir Viktor sem leggur af stað í þriggja mánaða Evrópuferð á morgun. Ekki er um neitt venjulegt ferðalag að ræða því hann ætlar að komast yfir stóran hluta álfunnar einn síns liðs. „Mig hefur alltaf langað til að gera eitthvað öðruvísi og skemmtilegt. Það sem fékk mig út í þetta var að ég kynntist stelpu frá Kanada síðasta sumar. Hún er ¼ indjáni og heitir Skye. Hún er mikill ferðalangur og hafði verið að ferðast um Ísland, alein í tjaldi. Við urðum mjög góðir vinir og hún heillaði mig mikið, sem og hennar lífsviðhorf.“ Kemur vonandi aftur Á hverjum degi mun Viktor skrifa bréf með gamla laginu, sem hann svo sendir til Hins hússins þar sem öll bréfin verða hengd upp á sérstakan vegg. Þar að auki verða bréfin föxuð til Seyðisfjarðar þar sem þau verða til sýnis í anddyri Hótels Öldunnar. „Bróðir minn stakk einu sinni upp á því að við færum saman á interrail og ég tók vel í það. Svo hvarf hann frá því og þá fór ég að hugsa að það gæti verið gaman að gera þetta alveg einn, til þess að kynnast sjálfum mér og svona,“ segir Viktor sem ætlar einnig að safna uppskriftum frá öðr- um ferðalöngum, uppskriftum sem henta bakpokaferðalöngum. Þá mun hann taka mikið af myndum sem hann ætlar að sýna þegar hann kem- ur heim, auk þess sem hann stefnir að því að gefa allt saman út á bók áð- ur en langt um líður. Viktor óttast ekki að verða einmana á ferðalaginu. „Það getur auðvitað komið fyrir, en ég er að fara þarna út til þess að kynnast fólki, og ég ætla að gera í því að kynnast fólki þótt maður verði að hafa varann á hverja maður talar við,“ segir Viktor, og bætir við að vissulega muni hann sakna vina sinna og fjölskyldu. „Það er fullt af vinum og vinkonum hérna sem ég á eftir að sakna, en ég er nú ekki far- inn til eilífðar, ég kem vonandi aft- ur.“ Aleinn í þriggja mánaða ferðalag um Evrópu Morgunblaðið/ Pétur Kristjánsson Víðförull Viktor hyggst skrifa bréf með gamla laginu, sem hann svo sendir til Hins hússins þar sem öll bréfin verða hengd upp á sérstakan vegg.  Þær Sigrún Sigurðardóttir og Guðrún Ben- ónýsdóttir opna í Nýlistasafninu á morgun. Þar munu þær m.a. sýna forvitnilegar innsetningar. Ungar listakonur opna í Nýló á morgun  Færeyska tónlistarhátíðin AME fer fram á Nasa á morgun. Þá kem- ur Teitur (til vinstri) einnig fram í kvöld í Fossatúni í Borgarfirði ásamt Pétri Ben. Nánari upplýs- ingar má finna á steinsnar.is og teitur.com. Tónlistarhátíðin AME hefst á Nasa á morgun  Öll spjót standa nú á Krónikunni sem var innleidd í DV í gær því þeir sem höfðu keypt sér 10 blaða áskrift fyrir um kr. 2.000, sitja nú eftir 600 krónum fátækari. Jæja, kannski ekki öll spjót, ... en nokkur. Skulda þrjú tölublöð  Að sögn aðstandenda Aldrei fór ég suður hefur fjöldi fólks hringt og spurt hvort miðar á hátíðina séu uppseldir. Sannleikurinn er sá að engir miðar eru til sölu. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Engir miðar til sölu á Aldrei fór ég suður  Í aðdraganda kosninga er siður að flokkarnir blási til alls kyns skemmtana. Ein slík, sem nú er í bí- gerð, eru stórtónleikar sem Ungir jafnaðarmenn hyggjast halda á NASA 28. apríl og mun dagskráin ekki vera af verri endanum, ef marka má sögusagnir. Það verður að skemmta lýðnumEftir Arnar Eggert Thoroddsenarnart@mbl.is TEITUR er sá færeyski tónlistarmaður sem far- ið hefur lengst með tónlist sína út fyrir heima- landið. Teitur hefur síðan 2003 ferðast linnulít- ið um allan heim og haldið á bilinu 200 til 300 tónleika á ári. Þá kom fyrsta plata hans, Poetry & Aeroplanes (2003), út undir merkjum Univer- sal. Færeyingar segja því „okkara Teitur“ alveg eins og þegar við tölum um hana Björk okkar. Teitur hefur verið búsettur í London und- anfarin fjögur ár og var nýkominn úr tónleika- ferð um Ástralíu þegar blaðamaður hitti hann í færeyska sjómannaheimilinu í Brautarholti. Önnur plata Teits, Stay Under The Stars, kom út í fyrrahaust. Þá hafði hann yfirgefið Universal, stofnsett eigið merki og samið sjálf- ur við dreifingaraðila. „Nú, maður lenti í svona dæmigerðu máli þarna hjá Universal,“ segir Teitur. „Ég var beð- inn um að semja meira af „svona“ lögum fyrir næstu plötu en ég hafði aðrar hugmyndir. Þannig að ég fór frá Universal og það hefur gengið mjög vel síðan. Ég hef reyndar verið sýnilegri eftir að ég fór að gera þetta sjálfur.“ Teitur mun svo gefa út nýja plötu í maí og verður hún öll sungin á færeysku. Kallast hún Káta hornið, eftir þekktu staðarminni í Þórs- höfn. „Plötunni verður dreift í Færeyjum og á Ís- landi og ég læt það nægja. En tek hana með mér á túr fyrir þá sem hafa áhuga. Ég hef ekki hugmynd um hvernig þessari plötu verður tekið og ef ég á að vera hreinskilinn, þá er mér alveg sama. Þetta er plata sem mig langaði virkilega til að gera, burtséð frá hugsanlegum sölutöl- um.“ Teitur segir að nokkur pólitísk lög verði á Káta horninu. Og þegar rætt er við hann er auðheyrt að hann er mikill Færeyingur. „Það er eins og maður sjái hlutina skýrar þegar maður stendur utan við þá,“ segir hann. „T.d. með þessi mál samkynhneigðra í eyjunum. Ég skil vel að margir Færeyingar hafi orðið fúl- ir yfir því að aðrar þjóðir séu að skipta sér af og dæma okkur. En um leið verðum við að tak- ast á við það þegar svona mál koma upp og auð- vitað getum við ekki málað okkur út í horn ef við viljum taka meiri þátt í samvinnu þjóð- anna.“ Teitur segir að tilurð plötunnar megi rekja til aukins sjálfstrausts. Reynsla og þroski hafi bók- staflega hellst yfir hann á þeim fáu árum sem hann hefur starfað sem atvinnutónlistarmaður. „Áður fyrr leit ég fyrst og fremst á mig sem lagahöfund en núna er ég farinn að líta á mig sem listamann. Eftir að hafa byggt upp ferilinn undanfarin ár er ég frjálsari til að gera ná- kvæmlega það sem mig langar til að gera.“ „Okkara Teitur“ Færeyski tónlistarmaðurinn Teitur treður upp á NASA annað kvöld Þroskaður Færeyski tónlistarmaðurinn Teitur Larsen hefur marga fjöruna sopið þrátt fyrir ungan aldur og er nú ein skærasta stjarna Færeyinga. Morgunblaðið/G.Rúnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.