Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÚ ÞEGAR liðið er nokkuð á annað ár frá því ný lög um skipan ferðamála tóku gildi er ekki úr vegi að fjalla stuttlega um reynsl- una af nýmælum laganna. Ég tel að almennt hafi tekist vel til við fram- kvæmdina og ekki síst leyfismálin. Er eðlilega orðið eft- irsóknarvert að hafa leyfi fyrir rekstri á þessu sviði enda felst í því gæðastimpill gagnvart við- skiptavinum. Hinn 1. janúar 2006 tóku gildi ný lög um skipan ferðamála sem tóku við af eldri lög- um um skipulag ferðamála. Þótti kominn tími til heildarendurskoðunar eldri laga þar sem tekið yrði mið af næstum áratugar reynslu af framkvæmd þeirra. Frumvarpið sem leit dagsins ljós á fyrri hluta árs 2005 og sam- þykkt var sem lög nr. 73/2005, hafði að geyma ýmsar breytingar og nýmæli frá eldri lögum. Meðal þeirra helstu voru skipulagsbreyt- ingar sem fólu það í sér að skrif- stofa Ferðamálaráðs Íslands var gerð að eiginlegri stjórnsýslu- stofnun og hlutverki ráðsins breytt. Í nýju lögunum er kveðið á um nýja stofnun, Ferðamálastofu, sem hefur það hlutverk að sjá um leyf- isveitingar vegna starfsemi sem undir lögin fellur og umsýslu vegna trygginga vegna alferða. Þessum málum hafði áður verið sinnt í samgönguráðuneytinu. Í þessu fólst því sú mikilvæga breyting, að kalli nútímans um betri stjórnsýslu var svarað, þar sem til verður kæruleið til æðra stjórnvalds, ráðuneyt- isins, vegna leyf- ismála, en því var ekki til að dreifa áð- ur. Samhliða þessu fékk ferðamálaráð nýtt hlutverk en það er einkum að gera til- lögur til ráðherra um markaðs- og kynning- armál ferðaþjónust- unnar og vera ráð- herra til ráðgjafar um áætlanir á þessu sviði. Mikilvæg nýmæli í nýjum lögum um skipan ferðamála eru einnig skýrari og fyllri reglur um þá starfsemi sem er leyf- isskyld samkvæmt lögunum en leyfisskyldir aðilar eru ferðaskrif- stofur og ferðaskipuleggjendur. Einnig er skýrt kveðið á um það að einungis þeir sem selja alferðir eru tryggingarskyldir og að slík starfsemi fellur aðeins undir starf- semi ferðaskrifstofu. Eitt af því sem var óljóst og gat valdið ágreiningi í tíð eldri laga var hvort þeir sem einungis sinna upplýsingagjöf og bókunarþjón- ustu til almennings væru leyf- isskyldir. Þar sem í þessari starf- semi felst ekki eiginleg skipulagning ferða eða sala þjón- ustu til viðskiptavina, var ákveðið að undanþiggja þessa starfsemi leyfisskyldu með beinum hætti enda gengið út frá því að það sem veittar eru upplýsingar um og bókað er, sé á vegum aðila sem eru með sín leyfis- og trygging- armál í lagi. Í staðinn er kveðið á um tilkynningarskyldu þessarar starfsemi til Ferðamálastofu enda þykir eðlilegt að til sé opinber skrá um þá sem veita þessa þjón- ustu. Leyfi eru ótímabundin Meðal nýmæla nýrra laga um skipan ferðamála má einnig nefna að leyfi fyrir leyfisskyldri starf- semi eru ótímabundin svo lengi sem leyfishafi uppfyllir skilyrði laganna og brýtur ekki gegn ákvæðum þeirra. Skýr ákvæði eru um hvenær leyfi fellur niður og hvenær heimilt er að fella það úr gildi. Lögin gera einnig ráð fyrir þeim möguleika að þjónusta leyf- ishafa sé eingöngu rafræn. Þá er það nýtt að Ferða- málastofa skuli hafa yfir að ráða sérstöku auðkenni sem leyf- ishöfum er gert skylt að nota með þeim hætti að neytendur geti full- vissað sig um að starfsleyfi sé fyr- ir hendi. Í þessu auðkenni felst ákveðinn gæðastimpill og staðfest- ing á því að viðkomandi sé með lögbundið starfsleyfi. Er þetta lið- ur í því markmiði laganna að það sé eftirsóknarvert og jákvætt að hafa tilskilið starfsleyfi og felst jafnframt í því aukin neyt- endavernd þar sem viðskiptavinir geta gengið úr skugga um að leyf- ismál séu í lagi. Almennt verður að telja að vel hafi tekist til við framkvæmd lag- anna og ekki síst markmið þeirra hvað varðar leyfismál. Í tíð eldri laga voru um 90 aðilar með útgef- in leyfi til reksturs ferðaskrif- stofu. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu eru nú 96 ferða- skrifstofur með leyfi og 64 ferða- skipuleggjendur, auk þess sem skráðir aðilar eru 26 talsins. Ekki er því annað að sjá en vel hafi tek- ist til við það markmið laganna að það sé eftirsóknarvert og jákvætt að hafa leyfi fyrir rekstrinum og þeir sem stunda þessa starfsemi sjái sér hag í því, enda felst óneit- anlega í því ákveðinn gæðastimpill gagnvart viðskiptavinum. Góð reynsla af nýskipan í ferðamálum Sturla Böðvarsson skrifar um breytta löggjöf ferðamála » Almennt verður aðtelja að vel hafi tek- ist til við framkvæmd laganna og ekki síst markmið þeirra hvað varðar leyfismál. Sturla Böðvarsson Höfundur er samgönguráðherra. STJÓRNMÁL snúast að miklu leyti um það í hvernig landi við vilj- um búa. Ég held að fullyrða megi að svo gott sem allir Ís- lendingar vilja standa vörð um náttúru okk- ar. Við gerum okkur hins vegar einnig grein fyrir því að við verðum að nýta gæði hennar. Ella ætti enginn heima á Íslandi. Sjávar- útvegur og landbún- aður hafa verið und- irstaða lífskjara Íslendinga frá land- námi og með nýtingu fallvatna og jarðvarma eigum við kost á því að nýta kosti rafmagns og hitaveitu. Vissulega kallar þetta allt saman á inngrip í náttúruna en lík- lega myndu fáir vilja vera án þess- ara gæða. Umræða síðustu missera snýst öðru fremur um það hversu langt eigi að ganga í nýtingu nátt- úrugæða. Sú umræða er holl og nauðsynleg. Hún má hins vegar ekki snúast upp í þá andhverfu sína að ekkert megi gera. Við lifum ekki á loftinu einu og enginn er reiðubú- inn að lýsa því yfir að við viljum ekki halda lengra í lífskjarasókn- inni. Núllvaxtarkenningar sem voru í tísku á áttunda ára- tugnum eiga sér nú fá málsvara. Eða hvað? Stóriðja er einn af þeim kostum sem við verðum að taka afstöðu til. Hún hefur skipt sköpum í atvinnuþróun hér á landi á síðustu áratugum. Er raunar eina erlenda fjárfest- ingin sem einhverju máli skiptir hér á landi síðustu fjóra áratugi. Þar með er ekki sagt að önnur tækifæri séu ekki til staðar. Ef við eigum að geta vegið og metið valkosti við stóriðju verða þeir hins vegar að vera settir fram af raunsæi en ekki óskhyggju. Sú er því miður ekki alltaf raunin. Vinstri grænir sem nú fljúga með him- inskautum höfðu það helst til mál- anna að leggja gegn Kára- hnjúkavirkjun að bjóða upp á fjallagrasatínslu ef minnið brestur ekki. Ég hef ekki orðið var við að hún sé orðin að marktækri atvinnu- grein á þeim árum eru liðin frá síð- ustu kosningum en kannski er ruðn- ingsáhrifum um að kenna. Nú virðast vinstri grænir hins vegar hafa fundið nýtt mótvægi við „stóriðjustefnuna“ samkvæmt yf- irlýsingum formanns flokksins á myndbandi sem sjá má á vef Sam- taka iðnaðarins. Og hvar skyldu nú sóknarfærin liggja? Jú, í því að flytja út vatn (frumleg hugmynd sem undarlegt er að enginn skuli hafa fengið fyrr) og selja ferða- mönnum aðgang að norðurljósunum á Mývatnsöræfum. Á fundi í síðustu viku þar sem hulunni var svipt af framboði Ís- landshreyfingarinnar höfðu for- ystumenn þess aðra snilldarlausn á reiðum höndum sem myndi gera „stóriðjustefnuna“ óþarfa. Og hver skyldi hún vera? Jú, eldfjallagarður á Reykjanesskaga. Fyrirmyndin er sótt til Hawaii og var því lýst yfir í viðtölum að þar hefðu heimamenn fimm milljarða í tekjur á ári af ferðamönnum sem heimsóttu eld- fjallagarðinn. Fimm milljarða, það eru dágóðar tekjur! Þarna gæti ver- ið komið svar við stóriðjustefnunni. En, nei, sú von varð að engu. Þegar heimasíða eldfjallagarðsins í Hawaii (www.nps.gov/havo) er skoð- uð kemur nefnilega annað í ljós. Velta eldfjallagarðsins er sam- kvæmt henni tæplega 5,6 milljónir dollara eða um 370 milljónir króna á núverandi gengi. Tekjurnar eru því 5 milljarðar á 13,5 ára fresti nema auðvitað að það sé stefna Íslands- hreyfingarinnar að halda þannig á efnahagsmálum að gengi dollars gagnvart krónu verði 890 krónur. Hvers konar laun skyldu nú vera í boði í þessum garði? Menn geta leikið sér að þessum tölum miðað við íslenskar aðstæður, helmingur í það minnsta fer í rekstur garðsins annan en launakostnað og gerum svo líkt og á Hawaii ráð fyrir að þarna séu 130 starfsmenn, ein- hverjir í vaktavinnu og greitt er í lífeyrissjóð og önnur launatengd gjöld sem lög- og samningsbundin eru. Niðurstaðan er að þessar tekjur gætu staðið undir um 80 þús- und króna grunnlaunum eða vel inn- an við fjórðungi af því sem með- alstarfsmaður í álveri er að fá. Því má hins vegar ekki gleyma að til að þetta takmark náist verður garðurinn að ná inn 2,5 milljónum gesta líkt og sá í Hawaii. Helming- urinn kemur þar raunar að næt- urlagi til að sjá glóandi hraun sem þarna er enn að finna. Fjöldi ferða- manna til Íslands var um 400 þús- und í fyrra og hafði aldrei verið meiri. Árlega koma um 7,5 milljónir ferðamanna til Hawaii. Ef við gerum ráð fyrir að eld- fjallagarðurinn njóti jafnmikilla vin- sælda og Bláa lónið meðal jafnt Ís- lendinga sem útlendinga og yrði þar með vinsælasti viðkomustaðurinn má búast við 380 þúsund gestum miðað við forsendur síðasta árs. Ef gert er ráð fyrir jafn miklum tekjum og á Hawaii þá þýðir það ekki fimm milljarða, ekki 370 millj- ónir heldur um 55 milljónir. Hvaða launum og hversu mörgum starfs- mönnum skyldi sú innkoma standa undir? Að því gefnu að tekjurnar standi undir öðru en rekstri garðs- ins. Kannski er hægt að brúa mis- muninn með því að selja þeim norð- urljósin. Hvers vegna eru menn að bera svona vitleysu á borð fyrir þjóðina? Eldfjallagarður er í sjálfu sér góð hugmynd en hann er hvorki mjög tekju- né atvinnuskapandi. Ef hér á að verða vitræn umræða um val- kosti verða valkostirnir að verða vit- rænir. Garðurinn sem gaus fimm milljörðum, eða bara 55 Steingrímur Sigurgeirsson skrifar um hugmyndir Íslands- hreyfingarinnar um eld- fjallagarð á Reykjanesi sem mótvægi við „stóriðjustefnuna“ »Ef við eigum að getavegið og metið val- kosti við stóriðju verða þeir að vera settir fram af raunsæi en ekki ósk- hyggju. Steingrímur Sigurgeirsson Höfundur er stjórnsýslufræðingur. NÝVERIÐ samþykkti nýr meirihluti í Reykjavík breytingar á reglum um ferðaþjónustu fatl- aðra. Forsaga málsins er sú að í nóv- ember 2005 samþykkti borgarráð tillögu um að auka þjónustu ferðaþjónustu fatlaðra, þær til- lögur fólu það í sér að gera fötl- uðum kleift að panta ferðaþjón- ustuna samdægurs. Velferðarsviði og Strætó Bs. var falin útfærsla á þessari ákvörðun, sem átti að taka gildi eigi síðar en fyrsta janúar 2007. Nú í febrúar lagði nýr meiri- hluti Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks fram útfærðar til- lögur Velferðarsviðs í borgarráði og borgarstjórn. Samfylkingin og VG greiddu atkvæði gegn út- færslu meirihlutans því sam- kvæmt henni er einungis gert ráð fyrir að fatlaðir í hjólastól fái þjónustu samdægurs og að há- marki 10 ferðir á mánuði (fimm ferðir fram og til baka) og greiði aukalega 500 kr. fyrir þær ferðir til viðbótar við 140 króna fasta- gjald eða 1.280 fyrir ferð fram og til baka. Auk þess sem einungis er hægt að panta ferðir á skrif- stofutíma og laugardags- morgnum. Útfærsla meirihlutans var ekki unnin í samráði við hagsmuna- samtök fatlaðra eins og til stóð. Sjálfsbjörg, Þroskahjálp og Ör- yrkjabandalagið hafa lýst sig ósammála tillögunni sem meiri- hlutinn í Reykjavík samþykkti. Það er sjálfsögð krafa að fatl- aðir geti farið ferða sinna þó ákvörðunin um það hafi ekki verð tekin með dags fyrirvara. Annar mikill galli á útfærslu nýs meiri- hluta er að einungis þriðjungur núverandi notenda ferðaþjónust- unnar mun geta notað sér þá tak- mörkuðu samdægurs þjónustu sem boðið verður upp á og er fötl- uðum því mismunað. Ástandið í þessum málum er því langt í frá að vera ásættanlegt og við það verður ekki unað. Sigrún Elsa Smáradóttir Ferðaþjónusta fatlaðra Höfundur er borgarfulltrúi Sam- fylkingarinnar. MIG rak í rogastans, er ég sá ummæli forsætisráðherra, sem greinilega voru sögð í hálfkær- ingi eða gamni, flennt með stóru letri yfir heila opnu í Morgunblaðinu um sl. helgi. Ummælin voru þau, að hann fíl- aði starf forsætisráðherra í botn. Ekki get ég ímyndað mér að gamli blaðamaðurinn Geir H. Haarde hafi hugsað þessi um- mæli sem fyrirsögn. Ekki batn- aði þegar í viðtalinu mátti lesa: „Kom on, Geir“. Þá trúði ég ekki mínum eigin augum. „Kom on, Geir“ er enska. Ekki ís- lenska. Þetta er ekki einu sinni fyndið. Með þessu hefur Morg- unblaðið sett niður. Þessi mál- notkun er ungum lesendum blaðsins vond fyrirmynd. Málfar í Morgunblaðinu hefur jafnan verið til fyrirmyndar. Hvar er nú málfarslegur metnaður Morgunblaðsins? Eiður Guðnason Morgunblaðið leggur enskunni lið Höfundur er sendiherra. VÍÐSJÁ kl. 17.03 virka daga www.ruv.is Það er engin heimilisprýði varanlegri en gott útvarp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.