Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
straumsvik.is
Kynntu þér röksemdir fyrir stærra og betra álveri og
sjáðu myndband um stækkun álversins í Straumsvík.
straumsvik.is
Fá raunverulegt val
Ríkisstjórnin kemur af stað tilraunaverkefni til tveggja ára um notenda-
stýrða þjónustu fyrir sjúklinga sem þurfa á þjónustu öndunarvéla að halda
„ÞETTA er skilyrði fyrir raunverulegu vali um
öndunarvél. Fram að þessu var ekkert val,“ segir
Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins. Rík-
isstjórnin hefur ákveðið að koma á tilraunaverkefni
til tveggja ára um svonefnda notendastýrða þjón-
ustu sem mun taka til fjögurra til sex einstaklinga
sem þurfa á öndunarvélaþjónustu að halda vegna
sjúkdóma eða slysa. Þetta kynntu Magnús Stef-
ánsson félagsmálaráðherra og Siv Friðleifsdóttir,
heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, á ráðstefnu
um mótun framtíðar í félagslegri þjónustu á Hótel
Nordica gær, en ráðstefnunni lýkur í dag.
Hin nýja þjónusta gerir fólki sem þarf á önd-
unarvélaþjónustu að halda kleift að fara ferða sinna
og taka virkan þátt í samfélag-
inu með hjálp aðstoðarmanna í
stað þess að vera bundnir önd-
unarvél á hjúkrunarstofnun.
Ákvörðunin byggist á tillögum
nefndar um notendastýrða
þjónustu sem starfar á vegum
félagsmálaráðuneytisins. Hin
nýja þjónusta verður einkum
veitt á vettvangi félagsmála-
ráðuneytisins en heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið annast fræðslu og þjálf-
un starfsfólks og útvegar nauðsynlegan tækjabún-
að.
MND-félagið hefur barist fyrir möguleikanum á
notendastýrðri þjónustu.
Notendum vonandi fjölgað
Tilraunaverkefnið verður endurskoðað að tveim-
ur árum liðnum. „Vonandi verður síðan hægt að
fjölga notendum, en kerfið ekki lagt af,“ segir Guð-
jón. Hið nýja fyrirkomulag geti bæði sparað pen-
inga og aukið lífsgæði sjúklinga. Með tilraunaverk-
efninu séu Íslendingar að feta í fótspor
nágrannaríkjanna. „Við erum að sigla í spor Dana
að mestu leyti,“ segir Guðjón. Evald Krog hafi
hjálpað mikið til við að snúa hugarfari á þennan veg.
Krog er staddur hér á landi um þessar mundir.
Guðjón Sigurðsson
SÉRA Hreinn Hjart-
arson, fyrrverandi
sóknarprestur í Fella-
prestakalli, lést á
Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi 28. mars
síðastliðinn, 73 ára að
aldri.
Hreinn fæddist á
Hellissandi 31. ágúst
1933, sonur Hjartar
Jónssonar hreppstjóra
og Jóhönnu Vigfús-
dóttur organista.
Hreinn varð stúdent
frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1955, lauk
guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands
1961 og stundaði guðfræðinám í
Þýskalandi 1968–1969.
Hreinn var sóknarprestur í Nes-
þingum á Snæfellsnesi 1963–1970.
Aukaþjónusta í Búða- og Hellna-
sóknum 1966–1968 og í Setbergs-
prestakalli um tíma 1969. Sendi-
ráðsprestur í Kaupmannahöfn
1970–1975. Hreinn var
sóknarprestur í Fella-
og Hólaprestakalli í
Reykjavík við stofnun
prestakallsins árið
1975 og prestur í
Fellaprestakalli 1987–
2002.
Hreinn gegndi fjöl-
mörgum trúnaðar-
störfum innan þjóð-
kirkjunnar, var m.a.
kjörinn á kirkjuþing
sem fulltrúi fyrir
Reykjavíkurprófasts-
dæmi 1982 og í kirkju-
ráð 1990. Formaður
stjórnar Kirkjuhússins og útgáfu-
félagsins Skálholts frá 1991, fulltrúi
kirkjuráðs í stjórn Fjölskylduráð-
gjafar kirkjunnar og í stjórn Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar 1992–1998.
Eftirlifandi eiginkona sr. Hreins
er Sigrún Ingibjörg Halldórsdóttir
kennari. Þau eignuðust fjögur börn
og eru barnabörnin orðin átta.
Andlát
Hreinn Hjartarson
RAFORKULÍNUR vegna orku til
mögulegs álvers í Helguvík á
Reykjanesi verða allar lagðar í jörð
samkvæmt tillögu að aðalskipulagi
í Garðinum.
Tillagan tekur til þess svæðis inn-
an sveitarfélagsins sem var skil-
greint sem varnarsvæði. Sam-
kvæmt tillögu að aðalskipulaginu
verður hluti svæðisins iðnaðar-
svæði og hluti þess óbyggt svæði. Á
iðnaðarsvæðinu sem liggur að landi
Reykjanesbæjar í Helguvík er gert
ráð fyrir að álverið muni rísa og
munu kerskálar þess standa í landi
Garðs samkvæmt fyrirliggjandi til-
lögum, að sögn Oddnýjar Harð-
ardóttur, bæjarstjóra í Garðinum.
Hún sagði að tillagan að að-
alskipulaginu hefði mælst vel fyrir
á borgarfundi sem haldinn var á
miðvikudag.
Raforkulínur
í jörð í Garði
RÍKISKAUP hafa tekið tilboðum
Hreyfils og Nýju leigubílastöðv-
arinnar um leigubifreiðaakstur fyr-
ir stofnanir ríkisins. Einnig barst
tilboð frá BSR.
Júlíus Ólafsson, forstjóri Rík-
iskaupa, segir nýtt að samið sé við
tvö fyrirtæki. Áður var ríkið aðeins
með samning við Hreyfil. „Við vild-
um fá meiri breidd í það þjónustu-
framboð sem mögulegt er á þessum
markaði.“ Tilboð Nýju leigabíla-
stöðvarinnar hljóðaði upp á 200
króna startgjald á dagtaxta en eng-
inn afsláttur verður gefinn auka-
lega. Hreyfill bauð 490 kr. start-
gjald og 21,25% afsláttarprósentu,
og tilboð BSR hljóðaði upp á 450 kr.
startgjald og 6% afsláttarprósentu.
Ríkið semur
um akstur
♦♦♦
SAMFYLKINGIN vill að málefni
barna verði í forgangi á verkefna-
lista næstu ríkisstjórnar. Í gær var
kynnt aðgerðaáætlun Samfylkingar-
innar á landsvísu í málefnum barna
og barnafólks undir yfirskriftinni
Unga Ísland, í þeim tilgangi að vekja
athygli á mikilvægi barnastefnu.
Markmið Samfylkingarinnar fel-
ast í bættum hag barnafjölskyldna,
auknum stuðningi við foreldra og
virkjun og styrkingu hæfileika allra
nemenda í skólakerfinu. Flokkurinn
vill leita allra leiða til að draga úr fá-
tækt barna og stefnir að því að auka
vernd barna gegn kynferðisafbrot-
um og jafnframt að auka stuðning
við börn innflytjenda. Ekki síður er
stefnt að auknum stuðningi við börn
og fjölskyldur barna og ungmenna,
sem eiga í vanda vegna vímuefna
eða hegðunarerfiðleika. Þá verður
stefnt að því að bæta lagaumhverfi í
málefnum barna og réttarstöðu
þeirra.
Þarf að móta heildstæða
stefnu í málefnum barna
Fyrstu aðgerðir til að ná þessum
markmiðum felast í mótun opinberr-
ar, heildstæðrar stefnu í málefnum
barna og ungmenna. Samfylkingin
vill bjóða foreldraráðgjöf og
-fræðslu í öllum sveitarfélögum og
draga úr tekjutengingum barna-
bóta. Einnig vill flokkurinn bæta
tannvernd barna og útvega ókeypis
námsbækur í framhaldsskólum.
Þá leggur flokkurinn áherslu á að
börn innflytjenda fái sömu tækifæri
og þjónustu og önnur börn. Einnig
vill flokkurinn koma á sólarhrings
aðstoð og ráðgjöf við unga fíkniefna-
neytendur og börn með bráð geðræn
vandamál, fjölga meðferðarleiðum
og leggja aukna áherslu á lausnir
innan heimilisins. Þá vill flokkurinn
stórefla forvarnarstarf gegn kyn-
ferðisofbeldi.
Meðal annarra atriða sem flokk-
urinn leggur áherslu á er lenging
fæðingarorlofs í 12 mánuði og sam-
starf við aðila vinnumarkaðarins um
leiðir til að stytta vinnuvikuna.
Þá vill flokkurinn bæta hag barna-
fjölskyldna með lækkun matarverðs,
fella niður þriðjung námslána, af-
nema stimpilgjöld á lánum til íbúð-
arkaupa, endurreisa vaxtabótakerfið
og efla traustan leigumarkað.
Samfylkingin vill að málefni
barna verði sett í forgang
Börnin í fyrrirrúmi Yfirskrift barnastefnu Samfylkingarinnar er Unga Ísland og miðar að bættum hag barna.
„FYRST og fremst er um það að
ræða að við erum að fara að vinna
með DV að eflingu helgarblaðsins,“
segir Valdimar Birgisson, annar eig-
enda tímaritsins Krónikunnar, um
þá ákvörðun að hætta útgáfu þess í
núverandi mynd. „Það er erfitt að
reka svona sjálfstæðan fjölmiðil á Ís-
landi, markaðurinn er það lítill.
Þannig að okkur þótti betra að sam-
eina kraftana undir einum hatti.“
Valdimar segir aðspurður um við-
brögð blaðamannanna átta sem voru
í fullu starfi hjá tímaritinu að þau séu
„blendin“. Valdimar játar að lausa-
sala hafi verið „undir væntingum“ en
auglýsingasala hafi gengið „ágæt-
lega“. Hann neitar að gefa upp upp-
lag Krónikunnar en segir slíkt tíma-
rit þurfa að seljast í 8.000 til 10.000
eintökum til að geta borið sig. Hann
segist ekki vita hversu margir blaða-
mannanna kjósi að ganga yfir til rit-
stjórnar DV eða hvaða mynd Krón-
ikan muni taka á sig innan blaðsins,
það komi í ljós. „Þetta verður hugs-
anlega fylgiblað inni í DV.“
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fyrr-
verandi ritstjóri Krónikunnar, mun
hefja störf hjá DV, þar sem Valdi-
mar verður markaðs- og áskriftar-
stjóri. Hún tekur undir það með
Valdimari að hugsunin að baki tíma-
ritinu hafi verið að bjóða upp á
fréttaskýringar, hún sé stolt af
hverju eintaki.
Eigendur Valdimar Birgisson og
Sigríður Dögg Auðunsdóttir.
Krónikan
seld til DV
Sala í verslunum
undir væntingum