Morgunblaðið - 30.03.2007, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 43
✝ Lísa Skaftadótt-ir fæddist í
Reykjavík 17. jan-
úar 1964. Hún lést
miðvikudaginn 21.
mars sl.
Foreldrar hennar
voru Skafti G.
Skaftason, fæddur
28. janúar 1930 í
Vestmannaeyjum,
dáinn 1. apríl 1995,
og Betzy Jacobsen,
fædd 25. maí 1928 í
Þórshöfn, Fær-
eyjum, dáin 14. jan-
úar 1985. Lísa var næstyngst
systkina sinna.
Þau eru (1) Súsanna O. Skafta-
dóttir, gift Sveini Sveinssyni. Börn
þeirra eru Skafti, dáinn 2002,
Guðmundur og Íris. Barnabarn er
Brynjar Már.
(2) Sigurlín Skaftadóttir, gift
Kristni, dáinn 2006, barn þeirra er
Kristinn en fyrir átti Sigurlín
Betsý og Evu, faðir þeirra Sævar,
dáinn 1987. Á Sigurlín einnig Ei-
rík en faðir hans er Hafþór.
Barnabarn er Steinþór Kristinn.
2003. Fyrir átti Lísa Þórunni Lísu,
fædda 14. okt. 1981. Faðir hennar
er Guðni Davíðsson. Þórunn Lísa
ólst upp hjá móður sinni og stjúp-
föður. Þórunn Lísa er í sambúð
með Erni Gunnþórssyni og saman
eiga þau Sindra Þór, fæddan 17.
janúar 2004.
Lísa fór til Vestmannaeyja 23
ára til að vinna hjá Ísfélagi Vest-
mannaeyja og þar kynntist hún
Ragnari. Fluttust þau saman í
Norðurgarð, æskuheimili Ragnars
og síðar að Hásteinsvegi 17 þar
sem þau bjuggu til ársins 1996.
Leiðin lá síðan til Reykjarvíkur
um tíma og fluttist fjölskyldan svo
á Engjaveg 32 á Selfossi.
Lísa var mikil félagsvera og var
hún hrókur alls fagnaðar hvar
sem hún kom.
Í ferðalögum undi hún sér vel í
góðra vina hópi ásamt börnum sín-
um og manni. Sumarið 2006 lét
hún draum sinn rætast og keypti
hjólhýsi og ferðaðist fjölskyldan
mikið í því.
Lísa var mikill dýravinur og átti
tíkin Lúsý stóran hlut í hennar lífi.
Lísa var vinur vina sinna og rækt-
aði fjölskyldu sína af fullum hug.
Útför Lísu fer fram frá Selfoss-
kirkju í dag, föstudaginn 30. mars,
kl 13.30.
(3) Rannveig
Skaftadóttir, gift
Magnúsi Sigurðssyni.
Barn þeirra er Alda,
fyrir átti Rannveig
Kjartan og Bjarka,
faðir þeirra er Hall-
dór. Magnús átti fyr-
ir eitt barn, Signýju.
Barnabörn eru Alex-
andra Líf og Guðrún
Randy.
(4) Kjartan Skafta-
son í sambúð með
Kristínu Guðmunds-
dóttur. Barn Kjart-
ans er Gunnar Áki.
(5) Betsý Skaftadóttir.
Lísa kynntist eftirlifandi eig-
inmanni sínum Ragnari Þór Stef-
ánssyni í Vestmannaeyjum 1987.
Foreldrar Ragnars voru Stefán
Jóhannesson, dáinn 2004, og
Kristín Karólína Þórðardóttir, dá-
in 1985.
Lísa og Ragnar giftu sig 8. júlí
1993 og eignuðust þau 4 börn. Þau
eru Ómar og Hafdís, fædd 4. júlí
1993, Gunnar Þór, fæddur 1. febr-
úar 1999, og Skafti, fæddur 5. júní
Elsku hjartans Lísa mín, ég er svo
dofin. Ég sit hér fyrir framan mynd-
ina af þér, margt fer í gegnum huga
minn. Við ólumst upp í Vesturbænum
í stórum systkinahópi, við mikið ást-
ríki foreldra okkar. Þegar þú, Lísa
mín, varst lítil var þér í þrígang ekki
hugað líf vegna veikinda, en þú stóðst
þetta allt af þér. Elsku kæra systir,
fljótlega eftir að þú áttir Þórunni
Lísu þína fór að bera á flogaköstum
hjá þér sem ágerðust eftir því að sem
árin liðu, en með lyfjagjöf var hægt
að halda flogunum að mestu leyti
niðri. Ég gleymi því ekki þegar þú
baðst mig að koma út á flugvöll að
sækja þig og kærasta, og „vá“ ástin
og hjörtun sem skutust á milli og
þarna við hlið þér stóð Raggi sem síð-
ar var þinn elskulegi eiginmaður. Ég
kynntist Ragga og hans mannkost-
um, allri hans elsku og ást til þín, Lísa
mín, og einnig til Þórunnar Lísu sem
hann ól upp sem sína dóttur. Árin liðu
og kraftaverkin með, Lísa barnshaf-
andi ekki að einu heldur tveimur og
þá var nú dansað og hlegið, hvílík
hamingja, Raggi sveif og hélt í hönd-
ina á Lísu sinni hvar sem var, sól-
argeislarnir komu í heiminn, Hafdís
og Ómar og Þórunn Lísa orðin stolt
stóra systir. Aldrei var hægt að hafa
gleðskap nema hafa Lísu og Ragga
með, Raggi spilaði á gítar og Lísa
söng, það var sama hvaða lag var
raulað. Lísa kunni þau öll. Við eigum
svo góðar minningar saman þegar við
fórum til Dóminíska lýðveldisins og
þá nutum við okkar í botn, engar
áhyggjur af neinu og gerðum það
sem okkur langaði að gera, oft sett-
umst við niður og spjölluðum saman
um þessar ferðir og þá var hlegið
mikið. Þú varst svo sterk, kvartaðir
aldrei, samt svo mikill sjúklingur að
fáir vissu hvað þú þurftir að ganga í
gegnum. Þegar þú fórst í höfuðað-
gerðina varstu komin fram úr rúminu
daginn eftir og auðvitað allt á hörk-
unni. Ef ég sá að þér leið illa og spurði
þig þá sagðir þú alltaf: þetta er í lagi,
þetta líður hjá. Lífsglaða Lísa, stutt í
húmorinn, stutt í hláturinn og hvað
við gátum hlegið að allri vitleysunni í
okkur. Það yljar mér um hjartað að
eiga svo margar og góðar minningar
um þig og umfram allt að hafa átt þig
sem systur. Það er stór dagur fram-
undan – Hafdís og Ómar eiga að
fermast. Elsku Lísa mín, við sjáum
um að þessi dagur verði eins og þú
vildir hafa hann þ.e.a.s. dagur
barnanna. Gunnar Þór passar vel upp
á að það séu blóm og englar í kringum
myndina þína og talar mikið um þig.
Skafti litli segir að þú sért í geimnum,
ég sagði við hann að þú myndir heyra
í honum uppi í geimnum, þannig að
hann gæti sagt þér hvað sem væri og
eins Gunnar Þór. Kæra hjartahlýja
og góða systir, ég á erfitt með að
sleppa hendinni af þér en ég verð að
gera það. Elsku Raggi minn, Þórunn
Lísa, Hafdís, Ómar, Gunnar Þór,
Skafti, Örn og Sindri Þór, megi guðs
englar vaka yfir ykkur, styrkja og
blessa. Einnig vil ég biðja góðan guð
að styrkja og blessa bílstjórann og
fjölskyldu hans. Það er svo margt
sem ég gæti skrifað og rifjað upp en
ég ætla að eiga það fyrir mig. Elsku
Lísa mín, ég kveð þig að sinni. Góða
nótt, mín kæra systir, og Guð geymi
þig.
Þín systir og mágur,
Rannveig (Randý) og Magnús.
Elsku Lísa, það er svo margt sem
okkur langar til að segja, því að minn-
ingarnar eru svo margar. Öll lífsgleð-
in og stuðið sem var í kringum þig,
alltaf varst þú hrókur alls fagnaðar
og alltaf var gaman þegar þið komuð
heim eða þegar við fórum í ferðalag
og Raggi tók upp gítarinn og þú
söngst með. Þú varst ekki bara
frænka okkar heldur líka svo mikill
heimagangur hjá okkur og þar af
leiðandi mikill vinur okkar. Við viljum
kveðja þig með þessu ljóði:
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson)
Elsku Raggi og börn, megi góður
Guð vaka yfir ykkur,
styrkja ykkur og blessa.
Bjarki og Rannveig, Kjartan,
Lára, Alexandra
og Guðrún Randý.
Það voru sorgartíðindi sem ég fékk
miðvikudaginn 21. mars síðastliðinn
þegar maðurinn þinn tilkynnti mér að
þú hefðir látist í bílslysi. Tárin fóru að
streyma, þú varst hjá mér á mánu-
daginn svo hress og kát, Sigrún
frænka kom með þér. Það var svo
gaman hjá okkur. Við fengum okkur
heitan rétt og kaffi. Við gerðum
margt saman, þar á meðal fórum við á
jólahlaðborð hjá norræna félaginu í
Þorlákshöfn. Það var mjög gaman og
þú naust þín, því þú hittir fólk sem
átti færeyskan pabba og þér þótti svo
gaman að tala færeysku. Þú sagðir
nokkra brandara á færeysku og það
var hlegið því þetta voru alveg frá-
bærir brandar. Svo var dansaður
færeyskur dans, ég var búin að
gleyma honum en þú varst fljót að
segja mér hvernig hann væri. Þú
sagðir: Farðu tvö skref til hliðar og
eitt til baka, og svo hlógum við sam-
an. Þá fórum við til Guðveigs bróður
míns, hann hellti upp á kaffi fyrir þig,
svo fórum við heim til foreldra minna
því pabbi var bílstjóri. Það var settur
geisladiskur í og svo var sungið alla
leið heim til þín.
Fyrir jólin perluðum við alls konar
jólaskraut, til dæmis jólasveina,
engla og kirkjur með krökkunum
okkar. Við vorum með heitt kaffi, pip-
arkökur, kalt kakó og kók. Þessi
stund verður mér mjög dýrmæt og
aðrar stundir sem ég átti með þér
elsku Lísa mín. Ég kynntist þér í
október/nóvember á ættarmóti. Þeg-
ar ég kom fyrst til þín tókstu svo vel á
móti mér og fjölskylda þín. Við vorum
orðnar svo góðar vinkonur og gátum
rætt svo mikið saman. Við vorum
búnar að ákveða að fara í útilegu í
Þjórsárver í sumar. Ragnar átti að
spila á gítar og Gunnar ætlaði að vera
aðalsöngvarinn. Við ætluðum báðar
að ferma, við hlökkuðum svo mikið til.
Ég ætlaði að hjálpa þér en nú hjálpa
ég Ragnari og krökkunum þínum.
Elsku Lísa mín, takk fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum sam-
an. Minninguna um þig mun ég
geyma í hjarta mínu.
Elsku Ragnar, Þórunn Lísa, Örn,
Ómar, Hafdís, Gunnar, Skafti og
Sindri Þór og aðrir ættingjar. Ég og
fjölskylda mín vottum ykkur okkar
dýpstu samúð og megi guð styrkja
ykkur á erfiðum tímum.
Þín frænka
Hafdís.
Elsku Lísa mín, mér þykir svo
vænt um þig, á hverju kvöldi fer ég
með bænina
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
og hugsa til þín.
Elsku Raggi, Þórunn Lísa, Ómar,
Hafdís, Gunnar Þór og Skafti, ég
hugsa líka til ykkar og bið Guð að
passa ykkur.
Þín frænka,
Alda.
Ég er í vinnunni og heyri óminn af
sírenuvæli og hugsa, vonandi er þetta
ekki enn eitt umferðarslysið. Seinna
um daginn frétti ég svo að þetta hefði
verið þú, elsku vinkona. Þegar ég
hafði grátið þetta ranglæti helltist yf-
ir mig hafsjór minninga og kom það
sjálfri mér á óvart hvað við höfum
brallað margt saman í gegnum tíðina.
Þú varst ein af mínum fyrstu vinkon-
um þegar ég flutti í vesturbæinn 13
ára gömul.
Manstu þegar við hlupum oftar en
einu sinni út heiman frá þér, skelli-
hlæjandi, yfir einhverjum athuga-
semdum frá mömmu þinni um stráka
og strákafar á færeysk-bjagaðri ís-
lensku. Og manstu eftir Vatnaskógi
þar sem við vinkonurnar áttum ynd-
islegar stundir. Eða fyrsta sveitaball-
inu sem við Ingibjörg fórum á með
þér fyrir austan og svo vorum við
keyrðar á ballið í lögreglubíl, bílstjór-
inn tengdist þér, oft höfum við hlegið
dátt að ýmsu sem gerðist þar. Já,
æskuárin okkar voru yndislegur tími.
Þú þroskaðist samt hraðar en við
hinar, eignaðist barn snemma og
fórst að búa snemma. Þórunn Lísa,
fyrsta barnið þitt og fyrsta barnið í
vinahópnum, var auðvitað fallegasta
barn sem fæðst hafði og best var þeg-
ar ég fékk að passa hana yfir nótt,
þessa litlu yndislegu veru.
Þið fluttuð svo í burtu, en við héld-
um alltaf sambandi og hittumst þegar
þú komst í bæinn. Svo kynntist þú
honum Ragga þínum og bjóst úti í
Vestmannaeyjum og mikið var gott
að þú varst þar þegar ég flutti þang-
að. Ég sé fyrir mér ykkur hjónakorn-
in, Ragga með gítarinn og þig syngj-
andi eyjalög í góðra vina hópi. Þú
kunnir fullt af íslenskum textum og í
hvert sinn sem ég á eftir að heyra lag-
ið um pípuna mun ég hugsa um þig.
Þú elskaðir þetta lag og eitt sinn þeg-
ar við vorum á leiðinni í bæinn úr
Hveragerði söngst þú það hástöfum
eftir útvarpinu, við héldum okkar eig-
ið söngpartí á leiðinni. Elsku Lísa, ég
gæti endalaust rifjað upp en læt stað-
ar numið og ætla að lokum að óska
þér góðrar ferðar hvert sem för þinni
er heitið og veit að það er vel tekið á
móti þér af föður og móður og öðrum
þér nátengdum. Elsku Raggi, Þór-
unn Lísa og fjölskylda, Hafdís, Ómar,
Gunnar og Skafti, megi guð gefa ykk-
ur styrk og huggun í sorg ykkar.
Ykkar vinkona,
Auðbjörg og fjölskylda.
Lísa Skaftadóttir
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SKÚLI MAGNÚSSON ÖFJÖRÐ
frá Skógsnesi, Gaulverjabæjarhreppi,
síðast til heimilis
í Reykjamörk 1,
Hveragerði,
verður jarðsunginn frá Gaulverjabæjarkirkju
laugardaginn 31. mars kl. 14.00.
Jón Ingi Skúlason Öfjörð, Gerður Helgadóttir,
Þórdís Kr. Skúladóttir Öfjörð, Ingólfur Einarsson,
Sveinn Skúlason Öfjörð, Helga Hjartardóttir,
Þóra Skúladóttir Öfjörð, Ríkharður Jónsson,
Ingigerður Skúladóttir Öfjörð, Hrafn Sigurðsson,
Magnús Þ. Skúlason Öfjörð, Þórunn R. Sigurðardóttir,
afabörn og langafabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
RÓSU SIGURBJARGAR SIGURJÓNSDÓTTUR,
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð,
(áður Álfhólsvegi 36).
Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Sunnuhlíð fyrir
umönnun og hlýtt viðmót við móður okkar.
Brynjar M. Valdimarsson, Steinunn Sigurðardóttir,
Sigurjón Valdimarsson, Ásta Björnsdóttir,
Ásgeir Valdimarsson, Eva Hallvarðsdóttir,
Kristín S. Valdimarsdóttir, Sigurgeir Skúlason,
Valdimar Fr. Valdimarsson, Karen J. Júlíusdóttir,
Rósa Á. Valdimarsdóttir, Sigurður Guðnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður, tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR JÓNS MIKAELSSONAR,
Hvassaleiti 8,
Reykjavík.
Ásta I. Snorradóttir,
Soffía S. Guðmundsdóttir, Sigurður Einarsson,
Gunnlaug Guðmundsdóttir, Birgir Guðmundsson
Guðmundur Arnar, Einar, Ásta Bergrún,
Snorri Örn og Helga Soffía.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, dóttur,
tengdadóttur, systur og mágkonu,
SÓLVEIGAR ÓLAFSDÓTTUR,
Efri Brúnavöllum 1.
Hermann Þór Karlsson,
Sigurlína Margrét Hermannsdóttir,
Ólafur Hjaltason, Steinunn Ingvarsdóttir,
Hjalti Ólafsson, Ragnheiður Líney Pálsdóttir,
María Karen Ólafsdóttir, Valdimar Bjarnason,
Atli Sigurðsson, Kattie Nielsen,
Snæfríður Ólafsdóttir,
Hjalti Gestsson
Karl Stefánsson, Þóra Hermannsdóttir
og aðrir aðstandendur.