Morgunblaðið - 30.03.2007, Page 29

Morgunblaðið - 30.03.2007, Page 29
þýðir „Guð minn góður“. Þetta verð- ur bara að koma í ljós. Fyrsta skref- ið er að ákveða framhaldsskólann. Það verður án efa erfitt að velja á milli, en félagslífið skiptir mig ekki síður máli en lærdómurinn,“ segir Guðmundur, sem æfir fótbolta með Breiðabliki, hefur lært á píanó í mörg ár, er að gutla í hljómsveit og lenti í fyrsta sæti í nýliðinni stærðfræðikeppni grunnskólanna. „Stundataflan mín er alveg ferleg. Ég missi iðulega af tímum hér og þar eða kem of seint í tíma. Þetta vill nefnilega fara allt saman í algjöra kássu stundum hjá mér.“ Allt er bara svolítið galopið Í sama streng taka þær Jóhanna og Eva, sem eru á þönum alla daga, en hafa hvorki ákveðið í hvaða fram- haldsskóla þær ætla né hvað þær vilji helst starfa við á fullorðinsárum. „Mig langar að gera svo margt, en hef ekki enn komist að neinni loka- niðurstöðu. Það er allt galopið,“ seg- ir Jóhanna, sem hefur verið að æfa fótbolta með Breiðabliki með nám- inu, en er nú frá vegna meiðsla. „Ég hef mikinn hug á líffræði eða lækn- isfræði,“ segir Eva, sem hefur líka verið í fiðlunámi í mörg ár og í dansi. Þær Jóhanna og Eva voru að byrja í níunda bekk þegar þær ákváðu að fara á fund Helga, aðstoð- arskólameistara í MK, til að forvitn- ast um hvaða úrræði hann hefði fyrir þær í stærðfræðinni þar sem þær voru búnar með allt grunnskóla- námsefnið í faginu. Þær hafa því set- ið tíma í MK undanfarin tvö ár og þykir það bara skemmtilegt þótt þær séu þar innan um eldri krakka. Nú hafa þær lokið níu framhalds- skólaeiningum hvor í stærðfræðinni og sex einingum í frönsku auk þess sem Eva hefur lokið þremur ein- ingum í spænsku og þremur í verk- námi. join@mbl.is mta sér heilsa MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 29 heilan tæknimann frá Símanum, Nýherja eða einhverju viðlíka fyr- irtæki til að koma á sambandi og halda búnaðinum gangandi. Varla er miklar tekjur að hafa lengur af mynd- fundunum heldur. x x x Og þá er komið aðspurningunni, sem Víkverji spyr iðu- lega þegar eitthvað er ókeypis: Hvað fá eig- endur Skype fyrir sinn snúð? Forritið er ókeypis, því fylgja eng- ar auglýsingar – hvaðan koma tekj- urnar? eBay keypti Skype fyrir tæp- lega 2,6 milljarða Bandaríkjadala, hvorki meira né minna. Einhvers staðar las Víkverji að ætlun eigenda eBay væri að nota Skype til að þeir, sem kaupa og selja hluti á eBay, gætu talað saman á Netinu. Þurftu þeir að kaupa fyrirtækið á 170 millj- arða króna til þess? x x x Sumar viðskiptaáætlanir skilurVíkverji bara alls ekki – en hann er yfirmáta kátur með sína ókeypis myndfundi með vinum sínum í út- löndum. Skype-forritið erfrábær uppfinn- ing, að mati Víkverja. Hann notar það til að halda símasambandi við vini sína í gegnum Netið. Hljómgæðin eru iðulega betri en í venjulegum síma og kostnaðurinn enginn. Flestir, sem Víkverji þekkir og eiga vini og ættingja í útlöndum, eru steinhættir að nota símann og nota Skype í staðinn til að rækta fjölskyldu- og vina- böndin. Ætli símafyr- irtækin fái enn ein- hverjar tekjur af millilandasímtölum? x x x Sá möguleiki að tengja vefmynda-vél við tölvuna og tala saman í mynd á Skype-inu er líka mikið not- aður. Afar og ömmur geta fylgzt með barnabörnunum í útlandinu vaxa úr grasi og fólk getur sýnt vin- um og ættingjum nýju fötin eða klippinguna meðan á samtalinu stendur. Þetta þykir auðvitað alveg sjálfsagt í dag, en fyrir innan við ára- tug hét þetta myndfundur eða fjar- fundur og þótti mikið mál. Myndfundir voru dýrir og þurfti         víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Guðmundur skáld á Sandi var mikill fuglavinur og náttúruskoðari eins og Sandsfólkið allt. Hann orti um straumönd á Laxá: Heillar sál í hróðrardreng, hýr í morgungljánni, bröndukvik um bárustreng, brimdúfan í ánni. Um helsingjana yrkir hann: Laus við svima flýgur frjáls fugl með hvimi skyggnu, þó að brimi um brjóst og háls bláa himinlygnu. Og enn fremur: Svali að bænum seiðir hljótt sefju og lænukynngi, einn ég mæni inn í nótt eftir Grænlendingi. Á einhverju harðindaárinu orti hann: Dauðinn hóar hátt við sjó, hleypur flóann kringum; lætin óa úti í mó öllum snjótittlingum. Löngum stúrin líður önn; ljúfum dúrum hallar. Rjúpan lúrir, lögð í fönn, læst í búri mjallar. Guðmundur á Sandi hafði gaman af að kalla sig Sendling: Út á rendur æfihlaðs enginn Sendling varnar. Einn ég stend á eyri vaðs og elti – hendingarnar. VÍSNAHORNIÐ Af fuglum og straum- önd á Laxá pebl@mbl.is SÉ fólk óöruggt í samskiptum við aðra getur það tekið sinn toll af ónæmiskerfinu. Talið er að ákveð- ið samband geti verið milli þess hvernig fólk tengist í nánum sam- böndum og þess hvernig fólki tekst að vinna úr streitu. Ítalskir vísindamenn hafa nefni- lega komist að því að þeir ein- staklingar, sem eiga í erfiðleikum með að tengjast náið tilfinn- ingalega, sýna merki um veikara ónæmiskerfi en aðrir. Móttækilegri fyrir sjúkdómum? Ekki er þó vitað með vissu hvort þessir einstaklingar kunna að vera móttækilegri en aðrir fyrir sjúkdómum, en mikilvægt er talið að ganga úr skugga um það með frekari rannsóknum, að því er rannsakendur sögðu í samtali við netmiðil NBC fyrir skömmu. Niðurstöðurnar styðja nið- urstöður annarra rannsókna, sem sýnt hafa fram á að krónísk streita geti skaðað eða veikt ónæmiskerfið. Umfang þessara áhrifa getur ráðist af því hvernig einstaklingar skynja og svara streitu. Persónueinkenni gætu með öðr- um orðum haft töluverð áhrif á starfsemi ónæmiskerfisins þegar upp er staðið. Slæm samskipti veikja ónæmiskerfið www.leikhusid.is sími 551 1200 Þjóðleikhúsið fyrir alla! LEG MJALLHVÍT Heillandi brúðuleiksýning! Sýningar hefjast 14. apríl Sýningum lýkur í apríl! SITJI GUÐS ENGLAR Sýningar sunnudag kl. 14.00 og 17.00 HJÓNABANDSGLÆPIR HÁLSFESTI HELENU Kanadískt verðlaunaleikrit! Frumsýning 14. apríl „Þetta er Borat leikhúsanna“. Addi, hugi.is „Þetta leikrit er algjör snilld“. blog.central.is/hunangskoddi „Yndislega geggjaður og "morbid" húmor“. Lísa Páls, Rás 2 „Tónlistin sem Flís sá um var æðisleg... ég hlakka sjúklega til að komast yfir diskinn“. Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is „Leg er eiginlega skylduáhorf... drepfyndin og góð sýning“. Ingimar B, Blaðið „Leg er skemmti-legasta leikrit sem ég hef séð“. Margrét Hugrún Gústavsdóttir, Fréttablaðið Kristrún Heiða, Fréttablaðið Geisladiskurinn kominn í verslanir / 12 tónar TURAK Gestasýning 16. apríl Frumsýning 18. apríl Gersemar gærdagsins öðlast nýtt líf í „brúðuleikhúsi hlutanna“ Nærgöngult og spennandi verk um ástina Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000 Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500 www.terranova.is Terra Nova býður síðustu sætin í frábæra helgarferð til Tallinn í Eistlandi 19. apríl í beinu flugi til þessarar stórkostlegu borgar í hjarta Evrópu. Tallinn er í dag afar vinsæll áfangastaður í borgarferðum, enda býður borgin einstakt mannlíf, menningu og skemmtun. Þú velur um góð 3 og 4 stjörnu hótel í hjarta Tallinn og spennandi kynnisferðir með fararstjórum Terra Nova. Tallinn 19. apríl frá kr. 24.590 - SPENNANDI VALKOSTUR Verð kr. 24.590 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 19. apríl. Netverð á mann. Gisting frá kr. 3.500 Netverð á mann pr. nótt m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel L´Ermitage með morgunmat. 2 fyrir 1 Helgi í Tallinn Allra síðustu sætin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.