Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Á ANNAÐ hundrað Írakar týndu lífi í sprengjuárásum í gær. Um 60 féllu í árás á útimarkað í Bagdad, en þetta var mannskæð- asti dagurinn í höfuðborginni frá því bandarískar hersveitir hertu aðgerðir gegn vígasveitum fyrir skömmu. Minnst 25 særðust í árásinni á markaðinn, sem er vin- sælt skotmark öfgamanna úr röð- um súnníta, sem reyna að há- marka mannfall í sprengjuárásum. Lögreglan var að verki Til frekari tíðinda dró í Írak í gær þegar stjórnvöld við- urkenndu, að það hefðu verið menn í lögreglunni, sem myrtu 70 súnníta í borginni Tal Afar á þriðjudag. Óttast er, að það muni kynda enn meira undir átökunum milli súnníta og sjíta. Mennirnir, sem vitni segja að hafi verið í lög- reglubúningi, réðust inn í hverfi súnníta í borginni og skutu þar 70 karlmenn, unglinga jafnt sem aldraða menn. Jawad Bol- ani, innanrík- isráðherra Íraks, segist hafa fyr- irskipað rannsókn á málinu en upplýst hefur verið, að 13 lög- reglumönnum, sem búið var að handtaka, hafi verið sleppt. Sorg Enginn endir á mannvígunum. Minnst hundrað féllu í sprengjuárásum í Írak ÞAÐ ER ekki nóg að mæta í pússuðum skóm og í betra tauinu og hlýða athugul á fyrirspurnir í atvinnuviðtalinu, allur undirbún- ingurinn gæti orðið til einskis ef bloggið kemur upp um gamlar syndir og heimskupör. Breska dagblaðið The Daily Telegraph gerði þetta að umtals- efni í gær en þar er vísað til könn- unar fyrirtækisins Viadeo hjá yfir 600 atvinnuveitendum og 2.000 starfsmönnum sem afhjúpi hættur bloggsins. Kom þar fram að um fjórðungur atvinnuveitenda hefur hafnað a.m.k. einni umsókn vegna vafasamra upplýsinga úr einkalífi á blogginu. Um 59 prósent sögðu slíkar upplýsingar skipta máli. Bloggið gæti spillt fyrir YFIR 10 prósent Íra eru útlendingar og hefur þeim fjölgað um nærri helming frá árinu 2002. Þetta kom fram í nýjum tölum frá írsku hag- stofunni sem birtar voru í gær. Alls voru þeir um 420.000 í fyrra en til samanburðar um 224.000 árið 2002. Fjölgun í Írlandi SÆNSKA stjórnin hefur ákveðið að styrkja þá, sem kaupa umhverf- isvænstu bílana á markaði, með tæplega 100.000 íslenskum krón- um. Áætlar hún sjálf, að um 10.000 manns muni nýta sér það árlega en margir telja, að miklu fleiri muni vilja notfæra sér framlagið. Styrkir bílakaupin EKKI er óhugsandi, að grænt te geti komið að gagni í baráttunni við alnæmið. Vísindamenn hafa upp- götvað, að efni í teinu bindur sig við frumur ónæmiskerfisins og kemur þannig í veg fyrir, að alnæm- isveiran geti náð taki á þeim. Te gegn alnæmi Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is STJÓRNVÖLD í Íran drógu í gær til baka fyrirheit sín um að sleppa úr haldi einu konunni í hópi fimm- tán sjóliða sem Íranar tóku hönd- um á Persaflóanum sl. föstudag. Er ástæðan sú að Íranar telja að bresk stjórnvöld hafi ekki brugðist rétt við þeim tíðindum, að kon- unni, Faye Turney, yrði sleppt. Ali Larijani, aðalsamningamað- ur Írana, sagði breska ráðamenn hafa misreiknað sig hrapallega og að ef þeir létu verða af hótunum sínum kynnu írönsk stjórnvöld að grípa til „lagalegra ráðstafana“ í málinu; sem væntanlega þýðir að réttað verði yfir sjóliðunum í Íran fyrir meint brot þeirra. Bresk stjórnvöld höfðu tilkynnt að öll formleg samskipti við Íran yrðu fryst og að málið yrði tekið upp á vettvangi öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna. Bretar segja sjó- liðana hafa verið tekna í íraskri lögsögu, en Íranar segja þá hafa verið komna inn í íranska lögsögu og hafa þeir ítrekað farið fram á afsökunarbeiðni frá Bretum vegna landhelgisbrotsins. Írönsk fréttastofa hafði eftir ónafngreindum heimildarmanni í gær að litlu máli skipti þó að Bret- ar frystu samskipti ríkjanna tveggja, sambandið milli Teheran og London hefði hvort eð er verið orðið „kalt“. Mikil spenna er hlaupin í þessa deilu Írana og Breta en breskir ráðamenn tóku það m.a. óstinnt upp er sýndar voru myndbandsupptökur af sjó- liðunum fimmtán, þar sem Faye Turney sést m.a. viðurkenna að þau hafi í óleyfi farið inn í íranska lögsögu. Telja breskir ráðamenn einsýnt að Turney hafi verið undir þrýst- ingi, er hún lét umrædd ummæli falla, og líta svo á að um brot á Genfarsáttmálanum um meðferð stríðsfanga sé að ræða. Sjóliðarnir fimmtán teljast að vísu ekki stríðs- fangar í tæknilegum skilningi, enda eiga Íran og Bretland ekki í stríði, hvað svo sem síðar verður. Reuters Enga miskunn Íranskur námsmaður heldur á kröfuspjaldi við utanríkisráðuneytið íranska í Teheran í gær. Mað- urinn mótmælti þeirri fyrirætlan yfirvalda – sem þau hafa nú hætt við – að sleppa einum breskum sjóliða. Hótanir ganga á víxl Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is LEIÐTOGAR arabaríkjanna sam- þykktu á fundi sínum í Sádi-Arabíu í gær að ítreka tilboð sitt til Ísraela frá 2002 um fimm ára áætlun er kveður á um frið fyrir land, en einn- ig að ekki mætti breyta tillögunum. Þar er gert ráð fyrir að Ísraelar yf- irgefi landsvæði sem þeir hernámu 1967, Palestínumenn fái að stofna eigið ríki og flóttamenn og afkom- endur þeirra fái að snúa heim. Í staðinn verði saminn friður. Shimon Peres, aðstoðarforsætis- ráðherra Ísraels, sagði að ekki væri hægt að samþykkja tillögurnar eins og þær væru og að semja yrði um þær. Yitzhak Herzog, ráðherra vel- ferðarmála, sagði að í tillögunum væru atriði sem Ísraelar gætu ekki sætt sig við, einkum varðandi rétt- indi flóttamanna til að snúa heim og einnig ákvæði um að landamæri skyldu verða eins og þau voru 1967, en hann bætti síðan við: „Frum- kvæði arabaríkjanna er jákvætt skref í þá átt að hefja viðræður.“ Ísraelar vilja ekki óbreytt landa- mæri, þeir vilja halda hluta af Vest- urbakkanum þar sem stórar byggð- ir landtökumanna gyðinga hafa verið reistar, en bjóðast til að láta Palestínumenn hafa önnur svæði í staðinn. Mahmoud Abbas, forseti Palest- ínumanna, hvatti í gær Ísraela til að „missa ekki á ný af tækifæri“ til að leysa deilur þjóðanna tveggja. „Ég staðfesti hér að Palestínumenn vilja rétta fram friðarhönd til ísraelsku þjóðarinnar,“ sagði Abbas í ræðu sinni á leiðtogafundinum í Riyadh í Sádi-Arabíu. Egyptinn Amr Mo- ussa, framkvæmdastjóri Araba- bandalagsins, sagði að breytingar á tillögunum kæmu ekki til greina en virtist þó gefa í skyn að sú krafa væri ekki ófrávíkjanleg. „Þeir [Ísr- aelar] segja okkur að breyta þeim en við segjum þeim að samþykkja þær fyrst, þá getum við sest við samningaborðið,“ sagði Moussa. Hugmyndin um frið fyrir land var fyrst lögð fram af Sádi-Aröbum á fundi arabaleiðtoganna í Beirút 2002. Það sem Ísraelar setja fyrst og fremst fyrir sig er krafan um að flóttafólk frá 1948 og afkomendur þess fái að snúa heim til svæða sem nú eru hluti Ísraels. Um er að ræða alls rúmar fjórar milljónir manna, sem nú búa að hluta til í flótta- mannabúðum á hernumdu svæðun- um en einnig í Jórdaníu, Líbanon, Sýrlandi og Líbýu auk fleiri landa. Benda Ísraelar á að gyðingar yrðu þá fljótt í minnihluta í ríki sínu. Í áætlun arabalandanna er sagt að finna verði „réttláta“ lausn á flóttamannavandanum. Er þar hugsanlega smuga sem nota mætti til að finna málamiðlun er fælist í því að einhverjir flóttamenn fengju að snúa heim til fyrri heimila en ekki allir. Arabaríkin ítreka til- lögur um frið fyrir land AP Friðartilboð Abdullah Bin Zayed al-Nahyan, utanríkisráðherra Samein- uðu arabísku furstadæmanna, stendur hér á milli leiðtoga Palestínumanna, þeirra Mahmoud Abbas forseta (t.v.) og Isamil Haniya forsætisráðherra. Í HNOTSKURN »Í tillögum arabaríkjanna seg-ir að Ísraelar skuli yfirgefa öll svæði sem þeir hernámu 1967, þ.e. Vesturbakkann, Gaza og Gólanhæðirnar sem Sýrlend- ingar réðu áður yfir. »Palestínumenn eru alls um5,5 milljónir, þar af eru nær fjórar milljónir í útlegð eða í flóttamannabúðum í Palestínu. Að auki er nær 1,5 milljón Ísr- aela af palestínskum uppruna. Ísraelar sam- þykkja ekki að flóttamenn fái að snúa heim Havana. AFP. | Fid- el Castro, forseti Kúbu, hefur gagnrýnt mjög harðlega fyrir- ætlanir Banda- ríkjastjórnar um að auka mikið framleiðslu líf- ræns eldsneytis. Segir hann, að með því sé verið að taka matinn frá munni „þriggja milljarða manna“. Kemur þetta fram í fyrstu grein- inni, sem Castro skrifar eftir að hann gekkst undir erfiðan uppskurð fyrir átta mánuðum. Er tilefnið fundur George W. Bush, forseta Bandaríkj- anna, með bandarískum bílafram- leiðendum en á honum var ákveðið að fimmfalda framleiðslu etanóls fram til 2017 og verði hún þá komin í 133 milljarða lítra. Castro kveðst hafa orðið mjög hugsi yfir þessu enda þurfi um 320 milljónir tonna af korni til að fram- leiða fyrrnefnt magn af etanóli. Hug- myndin sé því af hinu illa og greini- lega hugsuð sem „efnahagslega hliðin á bandarískri utanríkis- stefnu“. Castro segir, að með því að breyta öllum þessum mat í eldsneyti sé ver- ið að dæma þrjá milljarða manna til „ótímabærs dauða“. Fréttir eru um, að Castro, sem er áttræður, sé á batavegi. Hann hefur þó ekki enn komið fram opinberlega en myndir af honum hafa birst í sjón- varpi. Evo Morales, forseti Bólivíu, sagði fyrr í mánuðinum, að Castro myndi koma fram í apríllok á fundi leiðtoga Bólivísku hreyfingarinnar, sem Kúba styður. Castro for- dæmir Bush Fidel Castro Sagð- ur á batavegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.