Morgunblaðið - 30.03.2007, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 31
ig undir spenn-
rskosningu
rirhugaða stækkun álvers Alcan
Tölvugerð mynd af stækkuðu álveri
ipulagstillögu, sem gerir ráð fyrir stækkun álvers Alcan í Straumsvík í 460 þús. tonna
eykjanesbrautina framhjá stækkuðu álveri og lengdist hún við það um 230 metra.
SAMTÖKIN Sól í Straumi eru þver-
pólitískur hópur fólks sem berst gegn
stækkun álversins í Straumsvík. Pétur
Óskarsson er talsmaður samtakanna,
sem stofnuð voru síðastliðið haust.
„Það eru kaflaskil á sjóndeild-
arhringnum hvað varðar álver í Hafn-
arfirði. Ákvarðanir sem teknar voru
fyrir 40 árum geta ekki verið grund-
völlur fyrir þær ákvarðanir sem við
tökum í dag. Við stöndum frammi fyrir
nýrri ákvörðun sem hefur áhrif næstu
50 til 60 árin í bænum okkar,“ segir í
nýlegri kynningargrein samtakanna.
Forsvarsmenn Sólar í Straumi leggja
þó áherslu á að hópurinn sé ekki á móti
álverinu eins og það er rekið í dag.
Hreint og heilnæmt loft
Talsmenn samtakanna halda því m.a. á lofti að
stækkun álversins hafi í för með sér verulega sjón-
mengun enda verði álverslóðin eftir stækkun jafn
breið og hún er löng í dag.
Að sögn Péturs byggist afstaða þeirra sem standa
að Sól í Straumi á margvíslegum sjónarmiðum, sem
bæði snúa að málefnum bæjarfélagsins og umhverf-
ismálum sem og afstöðu til virkjana og stóriðju í víð-
ara samhengi. „Þetta eru meðal annars skipulagsmálin
og ráðstöfun á byggingarlandi framtíðarinnar og um-
ræða um loftgæði í Hafnarfirði en 66 daga á ári mun-
um við fá mengunina beint yfir okkur,“ segir hann.
„Við viljum ekki miða þessa umræðu við heilbrigð-
ismörk, heldur við hreint og heilnæmt loft og frávikin
frá því. Við eigum mjög takmarkað byggingarland
þannig að vöxtur bæjarins verður að vera í þessa átt,“
segir hann en hópurinn hefur nú sett fram hugmyndir
um hvernig nýta mætti svæði meðfram ströndinni
vestan við álverið sem byggingarland í framtíðinni.
Pétur segir einnig að ef litið er á áhrifin utan bæj-
armarkanna blasi við áform um stærstu
línumannvirki í Íslandssögunni þar sem
hæstu möstur myndu rísa upp í 40 metra
hæð. Þau verði lögð í gegnum átta sveit-
arfélög. Að sögn Péturs fara virkjunar-
áformin í Þjórsá einnig fyrir brjóstið á
mjög mörgum.
Fyrir fáeinum dögum var greint frá sam-
komulagi Alcan og Landsnets um að línu-
mannvirki við Vallarhverfið yrðu fjarlægð
ásamt stórum hluta spennustöðvarinnar við
Hamranes og að aðrar loftlínur sem nú
standa ofan við byggðina yrðu settar í jörð
við Kaldárselsveg að spennustöðinni. Alcan
tæki á sig kostnaðinn af þessu ef af stækk-
un yrði. Pétur segir að aldrei hafi staðið
annað til en að raflínurnar yrðu neð-
anjarðar í bænum og aldrei verið gert ráð
fyrir að Hafnarfjarðarbær ætti að borga fyrir það.
„Það er bara almannatengslabragð að reyna að blása
þetta upp. Það er svo sjálfsagt að línumannvirki séu
lögð í jörð. Hvar eru t.d. línumannvirki ofanjarðar í
Reykjavík? Það að Landsnet og Alcan þurfi að leysa
þetta mál sín á milli er jafn sjálfsagt mál og amen í
kirkjunni.“
Pétur segir kosningabaráttuna hafa verið ójafnan
leik á milli Sólar í Straumi og Alcan. „Við fengum 450
þúsund krónur í styrk frá Hafnarfjarðarbæ en það eru
engar leikreglur eða þak á útgjöldum vegna þessara
kosninga hjá hinum aðilanum.“
Sól í Straumi hefur staðið að kynningar- og um-
ræðufundum frá í október sl. „Það hefur verið mjög
nauðsynlegt að taka þessa umræðu hér í bænum og
það hefur tekið langan tíma að fá allar upplýsingar
fram í dagsljósið,“ segir hann.
Pétur segir mikinn áhuga á kosningunni í Hafn-
arfirði og segist hann vonast til að kjörsókn verði mjög
góð. „Það er lykilatriði svo vel takist til að kjörsóknin
verði góð. Þetta gæti oltið á örfáum atkvæðum.“
Pétur Óskarsson
Úrslitin geta oltið á örfáum atkvæðum
SAMTÖKIN Hagur Hafnarfjarðar tala
máli stækkunar álversins. Þau voru
stofnuð í síðasta mánuði og sam-
anstanda af fyrirtækjum í Hafnarfirði
sem þjónusta álverið í Straumsvík, ein-
staklingum sem eiga afkomu sína undir
framtíð álversins og fólki sem vill
tryggja áframhaldandi blómlegt at-
vinnulíf í Hafnarfirði, eins og segir í
kynningu samtakanna.
Ingi B. Rútsson er formaður samtak-
anna. Hann segir nokkur meginmál
brenna á þeim sem styðja stækkun ál-
versins. Hann gagnrýnir ummæli and-
stæðinga stækkunar um aukna mengun.
„Það hefur margoft komið fram í um-
ræðunni að undanförnu, t.d. af hálfu sér-
fræðinga Umhverfisstofnunar og fleiri,
að mengun frá álverinu verður hverfandi og hún mun
ekki hafa nein skaðleg áhrif á nágranna álversins,“
segir hann.
„Hvað þróun íbúðabyggðar varðar þá hefur marg-
sinnis komið fram í máli bæjarstjórnar og álitsgerð
Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands að stækkun ál-
versins mun ekki hafa nein áhrif á þróun íbúðabyggð-
ar í Hafnarfirði á komandi árum. Ástæðan er sú að ál-
verið er staðsett í iðnaðarhverfi. Þá mun
hafnaraðstaða í Straumsvík stækka á komandi árum.
Deilt hefur verið um ávinninginn [af stækkun] fyrir
Hafnarfjörð. Við höfum alltaf haldið því fram að hrein-
ar tekjur bæjarsjóðs af stækkuðu álveri munu verða
yfir 800 milljónir á ári. Forstöðumaður Hag-
fræðistofnunar Háskóla Íslands staðfesti þessar tölu á
fundi í Bæjarbíói á fimmtudag í síðustu viku,“ segir
hann.
Ingi segir engan vafa leika á því að mikið sé í húfi í
kosningunum á laugardaginn. „Við höfum verulegar
áhyggjur af því hvað verður ef fyrirtækið fær ekki að
stækka og laga sína framleiðslu að nýjustu tækni. Það
er ljóst að grunneining framleiðslunnar í kerskálunum
sem nú eru til staðar, afkastar varla ein-
um þriðja af því sem nýjasta fram-
leiðslutækni gerir. Það þýðir einfaldlega
að álverið er ekki lengur samkeppnihæft á
alþjóðlegan mælikvarða. Þess vegna er
bara tímaspursmál hvað það mun starfa
hér lengi áfram ef það fær ekki að stækka.
Af þessu höfum við áhyggjur vegna þess
að þetta mun fyrst bitna á fyrirtækjunum
í Hafnarfirði, sem þjónusta álverið. Síðan
mun það bitna á öllum þeim sem starfa í
álverinu sjálfu og loks mun það bitna á
allri óbeinni starfsemi, sem byggst hefur
upp í Hafnarfirði í 40 ár í kringum álver-
ið,“ segir Ingi. „Okkar skoðun er sú að
þau áhrif sem þetta myndi hafa séu miklu
víðtækari og dýpri en menn gera sér al-
mennt ljóst,“ bætir hann við.
Getur orðið að engu á einum degi
Hann segir að á þeim tíma sem álverið hefur starfað
í Straumsvík hafi byggst upp mikil þekking á þessum
iðnaði. Meðal annars hafi fyrirtæki þróað tæki og bún-
að í samvinnu við álverið, og nú sé hafinn útflutningur
á þessum búnaði og tækjum til annarra álvera.
„Það vekur okkur verulegan ugg að hugsa til þess
að öll sú þekking og uppbygging sem átt hefur sér stað
í kringum álverið í 40 ár gæti á einum degi orðið að
engu,“ segir hann.
Að sögn Inga á um það bil fimmta hvert fyrirtæki í
Hafnarfirði í beinum viðskiptum við álverið í Straums-
vík. „Sum þessara fyrirtækja byggja sína afkomu al-
farið á starfsemi álversins,“ segir hann.
Spurður um kosningabaráttuna að undanförnu segir
Ingi að á seinustu dögum og vikum hafi umræðan farið
langt út fyrir þau mörk sem teljist málefnaleg. „Hún
hefur mikið einkennst af heift og óbilgirni, sem engin
rök fá unnið á, á síðustu dögum og vikum. Það er mið-
ur. Margt sem sagt hefur verið um t.d. mengun og
íbúðabyggð á ekki við rök að styðjast.“
Áhyggjur af afleiðingunum ef stækkun er hafnað
Ingi B. Rútsson
Stærsta álver Evrópu
„Alcan í Straumsvík verður eftir stækkun stærsta álver í Evrópu og óljóst
er hversu mikið fyrirtækið mun stækka til viðbótar þegar gamla verk-
smiðjan verður endurnýjuð. Mengun frá álverinu myndi aukast verulega
við stækkun og losun gróðurhúsalofttegunda myndi verða jafn mikil í
Straumsvík og af öllum samgöngum á Íslandi.“ (Sól í Straumi.)
Loftgæði
„Stækkun álversins í Straumsvík þýðir lakari loftgæði í Hafnarfirði.
Mengunarlosun á sólarhring verður eftir stækkun: 2.000 tonn af gróð-
urhúsalofttegundum, 9,3 tonn af brennisteini, eitt tonn af svifryki, og 700
kg af flúor. Þessi mengun skiptir Hafnfirðinga miklu máli þá 40–50 daga
á ári sem vindáttin dreifir menguninni beint yfir bæinn.“ (Sól í Straumi.)
Byggðaþróun
„Nú þegar liggja fyrir áætlanir einkaaðila um hafnfirska íbúabyggð fyrir
vestan Straumsvík og innan tíðar verður bærinn farinn að teygja sig í
vestur með ströndinni. Við teljum að risaálver eigi alls ekki heima í þétt-
býli og alls ekki á framtíðarbyggingarlandi Hafnarfjarðarbæjar.“ (Sól í
Straumi.)
Náttúruspjöll og sjónmengun
„Samtökin benda á að virkjanir í neðri hluta Þjórsár, sem áformaðar eru
vegna hugsanlegrar stækkunar álversins í Straumsvík, eru mjög umdeild-
ar. Þær munu valda umtalsverðum náttúruspjöllum og háspennulínur að
álverinu munu valda mikilli sjónmengun í átta sveitarfélögum.“ (Samtök
um betri byggð.)
Tekjur af álverinu
„Þegar talað er um auknar tekjur Hafnfirðinga af álverinu við stækkun er
horft fram hjá þeirri staðreynd að tekjurnar munu aukast umtalsvert án
stækkunar á næstu árum. Fyrir dyrum standa skattalagabreytingar sem
eru óháðar stækkun og fyrirframgreiðslur á hafnargjöldum renna út.
Jafnframt hefur ekki verið reiknað út hvaða aðrar mögulegar tekjur
Hafnarfjarðarbær getur haft af svæðinu ef ekki verður af stækkun.“ (Sól í
Straumi.)
Framtíð álversins
„Hótanir Alcan um að loka í Straumsvík fái þeir ekki að stækka hafa verið
kallaðar hræðsluáróður af okkur andstæðingum stækkunar. Verksmiðjan
skilar mjög góðum hagnaði og hefur möguleika á sama lága raforkuverð-
inu til 2024. Þess vegna tel ég ólíklegt að til lokunar komi. Ef svo ólíklega
færi, væru væntanlega margir sem vildu taka að sér reksturinn fyrir 4
milljarða á ári.“ (Stefán Georgsson. Vefsíða Sólar í Straumi.)
Losun gróðurhúsalofttegunda
„Nú losar Alcan í Straumsvík um 280.000 tonn af gróðurhúsaloftteg-
undum á ári. Ef stækkun yrði samþykkt myndi áætluð losun AUKAST í
tæplega 730.000 tonn á ári.“ (Þröstur Sverrisson. Vefsíða Sólar í
Straumi.)
Á móti stækkun
geti
ratugum
eð nýj-
í
ri af.“
ersins í
lætur
þess að
st mjög
kað gríð-
mleiðslu
ng-
terkar
ns vegar
ð var áð-
r stækk-
am-
sins
25%.
li svif-
vifrykið
Styrkur
öngustu
ifað að
ersins í
0 bein
aukinna
ækkun
ðarbær
ölmörgu
um Sam-
ersins
dir um
lcan.)
stækkunar færa margvísleg rök fyrir máli sínu
ÞAÐ stefnir í góða kjörsókn í
íbúakosningunni í Hafnarfirði á
morgun um fyrirliggjandi tillögu
að deiliskipulagi, sem gerir ráð
fyrir stækkun álversins í Straums-
vík. Utankjörfundaratkvæða-
greiðsla hófst 15. febrúar og í
gærdag höfðu um 800 manns kos-
ið utan kjörfundar en á kjörskrá
eru 16.648 manns.
„Það er alveg ljóst að þetta mál
brennur á Hafnfirðingum,“ segir
Lúðvík Geirsson bæjarstjóri. Hann
segir að umræðan hafi verið gríð-
arlega mikil og almenn og því fari
fjarri að ótti manna við að lítill
hluti bæjarbúa muni kjósa eigi við
einhver rök að styðjast. Lúðvík
bendir á stöðugan straum fólks til
að greiða atkvæði utan kjörfundar
og segir greinilegt að íbúarnir láti
sig þetta mál miklu varða. „Það
kom skýrt fram í könnunum sem
gerðar voru fyrr á
þessu ári að 90% íbú-
anna eru mjög
ánægð með að fá að
taka afstöðu í þessu
máli,“ segir Lúðvík.
Spurður hvort
ekki sé ástæða til að
ætla að heitar deilur
um málið muni skilja
eftir sig sár í bæj-
arsamfélaginu segir
hann: „Það er ljóst
að þetta liggur mjög
djúpt í huga margra.
Það eru margir
mjög heitir fylgj-
endur eða andmæl-
endur [stækkunar] en ég hef fulla
trú á íbúum Hafnarfjarðar og að
menn muni virða niðurstöðuna og
sætta sig við hana. Það skiptir
mestu máli að það komi fram skýr
vilji meirihluta íbúa í
þessari kosningu.“
Lúðvík segir að um-
ræðan sem fram hefur
farið á fundum um
þetta mál hafi verið í
alla staði málefnaleg
og góð.
Fyrstu tölur
upp úr kl. 19
Notuð verður raf-
ræn kjörskrá í kosn-
ingunum á morgun og
verður kosið í
Áslandsskóla,
íþróttahúsinu við
Strandgötu og Víði-
staðaskóla. Kjörfundur hefst kl.
10 og stendur til kl. 19. Talning
fer fram í íþróttahúsinu við
Strandgötu og er reiknað með
fyrstu tölum upp úr kl. 19.
Mikilvægt að skýr vilji íbúa komi fram
Lúðvík Geirsson