Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR PÁFIÐRILDI fannst inni í sal í fyr- irtækinu Skinney- Þinganesi á Höfn í Hornafirði í vikunni og mun vera fyrsta páfiðrildið sem finnst á Höfn. Aðeins nokkur páfiðrildi berast hingað til lands á ári og er talið að þau berist hingað með innfluttum varningi. Páfiðrildi koma frá Evr- ópu. Til ársins 2005 hafa fundist og verið nafngreindar alls 146 teg- undir fiðrilda sem fundist hafa hér á landi. Þar af lifa 54 tegundir villt- ar í náttúrunni, 34 hafa borist til landsins fyrir eigið tilstilli með vindum (flækingar), auk tveggja sem óvíst er hvort fyrrgreindra á við um. Alls eru þetta 90 tegundir. Að auki finnast hér átta tegundir að staðaldri innanhúss, okkur mönnum til óþurftar, og 48 nafn- greindar tegundir hafa borist til landsins fyrir tilstilli okkar manna, með farartækjum og varningi, að því er fram kemur í grein á heima- síðu Náttúrufræðistofnunar Ís- lands, ni.is Páfiðrildi Um 150 fiðrildi hafa fundist og verið nafngreind hér. Páfiðrildi á Hornafirði VILJAYFIRLÝSING var undirrituð á miðvikudag á milli sveitarfélagsins Skagafjarðar annars vegar og þeirra Lilju Pálmadóttur, Hofi á Höfða- strönd, og Steinunnar Jónsdóttur, Bæ á Höfðaströnd, hins vegar um þá ákvörðun þeirra síðarnefndu að færa íbúum Hofsóss og nágrennis 25 m sundlaug að gjöf með tilheyrandi að- stöðu. „Við erum ákaflega hrærð og ánægð fyrir hönd íbúa Hofsóss og ná- grennis og munum gera það sem í okkar valdi stendur til þess að haga málum þannig að framgangur þess- arar byggingar geti verið sem skjótastur,“ segir Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri við Héraðsfréttablaðið Feyki. Ekki er sundlaug fyrir á Hofs- ósi. Skagafjarðarveitur leggja hitaveitu til Hofsóss í sumar. Stefnt er að opnun laugarinnar sumarið 2008. Sveitarfélagið skuldbind- ur sig til þess að hraða vinnu við aðalskipulag þéttbýlis á Hofsósi. Jafn- framt mun sveitafélagið greiða götu gefenda í þessu máli sem kostur er. Auk þess mun sveitarfélagið sjá um rekstur sundlaugarinnar að verkinu loknu. Þessa dagana er unnið að gerð ítarlegs samnings um verkefnið. Gefa íbúum Hofsóss sundlaug Lilja Pálmadóttir SAUTJÁN ára piltur var tekinn fyrir hraðakstur í Ártúnsbrekku um tíuleytið í fyrrakvöld en bíll hans mældist á 136 km hraða. Öku- skírteini hans var gefið út fyrr um daginn. Fyrir umferðarlagabrot af þessu tagi er 75 þúsund króna sekt og svipting ökuleyfis í einn mánuð. Stutt gaman LANDSSAMTÖK landeigenda á Ís- landi hafa opnað heimasíðu og er slóðin www.landeigendur.is. Nú eru félagar farnir að nálgast 400. Vefurinn er hýstur hjá Bænda- samtökum Íslands. Tilgangur sam- takanna er að berjast fyrir því að eignarréttur landeigenda að jörð- um þeirra og landareignum sé virt- ur í þjóðlendumálinu. Landeigendur ÁTJÁN ára piltur var stöðvaður á Hafnarfjarðarvegi í fyrradag en bíll hans mældist á 127 km hraða. Sami piltur var tekinn fyrir ámóta hraðakstur á Kringlumýrarbraut í síðasta mánuði. Þetta eru raunar ekki fyrstu umferðarlagabrot pilts- ins en hann fékk bílpróf síðasta sumar. Um haustið var hann svipt- ur ökuleyfi í þrjá mánuði en virðist lítið hafa lært af þeirri reynslu sé miðað við háttalag hans und- anfarið, segir á vef lögreglunnar. Ítrekuð brotBARÁTTUSAMTÖKIN, Baráttu- samtök eldri borgara og öryrkja (BEÖ) og Höfuðborgarsamtökin (HBS), tilkynntu í gær að þau myndu bjóða fram lista í öllum kjördæmum í alþingiskosningunum í maí undir kjörorðunum jöfnuður, lýðræði og velferð, og stefndu að framboði í sem flestum sveitar- stjórnum í sveitarstjórnarkosning- unum 2010. Arndís H. Björnsdóttir, talsmað- ur BEÖ, og Örn Sigurðsson, for- maður HBS, kynntu stofnun nýju stjórnmálasamtakanna á blaða- mannafundi á Grand hóteli í gær. Fram kom að unnið væri að því að skipa 10 manna stjórn og kæmi for- maður frá BEÖ fyrsta árið en frá HBS annað árið og þannig áfram á víxl. Nefndir yrðu skipaðar eftir þörfum og ætti jafnræði að ríkja á milli fylkinga í þeim. Bætt staða Helsta baráttumálið er að bæta stöðu eldri borgara og aldraðra. Samtökin vilja að tekjur hjá líf- eyris- og bótaþegum, öryrkjum og þeim sem unnið hafa heima við barnauppeldi og ekki aflað lífeyr- isréttinda verði ekki lægri en 210.000 krónur á mánuði miðað við núverandi launavísitölu og hækki í samræmi við hana. Geti lífeyrisþegi unnið skerðist launin ekki upp að 500.000 kr. tekjum á mánuði. Skattleysismörk verði að lág- marki 150.000 kr. og hækki í sam- ræmi við launavísitölu. Lagt er til að þjónusta við aldr- aða og öryrkja verði færð yfir til sveitarfélaganna og jöfnunarsjóður þeirra efldur. Lífeyrir verði skatt- lagður sem fjármagnstekjur. Flugvöll á Hólmsheiði Í málefnaskránni kemur fram að samtökin vilja að flugvöllur verði byggður á Hólmsheiði fyrir árslok 2011. Það verði gert með því að selja ríkislóðir í Vatnsmýrinni, þar sem flugvöllurinn er, fyrir um 35 milljarða og þar af fari 13 millj- arðar í flugvöll á Hólmsheiði, um þrír milljarðar í fjármögnun frum- kvöðlasjóða á landsbyggðinni og um 19 milljarðar í fjármögnun þjóð- vega. Útþensla höfuðborgarinnar verði stöðvuð og umhverfis-, náttúru- verndar- og skipulagsáætlun sam- ræmd fyrir allt landið. Atkvæðisréttur verði jafnaður og fjölgað í sveitarstjórnum. Ennfrem- ur verði teknar upp þjóðaratkvæða- greiðslur í sveitarstjórnum og á landsvísu óski 5% kjósenda þess. Strandbyggðir fái eðlilegan að- gang að aðliggjandi fiskimiðum og kvótinn verði þjóðareign en greitt af honum eðlilegt afgjald. Fram kom hjá fulltrúum Baráttu- samtakanna að réttmætar óskir skjólstæðinga þeirra með lök kjör gætu leitt til 20 til 25 milljarða út- gjaldaauka á ári. Til að mæta þeim kostnaði kæmi aukið afgjald af afla- kvótanum, lækkuð eftirlaun þing- manna og ráðherra, hagræðing í ríkisrekstri, 8% hátekjuskattþrep á mánaðartekjur yfir 700.000 kr., 10% skattur á fjármagnstekjur yfir 150.000 kr. á mánuði og 14% skatt- ur á tekjur yfir 700.000 kr. á mán- uði. Baráttusamtökin í öllum kjördæmum Framboð Arndís H. Björnsdóttir, Örn Sigurðsson og Dóra Pálsdóttir kynna Baráttusamtökin og framboð þeirra. Morgunblaðið/Kristinn HJÓNANÁMSKEIÐUM vetrarins á vegum Hafnarfjarðarkirkju lýkur senn, en þau hafa verið haldin í 11 ár. Á þessu vori var níu þúsundasti þátttakandinn frá upphafi skráður. Leiðbeinandi frá upphafi hefur ver- ið sr. Þórhallur Heimisson. Hjónanámskeið Steinunn Jónsdóttir fermingargjöf Flott hugmynd að Kira 3 Frábært kúlutjald með stóru fortjaldi. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 36 39 0 02 /0 7 Fermingartilboð 9.990 kr. Verð áður 11.990 kr. Tjöld frá 6.990 kr. SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 GEIR H. Haarde forsætisráðherra og Valgeir Þorvaldsson for- stöðumaður Vesturfarasetursins skrifuðu á þriðjudag undir samning sem tryggir Vesturfarasetrinu 137 milljónir króna á næstu fimm árum. Undirritun samningsins fór fram á Hofsósi að viðstöddum gestum. Fjármununum verður varið til áframhaldandi þjónustu Vest- urfarasetursins á sviði menningar- tengsla milli Íslendinga og fólks af íslenskum ættum sem búsett er í Norður-Ameríku. Vesturfarasetr- inu er ennfremur ætlað að mæta aukinni eftirspurn eftir ættfræði og upplýsingum um uppruna og ættir íslenskra landnema í Norður- Ameríku, m.a. með því að veita Ís- lendingum upplýsingar um þá sem fluttust til Vesturheims, afkom- endur þeirra og sögu. Forsætisráðherra sagði við und- irritun samningsins, að því er kem- ur fram í fréttatilkynningu, að á undanförnum árum hefði átt sér stað mikil uppbygging á Vest- urfarasetrinu og með henni hefðu skapast mikil og góð tengsl við hina fjarstöddu ættingja okkar í Vest- urheimi sem mikilvægt væri að rækta. Morgunblaðið/Kristján Vesturfarasetrið Því er meðal annars ætlað að mæta aukinni spurn eftir ættfræði og upplýsingum um uppruna íslenskra landnema í N-Ameríku. Vesturfarasetri tryggðar 137 milljónir á næstu fimm árum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.