Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 51 ÁRIÐ 2003 kom frumraun rokksveitarinnar Kimono út, Mineur Aggresif. Fjöllistamaðurinn Curver var við takk- ana við upptökur þeirrar skífu og úr varð prýðilegt verk sem átti vel heima í síðrokkuðu andrúmslofti þess tíma. Sagan segir að í hljóðblöndunarferlinu hafi sveitin og Cur- ver leikið sér að því að útbúa „freak-mix“ af lögum plöt- unnar sér til skemmtunar, og nú eru þau komin út á plöt- unni Curver + Kimono. Hér hafa flest hljóð verið tekin í gegn, skekkt og skæld og snúið á haus, svo úr verður draumkenndur og framandi hljóðheimur. Þetta gengur vel upp á fyrri hluta plötunnar, fyrstu fjögur lögin eru t.a.m. einstaklega heillandi, ekki síst fyrir bassaleik Halldórs Arnar Ragnarssonar sem er í forgrunni. Annað virkar fremur eins og dútl, leikur að tól- um og tækjum sem á ekki mikið erindi út fyrir stúdíóið (sjá nýja útgáfu af smellinum „Japanese Policeman“). Á heildina litið er þó um að ræða spennandi tilraun sem gerir hráefninu hátt undir höfði og er til marks um gróskuna í íslenskri tilraunamennsku. Spennandi tilraun TÓNLIST Curver + Kimono – Curver + Kimono  Atli Bollason Lýstu eigin útliti Ég er ósköp venjulegur í útliti, ekki nærri því eins asnalegur og mér fannst ég vera þegar ég var ungling- ur. Myndir þú segja að þú værir mjórmjór eða mjórmjórmjór? (Spurt af síðasta aðalsmanni, Dóru Jóhannsdóttur)? Ég fann hvorugt þessara orða í Orðabók Marðar svo ég skil ekki spurninguna. Kannski er ég bara svona heimskurheimskurheimskur. Hvað er það furðulegasta sem þú hefur reynt? Einu sinni reyndi alsírskur blökkumaður að þvinga mig til samræðis í tyrkneskri lest. Ég þekki ekki neinn sem hefur reynt það. (Hann var að vísu lítill og rindilslegur og svo fullur að það var ekki mikið mál að ráða við þetta, en sagan er flottari þegar það er ekki látið fylgja.) Hvaða auglýsingar þolirðu ekki? Ég þoli ekki auglýsingar með ZERO virðingu fyrir neytendum. Uppáhaldsmaturinn? Allur matur sem eldaður er af kærleika og kunnáttu úr vönduðum hráefnum. Mér finnst til dæmis fátt betra en gott sushi og fátt verra en vont sushi. Hvenær lastu bók síðast? Ég er alltaf að lesa bók. Ég vil ekki láta uppi hvaða bók er á náttborðinu mínu núna af því að það er vísbend- ingaspurning úr henni í Gettu betur í kvöld. Hvaða plötu ertu að hlusta á? Síðasta tónverk sem ég setti á geislann var einleikur fyr- ir klarínett sem nefnist Veð- urskipið Líma og er eftir Þórunni Grétu Sigurð- ardóttur. Hvað uppgötvaðir þú síðast um sjálfan þig? Að það skiptir engu máli hvað maður veit eða kann eða getur. Það eina sem skiptir máli er hvað maður gerir – og að ef maður gerir ekkert þá gerist ekkert. Geturðu farið með ljóð? Hve mörg? Verða þau öll að vera frumort? Hefurðu lesið sjálfshjálparbók? Síðasta sjálfshjáparbók sem ég reyndi að lesa fjallaði um munk sem fór til Indlands, dýrðarríkis fátæktar, barnaþrælkunar og misskiptingar auðs, og hugsaði þar um sjálfan sig og fannst hann verða miklu betri maður fyrir vikið. Mér fannst tíma mínum fljótlega betur var- ið í annað en að halda lestrinum áfram. Hefurðu reynt að hætta að drekka? Einu sinni reyndi ég að hætta að drekka kaffi. Ég fékk hægðatregðu af því svo ég gafst upp. Áfengi hef ég ekki bragðað í tvö ár. Annað hef ég ekki reynt að hætta að drekka. Hefurðu þóst vera veikur til að sleppa við að mæta í vinnu? Ég hélt það. Svo komst ég að því löngu síðar að ég var ekkert að þykjast, ég var veikur. Af hverju ertu stoltur í eigin fari? Hæfileikanum til að skipta um skoðun, með öðrum orðum að langa til að halda áfram að þroskast. Getur Guð skapað svo stóran stein að hann get- ur ekki loftað honum sjálf- ur? Guð getur skapað stein sem er óendanlegur á alla enda og kanta, stein sem fyllir upp í eilífðina. Slík- um steini gæti hann auð- veldlega loftað sjálfur, ef eitthvert rúm væri eftir til að hnika honum úr stað. Guð er semsagt aðeins takmarkaður af eilífðinni. Hvaða spurningar myndirðu aldrei spyrja í Gettu betur? Hver er alltaf síðasta sögnin í brids? Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda? Hvaða jarðfræðiheiti er notað um strýtulöguð eld- fjöll með kringlótt gosop? Þessi fjöll eru brött því hraunið sem myndaði þau var seigfljótandi og harðn- aði því skammt frá gígn- um. Sem dæmi um svona fjöll má nefna Snæfells- jökul, Eyjafjallajökul og Öræfajökul. Hvert er þetta jarðfræðiheiti? DAVÍÐ ÞÓR JÓNSSON AÐALSMAÐUR VIKUNNAR ER MAÐUR MARG- FRÓÐUR ENDA HÖFUNDUR OG DÓMARI Í GETTU BETUR. HANN HEITIR DAVÍÐ ÞÓR JÓNSSON OG GAT EKKI STILLT SIG UM AÐ LEGGJA ÞUNGA SPURN- INGU FYRIR NÆSTA AÐALSMANN. Davíð Þór og kisi Þeir deila ástríðu á hráum fisk. Morgunblaðið/Árni Sæberg AÐALFUNDUR GEÐHJÁLPAR DAGSKRÁ: · Aðalfundarstörf í samræmi við 5. gr. laga Geðhjálpar. · Kjör formanns, fjögurra stjórnarmanna af 7 og þriggja varamanna fer fram til tveggja ára í stað þeirra sem ljúka stjórnarstörfum á árinu. Jafnframt fer fram kjör skoðunarmanna ársreikninga til eins árs. Þeir félagar sem enn eiga ógreidd félagsgjöld eru hvattir til að greiða þau fyrir fundinn. Ef greiðsluseðlar eru glataðir, skal bent á að inna má greiðslu af hendi í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi inn á reikning Geðhjálpar nr. 0135-26-11801, kt. 531180-0469. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Geðhjálpar, Túngötu 7, 101 Reykjavík, í síma 570 1700 milli kl. 9:00 og 16:00. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta. Stjórn Geðhjálpar. Aðalfundur Geðhjálpar árið 2007 verður haldinn á Túngötu 7, Reykjavík, laugardaginn 31. mars nk. og hefst kl. 14.00. 8.000kr.SPARAÐU 8.000kr.SPARAÐU 8.000SPARAÐU 8.000kr.SPARAÐU 8.000kr.SPARAÐU Vnr.50632102 Gasgrill ELEGANT UNION gasgrill með tveimur brennurum, pottjárn í grillgrind, 8,6kW. Grillflötur 50x41 cm. Neistakveikjari, hitamælir, efri grind og fitubakki. Mjög auðvelt að hreinsa. Þrýstijafnari og slanga fylgir. GI LD IR AÐ EINS Í DAG á m eða n birgði r endast! 16.900 24.900 Aðeins eitt grill á mann! GÆÐI Á LÆGRA VERÐI EINBÝLI Á SELTJARNARNESI ÓSKAST Fjárhagslega mjög traustur aðili hefur óskað eftir því við Eignamiðlun ehf. að við útvegum honum einbýlishúsi á sunnanverðu Seltjarnarnesi. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali. Sverrir Kristinsson AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.