Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 41 Það hringdi í mig vinur minn og sagði við mig. Hefurðu frétt að hún Jakobína var að deyja. Ég hafði ekki frétt það svo að mér brá mjög við þessi tíðindi. Auðvitað vissi ég að Jak- obína hafði glímt við alvarleg veikindi í mörg ár, en samt kom þessi frétt mér mjög á óvart. Ég hef þekkt Jak- obínu í fjölda ára og ég segi að hún er einhver sú besta manneskja sem ég hef fyrirhitt á lífsleiðinni. Hún var ætíð glaðlynd og einstaklega góð per- sóna og það geislaði af henni frábær persónuleiki hvar sem hún fór. Það að þessi grimmi sjúkdómur sem Jakob- ína var haldin skyldi hitta þessa góðu konu fyrir var mikið áfall fyrir alla sem þekktu hana og allt fólkið í bæn- um hennar var miður sín þegar það fréttist og það segir allt um hversu vænt fólki þótti um Jakobínu. Í fjölda- mörg ár átti ég órjúfanleg vináttu- bönd við Bínu og manninn hennar, hann Bjössa í Tungu. Ætíð gat ég reitt mig á þau, hvernig sem á stóð. Þau voru sannir vinir, já svo sann- arlega voru þau sannir vinir sem hægt var að treysta á, það get ég sagt í einlægni og aldrei brugðust þau mér. Við Bjössa í Tungu og börnin þeirra Bínu segi ég, missir ykkar er mikill, sársauki ykkar er mikill. Eng- in orð fá sefað ykkar harm en ég vil að þið vitið, og ég segi það af mikilli ein- lægni og beint frá hjartanu, að konan þín, Bjössi, og mamma ykkar barnanna, hún Jakobína var einstök manneskja á allan hátt. Ég veit að ég þarf ekki að segja ykkur þetta, þið vissuð það öll fyrir, en ég vil að þið vit- Guðrún Jakobína Jakobsdóttir ✝ Guðrún Jak-obína Jak- obsdóttir fæddist í Neskaupstað 23. apríl 1963. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 2. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fáskrúðs- fjarðarkirkju 10. mars. ið að þetta hefur alla tíð verið mín skoðun á þessari yndislega góðu konu sem Bína var. Jakobína er horfin úr daglegu lífi okkar allra en minningin um hana mun ætíð lifa með öll- um sem þekktu hana og þið nánustu ættingj- ar og vinir Bínu munuð aldrei gleyma ljósinu sem lýsti frá þessari yndislega góðu mann- eskju. Ég votta Lillu mömmu hennar Bínu og öllum ættingjum og vinum innilega samúð mína. Bjössi kæri vinur, þér og börnun- um þínum votta ég innilega samúð mína, þú varst ætíð sterkur, þú barð- ist með mér t.d. í verkalýðsmálum og fleiru og ég þekki þig og nú reynir á þann styrk sem ég veit að þú býrð yf- ir. Þú varst ætíð yfirvegaður og æðru- laus og brást aldrei á erfiðum stund- um. Bína, takk fyrir að vera sú sem þú varst, þú varst gleðigjafi. Eiríkur Stefánsson. Elsku Bína, mín þegar ég fékk fréttirnar af andláti þínu fylltist hjarta mitt af sorg yfir að fá aldrei að sjá þig framar né tala við þig, og minningarnar um öll okkar ár streymdu fram. Ég var ekki gömul þegar ég flutti í Búðarhúsið og þú bjóst í Þrastalundi, næsta húsi fyrir ofan, þá hófst okkar vinskapur og hefur haldist síðan. Mér er ofarlega í minni þegar mamma þín og pabbi fóru á ball og ég var hjá þér á meðan þegar þau komu heim kom pabbi þinn brosandi á eftir mér og laumaði pening í hendina á mér takk fyrir að passa hana Bínu mína sagði hann og svo hló hann. Ég á margar góðar minningar úr þrastalundi það var ýmislegt brallað þar. Strax þegar þú varst barn var alltaf svo fallegt í kringum þig, herbergi þítt var alltaf svo fallegt og heimilið þítt þegar þú fórst að búa hver hlutur átti sinn stað. þú gast setið tímunum saman við skattholið þítt og greitt þér og krullað á þér hárið. Margar ferðirnar fórum við með Jóni vini okkar á rútunni yfir á Stöðvafjörð að heimsækja Söru systir þína. þær eru óteljandi allar góðu stundirnar sem við áttum saman og mun ég geyma þær í hjarta mínu um ókomin ár. Þú þurftir að þola mik- ið mótlæti í lífinu en alltaf brostirðu og spaugaðir og sagðir alltaf að þú hefðir það fínt. þú varst og verður alltaf hetja í mínum augum. Nú ert þú búinn að hitta litla soninn þinn aftur og pabba þinn. Ég mun geyma allar minningarnar í hjarta mínu, elsku Bína mín. Elsku Bjössi, Steinar ,Jóna, Lilla og systkini megi Guð styrkja ykkur á þessum erfíðu tímum. Þín vinkona Elma. Elsku Bína mágkona, nú ert þú bú- in að fá hvíld frá veikindum þínum. Þú varst svo mikil hetja, ekki varstu að kvarta og kveina þó þú væri mjög veik í mörg ár. Þú varst alltaf að „djóka“ eins og þú orðaðir það. Til dæmis fyrir tveimur árum síðan, þeg- ar þú og Bjössi eiginmaður þinn vor- uð að ferma dóttir ykkar, Jónu Sæ- rúni. Ég var upp í rúmi hjá þér að mála þig og aðstoða þig fyrir daginn. Þú varst sárkvalin, en þú brást á leik þegar það var verið að taka mynd af okkur, þú varst svo veik að þú gast ekki verið viðstödd alla athöfnina Þú varst alltaf svo vel til höfð hvort sem þú komst á fætur þann daginn eða ekki. Enda sagðir þú „Ef maður liti vel út þá liði manni aðeins betur“. Þú varst svo æðrulaus gagnvart þínum veikindum og þeim áföllum sem gengu yfir þig í lífinu. Þú misstir föður þinn ung einnig misstir þú ung- an son ykkar Bjössa, hann Ingvar heitinn, nú ertu hjá þeim báðum. Þegar ég og Gummi bróðir þinn komum í heimsókn til ykkar Bjössa, tókstu alltaf vel á móti okkur. Ef þú gast verið á fótum, fórstu að tína til kræsingar á kaffiborðið, þó við vildum ekki neitt. Og þó Bjössi væri tilbúinn að gera hlutina vildir þú gera þá þeg- ar þú gast það. Þú tókst ekki annað í mál en að við fengum kaffi og með því. Ef þú varst í rúminu var ég alltaf vel- komin upp í til þín. Þar spjölluðum við um heima og geima,um börnin okkar sem eru á svipuðum aldri, einnig djókuðum við mikið. Dætur mínar tala oft um að þú hafir bakað bestu skúffuköku sem þær hafa fengið. Þegar þið komu í matarboð til okkar hjóna, varst þú ætíð hrókur alls fagn- aðar, og reittir af þér brandarana. Það voru forréttindi að fá að umgang- ast þig. Ég verð að viðurkenna það að ég heimsótti þig ekki nóg og oft. Þú vast svo nátengd fjölskyldu þinni, honum Bjössa þínum, Steinar Erni og Jónu Særúni. Þau stóðu alltaf eins og klettur í kringum þig og þú hjá þeim. Enda er ég viss um það að þau eiga stóran þátt í því hversu lengi þú gast verið með þeim. Þú sagðir stundum „ég vildi að ég fengi eitt ár enn með þeim, og þau urðu nokkur þó þau væru ekki öll góð. Börnin ykkar ólust upp við ástríki og mjög fallegt heimili. Þau búa vel að uppeldi ykkar hjóna, um aldur og ævi. Enda varstu nátengd þeim báðum. Ég hef þekkt þig frá fimmtán ára aldri, við unnum saman í frystihúsinu. Þar brölluðum við ýmislegt. Þú varst hörkudugleg í vinnu, taldir ekki eftir þér að vinna á vélunum, þó að illa færi einu sinni. Þú barst fiskibakkana á borð okkar kvennanna, sem var mjög erfitt starf, þetta gerðu yfirleitt strák- arnir, en þú taldir það ekki eftir þér. Á okkar unglings árum fórum við mikið á böll yfir sumarið, þegar sum- arnæturnar voru bjartar. Ef við viss- um af balli á Eskifirði, Stöðvarfirði eða á öðrum fjörðum vorum við fljótar að verða okkur út um far á þau. Ef við vorum ekki inni að dansa, gengum við út í sumarnóttina og ræddum málin, aðallega strákamál. Oft kom þá nafnið hans Bjössa þíns upp í þessum um- ræðum, þú varst svo skotin. Þetta voru skemmtilegar og góðar stundir. Mér finnst leiðinlegt að hafa ekki getað fylgt þér til grafar mín ástkæra mágkona og vinkona. Þín er sárt saknað. Hvíldu í friði elsku Bína. Ásta mágkona. ✝ SkarphéðinnTrausti Jónsson fæddist á Arn- arstapa á Snæfells- nesi 25. október 1922. Hann lést á Lsp. í Fossvogi 24. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jón Sigurðs- son, bóndi og kaup- félagsstjóri á Arn- arstapa, f. 17.8. 1876, d. 25.5. 1956, og Guðrún Sig- tryggsdóttir húsmóðir, f. 17.6. 1878, d. 18.2. 1941. Systkini Trausta eru Haraldur, f. 24.4. 1908, d. 23.5. 1985, Trausti, f. 13.3. 1909, d. 16.12. 1928, Víg- lundur, f. 29.7. 1910, d. 9.11. 1994, Tryggvi, f. 20.8. 1911, d. 13.4. 1994, Jón, f. feb. 1913, d. þeirra eru a) Gerður, f. 14.6. 1963, maður Óskar Örn Jónsson, f. 11.9. 1963, börn þeirra Telma Dögg, Jón Andri og Harpa Eik og b) Svandís, f. 16.7. 1970, maki Valdimar Örn Júlíusson, f. 25.1. 1973, börn þeirra eru Ísak Örn og Brynjar Bogi. Skarphéðinn var í upphafi skírður Skarphéðinn en þegar Trausti bróðir hans varð úti á Jökulhálsi var sótt til konungs um að fá að bæta Traustanafninu við og fékkst það. Hann óx úr grasi í stórum systkinahópi í dásamlegu umhverfi sem mótar fólk til framtíðar. Nábýli við haf- ið hafði sín áhrif, ævistarfið var sjómennska og aflaði hann sér vélstjóraréttinda, þar var hann á heimavelli. Útförin Trausta var gerð frá Fossvogskapellu 7. mars, í kyrr- þey að ósk hins látna, 18.5. 1913, Sigurást, f. 28.8. 1914, d. 26.4. 2001, Hreiðar, f. 21.10. 1916, Ársæll, f. 25.9. 1918, d. 26.4. 1996, og Margrét, f. 5.11. 1919. Trausti kvæntist Engilgerði Sæ- mundsdóttur, f. 22.4. 1919, d. 14.1. 1991. Dóttir þeirra var Ás- dís, f. 16.5. 1950, d. 12.1. 2001, maður hennar er Hilmar Þór Sveinsson, f. 7.6. 1960. Dóttir þeirra er Þuríður Símona, f. 22.1. 1996. Dóttir Ás- dísar frá fyrra hjónabandi er Irja Jónína Forss, f. 10.10. 1977, bú- sett í Svíþjóð. Sonur Engilgerðar er Ríkarður Kristjánsson, f. 3.3. 1940, kvæntur Brynhildi Þor- steinsdóttur, f. 21.4. 1944, dætur Elsku Trausti frændi. Nafnið þitt lýsir þér svo vel, traustur og tryggur vinur í raun. Nú er komið að kveðju- stund í bili, rifjast þá ýmislegt upp frá fyrri tíð. Eins og þegar þú varst í siglingum ungur maður og vildir gleðja okkur systurnar með gjöfum, m.a. dúkkur sem fengu að vera í glerskápnum í stofunni heima, því þær voru svo fínar og fallegar. Alltaf fylgdi því tilhlökkun og gleði þegar þú komst í heimsókn með nikkuna á öxlinni og spilaðir fyrir okkur og eins þegar þú komst með Gerðu þína, því þið voruð svo ástfangin. Ást ykkar og virðing hvors fyrir öðru entist alla ykkar ævi. Gerða átti fyr- ir dreng, Ríkharð, sem þú gekkst í föðurstað og svo kom Ásdís, þessi yndislega stúlka með ljósu lokkana sína. Þetta var hamingjusöm fjöl- skylda og gaman að fá að umgangast hana. Í tvö sumur vorum við saman á Jökli SH á síldveiðum fyrir Norður- landi. Pabbi skipstjóri, þú vélstjóri og ég kokkur, þá var nú margt skrafað og brallað saman. Síðan byggðum við okkur sumarbústað á Arnarstapa, þú á Nónhól og við Bóndabúðina, þannig hefur allt okk- ar líf legið meira og minna saman. Ég vissi alltaf áður en þú komst í heimsókn og gerðir ekki boð á undan þér, ég varð hálfmáttlaus og varð að leggja mig, því þú hafðir svo sterka fylgju. En um leið og þú bankaðir hvarf máttleysið og mér leið svo vel. Þá var gott að eiga ykkur að þeg- ar Kári minn fór í Iðnskólann og fékk að vera hjá ykkur. Fyrir allt þetta er mér þakklæti efst í huga, þegar ég kveð Trausta frænda og föðurbróður minn. Guðbjörg mín, þú komst eins og himnasending inn í líf Trausta; að eignast svona góða vinkonu var hon- um ómetanlegt. Öllum ástvinum hans sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég kveð þig kæri frændi með ljóð- línum Helgu Halldórsdóttur frá Dagverðará sem hún orti í minningu móður þinnar: Þegar ævidagar dvína dauðinn vekur söknuð manna, yfir þína ævi skína ástargeislar minninganna. Guðrún Tryggvadóttir. Skarphéðinn Trausti Jónsson ✝ Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, VIGDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR SCHRAM (Nenna), andaðist þriðjudaginn 28. mars. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 3. apríl kl. 15.00. Fyrir hönd fjölskyldu hennar, Kristján Tómas Ragnarsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Árni Tómas Ragnarsson, Selma Guðmundsdóttir, Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, Valgeir Guðjónsson, Hallgrímur Tómas Ragnarsson, Anna Haraldsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, SIGRÍÐUR RAGNHILDUR VALSDÓTTIR, Hlíðarbyggð 28, Garðabæ, lést miðvikudaginn 28. mars sl. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju miðvikudaginn 4. apríl kl. 13.00. Helgi Pétursson, Björg Hoe Helgadóttir, Jóhann Birgir Jóhannsson, Anna Maren Hoe Helgadóttir, Berglind Helgadóttir, Pétur Ottesen, Björg Julie Hoe Hermannsdóttir, Ingibjörg Kristín Valsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, VALDIMAR BJÖRNSSON skipstjóri, Sóltúni, Reykjavík, er látinn. Útförin verður auglýst síðar. Steinunn Guðmundsdóttir, Marta Guðríður Valdimarsdóttir, Anna Steinunn Valdimarsdóttir, Björn Valdimarsson, Sigríður Líba Ásgeirsdóttir, Guðmunda Valdimarsdóttir, Hafsteinn Viðar Árnason, Ásta Valdimarsdóttir, Kristján Gunnar Valdimarsson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, INGIBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR frá Hafnarfirði, lést á Kanaríeyjum mánudaginn 26. mars. Útförin auglýst síðar. Marjón Pétur Sigmundsson, Sigfús Þór Sigmundsson, Erna Hjaltested, Benedikt Sigmundsson, Haraldur Sigmundsson, Estefan Leó Haraldsson, Haraldur Benediktsson, Elín Jakobsdóttir, Benedikt Benediktsson, Elín K. Björnsdóttir, Viðar Benediktsson, Birna Benediktsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.