Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 24
|föstudagur|30. 3. 2007| mbl.is daglegtlíf Matargerð er ástríða eins og söngurinn hjá Hallveigu Rún- arsdóttur sópransöngkonu sem gefur uppskrift að rísottói. » 26 matur Árni Matthíasson heimsótti víngerðarhús syðst í Frakk- landi, skammt norðan við landamæri Spánar. » 27 vín Margir tíundu bekkingar í Kópa- vogi eru jafnhliða grunn- skólanámi að sækja sér ein- ingar í MK. » 28 menntun HVER myndi ekki vilja eiga sól- gleraugu úr skíra gulli eða brjósta- haldara úr gulli sem vegur um hálft kíló? Hönnuðirnir sem sýndu sköp- un sína á skartgripasýningu í Beij- ing nýlega fóru ekki hefðbundnar leiðir við skartgripahönnunina en sýndu á skemmtilegan hátt hvað gera má úr þessum efnivið. Hálfs kílós brjóstahaldari úr gulli Reuters Áberandi Hálsmenið er óvenju- legt og vegur tæplega hálft kíló. Það er hönnuðurinn Qu Erjian sem á heiðurinn að því. Heitt Það er öruggt að fólk myndi draga að sér athygli með þessi sól- gleraugu. Gullið vegur rúmlega 113 grömm og herlegheitin hann- aði kínverski hönnuðurinn Zhu Fei. Flott Brjóstahaldari úr gullvíravirki vakti athygli en hann vegur tæplega 460 grömm. Hönnuðurinn, Zhou Ningxin, er kínverskur. Þungt Það er ekki á allra færi að bera svona djásn í eyrunum en lokk- arnir eru óvenjulegir og vega tæp- lega 250 grömm. Hönnuðurinn er kínverskur og heitir He Weihong. Sérstakt Mansétta sem fyrirsætan sýnir hér á sýningunni í Beijing. Skartið vegur rúmlega 470 grömm en hönnuður- inn er Zhang Yuhua. Ég geri nú ýmislegt um helgar,“ segirTryggvi M. Baldvinsson, meðlimurBlásarasveitar Reykjavíkur, um at-hafnir sínar um helgar, „það er bara svo misjafnt,“ bætir hann svo við eftir smáumhugsun. „Ég reyni nú yfirleitt að ná einhverjum bolta, t.d. enska boltanum. Ég les eitthvað og hef það yfirleitt frekar rólegt.“ Tryggvi er fjölskyldumaður, á þrjá stálpaða stráka og einn þeirra er fluttur að heiman. „Maður byrjaði svo snemma, sko,“ segir hann glettnislega, „en ég kann satt að segja best við mig í faðmi fjölskyldunnar,“ hnykkir hann á. Tryggvi veit nokkuð vel hvernig drauma- helgin hans á að vera og lýsir henni ljúflega. „Ég vakna klukkan átta á laugardagsmorgni og í svefnrofunum hlusta ég á þáttinn hennar Svanhildar Jakobs í útvarpinu. Mér finnst þessi þáttur skemmtilega „korný“ og það er alveg þess virði að vakna snemma fyrir hann. Ég fer á fætur í rólegheitunum og fæ mér góðan morgunmat, les Moggann og er ekki að flýta mér,“ segir hann með áherslu. „Síðan er ágætt að fara út með hundinn. Það er auðvitað dagleg skylda en oft er spurning hvenær mað- ur kemst í það. Síðan tekur oft enski boltinn stjórnina, ef ekkert sérstakt annað er á döf- inni. Á laugardagskvöldum er líka oft eitt- hvert samkvæmislíf, sérstaklega um þetta leyti árs, og gaman getur verið að skella sér í leikhús.“ Tryggvi er formaður knattspyrnudeildar Ungmennafélags Álftaness og um helgina er leikur þar sem hann er ákveðinn í að sjá. „Ég ætla að horfa á nýstofnaðan meist- araflokk Álftaness spila leik á sunnudaginn á Stjörnuvellinum,“ segir hann ákveðinn. Una býr yfir einstakri orku Tryggvi er einn af stofnendum Blásara- sveitar Reykjavíkur, en sú sveit heldur ein- mitt tónleika á morgun, laugardag, í Salnum í Kópavogi. „Þessi sveit er nú ekkert mjög ung, við héldum okkar fyrstu tónleika 1999,“ segir Tryggvi. „Sveitin var stofnuð það ár og hefur verið starfandi síðan. Við höldum tón- leika reglulega og sveitin er í raun gamall draumur okkar Kjartans [Óskarssonar stjórnanda sveitarinnar] að búa til hljóm- sveit með góðum hljóðfæraleikurum og spila músík sem er sérstaklega skrifuð fyrir blás- arasveitir og er ekki vanalegt viðfangsefni hinna lúðrasveitanna. Við höfum pantað og frumflutt á annan tug íslenskra tónverka,“ segir Tryggvi og bætir við að mikil aukning hafi orðið hér í þessari tegund tónlistar. „Una Sveinbjarnardóttir spilar með okkur um helgina fiðlukonsert eftir Kurt Weill sem hefur ekki verið fluttur hér áður. Þetta þykir nokkuð stórt stykki og Una spilar þetta svakalega vel, hún býr yfir einstakri orku sem passar mjög vel við þessa músík.“ Allt nemendaverk Ókeypis er inn á tónleikana á morgun og það segir Tryggvi koma til af því meðal ann- ars að sveitin mun frumflytja verk eftir Benedikt H. Hermannsson, betur þekktan sem Benna Hemm Hemm. „Þetta er út- skriftarverkið hans úr listaháskólanum og útskriftartónleikar nemenda þaðan eru ókeypis,“ segir Tryggvi. Tryggvi segir öll verkin sem verða flutt á morgun marka visst upphaf að tónsmíðaferli tónskáldanna. „Kurt Weill var nýbúinn að ljúka námi þegar hann samdi þetta verk sitt, líka Richard Strauss, sem á þriðja verkið, hann var bara tvítugur. Það má þannig segja að þetta séu allt nemendaverk,“ segir Tryggvi. Ljúft að vakna með Svanhildi Morgunblaðið/Kristinn Samtal Eitt af því sem Tryggvi M. Baldvinsson mælir með að gera um helgar er að fara út að ganga með hundinn, „nú eða önnur gæludýr“. Þá má líka bregða á það ráð að tala við dýrin. Tryggvi M. Baldvinsson, einn af stofnendum Blásarasveitar Reykjavíkur, vill gjarnan hafa það rólegt um helgar og horfa á fótbolta þegar tími vinnst til. Hann sagði Sigrúnu Ásmundar frá draumahelginni. Enski boltinn: Það er ljúft að setjast og horfa á góðan fótbolta, alveg bráðnauðsynlegt. Tónleikar: Fátt er meira hressandi en fara á góða tónleika. Ganga: Drífa sig út að ganga með hundinn, nú eða önnur gæludýr. Útvarp: Vakna klukkan átta á laugardögum og hlusta á þátt Svanhildar Jakobs, Músík að morgni dags. Enga dagskrá: Tryggvi mælir með því að fólk setji sér EKKI stífa stundaskrá um helgar heldur njóti það lífsins og láti tímann ráðast í samráði við fjölskylduna. Tryggvi mælir með … Roskið fólk tekur betur eftir já- kvæðum upplýsingum sem tengjast tilfinningum í kringum það en aðrir. » 25 daglegt líf Spínat- og kotasælufylltar tor- tillakökur og uppskrift að ljúf- fengum laxi með mangósalsa af netinu. » 28 netið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.