Morgunblaðið - 30.03.2007, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 30.03.2007, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● HLUTABRÉF hækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvals- vísitalan hækkaði um 0,15% og er 7.460 stig. Bréf Atlantic Petrolium hækkuðu um 4,86%, bréf Össurar um 0,82% og bréf Actavis um 0,66%. Bréf FL Group lækkuðu um 1,01% og bréf Alfesca um 0,84%. Gengisvísitala íslensku krónunnar lækkaði um 0,58% í gær og styrktist gengi krónunnar sem því nemur. Kaupgengi dollara er nú 65,75 krón- ur og gengi evru er 87,64 krónur. Krónan hækkar um 0,58% ● KAUPÞING og dótt- urbankinn FIH Er- hversbank og SEB Enskilda hafa verið valin til þess að finna kaupanda/kaup- endur að og sjá um sölu á tæplega 33% hlut danska skipafyrirtækisins Torm í keppinautnum og elsta skipafélagi Danmerkur, Eimskipafélaginu Nor- den, en það var stofnað 1871. Mið- að við gengi bréfa Norden nú má ætla að verðmæti hlutarins sé um 54 milljarðar íslenskra króna. Í frétt danska viðskiptablaðsins Børsen segir að margir aðilar á markaði hafi undrast að fjárfestingabankar hafi verið valdir til þess að sjá um söl- una. Einnig er bent á að áhersla bæði SEB og Kaupþing/FIH sé á Norðurlöndunum og að í sölu sem þessari sé vaninn að menn velji stærri alþjóðlegri fjármálafyrirtæki sem eigi auðveldara með að selja bréfin utan Norðurlandanna. „Við höfum valið tvo ráðgjafa, sem kunna á þetta, og teljum okkur vera í öruggum höndum,“ segir Klaus Kjer- ulff, forstjóri Torm við Børsen. Kaupþing og SEB selja fyrir Torm ● GREININGAR- og lánshæfismats- fyrirtækið Moody’s hefur skipað nýj- an yfirmann bankagreiningardeildar fyrirtækisins í kjölfar harðrar gagn- rýni vegna nýrrar matsaðferðar. Michel Madalain mun sjá um láns- hæfismat banka um allan heim, en alls metur Moody’s lánshæfi meira en þúsund banka. Hin nýja mats- aðferð var gagnrýnd m.a. vegna þess hve háa einkunn íslensku viðskipta- bankarnir þrír fengu. Búist er við end- urskoðaðri einkunn þeirra fljótlega. Mannaskipti hjá Moody’s ● HOLLENSKA drykkjarvörufyr- irtækið Refresco sem er að stærst- um hluta í eigu FL Group og annarra íslenskra fjárfesta, hefur fest kaup á evrópska fyrirtækinu Sun Beverages Company sem á og rekur verk- smiðjur í Frakklandi, Hollandi og Belgíu. Í tilkynningu segir, að þetta séu langstærstu kaup Refresco til þessa og auki verulega við umsvif fyrirtækisins. Gert sé ráð fyrir að formlega verði gengið frá kaupunum á næstu sex vikum, eftir að meðal annars samkeppnisyfirvöld hafa veitt samþykki sitt. Refresco komst í eigu FL Group og fleiri aðila fyrir tæpu ári. Undanfarið hefur Refresco að auki keypt fyrirtækin Kentpol í Póllandi og Histogram í Bretlandi. Refresco kaupir Sun Beverages TÖLUVERÐUR áhugi virðist vera fyrir kaupum á búlgarska símafyr- irtækinu BTC, sem er í meiri- hlutaeigu Novators, félags Björg- ólfs Thors Björgólfssonar. Formleg ákvörðun um sölu hefur ekki verið tekin, en Lehman bank- inn var fenginn til að vinna að mál- inu í kjölfar áhuga fjárfesta. Að sögn búlgarskra fjölmiðla eru fjögur fyrirtæki líkleg til að bjóða í 65% hlut Novators í BTC, þeirra á meðal Mid-Europa Partners, US TPG og Warburg Pincus. Þá eru tyrknesku símfyrirtækin Turk Telekom og Turkcell talin líkleg til að leggja fram kauptilboð. Turkcell er nýlega sagt hafa tek- ið lán til að fjármagna hugsanlegar yfirtökur og fjárfestingar. Enn er óljóst hvort Providence Equity Partners muni leggja fram tilboð, en fyrirtækið sérhæfir sig í fjárfestingum á sviði samskipta og fjölmiðla og sýndi fyrir skömmu áhuga á kaupum í BTC. Fjárfestar sýna BTC áhuga Morgunblaðið/Brynjar Gauti Búlgaría Novator ræður um 65% hlutafjár í BTC símafyrirtækinu. Er þar bæði um að ræða beina eign sem og kauprétti á hlutafé í fyrirtækinu. VIÐSKIPTI ÞETTA HELST ... Nordica hotel Su›urlandsbraut 2 S. 444 5050 VOX Restaurant Opi› flri.- lau. 18.30 - 22.30 VOX Bistro Opi› alla vikuna 11.30 - 22.30 www.vox.is E N N E M M / S ÍA / N M 2 6 9 11 Tilbo› á gistingu á www.icehotels.is Páskablús Blúshátí› á Nordica hotel 3.-5. apríl (sjá www.blues.is) Páskabrunch 5., 6., 8. og 9. apríl kl. 11.30-14.00 Happy Hour alla daga á barnum kl. 17-19 MATSE‹ILL 1 Sesarsalat Romaine salat, kjúklingur, brau›kru›ur, parmesanostur Lambakótelettur Grilla› grænmeti, kartöflusalat 2.750 kr. MATSE‹ILL 2 Andalæri Sulta› me› appelsínugljáa, klettasalat Hl‡ri Bygg, rau›vínssósa, rótargrænmeti 2.700 kr. MATSE‹ILL 3 Norrænn tapas Rækjur, birkireyktur lax, síld, kavíar, rúgbrau› Svínalundir Gratin me› nor›lenskum grá›aosti, salat 3.150 kr. 3.-5. apríl Girnileg páska- og blúshátí› Bor›apantanir í síma 444 5050.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.