Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● HLUTABRÉF hækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvals- vísitalan hækkaði um 0,15% og er 7.460 stig. Bréf Atlantic Petrolium hækkuðu um 4,86%, bréf Össurar um 0,82% og bréf Actavis um 0,66%. Bréf FL Group lækkuðu um 1,01% og bréf Alfesca um 0,84%. Gengisvísitala íslensku krónunnar lækkaði um 0,58% í gær og styrktist gengi krónunnar sem því nemur. Kaupgengi dollara er nú 65,75 krón- ur og gengi evru er 87,64 krónur. Krónan hækkar um 0,58% ● KAUPÞING og dótt- urbankinn FIH Er- hversbank og SEB Enskilda hafa verið valin til þess að finna kaupanda/kaup- endur að og sjá um sölu á tæplega 33% hlut danska skipafyrirtækisins Torm í keppinautnum og elsta skipafélagi Danmerkur, Eimskipafélaginu Nor- den, en það var stofnað 1871. Mið- að við gengi bréfa Norden nú má ætla að verðmæti hlutarins sé um 54 milljarðar íslenskra króna. Í frétt danska viðskiptablaðsins Børsen segir að margir aðilar á markaði hafi undrast að fjárfestingabankar hafi verið valdir til þess að sjá um söl- una. Einnig er bent á að áhersla bæði SEB og Kaupþing/FIH sé á Norðurlöndunum og að í sölu sem þessari sé vaninn að menn velji stærri alþjóðlegri fjármálafyrirtæki sem eigi auðveldara með að selja bréfin utan Norðurlandanna. „Við höfum valið tvo ráðgjafa, sem kunna á þetta, og teljum okkur vera í öruggum höndum,“ segir Klaus Kjer- ulff, forstjóri Torm við Børsen. Kaupþing og SEB selja fyrir Torm ● GREININGAR- og lánshæfismats- fyrirtækið Moody’s hefur skipað nýj- an yfirmann bankagreiningardeildar fyrirtækisins í kjölfar harðrar gagn- rýni vegna nýrrar matsaðferðar. Michel Madalain mun sjá um láns- hæfismat banka um allan heim, en alls metur Moody’s lánshæfi meira en þúsund banka. Hin nýja mats- aðferð var gagnrýnd m.a. vegna þess hve háa einkunn íslensku viðskipta- bankarnir þrír fengu. Búist er við end- urskoðaðri einkunn þeirra fljótlega. Mannaskipti hjá Moody’s ● HOLLENSKA drykkjarvörufyr- irtækið Refresco sem er að stærst- um hluta í eigu FL Group og annarra íslenskra fjárfesta, hefur fest kaup á evrópska fyrirtækinu Sun Beverages Company sem á og rekur verk- smiðjur í Frakklandi, Hollandi og Belgíu. Í tilkynningu segir, að þetta séu langstærstu kaup Refresco til þessa og auki verulega við umsvif fyrirtækisins. Gert sé ráð fyrir að formlega verði gengið frá kaupunum á næstu sex vikum, eftir að meðal annars samkeppnisyfirvöld hafa veitt samþykki sitt. Refresco komst í eigu FL Group og fleiri aðila fyrir tæpu ári. Undanfarið hefur Refresco að auki keypt fyrirtækin Kentpol í Póllandi og Histogram í Bretlandi. Refresco kaupir Sun Beverages TÖLUVERÐUR áhugi virðist vera fyrir kaupum á búlgarska símafyr- irtækinu BTC, sem er í meiri- hlutaeigu Novators, félags Björg- ólfs Thors Björgólfssonar. Formleg ákvörðun um sölu hefur ekki verið tekin, en Lehman bank- inn var fenginn til að vinna að mál- inu í kjölfar áhuga fjárfesta. Að sögn búlgarskra fjölmiðla eru fjögur fyrirtæki líkleg til að bjóða í 65% hlut Novators í BTC, þeirra á meðal Mid-Europa Partners, US TPG og Warburg Pincus. Þá eru tyrknesku símfyrirtækin Turk Telekom og Turkcell talin líkleg til að leggja fram kauptilboð. Turkcell er nýlega sagt hafa tek- ið lán til að fjármagna hugsanlegar yfirtökur og fjárfestingar. Enn er óljóst hvort Providence Equity Partners muni leggja fram tilboð, en fyrirtækið sérhæfir sig í fjárfestingum á sviði samskipta og fjölmiðla og sýndi fyrir skömmu áhuga á kaupum í BTC. Fjárfestar sýna BTC áhuga Morgunblaðið/Brynjar Gauti Búlgaría Novator ræður um 65% hlutafjár í BTC símafyrirtækinu. Er þar bæði um að ræða beina eign sem og kauprétti á hlutafé í fyrirtækinu. VIÐSKIPTI ÞETTA HELST ... Nordica hotel Su›urlandsbraut 2 S. 444 5050 VOX Restaurant Opi› flri.- lau. 18.30 - 22.30 VOX Bistro Opi› alla vikuna 11.30 - 22.30 www.vox.is E N N E M M / S ÍA / N M 2 6 9 11 Tilbo› á gistingu á www.icehotels.is Páskablús Blúshátí› á Nordica hotel 3.-5. apríl (sjá www.blues.is) Páskabrunch 5., 6., 8. og 9. apríl kl. 11.30-14.00 Happy Hour alla daga á barnum kl. 17-19 MATSE‹ILL 1 Sesarsalat Romaine salat, kjúklingur, brau›kru›ur, parmesanostur Lambakótelettur Grilla› grænmeti, kartöflusalat 2.750 kr. MATSE‹ILL 2 Andalæri Sulta› me› appelsínugljáa, klettasalat Hl‡ri Bygg, rau›vínssósa, rótargrænmeti 2.700 kr. MATSE‹ILL 3 Norrænn tapas Rækjur, birkireyktur lax, síld, kavíar, rúgbrau› Svínalundir Gratin me› nor›lenskum grá›aosti, salat 3.150 kr. 3.-5. apríl Girnileg páska- og blúshátí› Bor›apantanir í síma 444 5050.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.