Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ég vil minnast móður minnar sem glaðværrar, heiðarlegrar, trúaðrar og góðrar konu sem vildi öllum vel. Vil ég þakka henni á þessum tíma- mótum allar gleðistundirnar sem við áttum saman í lífinu, hvort sem það var á ferðalögum eða á öðrum stöðum. Móðir mín átti við veikindi að stríða og þurfti að lokum að fara á spítala en ekki var augljóst í byrj- un hvernig henni myndi reiða af þegar upp væri staðið. Ég mun sakna móður minnar eins og ég saknaði föður míns þegar hann féll frá fyrir rúmum fjórum árum en nú hafa þau sameinast á ný í Kálfa- tjarnarkirkjugarði. Að lokum vil ég segja, að þó að Guðrún Kristmannsdóttir sé nú fall- in frá þá eigum við nánir ættingjar hennar yndislegar minningar um góða konu. Egill Hallgrímur Klemensson. Elsku tengdamamma, nú er kom- ið að kveðjustund. Það er alltaf erf- itt að sjá á eftir sínum nánustu en við megum líka þakka fyrir hvað við fengum að hafa þig lengi hjá okkur, svona hressa, káta og lífsglaða. Fyrir rúmum 46 árum kynntumst við Sæmundur, elsti sonur þinn. Það var eitt kvöldið að hann bauð mér heim til ykkar hjónanna. Ég hálf- feimin var nú ekkert alveg tilbúin til þess en lét mig hafa það. Þú tókst á móti mér með þinni einstöku góð- vild þannig að mér leið eins og við hefðum alltaf þekkst. Það sem ég tók strax eftir var hlýtt viðmót þitt, góðvildin og þessi létta lund og svo þessi gagnkvæma ást og virðing sem var á milli ykkar hjónanna, en þið Klemenz voruð alla tíð afar hamingjusöm og náin og það fór ekki fram hjá neinum. Einmitt á þessari kvöldstund, er ég kom þarna fyrst heim til ykkar, voru í heimsókn nokkrir góðir vinir. Það var boðið til stofu til að spjalla og boðið kvöldkaffi með heimatilbúnum kökum en á þessum tímum var allt- af kvöldkaffi með góðu bakkelsi, og ósjaldan var borin fram nýbökuð jólakaka. Guðrún og Klemenz voru sam- hent hjón. Þau byggðu Sólbakkann og fluttu þar inn með fjölskylduna í Guðrún Kristmannsdóttir ✝ Guðrún Krist-mannsdóttir fæddist í Narfa- koti í Innri- Njarðvík 23. júní árið 1919. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 14. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kálfatjarn- arkirkju 23. mars. kringum 1950. Sól- bakki var reisulegt hús og þar leið þeim vel. Ekki gafst mikill tími til fría á þessum árum. Verkaskipting- in hjá þeim hjónum var þannig að Klem- enz vann úti en Guð- rún sá um heimilið. Þegar frá leið og efni og aðstæður leyfðu fór fjölskyldan í aukn- um mæli að ferðast um landið með vinum og ættingjum en þau hjón áttu marga góða vini enda með afbrigðum gestrisin og gott að sækja þau heim, ávallt kát og létt í lund og stutt í spaugið. Það er margs að minnast og sem betur fer eigum við minningarnar til að ylja okkur við um ókomin ár en eina skemmtilega hefð langar mig að minnast á sem var byrjað á strax og við Sæmi hófum búskap fyrir 46 árum. En hefðin fólst í því að um miðjan dag á aðfangadag fór Sæmi með börnin okkar til afa og ömmu í Vogunum og þá var farið með jólapakka til þeirra og við og börnin fengu pakka á móti og að sjálfsögðu bauð amma upp á bragð- góðar kræsingar. Svo eftir því sem árin liðu bættust fleiri í hópinn, börn hinna bræðranna og síðar barnabörn með sín börn svo þetta var orðinn ansi veglegur hópur. Þessi siður hélst allan tímann og var 24. des. sl. engin undantekning. En tengdamamma kvartaði aldrei um að hún væri þreytt því henni fannst svo frábært að fá fólk í heim- sókn og fá fréttir af sínum nánustu. Og oftar en ekki fannst henni fólk ekki stoppa nógu lengi og hafði gjarnan á orði: „Hvað er þetta. Er- uð þið að fara? Þið hljótið að geta stoppað lengur. Ykkur liggur ekk- ert á.“ Tengdamamma var afskaplega félagslynd og hafði gaman af því að vera í návist fólks og hún var mjög dugleg að koma í öll afmæli og aðr- ar uppákomur sem tengdust fjöl- skyldunni. Hún ræktaði sinn fjöl- skyldugarð af miklum myndarskap en afkomendur hennar eru nú nærri 50 talsins. Árið 1999 fór Gunna með okkur Sæma til Noregs að heimsækja dóttur okkar og fjölskyldu hennar. þetta var í fyrsta og eina skiptið sem hún fór utan og þetta var þvílík upplifun fyrir hana. Þarna fór hún í lest og í siglingu og gekk með okkur um götur Óslóar. Hún var svo þakk- lát fyrir þessa ferð og minntist oft á hvað ferðin hefði verið stórkostleg. Gunnu fannst voða gaman að sitja í bíl þó ekki væri verið að fara neitt langt og ég vil nota tækifærið og þakka Dodda syni hennar fyrir alla þá umhyggju sem hann sýndi móð- ur sinni, því ef hans hefði ekki notið við þá hefði Gunna ekki getað verið svo lengi á heimili sínu sem raun bar vitni. Doddi fór alloft með hana í bíltúr, svo sem inn á Strönd eða í Kópavoginn og einnig heimsóttu þau ættingja þegar þau voru í sum- arbústað einhvers staðar á landinu og þá var oft gist þar. Ég veit að þessar bílferðir og ferðalög voru henni ómetanleg. Tengdamamma var afskaplega lífsglöð og nægjusöm kona, einstak- lega jákvæð og þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert. Hún hafði yndi af góðri tónlist og þá aðallega harmonikkuspili og þá leitaði hug- urinn til „gömlu, góðu daganna“ þegar þau stigu saman sporin, Klemenz og hún. Já, Gunna mín, það var yndislegt að sjá ykkur Klema leiðast saman hönd í hönd og alltaf skein ástin úr augum ykkar beggja. Nú ert þú komin til draumaprinsins þíns og hver veit nema þið leiðist nú hönd í hönd og svífið um í góðum valsi? Elsku tengdamamma, Sæmi sonur þinn, vill þakka þér fyrir alla þá ástúð sem þú veittir honum. Hann mun sakna heimsóknanna til þín en þær voru ófáar heimsóknirnar á Hóla- götuna, sérstaklega nú á síðari ár- um þar sem hann sat í eldhúskrókn- um hjá þér og þið rifjuðuð upp gamlar minningar. Einnig vil ég þakka þér þá góðvild og hlýju sem þú alla tíð sýndir mér og minni fjöl- skyldu. Hafðu þökk fyrir allt. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir Soffía. Elsku amma, nú ertu farin frá okkur. Þú áttir langa og hamingju- ríka ævi sem kom alltaf í ljós þegar ég kom að heimsækja þig. Það var alltaf gleði yfir þér og var einstak- lega gaman að koma því alltaf var vel tekið á móti manni. Krásir born- ar á borð, að ógleymdum pönnukök- unum sem þú bakaðir og er óhætt að segja að lífsgleði þín hafi verið óendanleg. Mér finnst afskaplega dýrmætt að hafa fengið þig til að koma í heimsókn til Noregs fyrir átta árum. Það var þín fyrsta og eina utanlandsferð. Það var svo dásamlegt hvað þú naust þess að koma. Þér fannst flugið æðislegt, fallegt í Ósló og var eins og þú hefð- ir óþrjótandi kraft. Við löbbuðum og löbbuðum um borgina og þú varst aldrei þreytt að eigin sögn. Reyndar sagðir þú mér fyrir stuttu að þú hefðir nú stundum verið þreytt. Þegar ég spurði þig af hverju þú hefði ekki sagt það þá kom svar sem lýsti þér svo vel: „ég vildi sjá sem mest og auðvitað fer ég ekki að láta neinn hafa neitt fyrir mér“. Þú vild- ir aldrei að aðrir væru að hafa fyrir þér þó svo að það hefði verið okkur ljúft. Elsku amma, nú ert þú komin til afa sem þú hlakkaðir til að hitta aft- ur. Við kveðjum þig með söknuði en minningarnar um góða konu munu lifa áfram. Guðjónína Sæmundsdóttir. Að morgni mánudagsins 19. mars bárust okkur þau hörmulegu tíðindi að Þórhallur Jónsson, starfsmaður okkar hjá BM Vallá á Reyðarfirði, hefði látist í sviplegu vinnuslysi. Frá- fall hans var okkur samstarfsmönn- um mikið áfall. Þar var á ferð af- skaplega vandaður maður sem sinnti Þórhallur Jónsson ✝ Þórhallur Jónsson fæddist 8.desember 1933. Hann lést 19. mars sl. Þórhallur verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag, 30. mars kl. 13,30. starfi sínu af mikilli nákvæmni og samviskusemi. Aldrei sást hann skipta skapi, helst að slegið væri aðeins fastar úr pípunni ef honum var mikið niðri fyr- ir. Hans verður sárt saknað af sam- starfsmönnum. Með harm í hjarta kveðjum við góðan félaga og vottum Guðrúnu, eiginkonu Þórhalls, og fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð með þökk fyrir kynni af góðum dreng. Þorsteinn Víglundsson, forstjóri BM Vallár. Laufin falla að jörð og við líka. Allt sem lifir hefur endalok, pabbi er dáinn. Á tímamótum sem þessum er eins og tími og stund leiti til baka og þá hugsar maður ekki um það hvern- ig pabbi reyndist mér, heldur hvernig reyndist ég pabba? Ég hefði viljað hafa gert meira, en þannig eru alltaf slit við þá sem við unnum. Þar sem ég veit að það væri ekki í hans anda að horfa á Bergþór Njáll Guðmundsson ✝ Bergþór NjállGuðmundsson fæddist á Akureyri 19. júní 1941. Hann lést að morgni föstudagsins 9. febr- úar síðastliðins og var útför hans gerð frá Akureyr- arkirkju 19. febr- úar. það sem ekki gekk eftir, heldur hitt sem tókst, þá þakka ég fyrir hverja góða stund. Pabbi gekk ekki beinu götuna fremur en sumir af okkar ranni, Bakkus hefur tafið för okkar sumra meira en við hefðum viljað. Þegar ég ungling- urinn gekk ekki þá slóð sem fullorðnum hefði fallið best sagði pabbi að ég skyldi fara á sjóinn og kom mér á Skagaröstina og þar kynntist ég því að lífið er ekki leikur og ég held að sá gamli hafi vitað hvað hann gerði. Seinna út- vegaði hann mér pláss á Hafn- areynni frá Hornafirði og loks vor- um við feðgar saman á Kóp frá Grindavík og upplifði ég þar stundir sem aldrei verða frá mér teknar því þegar kös var á dekk- inu var karlinn í ham og það er sá maður sem ég mun alltaf muna, það var pabbi. Síðar varð sjórinn minn vettvangur allt að síðustu dögum, en ég hefði ekki viljað missa af hafinu og töfrum þess. Eitt hafði pabbi umfram alla, hann var algjörlega öfundarlaus og gladdist með hverjum þeim sem var heppinn og hamingjusamur og ef ég má óska okkur afkomendum einhvers frá honum þá er það þessi list að gleðjast með þeim sem vel gengur. Loks á þínum lokadegi sagði ég það sem mig hafði langað að segja: „Ég elska þig pabbi.“ Það var minn feill að segja það ekki fyrr. Við vorum hvorugur fyrir það að tala af okkur um það sem skipti mestu máli. Þinn sonur Helgi Bergþórsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, STEFÁN GUÐMUNDSSON, Hásæti 1B, Sauðárkróki, lést fimmtudaginn 22. mars. Jarðsungið verður frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 31. mars kl. 14.00. Margrét Guðmundsdóttir, Guðmundur R. Stefánsson, Arnfríður Arnardóttir, Sigríður K. Stefánsdóttir, Guðmundur Jensson, Ægir S. Stefánsson, Arngunnur Sigurþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Hjartkær föðurbróðir minn, FINNBOGI GUÐMUNDSSON matsveinn, andaðist á dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, mánu- daginn 26. mars. Útförin fer fram laugardaginn 31. mars kl. 11.00. Jarðsett verður í Kotstrandarkirkju. Jórunn Erla Bjarnadóttir og fjölskylda. ✝ Elsku systir okkar, GRÓA DANÍELSDÓTTIR LUGGY, lést í New Jersey, Bandaríkjunum, mánudaginn 26. mars sl. Guðrún Daníelsdóttir, Hrefna Daníelsdóttir, Sigurður Daníelsson, Halldóra Daníelsdóttir og Margeir Daníelsson. ✝ Bróðir minn, ÞORMÓÐUR EIRÍKSSON, sem lést á Hulduhlíð, Eskifirði, mánudaginn 26. mars, verður jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 31. mars kl. 11.00. F.h. aðstandenda, Þorbjörg Eiríksdóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, SIGURJÓN MAGNÚSSON, Austurbrún 6, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 16. mars. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Aðalheiður Sigurjónsdóttir, Ísak Kristinn Halldórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.