Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VEÐUR
Það er út af fyrir sig alveg rétthjá Pétri Reimarssyni, tals-
manni Samtaka atvinnulífsins, að
það er ekki til eftirbreytni að
breyta leikreglum eftir að leikurinn
er hafinn. En var leikreglunum
breytt í Hafnarfirði?
Hafði Alcan einhverja tryggingufyrir því, að stækkun álversins
yrði ekki lögð undir atkvæða-
greiðslu meðal íbúa Hafnarfjarðar?
Höfðu einhverjir samningar verið
gerðir þess efnis?
Alla vega hefur það ekki komið
fram og talsmenn álversins í
Straumsvík báru það ekki fyrir sig
fyrir kosninguna. Það er ekki hægt
að koma með svona röksemd eftir
á.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri íReykjanesbæ, hefur hins vegar
sagt að bærinn mundi ekki efna til
atkvæðagreiðslu vegna álvers í
Helguvík vegna þess, að Reykjanes-
bær sé samningsbundinn um annað.
Þar eru línur skýrar að þessu leyti,
þótt Morgunblaðið telji að vísu að
forráðamenn Reykjanesbæjar eigi
að óska eftir að þeim samningum
verði breytt.
En alveg með sama hætti og það áekki að breyta leikreglum eftir
að leikurinn er hafinn á heldur ekki
að beita röksemdum, sem vissulega
er hægt að nota fyrirfram en ekki
þegar það er gert eftir á.
Í lýðræðisþjóðfélagi á það heldurekki við að hóta kjósendum með
því, að fyrirtæki hverfi á braut ef
ekki er farið að vilja þeirra.
Kjósendum er auðvitað ljóst, að
fyrirtækin geta hvenær sem er
hætt starfsemi sinni eða flutt hana
á brott.
Stundum fara hagsmunir manna
saman og stundum ekki.
STAKSTEINAR
Að breyta leikreglum
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!"#$%
&
&
:
*$;<
!
"
#$
% & '
(
)
*!
$$; *!
'( ) $
( $&
%
#$
* #
=2
=! =2
=! =2
'%$)
+
,
-." #/
>
$
/
'# $& ()##$
,
# (& 0& #
"
%"$ 1 "
2
1 0
&
#$ "
$
=7
3 4 , #
$& #
#
,
,&
0&
%"$#
1 " 2 / &1
=
?
2)/ &1
&
3 / 1 " " "
0&
"
*#
1,,#
1 "
51#66
#$ 3& #
"#+
,
3'45 @4
@*=5A BC
*D./C=5A BC
,5E0D ).C
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0 0
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Björn Ingi Hrafnsson | 3. apríl 2007
VG biðlar
til Framsóknar
Vinstri græn telja
Frjálslynda flokkinn
augljóslega af í íslensk-
um stjórnmálum og
þar með blessað Kaffi-
bandalagið.
Skýrasta merkið um þetta eru
bónorð þingmannsefnisins og borg-
arfulltrúans Árna Þór Sigurðssonar
til Framsóknarflokksins, sem sæta
auðvitað alveg sérstökum tíðindum í
íslenskum stjórnmálum.
Meira: bingi.blog.is
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson | 3. apríl
2007
Tilviljun....?
Þessa frétt las ég í
Mogganum í morgun
eins og aðrar, hvar hún
hefur aðeins annan
vinkil. Nefnilega er það
hengt í hana að ræn-
inginn talaði erlent mál. Mér virðist
nú að öll þessi hræsni fólks sem talar
um Frjálslynda og rasisma og að þar
sé alið á fordómum gegn útlend-
ingum ætti stundum að líta sér nær,
verð ekki var við annað en þessi ár-
átta sé allstaðar.
Meira: hva.blog.is
Ólöf Nordal | 3. apríl 2007
Út úr kerfinu
Margrét Pála hjá
Hjallastefnunni er
kona að mínu skapi. Í
stað þess að við-
urkenna að kvenna-
stéttir hjá hinu op-
inbera og lág laun
þar sé óhjákvæmileg staðreynd
vill hún meina að með því að
hleypa einkaaðilum að mennta-
stefnunni og án efa heilbrigð-
iskerfinu skapist auknir mögu-
leikar fyrir konur. Auðvitað í
hæfilegri blöndu.
Meira: olofnordal.blog.is
Anna K. Kristjánsdóttir | 2. apríl 2007
Hinn hataði málmur
Enn og aftur er ál orðið
hinn versti málmur.
Hér gengur maður
undir manns hönd og
bölvar þessum ágæta
málmi út í ystu myrkur
og vill helst losna við
hann úr umhverfi sínu, án þess að
gera sér grein fyrir því að ál er alls-
staðar meðal okkar, jafnvel í barm-
merkjunum gegn áli.
Það eru vissulega til önnur efni
sem hafa svipaða eiginleika og ál, eins
og magnesíum og koltrefjaefni sem
að auki eru miklu léttari en ál. Af
hverju eru þá ekki fleiri umhverf-
issinnaðir Íslendingar sem mótmæla
áli, á reiðhjólum úr þessum efnum?
Svarið er einfalt. Reiðhjól úr koltrefj-
um eru of dýr og magnesíum er oft
notað til íblöndunar í ál til að styrkja
það. Að auki láta „umhverfissinnaðir“
Íslendingar ekki sjá sig á reiðhjóli
dags daglega að örfáum und-
anskildum þar á meðal Magnúsi
Bergssyni. Hinir halda að þeir spari
með því að nota smábíla sem ekki eru
úr áli. (sic!)
Mótmælendurnir ferðast um á bíl-
um. Vélarblokkin í bílunum þeirra er
nær undantekningarlaust úr áli,
sömuleiðis gírkassinn og drifhúsið.
Einstöku slitþættir í vélunum eru úr
áli eins og stimplarnir. Þá eru heil-
margir aðrir hlutir í bílunum þeirra
úr áli. Sömu sögu er að segja um flug-
vélar. Þær eru að miklu leyti úr áli og
sagt er að um 75 tonn af áli fari í
hverja Boeing 747. Þá er heilmikið ál í
flugvél álmótmælandans Ómars
Ragnarssonar hvort sem honum líkar
það betur eða verr og sennilega einn-
ig í smábílnum hans.
Ég hefi áður nefnt að ál er mikið
notað í leiðara og var harðlega mót-
mælt. Satt er það engu að síður og má
nefna að burðarvirkin myndu varla
bera loftlínur úr þyngri málmum
nema með mikilli fjölgun burðarvirkj-
anna og enn meiri sjónmengun. Þá er
það einnig notað í jarðstrengi, sbr
sýnishorn hér til hliðar.
Allt í kringum okkur er ál. Ef það
er ekki í hlutunum í kringum okkur
er það örugglega til í framleiðsluferl-
inu eins og saumavélunum sem not-
aðar eru til að sauma fötin á okkur.
Þá er eldhúsið yfirfullt af áli, sem
finnst í ísskápnum, uppþvottavélinni,
lömpum, tölvum, farsímum, sjón-
vörpum.
Meira: velstyran.blog.is
BLOG.IS