Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Páll RúnarÓlafsson fædd- ist í Keflavík 1. jan- úar 1938. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 26. mars síðastliðinn. For- eldar hans voru Dagmar Pálsdóttir, f. 5. janúar 1918, d. 2. nóvember 1998 og Ólafur Ríkharð Guðmundsson, f. 3. maí 1917, d. 13. ágúst 1975. Páll var elstur í hópi fimm systkina. Hin eru Guðmundur, f. 17. janúar 1939, maki Ragnheiður Halldórs- dóttir, f. 13. mars 1945, Róbert, f. 9. ágúst 1940, maki Guðbjörg Gísladóttir, f. 15. ágúst 1952, Elín, fyrra hjónabandi, þær eru a) Jó- hanna, f. 20. apríl 1975, maki Brynleifur Siglaugsson, f. 29. ágúst 1970, synir þeirra eru Guð- mundur Breiðfjörð og Tobías Breiðfjörð og b) Ólöf, f. 2. janúar 1978, maki Kristinn Halldórsson, f. 9. janúar 1964, börn þeirra eru Þórir Sævar, maki Guðlaug Jón- asdóttir, Hrefna, maki Ólafur Óð- in Valdemarsson, Halldór, Heba og Ólafur Ævar. Páll gekk þeim Jóhönnu og Ólöfu í föðurstað. Páll eignaðist Hlyn Ólaf 10. apr- íl 1962, barnsmóðir Páls er Helga Magnúsdóttir, f. 16. september 1942. Hlynur Ólafur er kvæntur Ellu Hlöðversdóttur, f. 17. janúar 1970, dætur þeirra eru Helga Kristina og Alexandra Mist. Páll vann mest alla sína ævi sem rútubílstjóri. Útför Páls verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. f. 13. janúar 1944, maki Július Bess, f. 11. mars 1942, og Ingólfur, f. 29. des- ember 1954, maki Vilhelmína Páls- dóttir, f. 12. nóv- ember 1958. Páll kvæntist 10. október 1981 Gróu Hávarðardóttur, f. 16. október 1953. Þau slitu samvistum 2003. Páll eignaðist tvær dætur með Gróu, þær eru a) Dagmar, f. 3. desember 1979, börn hennar eru Björgvin Páll, Viktoría Iris og Díana Guðrún og b) María Ósk, f. 11. september 1985, maki Brynjar Guðmundsson, f. 9. mars 1980. Gróa átti tvær dætur frá Elsku pabbi, það er erfitt að kveðja þig eftir svo stutta en erfiða baráttu. Ég vissi að það var ekkert hægt að gera við þessum illa og ólæknandi sjúkdómi, svo ég vissi að tíminn sem við áttum eftir yrði mér mjög dýr- mætur og ég geymi hann á góðum stað í hjarta mínu. Ég sakna þín mjög mikið en ég veit að þér líður vel og það er friður sem umlykur þig núna. Meðan veðrið er stætt, berðu höfuð hátt og hræðstu eigi skugga á leið. Bak við dimmasta él glitrar lævirkjans ljóð upp um ljóshvolfin björt og heið. Þó steypist í gegn þér stormur og regn og þó byrðin sé þung sem þú berð, þá stattu fast og vit fyrir víst, þú ert aldrei einn á ferð. (Þýð. Óskar Ingimarsson.) Bless, elsku pabbi minn, þín dóttir Ólöf. Ég veit ekki hvar ég á að byrja því það er svo margt sem ég vil segja við þig. Ég vildi svo mikið að þú værir hérna því þá gæti ég faðmað þig meira en ég gerði og hefði getað sagt margt við þig þegar þú varst á lífi en ég gerði það ekki og ég sé eftir því núna! Þannig að ég ætla að segja smá við þig núna, því hitt vil ég hafa fyrir mig eða segja þér það seinna. Það sem ég vil segja við þig er að ég elska þig endalaust mikið og ég veit að ég sagði þetta ekki eins oft við þig og þú vildir heyra, en ég veit að þú veist það alveg. Ég reyndi líka að gera mitt besta fyrir þig, ég vona að það hafi tekist. Þú gerðir líka þitt besta sem pabbi fyrir mig og ég virði það mjög mikið við þig. Ég veit líka að ég hefði átt að koma oftar í heimsókn til þín en samt þegar ég kom þá áttum við mjög góðar stundir saman og það var mjög gaman, mikið um grín, við gátum hlegið tímunum saman og fíflast. Þú hafðir alveg sérstakan húmor, það áttum við sameiginlegt, gátum alltaf hlegið að sömu vitleysunni. Ég man þegar ég tók þátt í fegurðarsam- keppninni, þá varstu svo stoltur af mér og það var svo gaman að sjá þig þarna þegar ég var uppi á sviði. Þú varst svo glaður. Eins þegar ég sagði þér að þú værir að verða afi, þú brost- ir út að eyrum og það var líka svo gaman að sjá það og þér fannst ekk- ert skemmtilegra en þegar þú varst að verða afi. Þú reyndir að gera allt fyrir afa- börnin þín. Ég man samt líka að við gátum alltaf pirrað hvort annað, sem er svo fyndið, það leið stundum ekki dagur og þá vorum við farin að stríða hvort öðru. En þú gerðir allt fyrir mig, keyrðir mig allt sem ég þurfti að fara og náðir í mig líka en svo breytt- ist það þegar ég fékk bílpróf. Eitt man ég frá því ég var lítil og þú varst að keyra skólarúturnar, þá náðirðu oft í mig alla leið heim, kannski með fullan bíl. Það er svo fyndið að hugsa út í það núna. Þetta var voða nota- legt, að þurfa ekki að labba út í rútu- skýli. Ég gæti skrifað endalaust til þín en ég geri það bara seinna. Þú veist að ég elska þig og á aldrei eftir að gleyma þér, ég hitti þig þegar minn tími kemur. Þangað til bið ég þig að vera stilltur og njóttu þess að líða vel. Ég á eftir að verða lengi að ná því að þú ert ekki hér hjá mér lengur en ég veit að þér líður vel og ert laus við allar þjáningar. Ég elska þig, pabbi minn, og sakna þín mjög mikið. Þín litla dóttir María Ósk. Við erum óendanlega minnt á hverfulleika lífsins og enginn veit hver verður næstur. Okkur félögum Páls í Karlakór Keflavíkur duldist ekki að í vetur gekk hann ekki heill til skógar. Engan okkar óraði þó fyrir því að veikindin væru jafn alvarleg og raun varð. Páll strafaði í yfir tuttugu ár í karlakórnum. Í slíkum félgasskap bindast menn böndum vináttu og kunningsskapar sem oft vara áratug- um saman. Samveran og söngurinn verður mönnum ákveðin kjölfesta í lífinu, eitthvað sem þeir geta tæpast verið án. Þannig var því varið með Pál. Hann hafði yndi af söngnum líkt og bræður hans og faðir þeirra Ólafur sem um árabil söng með Karlakórn- um. Nú þegar leiðir skiljast viljum við kórfélagar þínir þakka af alhug þær stundir sem við áttum með þér í leik og starfi. Aðstandendum öllun vottum við okkar innilegustu samúð. Guðjón Sigbjörnsson, formað- ur Karlakórs Keflavíkur. Páll Rúnar Ólafsson ✝ ValdimarBjörnsson fædd- ist í Reykjavík 16. ágúst 1927. Hann lést miðvikudaginn 28. mars síðastlið- inn. Foreldrar Valdimars voru Björn Jónsson, skip- stjóri í Ánanaustum í Reykjavík, f. 6. júlí 1880, d. 9. ágúst 1946 (Jónssonar út- vegsbónda í Ána- naustum) og Anna Pálsdóttir, hús- móðir, f. 17. september 1888, d. 6. desember 1961 (Stefánssonar bónda í Neðridal í Biskupstungum). Systkini Valdimars eru: 1) Ásta, f. 24. nóv. 1908, d. 17. júní 2002; 2) Jón, f. 28. júlí 1910, d. 13. ágúst 1996; 3) Sigurbjörg, f. 5. nóv. 1911, d. 29. maí 1946; 4) Unnur, f. 3. nóv. 1913, d. 15. sept. 1937; 5) Björgvin Halldór, f. 24. ágúst 1915, d. 11. jan. 1944; 6) Hildur, f. 27. nóv. 1916, d. 31. jan. 2005; 7) Viggó Páll, f. 27. feb. 1918, d. 15. apríl 1986; 8) Sig- ríður, f. 1. nóv. 1919, d. 10. júlí 1970; 9) Anton Björn, f. 6. júní 1921, d. 26. nóv. 1943; 10) Auðbjörg, f. 5. apríl 1923, d. 19. júní 2006; 11) Har- aldur, f. 2. okt. 1924; og 12) Guðjón, ágúst 1984, b) Hlynur framhalds- skólanemi, f. 19. nóv. 1989, c) Jó- hanna, f. 18. nóv. 1996; 5) Ásta lög- fræðingur, f. 29. júlí 1964, gift Kristjáni Gunnari Valdimarssyni lögfræðingi. Börn þeirra eru a) Valdimar Bersi, f. 6. sept. 1994; b) Katla, f. 31. jan. 2001. Dóttir Krist- jáns og Þórhildar Þórisdóttir er Kolbrún háskólanemi, f. 3. júní 1981. Valdimar ólst upp í Ánanaustum og síðar að Sólvallagötu 27 í Reykjavík með foreldrum sínum og systkinum. Frá barnsaldri var Valdimar í sveit á sumrin að Kolls- læk í Borgarfirði. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands 1947 og farmannaprófi frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík 1951. Valdi- mar hóf sjómennsku 1942 og starf- aði lengst af hjá Eimskipafélagi Íslands. Á árunum 1953 til 1964 var Valdimar stýrimaður á Dettifossi og Goðafossi en frá 1964 til 1971 starfaði hann sem yfirverkstjóri hjá Eimskipafélagi Íslands. Þá fór hann aftur til sjós og tók við sem skipstjóri til að byrja með á Múla- fossi en síðar á Laxfossi og Bakka- fossi. Frá árinu 1977 var Valdimar skipstjóri hjá skipafélaginu Bifröst og síðar hjá Nes hf. þar til árið 1985 þegar hann hætti störfum vegna veikinda. Útför Valdimars verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. f. 27. feb. 1926, d. 11. jan. 1944. Valdimar kvæntist hinn 6. desember 1951 Steinunni Guð- mundsdóttur, f. í Reykjavík 7. október 1930. Foreldrar henn- ar voru Guðmundur Franklín Gíslason, skipstjóri í Reykjavík og Guðríður Marta Stefánsdóttir, sauma- kona. Börn Valdi- mars og Steinunnar eru: 1) Marta Guð- ríður sérfræðingur hjá Glitni, f. 18. apríl 1952; 2) Anna Steinunn kenn- ari, f. 13. des. 1954, dóttir hennar og Jóns Friðriks Kjartanssonar er Steinunn Marta Jónsdóttir, mynd- listarnemi í Hollandi; 3) Björn graf- ískur hönnuður, f. 4. okt. 1958, kvæntur Sigríði Líbu Ásgeirs- dóttur grafískum hönnuði. Börn þeirra eru a) Bryndís f. 11. jan. 1993, b) Valdimar, f. 25. ágúst 1997, sonur Björns og Sigríðar Pét- ursdóttur er Pétur Örn há- skólanemi f. 31. maí 1984; 4) Guð- munda kennari, f. 26. sept. 1960, gift Hafsteini Viðari Árnasyni vél- fræðingi. Börn þeirra eru: a) Huld tónlistarnemi í Þýskalandi, f. 5. Faðir minn, Valdimar Björnsson, var þrettánda og yngsta barn for- eldra sinna. Heimilið var vestast í vesturbæ Reykjavíkur, á þeim slóð- um þar sem nú er gatan Ánanaust. Þá var Örfirsey ennþá eyja og sjávar- kamburinn stutt frá. Þegar pabbi fæddist var elsta systirin, Ásta, átján ára, og heimilið stórt, 13 börn og oft- ast tvær til þrjár vinnukonur. Pabbi fór ungur til sjós, strax eftir fermingu fór hann á sumrin með föð- ur sínum sem var skipstjóri á Sigríði RE 22. Í stríðinu, á árunum 1943 og 1944, fórust á sjó þrír bræður föður míns. Það tók mjög á foreldra hans og lögðu þau ríka áherslu á að hann legði ekki fyrir sig sjómennsku og aflaði sér annarrar menntunar. Hann fór því í Verslunarskólann og lauk þar prófi á árinu 1947. En hugur pabba stefndi á sjóinn svo ekki varð við spornað og fór hann í Stýrimanna- skólann strax að loknu verslunarprófi og útskrifaðist þaðan með skipstjórn- arréttindi árið 1951. Í desember sama ár gekk hann að eiga móður mína Steinunni Guð- mundsdóttur. Pabbi starfaði hjá Eimskipafélagi Íslands eftir útskrift og var þar stýri- maður og síðar skipstjóri. Það var síð- an á árinu 1964 þegar fimmta og yngsta barn foreldra minna fæddist að tími þótti kominn til að fjölskyldu- faðirinn færi að vinna í landi. Árin 1964 til 1971 var pabbi yfir- verkstjóri hjá Eimskipafélagi Íslands í Reykjavík. Þetta voru umbrotatímar og mikil uppbygging í gangi en á þessum tíma varð algjör umbreyting á uppskipun og lestun skipa. Árið 1971 fannst föður mínum nóg komið af störfum í landi. Vinnuálagið var mikið, oft var unnið til klukkan tíu á kvöldin og alltaf á laugardögum. Tím- inn með fjölskyldunni varð því ekki eins mikill og ætlunin hafði verið með því að vinna í landi. Valdimar Björnsson fór aftur til sjós og var þá fyrst skipstjóri á Múla- fossi og síðar á Laxfossi og Bakka- fossi. Árið 1977 var stofnað nýtt skipafélag, Bifröst. Pabbi var einn af hluthöfum þess og skipstjóri á fyrsta skipi félagsins, Bifröst. Skipafélagið keypti svo annað skip og hélt uppi áætlunarsiglingum til Evrópu og Bandaríkjanna. Árið 1980 lækkaði Eimskipafélagið verulega farmgjöld sín á þeim leiðum sem Bifröst sigldi á. Þetta var fyrir tíma samkeppnislaga og -eftirlits og endaði með því að Eim- skip keypti Skipafélagið Bifröst og sjálfstæð starfsemi félagsins lagðist af. Frá árinu 1980 var pabbi skipstjóri hjá Skipafélaginu Nes til ársins 1985 þegar hann veiktist. Hann fékk blóðtappa og missti mátt í hægri hendi og fæti og talhæfi- leikar skertust. Pabbi var alltaf gíf- urlega harður af sér og það átti ekki síður við í veikindum hans. Hann lagði mikið á sig til að ná bata og náði sér nægilega til að ganga daglega langar leiðir og sinna heimilisstörfum. Þegar ég minnist föður míns er ekki hægt annað en að minnast kapp- sins og um leið æðruleysisins sem ein- kenndi hann. Þessir eiginleikar krist- ölluðust í orðum hans þegar eitthvað bjátaði á, en þá sagði hann stundum: „Við tökum bara svekkelsunum í röð“. Sannur skipstjóri er fallinn. Ég kveð pabba með virðingu og söknuði. Björn Valdimarsson. Afi minn var góður maður, það vita nú allir. Ég hef heyrt margar sögur af hon- um þegar hann var yngri og áður en hann veiktist og ég veit að hann var alltaf mjög duglegur og sterkur. Ég held líka að hann hafi verið prakkari alla sína ævi – eins og þegar hann var strákur fór hann með vini sínum upp á húsið þar sem nú er Borgarbóka- safnið og fór með tærnar út af brún- inni. Hann sýndi mér alltaf mikla athygli og vildi vita hvernig gengi. Þegar ég var mjög lítill þá bjuggu amma og afi í Miðleiti, þá var ég oft í pössun hjá þeim. Afi gat þá verið með mér í alveg tvo tíma, bara að fylgjast með mér, eða farið í smá leiki eins og t.d. að fela marmaraeggin hennar ömmu í lófan- um sínum sem ég reyndi að opna. Honum fannst líka t.d. mjög gaman að koma og fylgjast með í íþróttaskól- anum þegar ég var lítill og var ánægð- ur með að ég var í KR búningnum sem hann gaf mér. Þegar ég var sex ára fór ég með honum og mömmu líklega í síðustu siglinguna hans, það var á sjómanna- daginn og var með skipi Slysavarna- félagsins sem hét Sæbjörg. Það var mjög fyndið því það voru svo margir í skipinu sem þekktu hann og honum þótti þetta alveg rosalega skemmti- legt. Við fórum líka í brúna með skip- stjóranum sem afi þekkti. Ég lærði nokkurs konar tungumál sem afi þróaði eiginlega sjálfur því að hann gat ekki alveg talað. Eins og t.d. þegar hann var að tala um mig þá sló hann á bringuna því hann heitir Valdi- mar og ég líka. Svo þegar hann var mjög ánægður með eitthvað sagði hann ,,Alveg ágætt“ og hló hátt. Það var ótrúlegt hvað auðvelt var að gleðja hann, því að bara við að sjá okkur varð hann ótrúlega glaður. Hann hló alltaf þegar við komum. Þegar ég og Katla vorum að leika okkur úti í garði hjá ömmu og afa þá sat hann úti og fylgdist með okkur hlæjandi. Hann var mikið fyrir úti- veru og var alltaf úti, jafnvel þegar það var snjór og kuldi, næstum óveð- ur. Ég held að það sem ég lærði af afa var að maður á ekki að gefast upp sama hve á móti blæs og að maður getur verið ánægður yfir litlum hlut- um. Ég ætla að muna það fyrir afa minn. Valdimar Bersi Kristjánsson. Elsku afi minn, það er oft sem ég hef óskað mér þess að ég hefði þekkt þig á meðan þú gast enn talað. Því að ég veit að þú hefðir haft frá svo mörg- um frábærum ævintýrum að segja. Þú varst alltaf svo hress og fjör- ugur og gerðir svo margt áhugavert sem ég vildi að þú hefðir getað sagt mér frá. En ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að þekkja þig. Mér finnst þú hafa kennt mér svo margt. Með fordæmi þínu hefurðu kennt mér að vera dug- leg og atorkusöm, og að leggjast ekki í volæði þó að ýmislegt bjáti á. Að hugsa til þess hversu hughraustur og sterkur þú ávallt varst veitir mér kjark og orku þegar allt virðist svo erfitt og óyfirstíganlegt. Og þú þurftir engin orð til þess. Nærvera þín var svo sterk. Ég man þegar ég var lítil í pössun hjá þér og ömmu. Tímunum saman sat ég og lék mér, og þú sast alltaf í stólnum þinum, hlustaðir á útvarpið og fylgdist með leiknum. Og þegar ég leit til þín kink- aðirðu til mín kolli. Það voru einu samskiptin sem fóru fram okkar í milli en samt varstu með mér, þú þurftir ekki að tala til að taka þátt í líf- inu í kringum þig. Þú skilur eftir þig stórt tómarúm sem ekki er hægt að fylla upp í. Þú varst alltaf svo sterkur, bakhjarl okk- ar allra, og aflið sem hélt öllu í föstum skorðum. Núna er kominn tími fyrir okkur að vera eins sterk og þú. Að ganga í gegnum lífið með sama hug- arfari og þú gerðir. Með bjartsýni, jafnaðargeði, hugrekki, dugnaði og áhuga. Þú verður alltaf fyrirmyndin mín. Steinunn Marta. Nú er tengdafaðir minn Valdimar Björnsson skipstjóri frá Ánanaustum fallinn frá. Hann lauk prófi frá Versl- unarskólanum og Stýrimannaskólan- um og á að baki farsælan starfsferil, lengst af sem skipstjóri. Þeir sem unnu með Valdimari hafa sagt mér að hann hafi verið vel liðinn sem skipstjóri, ákveðinn og skemmti- legur og þekktur fyrir að segja ávallt meiningu sína umbúðalaust á kjarn- yrtan hátt. Hann sigldi aðallega til Evrópu og Bandaríkjanna en einnig sigldi hann á fjarlægari slóðum eins og í Miðjarhafinu og kynntist þar ólík- um menningarheimi. Þetta þykir í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nú á tímum en það voru færri sem ferð- uðust á þeim slóðum fyrir 30 árum. Fyrir rúmlega 20 árum veiktist hann alvarlega sem leiddi til þess að hann átti erfitt með að ganga og tala. Við þessa erfiðu þraut, sem hann og fjölskyldan gekk í gegnum þegar hann var 59 ára að aldri, komu sterk- lega í ljós afgerandi persónueinkenni hans. Hann var afar kraftmikill, áræðinn og glaðsinna. Að gefast upp var ekki valkostur hjá Valdimari. Valdimar var alltaf mjög áhuga- samur um allt sem viðkom börnunum, tengdabörnunum og barnabörnun- um. Þótt hann ætti erfitt með mál spurði hann alltaf hvað þau væru að Valdimar Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.