Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 59 FORMA-tónleikarnir fóru fram síðastliðinn sunnudag á NASA. Tónleik- arnir voru styrktartónleikar gegn átröskun en allur ágóði af miðasölu rann til velferðarsjóðs Forma sem styður við bakið á átröskunarsjúkling- um og fjölskyldum þeirra. Á meðal þeirra sem komu fram á tónleikunum voru Mugison, Björk, Wulfgang, Pétur Ben, Magga Stína og KK en það þarf að leita langt aftur til að finna jafn miklar stjörnur samankomnar á einu kvöldi enda málstaðurinn góður og Forma samtök sem ber að styðja. Auk tónlistaratriða lásu stjórnmálamenn upp úr dagbókum átrösk- unarsjúklinga. Morgunblaðið/Eggert Forma Þær Alma Geirdal og Edda Ýrr Einarsdóttir bera hitan og þungann af starfsemi Forma-samtakanna og þær voru að sjálfsögðu viðstaddar. Góður Tónlistarmaðurinn Pétur Ben er á fleygiferð þessa dagana og lét sitt ekki eftir liggja á NASA á sunnudaginn. Klassísk Magga Stína er sívinsæl og var á meðal þeirra sem lagði mál- staðnum rödd sína og tóna viðstöddum til mikillar ánægju. Björk Jónas Sen lék undir með Björk Guðmundsdóttur sem frumflutti lög af nýju plötunni, Volta, sem væntanleg er í verslanir í maí. Stjörnur gegn átröskun FÆREYSKA tónlistarhátíðin AME fór fram á laugardag og var af- skaplega vel sótt af Færeyingum bú- settum hér á landi sem og vinum þeirra íslenskum sem fjölgar víst dag frá degi. Margar af skærustu stjörnum færeyskrar dæg- urtónlistar tróðu upp og má þar nefna Eivöru Pálsdóttur, Teit, Brand Enni og hljómsveitina Gesti sem margir þekkja. Arnar Eggert Thoroddsen tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins skrifaði um tón- leikana á mánudaginn og hafði með- al annars þetta um þá að segja: „Þetta var „fínur tónleikur“ á NASA, og ég vona einlæglega að AME-kvöldin verði að reglubundn- um viðburði.“ Fullorðinn Brandur Enni er engin barnastjarna lengur og sannaði það á tónleikunum á laugardag. Teitur Frægð þessa manns nær langt út fyrir landsteina Færeyja. Morgunblaðið/Eggert Eivör Það gustaði að Evöru Pálsdóttur á tónleikunum og voru tónleika- gestir bergnumdir yfir flutningi hennar. „Fínur tónleikur“ á NASA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.