Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 13
kvæmdastjóri LÍÚ, segir að skýr-
ingin á hækkun viðmiðunarverðsins,
sé auk hækkunarinnar á fiskmörk-
uðunum, áhrif af gengislækkun ís-
lenzku krónunnar og hækkanir á af-
urðaverði erlendis.
Minna selt í marz
Sala á fiskmörkuðum í marz í ár
var minni en í fyrra vegna mikilla
ógæfta um miðjan mánuðinn. Nú
nam salan 12.672 tonnum að verð-
mæti um 2,2 milljarða króna. Á sama
tíma í fyrra voru seld 13.686 tonn að
verðmæti 1,6 milljarðar króna. Verð-
ið hefur hækkað gríðarlega milli ára.
Meðalverð á þorski í marz nú var 257
krónur á kíló af slægðum fiski og fór
hæst í 334 krónur. Í marz í fyrra var
meðalverðið 170 krónur og fór hæst í
239 krónur. Meðalverð á slægðri ýsu
nú var 158 krónur og fór hæst í 336. Í
fyrra var meðalverðið 101 króna.
Svipaðar verðhækkanir hafa orðið á
óslægðum fiski.
Fyrstu þrjá mánuði þessa árs voru
seld 32.100 tonn á fiskmörkuðunum
að verðmæti 5,5 milljarðar króna.
Meðalverð á slægðum þorski nú var
259 krónur og á ýsu 161 króna. Á
sama tíma í fyrra var salan 33.200
tonn að verðmæti 4 milljarðar króna.
Meðalverð á slægðum þorski var þá
170 krónur og á slægðri ýsu 106
krónur.
Miðað við hið nýja viðmiðunar-
verð, er verð á þorski í beinum við-
skiptum nú 135 krónur fyrir eins
kílós þorsk, slægðan, 185 krónur fyr-
ir þriggja kílóa fisk og 260 krónur
fyrir þann stærsta, átta og hálft kíló
og þyngri.
Laun sjómanna og tekjur útgerðar
hafa hækkað í sömu hlutföllum, 50%,
fyrir þorsk á mörkuðum og 59% fyrir
þorsk í beinum viðskiptum á um-
ræddu tímabili. Laun sjómanna og
tekjur útgerðar eru bundin ákveðnu
hlutfalli af aflaverðmæti hverju sinni.
Í HNOTSKURN
»Nú fást mest 260 krónurfyrir slægðan þorsk í föst-
um viðskiptum útgerðar og
fiskvinnslu
»Meðalverð á þorski í marznú var 257 krónur á kíló af
slægðum fiski og fór hæst í
334 krónur
»Sala á fiskmörkuðum ímarz í ár var minni en í
fyrra vegna mikilla ógæfta um
miðjan mánuðinn
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 13
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
7
0
0
1
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00
Umboðsmenn
um land allt
Njarðvík
421 8808
Akranesi
431 1376
Höfn í Hornafirði
478 1990
Reyðarfirði
474 1453
Akureyri
464 7940
ER KOMINN!
Qashqai er glænýr tímamótabíll frá Nissan. Þessi fjórhjóladrifni
borgarjeppi sem beðið hefur verið með þvílíkri eftirvæntingu á
Íslandi á eftir að koma verulega á óvart, enda helsti tískubíllinn í
evrópskum borgum. Qashqai sameinar eiginleika töff borgarbíls
og harðsnúins fjallajeppa.
Qashqai – allt á einu bretti.
KOMDU OG REYNSLUAKTU
Nissan Qashqai 4x4
Verð frá 2.550.000 kr.
LANDSSAMBAND íslenskra út-
vegsmanna auglýsir styrk til fram-
haldsnáms í fiskifræði, sjávarvist-
fræði eða sjávarlíffræði.
Styrkurinn er ætlaður nátt-
úrufræðingum sem hafa lokið eða
eru að ljúka grunnnámi í háskóla
(BS-prófi) og hyggjast hefja fram-
haldsnám erlendis á næsta skólaári.
Styrkupphæð er kr. 700.000
LÍÚ veitir
námsstyrk
VERÐ sjávarafurða lækkaði lítillega
í febrúar, eða um 0,2% frá mánuðin-
um á undan mælt í erlendri mynt
(SDR). Afurðaverð á erlendum
mörkuðum er samt sem áður nálægt
sögulegu hámarki og hefur hækkað
um 12% á síðustu tólf mánuðum. Í ís-
lenskum krónum lækkaði afurðaverð
í febrúar um 3,6% frá mánuðinum á
undan. Síðastliðna tólf mánuði hefur
afurðaverðið hækkað um 23% mælt í
íslenskum krónum. Þessi útreikn-
ingur er byggður á tölum Hagstof-
unnar.
Fjallað var um þetta í Morgun-
korni Glitnis:
„Verð á mjöli hækkaði um ríflega
7% (í SDR) í febrúar og er sögulega
hátt. Mjölverðið í febrúar var um
74% hærra en á sama tíma í fyrra.
Helstu ástæður fyrir háu mjölverði
eru minni uppsjávarfiskkvóti í lönd-
um S-Ameríku, mikil eftirspurn frá
fiskeldi í Kína og stöðug eftirspurn
frá laxeldisfyrirtækjum.
Góðar horfur í ár
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja
hefur vænkast undanfarið með
hækkun á afurðaverði og lækkun
gengis krónunnar. Nú hefur krónan
reyndar hækkað undanfarnar vikur
en afurðaverðið er enn hátt á erlend-
um mörkuðum. Ytri aðstæður eru
því enn hagfelldar fyrir sjávarút-
vegsfyrirtækin. Horfur fyrir yfir-
standandi ár eru ágætar, sterk
spurn er eftir afurðum á erlendum
mörkuðum og gengisspár gera ráð
fyrir nokkru veikari krónu en nú er.“
)*
)+
+*
++
,*
,+
"#$% %&%
#
*
#
+
,
!
Hátt verð á fiski
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ
hefur birt auglýsingu til sveit-
arstjórna um úthlutun byggða-
kvóta. Þar kemur fram að sveit-
arstjórnir eru umsóknaraðilar fyrir
byggðarlögin í sveitarstjórnarum-
dæmunum og annast samskipti við
ráðuneytið vegna úthlutunarinnar.
Umsóknarfrestur um byggðakvóta
rennur í dag, 4. apríl.
Byggðakvóti
FISKISTOFU hefur borist færeysk
reglugerð um veiðar á kolmunna í
færeyskri lögsögu. Reglugerðin
tekur einnig til íslenskra skipa með
leyfi til kolmunnaveiða í færeyskri
lögsögu. Þessi reglugerð tekur á
svæðalokunum, notkun á aflaskilju
og setur reglur um meðafla.
Kolmunni við
Færeyjar