Morgunblaðið - 04.04.2007, Síða 9

Morgunblaðið - 04.04.2007, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 9 FRÉTTIR SÍÐUMÚLA 11 - 108 REYKJAVÍK - SÍMI 575 8500 - www.fasteignamidlun.is Pálmi Almarsson lögg. fasteignasali Sverrir Kristjánsson lögg. fasteignasali Brynjar Fransson lögg. fasteignasali Þór Þorgeirsson lögg. fasteignasali TRAUST, ÞEKKING, FAGMENNSKA OG REYNSLA ERU OKKAR LYKILORÐ ERUM TIL ÞJÓNUSTU REIÐUBÚNIR - 100 ÁRA SAMANLÖGÐ REYNSLA Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Glæsilegur sparifatnaður fyrir hátíðirnar Valhöll, Háaleitisbraut 1, 2. hæð, 105 Reykjavík Símar: 515 1735 og 898 1720, fax: 515 1717 Netfang: oskar@xd.is Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingis- kosninganna 12. maí nk. er hafin. Kosið er hjá sýslumönnum um allt land. Hjá Sýslumanninum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, er kosið alla virka daga kl. 9.00 – 15.30, laugardaga, sunnudaga og aðra helgidaga kl. 12-14, en lokað föstudaginn langa og páskadag. Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is og á upplýsingavef dómsmálaráðuneytisins www.kosning.is Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Ný sending Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 Kjólar við buxur str. 36-56 ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, átti síðastliðinn mánu- dag viðræður við forystumenn Ohio ríkisháskólans, stærsta háskóla Bandaríkjanna. Samkvæmt upplýs- ingum forsetaskrifstofunnar kom fram ríkur vilji til að efla samstarf við íslenska vísindasamfélagið um rannsóknir á fjölmörgum sviðum. Rannsóknarverkefni í land- græðslu, orku og jöklafræðum Í heimsókninni voru undirritaðir þrír samningar milli Ohio-háskól- ans og þriggja íslenskra háskóla, Háskóla Íslands, Landbúnaðarhá- skólans og Háskólans á Akureyri. Við þetta tækifæri voru jafn- framt mótaðar tillögur um rann- sóknarverkefni í landgræðslu, orku- málum, jöklafræðum og um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Í heimsókninni átti forseti einnig viðræður við nýkjörinn ríkisstjóra Ohio, Ted Strickland, um fjölþætt tækifæri sem fólgin eru í aukinni samvinnu milli Ohio og Íslands á sviði vísinda, rannsókna og við- skipta. Var forseta boðið að flytja opn- unarfyrirlestur í nýrri alþjóðlegri fyrirlestraröð sem háskólinn hefur efnt til. Fjallaði hann þar meðal annars um framlag Íslands á sviði alþjóðlegra rannsókna og hvernig Íslendingar gætu með samvinnu við fremstu háskóla og rannsóknar- stofnanir í veröldinni vísað veginn að nýjum lausnum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og gróð- ureyðingu. Átti viðræður við John Glenn Ólafur Ragnar átti við þetta tækifæri einnig viðræður við John Glenn, fyrrum öldungadeildarþing- mann og geimfara, en hann var fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem fór á braut kringum jörðina. Mikla at- hygli vakti og fyrir tíu árum þegar Glenn endurtók leikinn og varð hann þá jafnframt elsti maðurinn til fara út í geiminn. Við Ohio-ríkisháskólann starfar ný stofnun kennd við John Glenn þar sem stundaðar eru rannsóknir á sviði stjórnsýslu, stefnumótunar og þróunar lýðræðis. Forsetinn og John Glenn ræddu meðal annars nýjar aðferðir á vettvangi þjóðmála og alþjóðlegra samskipta og hvern- ig þær gætu greitt fyrir lausnum á mörgum þeirra vandamála sem helst brenna á heimsbyggðinni. Í fylgd með forseta í heimsókn- inni til Ohio voru Sveinn Runólfs- son, forstjóri Landgræðslunnar, Ágúst Sigurðsson, rektor Landbún- aðarháskóla Íslands, Andrés Arn- alds, aðstoðarforstjóri Landgræðsl- unnar, Ása Aradóttir prófessor og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sérfræðingur hjá Landgræðslunni. Þau hafa unnið að undirbúningi viðamikillar alþjóðlegrar ráðstefnu sem haldin verður á Íslandi í byrj- un september. Á ráðstefnunni verð- ur einkum fjallað um það hvernig hundrað ára reynsla Íslendinga í landgræðslu og skógrækt getur lagt grundvöll að verkefnum víða um heim til að hamla gegn þeim gríðarlega uppblæstri og gróður- eyðingu sem ógnar afkomu hundr- aða milljóna manna, einkum í Afr- íku og Asíu. „Slíkar landbætur geta orðið veigamikið framlag í baráttunni gegn loftslagsbreytingum enda beinist athygli heimsbyggðarinnar í vaxandi mæli að því hvernig gróður bindur koltvísýring. Slík kolefnis- binding getur jafnframt orðið veigamikil undirstaða matvæla- framleiðslu í þróunarlöndum.“ Fundar með forystumönnum hjá MIT háskólanum í dag Í dag mun Ólafur Ragnar eiga viðræður við forystumenn og pró- fessora við MIT-háskólann í Boston (Massachusetts Institute of Technology) um orku- og umhverf- ismál. Í fréttatilkynningu frá háskólan- um er haft eftir Jefferson Tester, prófessor við MIT, að Ísland sé í fremstu röð í heiminum í nýtingu jarðvarma til orkuframleiðslu og Bandaríkjamenn geti margt lært af Íslendingum og þeirri tækni sem hér er í þróun við vetnisframleiðslu. Svafa Grönfeldt, rektor Háskól- ans í Reykjavík, verður í fylgd með forsetanum. Í frétt MIT-háskólans kemur fram að Svafa hafi áhuga á að efla samvinnu við MIT en eins og fram hefur komið er verið að hrinda úr vör samstarfi á vegum HR við MIT um þekkingu og ný- sköpun. Víðtækt samstarf við Ohio-háskóla Háskóli Íslands, Landbúnaðarháskólinn og Háskólinn á Ak- ureyri gera samninga við stærsta háskóla Bandaríkjanna Ræddu saman Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og John Glenn, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og geimfari, ræðast við en við Ohio- ríkisháskólann starfar ný stofnun sem kennd er við John Glenn. Í HNOTSKURN »Tillögur voru mótaðar umrannsóknarverkefni í landgræðslu, orkumálum, jöklafræðum og um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. »Alþjóðleg ráðstefna umlandgræðslu verður á Ís- landi í september. »Forsetinn ræddi við rík-isstjóra Ohio um tækifæri sem fólgin eru í aukinni sam- vinnu milli Ohio og Íslands á sviði vísinda, rannsókna og viðskipta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.