Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 26
Ef þú ert fullorðinn og gleymir þérítrekað, truflast við minnsta áreiti,átt erfitt með að skipuleggja þig,hefur litla biðlund og tekur oft van- hugsaðar ákvarðanir væri ráð að panta tíma hjá sálfræðingi eða geðlækni, sem gengið gæti úr skugga um hvort hér er á ferðinni athygl- isbrestur með ofvirkni eða önnur vandamál. Of- virkni er nefnilega mjög vangreint vandamál í heimi hina fullorðnu því ekki er langt síðan talið var að ofvirkni eltist af börnum og unglingum. Svo er þó alls ekki í 50–70% tilvika, samkvæmt nýlegum rannsóknum. Nýjustu rannsóknir benda til að allt að 7,5% barna séu með athyglisbrest með ofvirkni. Hluti „læknast“ þegar kemur fram á unglings- árin á meðan vandamálið fylgir öðrum langt fram á fullorðinsár, en ný bandarísk rannsókn bendir til að algengið hjá fullorðnum sé um 4,4%. Því má gera ráð fyrir að allt að tíu þúsund Ís- lendingar undir fimmtugu eigi við þessa rösk- unað stríða. Ójafnvægi taugaboðefna Erfðaþátturinn er yfirgnæfandi sterkasti or- sakaþáttur ofvirkni með athyglisbrest því talið er að 75–95% ofvirkniseinkenna megi rekja til erfða. Nú er í gangi stór rannsókn í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu sem lýtur að því að finna tiltekin gen, sem eiga að segja til um erfðaáhrif í athyglisbresti með ofvirkni. Að sögn Sóleyjar Drafnar Davíðsdóttur, sál- fræðings á fullorðinsgeðsviði Landspítalans, tengist vandinn truflun á starfi framheila, sem sér um að stýra hegðun, líkt og það er hlutverk hljómsveitarstjóra að stýra heilli sinfón- íuhljómsveit. „Ofvirkni stafar af skökku jafn- vægi taugaboðefna í miðtaugakerfinu sem hamlar því að fólk nái að bremsa af hegðun sína og halda athyglinni við nauðsynlegustu verk. Ofvirkni er mun algengari hjá strákum en Ofvirkni á ekkert skylt við greind Morgunblaðið/G.Rúnar Ofvirkni Byrjar með hvatvísi og hreyfiofvirkni í barnæsku og svo tekur athyglisbresturinn smátt og smátt yfir eftir því sem fólk eldist. Rannsóknir hafa sýnt að athygl- isbrestur með ofvirkni eldist ekkert endilega af börnum og unglingum. Jóhanna Ingv- arsdóttir ræddi við sálfræð- ingana Pál Magnússon og Sól- eyju Dröfn Davíðsdóttur, sem segja að greining sé mörgum fullorðnum mikilvæg svo að þeir fái skýringu á ástandi sínu. stelpum, því þrír til fjórir strákar eru með vandann á móti hverri einni stelpu,“ segir Páll Magnússon, sálfræðingur á BUGL. Misjafnar birtingarmyndir Athyglisbrestur með ofvirkni skiptist í þrjá undirflokka. Í fyrsta lagi eru þeir sem einungis hafa einkenni í hreyfiofvirkni eða hvatvísi. Í öðrulagi þeir sem fyrst og fremst hafa athygl- isbrest og í þriðja lagi er til blönduð gerð hjá þeim sem hafa einkenni af hvoru tveggja. Algengi þessara þriggja gerða er svo mis- munandi eftir aldri. Þannig er hreyfiofvirknin algengust hjá leikskólabörnum og birtist m.a. í því að þau eru út um allt og upp um allt, grípa fram í, tala óhóflega mikið og eiga erfitt með að bíða eftir að röðin komi að þeim. Þegar kemur fram á fyrri hluta grunnskólaaldursins verður blandaða gerðin algengust þegar athyglisbrest- urinn hefur blandast hreyfiofvirkninni. Í kring- um átta til tíu ára aldur fer venjulega að draga úr einkennum hreyfiofvirkni, en athyglisbrest- urinn situr eftir í 50-70% tilvika, eins og áður sagði, jafnvel ævilangt og eftir því sem hinn fullorðni ofvirki einstaklingur þarf að axla meiri ábyrgð reynir meira á í hinu daglega lífi. „Þetta birtist í því að fólk er að týna húslyklunum, greiðslukortunum, símanum, sígarettunum og gleyma tannlæknatímanum. Það klikkar á tímasetningum því það á mjög erfitt með að áætla tíma og stendur ekki við það, sem það segist ætla að gera. Fólk með þessi einkenni á erfitt með að skipuleggja sig sem gerir það að verkum að verkin vilja oft liggja ókláruð. Vina- sambönd vilja fara forgörðum og hærri tíðni skilnaða er í þessum hópi en almennt gerist auk þess sem meira ber á andfélagslegri hegðun, kvíða og þunglyndi meðal þessara einstaklinga. Þá hefur þetta fólk ríkari tilhneigingu en aðr- ir til að aka of geyst, missa einbeitinguna og lenda þannig í óhöppum. Fólk með þennan vanda glímir við eirðarleysi, einbeitingarskort, skerta skipulagshæfileika og ónógt úthald sem oft hindrar það í að nýta þá vitsmuni, sem það býr yfir, en ofvirknin hefur ekkert með greind að gera,“ segir Páll. Alltaf gott að fá skýringar Þungu fargi er oft létt af þessum ein- staklingum við það eitt að fá greiningu til að fá haldbæra skýringu á ástandi sínu. Margir læra að vinna gegn einkennum og lifa ágætu lífi þrátt fyrir talsverðan athyglisbrest og gott er að halda dagbók til að muna eftir nauðsynleg- ustu hlutum, segir Sóley. Greining felur í sér viðurkennda ADHD- matskvarða fyrir fullorðna ásamt ítarlegu og helst stöðluðu greiningarviðtali þar sem lögð er áhersla á þroska- og heilsufarssögu. Lækn- isskoðun er hluti af greiningarferlinu, mat á vitsmunaþroska er oft æskileg viðbót. Í grein- ingarferlinu þarf einnig að hyggja vandlega að meðfylgjandi kvillum þar sem fylgiraskanir eru algengar s.s. kvíði, þunglyndi, persónu- leikatruflanir og vímuefnaneysla. „Helmingurinn af batanum er oft fólginn í að fá greiningu og svo er alltaf gott að fá fræðslu og bjargráð til að draga úr hvatvísi og muna betur eftir hlutunum. Lyfjameðferð, m.a. með örvandi lyfjum getur gegnt mikilvægu hlut- verki í að efla eibeitingarhæfnina,,“ segir Páll. Tveggja ára greiningarbiðlisti Þekking á ADHD-einkennum hjá fullorðnum er skemur á veg komin en hjá börnum enda hafa bæði greiningaraðferðir og greiningarvið- mið verið hugsuð út frá börnum hingað til. „Áreiðanlegri leiðir til að greina ofvirkni hjá fullorðnum eru þó að koma fram, því mjög auð- velt er að gera mistök í greiningu þar sem ýms- ar raskanir sem oft koma fram síðar á ævinni svo sem kvíði og þunglyndi geta einnig haft í för með sér skerta eibeitingarhæfni. Af þessum sökum er þroskasaga svo mikilvægur þáttur í greiningarferlinu", segir Páll. Endurmenntun HÍ mun 7. og 8. maí í sam- vinnu við geðsvið Landspítala – háskólasjúkra- húss standa fyrir námskeiði ætluðu fagfólki. Þar munu dr. Susan Young, sálfræðingur, og dr. Gísli Guðjónsson, prófessor í réttarsálfræði við King’s College í London, ræða um leiðir til að fást við ofvirkni fullorðinna. Susan hefur þróað hópmeðferð við meðferðarstöð í Lund- únum sem miðar að því að draga úr hvatvísi og auka einbeitingu hjá fullorðnum ofvirkum ein- staklingum. Að sögn Sóleyjar bíða nú fjölmarg- ir fullorðnir eftir greiningu við geðsvið LSH sem þýðir að orðinn er til tveggja ára biðlisti eftir greiningu. Til að svara eftirspurn hefur verið ákveðið að leggja meiri áherslu á grein- ingu og meðferð fólks með ofvirkni með athygl- isbrest við geðsvið LSH. „Þar sem um flókið greiningarferli er að ræða þarf þverfaglegt teymi að koma að greiningunni sem hefur hald- góða þekkingu og reynslu af þessu fyrirbæri og ræður yfir sérhæfðum nútímalegum greining- artækjum,“ segir Sóley. heilsa 26 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ýmsir örðugleikar geta fylgt ofvirkni með at- hyglisbresti sem rekja má til erfiðleika með að stjórna atferli sínu. Hér eru talin upp nokkur atriði, sem margir fullorðnir með ADHD glíma við í daglegu lífi.  Gagnrýni og neikvæð viðbrögð frá öðrum.  Neikvæðar tilfinningar á borð við sekt- arkennd, skömm, lélega sjálfsvirðingu, reiði og örvæntingu.  Erfiðleikar með skipulag og tímastjórnun.  Félagslegir örðugleikar og samskipta- vandi.  Fjárhagsleg vandræði.  Tíð vinnuskipti.  Óánægja í starfi og erfitt að vinna sig upp.  Þunglyndi, kvíði, persónuleikaraskanir og námsörðugleikar.  Misnotkun vímugjafa.  Sambúðarvandi. Einkennin Morgunblaðið/G.Rúnar Sálfræðingarnir Sóley Dröfn Davíðsdóttir og Páll Magnússon segja að oft hefjst ákveðið bataferli með greiningunni einni og sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.