Morgunblaðið - 04.04.2007, Side 60

Morgunblaðið - 04.04.2007, Side 60
MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 94. DAGUR ÁRSINS 2007 2& $ ,7'& /  + , 8&     6   0  0 0 0 0 0  0  0 0  0  0  0 0 0  0   0  . 9 #6 ' 0  0  0 0 0 0 0 0  :;<<=>? '@A><?B8'CDB: 9=B=:=:;<<=>? :EB'99>FB= B;>'99>FB= 'GB'99>FB= '3?''BH>=B9? I=C=B'9@IAB ':> A3>= 8AB8?'3+'?@=<= »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Hnífstunga  Tæplega fimmtugur karlmaður særðist lífshættulega í hníf- stunguárás í gærkvöldi og var flutt- ur á slysadeild þar sem hann gekkst undir aðgerð. Fjórir menn voru handteknir vegna árásarinnar og hefur einn þeirra viðurkennt verkn- aðinn. Að sögn læknis á slysadeild Landspítalans var maðurinn með lífshættulega áverka. » Forsíða Vatnsleikjagarður  Hafinn er undirbúningur að bygg- ingu vatnsleikjagarðs í Úlfarsárdal og verður um stærstu sundlaug sinnar tegundar á landinu að ræða. Um einkaframkvæmd yrði að ræða í samvinnu við borgina. » Baksíða Ofvirkni fullorðinna  Tveggja ára bið er eftir greiningu á ofvirkni meðal fullorðinna hér á landi, að sögn sálfræðings á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi. Talið er að allt að tíu þúsund Íslendingar undir fimmtugu geti átt við athygl- isbrest með ofvirkni að stríða. » 26 Deilur í Úkraínu  Viktor Jústsjenkó, forseti Úkra- ínu, og Viktor Janúkóvítsj, forsætis- ráðherra landsins, takast nú á um hvort halda eigi þingkosningar í landinu í maí næstkomandi. Forset- inn gaf út tilskipun þess efnis fyrir skömmu, en Janúkóvítsj segir það hafa verið örlagarík mistök. » 16 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Sældarlíf Staksteinar: Að breyta leikreglum Forystugreinar: Jarðstrengir | Bar- inn og rændur UMRÆÐAN» Framboð eldri borgara Hin góðu gildi Jafnrétti Náttúruvernd Heitast 15 °C | Kaldast 6 °C SV- og vestan 5–10 m/s en snýst í norðan norðantil. Stöku skúrir en él nyrðra. » 8 Lýst er eftir góðum glæpasögum til þátt- töku í árlegri smá- sagnakeppni sem nefnist Gaddakylf- an. » 54 KEPPNI» Lumar þú á sögu? TÓNLIST» Færeyskir tónar og tón- leikar á NASA. » 59 Umfjöllun um for- vitnilegar bækur á ensku sem og listar yfir mest seldu bæk- urnar í Eymundsson og víðar. » 56 BÓKMENNTIR» Forvitnileg- ar bækur TÓNLIST» Sölvi Blöndal semur fyrir Silvíu Nótt. » 52 KVIKMYNDIR» Fimm myndir eru frum- sýndar um páskana. » 57 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Myrti 13 ára gamall 2. Mel B léttari 3. Búningsklefar eins og rottuhola 4. Vilja Becks án Posh Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is HAFINN er undirbúningur að uppbyggingu vatns- leikjagarðs í Úlfarsárdal eða „vatnaparadísar“, eins og Björn Ingi Hrafnsson, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, orðar það. Um einka- framkvæmd verður að ræða. „Hún yrði stærsta sundlaug sinnar tegundar á landinu,“ segir Björn Ingi. „Margir Íslendingar sækja slíka garða í fríum erlendis. Við höfum heita vatnið sem aðrar þjóðir hafa ekki og það er ekkert því til fyrirstöðu að við getum komið upp slíkri aðstöðu hér. Ég tel að þetta gæti orðið samvinnuverkefni einkaaðila, borgarinn- ar og Orkuveitu Reykjavíkur.“ Vatnsleikjagarðurinn er meðal fjölmargra fram- kvæmda á sviði íþrótta- og tómstundamála sem ráð- ist verður í á næstu árum á vegum borgarinnar skv. nýsamþykktri áætlun borgarstjórnar til þriggja ára. Verja á 500 milljónum á þessu ári og rúmlega 4,7 milljörðum á árunum 2008 til 2010 til slíkra framkvæmda, m.a. á íþróttasvæðum, með uppbygg- ingu íþróttahúsa og íþróttavalla. Á næstu dögum verður gengið til samninga um uppbyggingu líkamsræktarstöðvar við hlið Vestur- bæjarlaugar og boðar Björn Ingi einnig átak í gerð lítilla gervigrasvalla við flesta skóla í borginni. Þá verða frístundakort fyrir sex til 18 ára innleidd og varið til þeirra rúmum tveimur milljörðum. Hafin er vinna á vettvangi skipulags- og bygg- ingasviðs og framkvæmdasviðs borgarinnar að skipulagi fyrir vatnsleikjagarðinn í Úlfarsárdal Björn Ingi kveðst sjá fyrir sér að einhver aðili muni taka vatnsleikjagarðinn að sér og jafnvel verði rekið þar hótel og heilsuþjónusta eins og þekkist víða er- lendis. Áætla megi að þetta gæti orðið verkefni upp á einn til tvo milljarða króna. | Miðopna Vatnaparadís við Úlfarsfell  Stórátak boðað í uppbyggingu á íþróttasvæðum  Heilsuræktarstöð við Vest- urbæjarlaug  Sparkvellir við skóla í borginni  Stórt íþróttahús í Suður-Mjódd Fjör Börn í borginni munu fagna vatnagarði. Í HNOTSKURN »Ganga á til samninga við íþróttafélöginFylki og Fjölni um uppbyggingu fim- leikahúsa hjá þessum félögum. »Nú er gert ráð fyrir að reist verði munstærra íþróttahús fyrir ÍR í Mjódd en áður var fyrirhugað. »Fjárframlög í gerð lítilla gervigrasvallavið skóla borgarinnar verða tvöfölduð. »KR-ingar fá knatthús í Frostaskjóli ogVíkingur gervigrasvöll í Stjörnugróf. EINMUNA blíða var á Austurlandi í gær og þarf að fara suður að Mið- jarðarhafinu að minnsta kosti til þess að finna dæmi um sambæri- legar hitatölur og fyrir austan, en hitinn slagaði víða í 20 stig og rúm- lega það. Líklegt er að hitamet apr- ílmánaðar hafi fallið þegar sjálfvirk veðurathugunarstöð í Neskaupstað mældi 21,2 gráðu hita í gær og hit- inn á Dalatanga og Kollaleiru mældist einnig tæp 20 stig. „Þetta var vordagur í dag, en vorið er ekki komið endanlega, því segja má að næstu dagar séu svolít- ið vetrarlegir,“ sagði Haraldur Ei- ríksson, veðurfræðingur á Veð- urstofunni, en spáð er kólnandi veðri í dag og frosti víða norð- anlands og austan strax í kvöld og næstu daga. Hitafallið er því mikið og ekki fer að hlýna aftur eitthvað fyrr en líður að helginni. Þá er jafn- vel spáð hvassri norðanátt og snjó- komu fyrir norðan á sunnudag, en spár svo langt fram í tímann eru óvissar og öruggast að fylgjast vel með veðurfréttum. Ástæðan fyrir vorveðrinu í gær var hæð fyrir sunnan landið sem dældi heitu lofti sunnan úr hafi yfir landið og köldu lofti suður á bóginn sem gerði það að verkum að víða var fremur kalt á norðanverðu meginlandi Evrópu. Einmuna veður- blíða Hlýindi Hvað gæti verið meiri vorboði en vorlaukarnir sem nú gægjast upp úr moldinni? Ragnheiður Þorsteinsdóttir, sem er fjögurra, að verða fimm, settist niður í blíðviðrinu á Egilsstöðum í gær og virti fyrir sér smáblóm. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir EITT SMÁBLÓM ATHAFNAMAÐURINN Björgólfur Thor Björgólfsson hélt upp á fer- tugsafmæli sitt á dögunum á Ja- maíka í fé- lagsskap nánustu vina sinna og ættingja. Sam- kvæmt áreið- anlegum heim- ildum Morgunblaðsins var bandaríski tónlistarmað- urinn 50 Cent meðal þeirra sem skemmtu gestum í afmælinu. Ekki fékkst staðfest hvaða tónlistarmenn komu fram auk hans, en þeir munu hafa verið fleiri. 50 Cent Skemmti afmælisgestum ÞRÍR unglingspiltar voru handteknir í gær fyrir líkamsárás á sextán ára pilt sem beið eftir strætisvagni á bið- stöð í Breiðholti. Hann var fluttur á slysadeild en mun ekki hafa verið al- varlega slasaður. Að sögn lögreglunnar var aðdrag- andi árásarinnar sá að piltarnir komu á bíl og stöðvuðu hann þar sem pilt- urinn beið eftir vagninum. Fóru þeir út úr bílnum og réðust skyndilega á piltinn. Lögreglan náði piltunum og viðurkenndu þeir árásina en ekki kom fram hvað þeim gekk til með henni. Sá sem barinn var þekkti ekki piltana. Ráðist á 16 ára pilt í Breiðholti ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.