Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Eftir Andra Karl andri@mbl.is BORGARSTJÓRN samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að setja í auglýsingu tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Laugaveg 33–35 og Vatnsstíg 4. Í kjölfarið lögðu borgarfulltrúar Vinstri grænna og Frjálslyndra fram bókun þess efnis að þeir legðust nú sem fyrr gegn niðurrifi húsanna, sem og annarra gamalla húsa við Laugaveg milli Vatnsstígs og Frakka- stígs. Auglýsingin stendur í sex vikur og fer skipulagið þá aftur fyrir skipulagsráð til frek- ari meðferðar. „Ef allt gengur fyrir sig með eðlilegum hætti má ætla að menn geti farið að hefja uppbyggingu á þessum reit síðla sumars eða í haust,“ segir Hanna Birna Kristjáns- dóttir, formaður skipulagsráðs. Á fundi skipulagsráðs hinn 14. mars sl. var lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir reitinn en samkvæmt henni er m.a. bygg- ingarmagn aukið. Tillagan lýtur hins vegar ekki að niðurrifi húsanna, þar sem ákveðið var fyrir um fjórum árum núgildandi deiliskipulag fyrir Laugaveg – og vakti þá mikla athygli. Á fundi skipulagsráðs óskuðu Svandís Svav- arsdóttir, fulltrúi VG, og Ásta Þorleifsdóttir, áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra, eftir að fá bók- að að sú breyting sem var til umfjöllunar væri sorglegt dæmi um þá stjórnlausu sókn í aukið byggingarmagn á lóðum við Laugaveg sem ylli því að sérstaða þessarar elstu verslunargötu væri óðum að hverfa. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsókn- arflokks og Samfylkingar óskuðu þá bókað: „Uppbygging í þessum reit er í góðu samræmi við löngu samþykkt deiliskipulag við Lauga- veginn, sem var full samstaða um í skipulags- ráði á síðasta kjörtímabili. Uppbyggingin skapar tækifæri til að bæta til muna aðstöðu fyrir þjónustu og verslun á þessum hluta Laugavegar og treystir þannig enn frekar stöðu þessarar mikilvægu verslunargötu borg- arinnar.“ Engar tillögur að nýbyggingum Aðspurð út í andstöðuna við niðurrif vísar Hanna Birna í bókunina þar sem kemur fram að deiliskipulagið var samþykkt á síðasta kjör- tímabili, þegar R-listinn var við völd. Hún seg- ir auglýsinguna núna því ekkert hafa að gera með niðurrif húsanna, sem þegar er heimilað. Þegar blaðamaður spyr hvort tillögur séu komnar að þeim byggingum sem eigi að rísa segir Hanna að svo sé ekki, hvorki á þessum reit né við Laugaveg 41 og 45 – sem einnig hef- ur staðið nokkur styr um. Hanna Birna segist telja að ef allt gangi fyr- ir sig með eðlilegum hætti ætti að vera hægt að hefja uppbyggingu á lóðunum síðsumars eða í haust, en það velti á lóðareigendum. Tillaga lögð fram undir yfirskriftinni „Ný sátt um Laugaveginn“ Svandís Svavarsdóttir segir það gamla sögu og nýja í skipulagsmálum að annaðhvort sé fólk að gera athugasemdir of snemma eða of seint. Hún segir að ekki sé sátt um skipulagið og telur að skortur sé á tilfinningu og skilningi á mikilvægi, sögu og samhengi Laugavegar. Svandís nefnir að Torfusamtökin hafi verið endurreist og mikill áhugi sé á að halda sam- hengi í götumynd Laugavegar. „Ég bind vonir við að hægt sé að ná nýrri sátt um götuna og mun leggja fram tillögu undir yfirskriftinni „ný sátt um Laugaveginn“ áður en við klárum þennan vetur í borg- arstjórn. Ég vona að það verði skilningur á því að það er þörf á að skoða Laugaveginn út frá öðrum forsendum en gert var á síðasta kjör- tímabili.“ Aðspurð hvaða möguleika hún sjái nefnir Svandís m.a. að hægt sé að halda framhliðinni á gömlum húsum, byggja vel inn í reitinn og nýta þannig byggingarmagnið töluvert vel. Hún segir það hins vegar töluvert dýrari nálg- un en annars væri farin. „En við þurfum að leita einhverra leiða, því það eru ekki aðeins verktakarnir sem eiga þessar lóðir, það eru Ís- lendingar. Þetta er ekki einkamál þeirra sem eru að byggja á reitunum.“ Jafnvel hægt að hefja uppbyggingu á reitnum síðla sumars eða í haust Morgunblaðið/Ómar Gömlu húsin Laugavegur 33 var byggt sem íbúðarhús árið 1902 og árið 1910 var komin versl- un á neðri hæðina. Líklegt verður að teljast að ný bygging komi í staðinn á næstunni. Í HNOTSKURN »Núgildandi deiliskipulag fyrirLaugaveg var samþykkt árið 2003. Þá var gefið leyfi til að rífa eða flytja á þriðja tug húsa. Nýverið var auglýst breytt skipulag fyrir Laugaveg 33–35. »Svandís Svarsdóttir, fulltrúi Vinstri-hreyfingarinnar – græns framboðs í borgarstjórn, segir að ekki sé sátt um deiliskipulagið og mun leggja fram til- lögu um „nýja sátt um Laugaveginn“. Samþykkt að setja til- lögu að breyttu deili- skipulagi fyrir Lauga- veg 33–35 í auglýsingu ÁKVEÐIÐ hefur verið að skoski arkitektinn Graeme Massie vinni áfram að útfærslu tillögu sinnar um breytingar á miðbæ Akureyrar, og skili hugmyndum eftir tvo mánuði. Massie, sem átti verðlaunatillög- una um miðbæinn í samkeppninni sem Akureyri í öndvegi stóð fyrir, fundaði með forráðamönnum bæjar- ins í byrjun vikunnar. Framkvæmdum við fyrirhugaðar breytingar á miðbænum – síkið sem Massie lagði til og fleira – var slegið á frest í fyrra. Að sögn Sigrúnar Bjark- ar Jakobsdóttur bæjarstjóra í gær bókaði bæjarráð á sínum tíma að áfram yrði unnið á grundvelli hug- myndar Massies. „Ráðið féll ekki frá hugmyndinni fyrir fullt og allt,“ sagði hún aðspurð, en umferðarspá fyrir Glerárgötu og Drottningarbraut hefði þurft að vinna til þess að koma í veg fyrir hugsanleg vandamál seinna meir. Einnig að huga frekar að legu og gerð síkisins og tengingum við Hafnarstræti. Bæjarstjóri segir að hugmynd Massies, afrakstur af hugmyndasam- keppni, hafi verið nauðsynlegt að vinna betur. „Niðurstöður vinnunnar ættu að liggja fyrir í byrjun júní og þá er hægt að taka afstöðu til þeirra hönnunarkosta sem liggja fyrir.“ Massie lagði m.a. til að mjókka Glerárgötu, frá Sjallanum inn að Kaupvangsstræti, þannig að aðeins verði ein akrein í hvora átt og fjöldi stæða verði báðum megin götunnar. Arkitektinn sagði við Morgunblaðið í fyrra mikilvægt að gera sér grein fyr- ir því að fólk og bílar geti átt samleið á svæði eins og miðbænum, en hann tel- ur slæmt að bíllinn hafi forgang. Og hann leggur áherslu á að bílastæðum muni ekki fækka í miðbænum, þrátt fyrir allt, verði hugmyndir hans að veruleika. Vegna flókinna lagna frá Símahús- inu við Hafnarstrætið var talið ómögulegt annað en síkið yrði mun styttra en tillagan gerði ráð fyrir. „Væri allt fullkomið hefði aldrei verið vafi á því að síkið næði alveg upp að Hafnarstræti. En mér finnst sjálfsagt að líta á hindranir sem tækifæri en ekki vandamál og fyrst umræddar tengingar eru allar neðanjarðar getur vel verið að hægt sé að fjarlægja ein- hver hús sem ekki var gert ráð fyrir og búa þannig til stærra almennings- svæði – eða að síkið verði eins og upp- haflega var áætlað,“ sagði Massie við Morgunblaðið í fyrra. Massie skilar hugmyndum að útfærslu í júní BLÓMLEGT verður í listalífinu næstu daga, m.a. í myndlistinni. Verk Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur eru til sýnis í Gallerí + og Halldóra Helgadóttir sýnir í Ket- ilhúsinu; Halldóra er þarna við eitt verkanna sem prýða veggi hússins, þar sem ýmiss konar lítil blóm njóta sín vel, stærri en fólk á að venjast. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Listin blómstrar í dymbilviku FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ á Akureyri hefur á skömmum tíma fengið tæpar 30 milljónir að gjöf frá tveimur einstaklingum. Nýverið var skýrt frá því að FSA barst í fyrra erfðagjöf eftir Kjartan Guðmundsson, 25 milljónir króna. Kjartan fæddist á Mosvöllum í Bjarnadal í Önundarfirði 7. septem- ber 1918 og lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 18. október 2005. Hann var kvæntur Elínu Stefáns- dóttur sem lést 1996. Kjartan starf- aði lengst af sem bóndi á Svalbarði á Svalbarðsströnd og síðar sem iðn- verkamaður á Akureyri. „Kjartan var mikill mannvinur og vildi láta gott af sér leiða í þágu mannúðar- mála sem lýsir sér vel í þessari gjöf. Heildarandvirði gjafarinnar var um 25 milljónir króna,“ segir á vef FSA. Fyrir skömmu barst sjúkrahúsinu einnig peningagjöf að upphæð fjórar milljónir frá einstaklingi sem ekki vildi láta nafns getið. „Þessar gjafir eru kærkomnar og renna báðar til gjafasjóðs FSA. Pen- ingunum verður varið til kaupa á tækjum og búnaði í þágu sjúklinga,“ segir á vef FSA. Veglegar gjafir til FSA Iðnverkamaður arfleiddi spítalann að 25 milljónum króna AKUREYRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.