Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÞAÐ er sjálfsagt að kaupmenn leggi meiri áherslu á það við fólk, að það noti taupoka eða aðra margnota poka, þegar það fer í verslunar- leiðangur, fremur en plastpoka eins og algengt er. Þetta segir Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Fram kom í frétt Morgunblaðsins á mánudag, að yfirvöld í San Francisco í Kaliforníu hefðu gripið til þess ráðs að banna plastpokana í stór- mörkuðum og helstu lyfjaverslunum. Íbúar borgarinnar nota árlega um 181 milljón plast- poka en notkunin hefur óæskilegar afleiðingar með tilliti til verndunar vistkerfa og umhverf- isins. Sigurður segir, að á sínum tíma hafi verið tekið á plastpokanotkun hér á landi með því að innheimta gjald fyrir pokana en sú gjaldtaka hófst með stofnun pokasjóðs fyrir rúmum ára- tug. Söluverð pokanna hefur verið hærra en kostnaðarverð og hefur ágóðinn runnið í sjóð- inn, sem svo veitir styrki til verkefna á borð við landgræðslu og til menningarmála. Salan minnkaði eftir að pokasjóður var stofnaður Að sögn Bjarna Finnssonar, formanns stjórnar Pokasjóðs, minnkaði sala á plastpok- um strax um 30% eftir að farið var að selja þá. Það hafi enda verið markmiðið með gjaldtök- unni. Hann segir það ekki hafa verið mælt ný- lega hvort pokasalan hafi aukist aftur en hugs- anlegt sé, að fólk sé orðið vant því að greiða fyrir þá og velti ekki fyrir sér verðinu í sama mæli og fyrr. Bjarni segir að sjö krónur af hverjum seld- um poka renni í sjóðinn. Í fyrra hafi verið út- hlutað styrkjum úr honum fyrir um 150 millj- ónir króna. Taupokarnir uppseldir Landvernd lét fyrir um sex árum útbúa um 600 taupoka til að nota við innkaup og voru þeir seldir á um 700 krónur stykkið. Að sögn Bryn- dísar Þórisdóttur, verkefnisstjóra vistverndar í verki hjá Landvernd, er tæpt ár síðan pok- arnir seldust upp en samtökin hafa enn ekki ákveðið hvort nýir verði gerðir. Segir hún, að markmiðið með framleiðslu taupokanna hafi verið að fá fólk til þess að nota þá fremur en plastpoka. Bryndís bendir á að svipaðir pokar hafi feng- ist víðar, t.d. í verslunum, að minnsta kosti tímabundið. Hafi Landvernd hvatt fólk til þess að nota margota poka og meðal annars gert það á kynningar- og fræðuslufundum og með heimsóknum í skóla. Vildum að fólk væri meðvitaðra „Við vildum að fólk væri meðvitaðra,“ segir Bryndís þegar hún er spurð hvort hún telji að almenningur sé duglegur við að tileinka sér vistvæna lifnaðarhætti. Landvernd telji þó að það hafi orðið mikil vakning á síðustu árum. Fólk sé farið að átta sig á því að málið snúist ekki aðeins um að flokka sorp, heldur þurfi að huga að fleiri þátttum. Yngsta fólkið virðist þó einna síst vera vakandi fyrir þessu. „Þetta er að aukast hratt en við eigum mjög langt í land,“ segir hún. Bryndís kveðst einnig telja að kaupmenn mættu vera duglegri við að hvetja fólk til að nota taupoka eða aðra margnota poka við inn- kaup. „En á þessum síðustu tveimur árum hef- ur það þó aukist, að þeir bjóði slíka poka til sölu,“ segir hún. Ríkari áhersla á margnota poka Margir Íslendingar kaupa plast- poka undir varninginn þegar matarinnkaup eru gerð í stað þess að taka fjölnota poka með í búðina. Vitundin um vistvæna lifnaðarhætti hefur aukist und- anfarin ár þótt enn sé langt í land í þeim efnum. Gamalt og gott Áður fyrr notuðu margir innkaupanet en svo ruddu plastpokarnir sér til rúms. Í HNOTSKURN »Margir kaupa alltaf plastpoka þegar þeir gera matarinnkaup og er áætlað aðmeira en 500 milljarðar plastpoka séu notaðir í heiminum á ári hverju. Allt að þrjú prósent þeirra lenda sem hluti rusls sem ekki er urðað. » Hér á landi minnkaði notkun plastpoka um 30% eftir að farið var að taka gjaldfyrir þá. Pokasjóður hefur ekki mælt nýlega hvort notkunin hafi minnkað enn frekar, eða hugsanlega aukist á ný. BLÚSFÉLAG Reykjavíkur sæmdi í gær tónlistarmanninn góðkunna KK, Kristján Kristjánsson, nafnbótinni Blús- maður ársins, við setningu Blúshátíðar í Reykjavík 2007 á Nordica hóteli. Þórdís Hlöðversdóttir tók bangsann sinn með sér á hátíðina og nutu þau bæði tónlistar KK. Blúshátíðin er nú haldin í fjórða sinn. Morgunblaðið/Kristinn Með bangsann á blúshátíð Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is KOSTNAÐUR við S-merkt lyf á Landspítala – háskólasjúkrahúsi (LSH) hefur það sem af er þessu ári aukist langt umfram almennar verð- lagsforsendur eða um 35% miðað við sama tímabil í fyrra. Til kaupa á S- merktum lyfjum eru ætlaðar á þessu ári 1.986 milljónir króna. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins hafa verið notuð S-merkt lyf fyrir 351 m.kr. eða 17,7% af heildarfjárveitingunni. Í janúar og febrúar á síðasta ári var kostnaður við S-merkt lyf á spítalan- um rúmlega 259 milljónir króna. Þetta kemur m.a. fram í nýjum starfsemisupplýsingum spítalans. Með sama áframhaldi má áætla að kostnaður vegna S-merktra lyfja fari um 6% fram úr heimildum eða um 120 milljónir króna. Ný lyf og breytt notkunar- mynstur Notkun S-merktra lyfja lýtur ströngum reglum á sjúkrahúsinu, enda vandmeðfarin, og ný lyf í þeim flokki eru ekki tekin í notkun nema ljóst sé af vísindarannsóknum að þau færi sjúklingum umtalsverða bót, segir í grein sem María Heimisdótt- ir, sviðsstjóri hag- og upplýsinga- sviðs, ritar. María segir að auk innleiðingar nýrra lyfja bætist stöðugt við ný þekking á þessu sviði sem hefur í för með sér breytingar á notkunar- mynstri eldri lyfja og getur leitt til aukins kostnaðar. Annars vegar hef- ur komið í ljós að sum S-merkt lyf sem verið hafa í notkun um nokkurt skeið geta gagnast mun breiðari sjúklingahópi en áður var talið. Á það við t.d. um lyf við brjóstakrabba- meini (Herceptin) og alvarlegum gigtsjúkdómum (Remicaid). Hins vegar hefur reynslan leitt í ljós að sum þessara lyfja þarf að gefa í stærri skömmtum eða hefja notkun fyrr en áður var talin ástæða til. Þessi aukna notkun kemur meðal annars fram í vaxandi fjölda heim- sókna á dag- og göngudeildir gigt- lækninga og blóð- og krabbameins- lækninga en þar eru ofangreind lyf mest notuð. Ávinningur sjúklinga af aukinni notkun slíkra lyfja er skýr, en óneitanlega hefur þessi þróun mikil áhrif á rekstrarafkomu spítal- ans. „Hér er úr vöndu að ráða,“ skrifar María. Kostnaður við S-merkt lyf stóreykst Á fyrstu tveimur mánuðum ársins hafa verið nýtt 17,7% af fjárveitingu ársins Aukning S-merkt lyf eru eingöngu gefin á sjúkrahúsum. EKKI verður af upphaflegum áformum um að nota nýtt fyrirkomu- lag við rekstur hjúkrunarheimilis sem verið er að byggja við Boðaþing í Kópavogi. Heimilið verður rekið með daggjöldum líkt og flest önnur hjúkrunarheimili sem rekin eru hér á landi. Gunnar Birgisson, bæjar- stjóri í Kópavogi, segir að heilbrigð- isráðuneytið hafi ekki fallist á hug- myndir bæjaryfirvalda í Kópavogi og því verði stuðst við daggjalda- kerfið. Þegar málið var kynnt á síð- asta ári var því lýst yfir að áformað væri að félagslegt forræði heimilis- fólksins yrði meira en nú er í öldr- unarþjónustu hérlendis. Grundvall- arhugmyndin á bak við rekstrarformið var sú að heimilisfólk héldi sínum tekjum og greiddi sjálft opinber útgjöld, s.s. húsaleigu og fæði, hita og rafmagn, en að hið op- inbera greiddi fyrir hjúkrun og að- hlynningu. Fyrirmyndin að rekstr- arforminu var að hluta til sótt til Danmerkur. Gunnar sagði ekki útilokað að þetta rekstrarform sem fyrirhugað var að nota við Boðaþing yrði notað síðar, en viðræður við heilbrigðis- ráðuneytið hefðu leitt til þess að not- ast yrði við daggjaldakerfið á þessu heimili. Reiknað er með að hjúkrunar- heimilið við Boðaþing verði tilbúið í lok árs 2008 eða í byrjun árs 2009. Daggjöld við Boðaþing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.