Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra eigin- manns, föður, tengdaföður, afa og sonar, INGVARS ÁRNASONAR, Lækjarbergi 56, Hafnarfirði. Elsa Aðalsteinsdóttir, Árni Ingvarsson, Helena Jensdóttir, Þórður Ingvarsson, Anna María Bryde, Ingvar, Arnar, Elsa Rún, Ásgeir Bragi, Árni Ingvarsson, Gerða Garðarsdóttir. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts SVEINS SKÚLASONAR, Bræðratungu, Biskupstungum. Sigríður Stefánsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir, Þorsteinn Þórarinsson, Skúli Sveinsson, Þórdís Sigfúsdóttir, Kjartan Sveinsson, Guðrún Magnúsdóttir, Stefán Sveinsson, Sigrún Þórarinsdóttir og barnabörn. ✝ Hjartanlegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýjan hug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÖNNU HELGADÓTTUR, Ásholti 2, Reykjavík. Ragnhildur Ásmundsdóttir, Sigrún Ásmundsdóttir, Guðbjartur Hannesson, Helgi Ásmundsson, Ásmundur Páll Ásmundsson, Magnús Þór Ásmundsson, Soffía Guðrún Brandsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför INGUNNAR EINARSDÓTTUR húsfreyju frá Aðalbóli. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahússins og Heilsugæslunnar á Egilsstöðum. Samferðafólki er þökkuð áratuga tryggð og vinátta. Guð blessi ykkur öll. Systkinin frá Aðalbóli og fjölskyldur. ✝ Þráinn Skag-fjörð Guð- mundsson fæddist á Siglufirði 24. apríl 1933. Hann lést á Kanaríeyjum 20. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingi- björg Jónsdóttir, f. 6. ágúst 1902, frá Sauðaneskoti á Upsaströnd við Dal- vík, d. 13. maí 1974, og Guðmundur Þor- leifsson, f. 31. októ- ber 1886, fyrrum bóndi á Syðsta- hóli í Sléttuhlíð í Skagafirði, d. 4. september 1968. Hinn 23. október 1954 giftist Þráinn Margréti Guðmundsdóttur, f. í Reykjavík 21. janúar 1934. For- eldrar hennar voru hjónin Þuríður Þorsteinsdóttir, húsmóðir í Reykjavík, f. 28. október 1909 í Knútsborg á Seltjarnarnesi, d. 9. apríl 2006, og Guðmundur Helga- son, bakari í Reykjavík, f. 19. jan- úar 1909, d. 25. mars 1972. Þráinn og Margrét eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Ingibjörg skrifstofumaður, búsett í Englandi, f. 29. september 1955, börn hennar eru Paul Þrá- inn, Magnus John og Margret The- resa. 2) Guðmundur Ómar, aðstoð- aryfirlögregluþjónn hjá ríkislög- reglustjóra, f. 8. september 1957, arskólann 1954–63 og síðan yf- irkennari og skólastjóri við Lauga- lækjarskóla um 30 ára skeið, 1963–93. Hann var fræðslustjóri Reykjavíkur 1985–86 og á tímabili var hann skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur. Hann hafði forystu um að komið yrði á fullorð- insfræðslu hér á landi með stofnun Kvöldskóla Reykjavíkur en próf frá Kvöldskólanum veitti réttindi til framhaldsnáms. Síðustu árin starfaði hann hjá Fræðlsumiðstöð Reykjavíkur og lét þar af störfum 2003. Þráinn hafði mikinn áhuga á skák. Hann tók þátt í starfi skák- hreyfingarinnar og sat í stjórn Skáksambands Íslands í nær 40 ár. Hann var forseti Skáksambandsins 1986–89 og í mörg ár var hann fulltrúi Íslands á þingum Al- þjóðaskáksambandsins FIDE. Þá var hann oft fararstjóri íslensku ól- ympíuskáksveitarinnar. Árið 1990 var hann útnefndur alþjóðlegur skákdómari af FIDE. Hann var rit- ari Skáksambandsins þegar heims- meistaraeinvígið í skák fór fram hér á landi árið 1972 og tók mikinn þátt í skipulagi og framkvæmd þess merka skákviðburðar. Þá starfaði hann við fjölmörg al- þjóðleg skákmót sem fram hafa farið hér á landi. Hann var ritstjóri tímaritsins Skák og ritaði sögu Skáksambands Íslands í tveimur bindum. Þráinn var útnefndur heiðursfélagi bæði Skáksambands Íslands og Taflfélags Reykjavíkur. Útför Þráins verður gerð frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 4. apríl og hefst athöfnin kl. 13. maki Bergþóra Har- aldsdóttir. Börn þeirra eru Þuríður, Halldóra, Daníel og sonur Guðmundar er Þráinn. 3) Hulda leikskóla- kennari, f. 25. septmeber 1961, maki Helgi Kristinn Hannesson, börnin eru Eva Ösp, Margrét Anna, Þráinn Halldór og Halldóra Ósk. 4) Margrét, kenn- ari í Árósum, f. 26. nóvember 1964, maki Héðinn Kjartansson. Börnin eru Þórkatla Skagfjörð, Þráinn Skagfjörð, Þor- gerður Skagfjörð, Björk Skagfjörð og Baldvina Skagfjörð. 5) Lúðvík, viðskiptafræðingur og endurskoðandi, f. 31. október 1973. Þráinn ólst upp á Siglufirði á síldarárunum. Sem ungur maður vann hann á síldarplönunum á Siglufirði. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1953 og lauk prófi frá Kennaraskól- anum 1957. Hann nam síðan ís- lensk fræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan fyrrihlutaprófi. Þráinn dvaldi við nám í Svíþjóð 1957–58 og hlaut Fulbright-styrk til náms í Bandaríkjunum 1966–68. Þráinn starfaði allan sinn starfs- feril að skóla- og fræðslumálum. Hann var kennari við Miðbæj- Elsku pabbi minn. Ég trúi ekki að ég sitji hérna og skrifi minningargrein um þig. Þú áttir ekki að deyja, það var bara ekki til í mínum huga. Ég veit að við öll höfum okkar tíma en þú varst svo hress og ungur í anda og áttir eftir að upplifa svo margt skemmtilegt og spennandi. Ég varla sé á blaðið fyrir tárum, hug- urinn er allur í uppnámi og vonleysið hellist yfir mann aftur og aftur eins og versta óveður. Maður leitar í örvænt- ingu eftir einhverju til að halda sér upp við og þá birtast minningabrotin um þig fram á sjónarsviðið, eitt af öðru, og öll eiga þau það sameiginlegt að vera prýdd hlýju og kærleika, væntumþykju og virðingu fyrir öðr- um. Þegar ég lít til baka á ég bara góðar minningar um þig elsku pabbi og það hlýtur að vera besti vitnisburð- ur sem hægt er að fá. Þú varst nú mikill skólamaður og skólastjóri í svo mörg ár, þú hefðir fengið hæstu ein- kunn sem hægt er að fá, frá mér. Þú varst virtur og vel liðinn af öllum og þegar fólk heyrði að ég væri dóttir þín, þá naut ég strax velvilja. Það seg- ir svo margt um hvernig persóna þú varst, þú tókst vel á móti öllum, með- höndlaðir alla vel, svo skarpur og vel gefinn, hæfilega stríðinn og skemmti- legur. Þetta er allt svo ósanngjarnt, nema hvað að þú áttir góðan tíma í sólinni með mömmu. Þegar allt kemur til alls er þetta ekki svo slæmur endir á góðu lífi, ef maður þvingar sig til að sjá ljósu punktana. Þegar ég hugsa um líf þitt, það sem ég þekki til, þá veit ég að þú áttir fal- legt og gæfuríkt líf. Þið mamma hitt- ust 13 ára gömul á vegum stórstúk- unnar og byrjuðuð að skrifast á. Seinna þróaðist vinskapurinn í kær- leika sem hélst alla tíð. Hvar sem þið genguð saman héldust þið alltaf hönd í hönd, margir komu að orði við mann sem sáu til ykkar, hvað það væri nú yndislegt að sjá hvað þið voruð ham- ingjusöm saman, ár eftir ár. Rúm 60 ár hafið þið mamma átt samleið, ég hef aldrei heyrt ykkur rífast, aldrei heyrt ykkur segja styggðarorð hvort til annars, gagnkvæm virðing og væntumþykja einkenndi ykkar líf. Þið eignuðust okkur fimm systkinin, bjugguð okkur gott og öruggt heimili þar sem vel var um okkur hugsað og alltaf okkar hagur borinn fyrir brjósti. Ég flutti til Danmerkur fyrir 12 ár- um og sem betur fer voruð þið mamma alltaf dugleg að koma í heim- sókn til okkar. Gleðin og ánægjan yfir þessum heimsóknum var alltaf mjög mikil. Við hlökkuðum til í margar vik- ur að fá ykkur í heimsókn og þú hafðir svo gaman af að vera í kringum krakkana, liggja og lesa, sitja úti í garði í sólinni og njóta lífsins. Þið ætl- uðuð að koma í sumar og heimsækja okkur og vorum við strax farin að hlakka til að sjá ykkur. Hún Balda litla var að skipuleggja í morgun hvar þið ættuð að sofa þegar ég sagði henni að afi kæmi aldrei aftur, hann væri núna hjá Guði. Hún sagði að við ætt- um samt eftir að hitta hann. Ég skildi ekki hvað hún átti við, bjóst við að fjögurra ára gamalt barn gæti ekki skilið þá staðreynd að þegar maður er dáinn er maður farinn. Ég spurði hana hvað hún meinti, þá sagði hún: „Þegar við deyjum, þá hittum við afa aftur,“ eins og ekkert væri eðlilegra. Ég ætla að geyma þessi orð með mér, því sennilega er þetta það eina sem getur hjálpað manni í gegnum þetta. Ég á ekkert í fórum mínum þessa stundina annað en þakklæti fyrir allt sem þú varst okkur og allt sem þú gafst okkur. Ég er svo undarlega tóm þegar ég skrifa þessar línur, maður er sennilega aldrei undir það búinn að missa foreldra sína og plássið sem þú eftirlætur er svo óumræðilega stórt og ég veit ekki hvernig ég á að fylla það tómarúm öðruvísi en með góðum minningum um þig. Vertu bless elsku pabbi, tengda- pabbi og afi, við munum sakna þín svo sárt. Þín dóttir, Margrét, Héðinn, Þórkatla, Þráinn, Þorgerður, Björk og Baldvina. Þráinn Guðmundsson, tengdafaðir minn, lést á Kanaríeyjum 20. mars sl. eftir stutt en erfið veikindi. Við fyrstu kynni mín af þeim hjónum Þráni og Margréti kom fljótlega í ljós að ég var ætíð velkominn í heimsókn til þeirra og að þau voru innilega samhent í því að skapa hlýlegt og aðlaðandi heimili og að gera gestkomandi allt til hæfis. Þráinn var gáfaður og fjölfróður mað- ur og skemmtilegur heim að sækja og Margrét var á þönum að bera á borð góðgæti fyrir gestina til að gera dvöl- ina sem ánægjulegasta. Ekki leyndist fyrir neinum sem heimsótti þau ást- úðin og kærleikurinn sem ríkti milli hjónanna. Þar var gott að koma. Þó að nokkur aldursmunur væri á okkur tengdafeðgunum var ótrúlegt hve mörg áhugamál við áttum sam- eiginleg og ekki skemmdi fyrir að við vorum báðir frá Siglufirði og þótt langt væri síðan Þráinn hvarf þaðan fylgdist hann stöðugt með gangi mála þar og bar innilegan hlýhug til bæj- arins þar sem hann ólst upp. Þráinn fylgdist af lífi og sál með enska bolt- anum og fleiri íþróttum en skákí- þróttin skipaði að ég held stærstan sess í huga hans og störf hans í stjórn og við ritun á sögu skáksambandsins verða seint metin eða þökkuð að fullu. Þráinn var bókelskur maður og víð- lesinn og hafði unun af að ferðast og nutum við börn hans og ferðafélagar góðs af víðtækri þekkingu hans og frásagnargáfu sem hann var óspar að miðla okkur af á ferðalögum, bæði innanlands og erlendis. Þráinn hefur nú farið sína hinstu ferð og sorg og söknuður ríkir hjá fjölskyldu hans og ástvinum. Mér er efst í huga mikið þakklæti fyrir að hafa verið svo lán- samur að kynnast jafn góðum manni sem Þráinn Guðmundsson var og kveð nú með miklum trega í huga ljúf- an tengdaföður og góðan vin. Ég vona og veit að endurminningin um ein- staklega góðan dreng og kæran heim- ilisföður léttir Margréti, börnum þeirra og afkomendum öllum sorgina við fráfall hans. Helgi Kristinn Hannesson. Kveðja frá Skáksambandi Íslands Einn ötulasti talsmaður íslenskrar skákhreyfingar um árabil, Þráinn Guðmundsson, er fallinn frá. Þráinn er öllum sem hann þekktu harmdauði og íslensk skákhreyfing stendur í djúpri þakkarskuld við hann og hans framlag til skáklistarinnar í gegnum tíðina. Þráinn Guðmundsson var fyrst kjörinn í stjórn Skáksambands Ís- lands árið 1968 sem fulltrúi Skák- félags Akureyrar. Upp frá þeim tíma sat Þráinn með nokkrum hléum í stjórn sambandsins fram á tíunda áratuginn og var í mótsnefnd hins sögufræga heimsmeistaraeinvígis milli Bobby Fischer og Boris Spassky árið 1972. Þráinn var forseti Skáksam- bandsins á miklum uppgangstíma á árunum 1986–1989 og hafði á þeim tíma aðkomu að margvíslegum um- bótamálum hreyfingarinnar. Á stjórnartíma Þráins kom Skáksam- bandið sér fyrir í nýju og glæsilega húsnæði í Faxafeni, þar sem Skák- skóli Íslands er nú starfræktur, og Þráinn vann ötullega að stofnun Skákskóla Íslands og uppgangi hans. Hann var formaður skólanefndar Skákskólans í mörg ár og átti drjúgan hlut í vinnu og undirbúningi að laga- setningu um launasjóð stórmeistara. Þráinn var útnefndur alþjóðlegur skákdómari árið 1990 og var oftsinnis skákdómari á alþjóðlegum skákmót- um hérlendis. Hann var áhugamaður um sögu skáklistarinnar og ritaði Sögu Skáksambands Íslands í 70 ár. Við fráfall Jóhanns Þóris Jónssonar tók Þráinn að sér að ritstýra Tímarit- inu Skák og gegndi því starfi af mikilli elju og dugnaði frá árinu 1998. Þráinn safnaði margvíslegum munum sem tengdust skáksögunni og var einn af forsvarsmönnum Skákminjasafns Skáksambands Íslands um árabil. Hann var kosinn heiðursfélagi Skák- sambands Íslands árið 1998 og Tafl- félags Reykjavíkur árið 2000. Þráinn var einkar ljúfur í samskipt- um og þægilegur í samvinnu. Hann hallaði aldrei á nokkurn mann og var alúðlegur og hjálpsamur öllum þeim sem til hans leituðu. Honum var alla tíð umhugað um að vel væri hlúð að unga fólkinu í skáklistinni og bar hag þess einatt fyrir brjósti í skrifum sín- um og störfum. Stjórn Skáksam- bands Íslands sendir eftirlifandi eig- inkonu Þráins og afkomendum hugheilar samúðarkveðjur. Góður drengur lifir í minningunni og kallar fram þakklæti allra skákunnenda á Íslandi. Ásdís Bragadóttir og Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir Kveðja frá Menntasviði Reykjavíkurborgar Þráinn Guðmundsson, fyrrverandi skólastjóri við Laugalækjarskóla, þjónaði alla sína starfsævi börnum og unglingum í Reykjavík. Hann lauk kennaraprófi og námi í skólastjórnun og var ötull að sækja sér framhalds- menntun heima og heiman, því hann vissi sem var að skóli er lifandi stofn- un þar sem lífið nærist í straumnum. Hann varð kennari við Miðbæjarskól- ann gamla um miðjan sjötta áratug síðustu aldar, en réðst til starfa við Laugalækjarskóla árið 1963 þar sem hann varð síðar yfirkennari og skóla- stjóri. Honum var einnig falið starf fræðslustjóra í Reykjavík 1985–1986. Þegar annasömum skólastjóraárum lauk kom hann til starfa á Skólaskrif- stofu Reykjavíkur, síðar Fræðslumið- stöð. Þar kom yfirgripsmikil þekking hans á skólastarfi að miklu gagni, ekki síst þegar kom að því að tryggja nemendum eins góðar vinnuaðstæður og námsumhverfi og völ var á. Hann lét af störfum í árslok 2002 Þráinn var metnaðarfullur skóla- maður. Hann bar ótakmarkaða um- hyggju fyrir hverjum og einum, nem- endum og samstarfsfólki sínu, og var sérlega ljúfur í samskiptum hvernig sem vindar blésu. Ljúfmennskan og Þráinn Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.