Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞAÐ STENDUR Í BLAÐINU AÐ ÞAÐ SÉ NÝ SKRÍMSLAMYND Í SJÓNVARPINU ÉG ÆTLA AÐ ATHUGA HVORT ÞAÐ SÉ EITT- HVAÐ VARIÐ Í HANA MAMMA! ÉG ÆTLA AÐ POPPA ÞÚ ERT AUMUR, LJÓTUR, HEIMSKUR... ÉG GET EKKERT Í ÞVÍ GERT... ÞAÐ TEKUR ALLAN DAGINN AÐ TELJA UPP ÞAÐ SEM ER AÐ ÞÉR! BÍDDU AÐEINS! KLUKKAN ER BARA ÁTTA... FINNST ÞÉR Í LAGI AÐ DAGURINN MINN BYRJI SVONA? ÉG SVER ÞESS EIÐ... AÐ VERNDA DROTTNINGUNA, BÓLU, OG LAND HENNAR, SLEPJUMÖRK ÞETTA Á EFTIR AÐ VERA LANGUR VETUR HVERNIG VAR ÞETTA? FULLKOMIÐ! ÉG HELD AÐ VIÐ ÞURFUM EKKI AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF MÚSUNUM FRAMAR FERÐA- SKRIFSTOFA AF HVERJU VILTU ALLTAF KLIFRA UPP EMPIRE STATE? GETUR ÞÚ EKKI PRÓFAÐ AÐ KLIFRA UPP EFFEL- TURNINN EINU SINNI?! ERTU BÚIN AÐ VERA VAKANDI LENGI? JÁ, ÉG VAKNAÐI KLUKKAN TVÖ OG GAT EKKI SOFNAÐ AFTUR ÞANNIG AÐ ÉG ÁKVAÐ AÐ REYNA AÐ LESA MÉR TIL UM SVEFNLEYSI Á INTERNETINU KOMSTU AÐ EINHVERJU? JÁ, ÞAÐ ER MIKIÐ LÍF Á SPJALLRÁSUM UM SVEFNLEYSI AF HVERJU HEFUR ÞÚ SVONA MIKINN ÁHUGA Á BLÓÐINU ÚR PARKER? VEGNA ÞESS AÐ BLÓÐIÐ HANS VIRKAR EINS OG SÝKLALYF EF ÉG NÆ AÐ FÁ EINKALEYFI FYRIR ÞVÍ ÞÁ VERÐ ÉG RÍKUR ENGIN FURÐA AÐ HANN TÓK ÚR MÉR NÓGU MIKIÐ BLÓÐ TIL ÞESS AÐ OPNA SINN EIGIN BLÓÐBANKA dagbók|velvakandi Fjalakötturinn SÍÐASTLIÐIÐ sunnudagskvöld fór ég á sýningu hjá Fjalakettinum á myndina Still life eftir Zhang Ke Jia. Miðinn kostaði 900 kr. Gestum var tilkynnt að töf yrði á sýningunni vegna tæknilegra vandamála. Eftir hálftíma var salurinn opnaður án þess að við okkur væri sagt orð. Neðri hluti myndarinnar var rauður, toppurinn grænn og miðjan svart- hvít. Lýsingin í myndinni var of dökk og andlit komu fram sem svartir flekkir. Ég spurði í afgreiðslunni hvort eitthvað væri að og fékk þær upplýsingar að myndin ætti að vera svona og að hún væri svarthvít. Rest- in af myndinni var afar slæm upplifun þar sem myndin var alvarlega óskýr. Þegar heim var komið komst ég að því að kvikmyndin á að vera í lit. Mér þykir framtak Fjalakattarins til íslenskrar bíómenningar vera frá- bært. En hér er ekki aðeins verið að brjóta á bíógestum heldur er þetta einnig mikil óvirðing við kvikmynd- ina. Má segja að Fjalakötturinn hafi lítinn áhuga á útbreiðslu menningar þegar svona er farið með verkin sem þau sýna. Ég hvet alla þá sem sátu í Tjarn- arbíói hinn 1. apríl á kvikmyndunum Kyrrmynd kl. 8 og Dong kl. 10 að fá endurgreiðslu á miðum. Kvikmyndaáhugamaður. Hugdetta ÉG VAR yfir mig hissa þegar ég opn- aði útvarpið hinn 29. mars sl. Ég heyrði Ragnheiði Ólafsdóttur vera að flytja hugvekju sína fyrir hönd Frjálslynda flokksins. Hún talaði fjálglega um yfirsýn sína, þarfir sinn- ar þjóðar. Hvað ætlar öryrki að gera í framboð? Reiknar hún með því að einhver vilji nýta hennar krafta til þess að reyna þjóðina á þeirri rand- arönd sem hún rúllar núna? Ætlar hún að vinna allt það starf í sjálfboða- vinnu eða býst hún við því að hún sem öryrki fái þingmannskaup? Ætlar hún að stíga út af öryrkjaþrepinu og vinna sem heilbrigður þingmaður? Ég held að ég treysti ekki þeirri konu til að vinna af heilindum fyrir mig, eða aðra í þessu þjóðfélagi. Eftir framkomu hennar við mig, að ég tali nú ekki um framkomu hennar í sam- bandi við systur mína og mág. Þau eiga sameiginlega um sárt að binda eftir samstarfið við þessa konu. Þá var hún að vinna í fyrirtæki sínu hér á Þingeyri sem hét Steinar og málmar. Ég óska Frjálslyndum til hamingju með þessa orðhvötu konu. Hvernig getur öryrki unnið í grjótburði? Kristjana Vagnsdóttir. Fugl í slæmum félagsskap LÍTILL gulur og ögn grænleitur fugl með bláan blett við gogg, nokkuð harður í horn að taka, barst inn með heimilisköttunum í Vesturási að kvöldi 2. apríl. Goldendelicious, en það er fuglinn kallaður á meðan ekki fást nánari uppl., ber sig afar vel en væri til í að hitta eigendur sína aftur. Þeir eru beðnir að hafa samband við Ingu í síma 899 9375 sem fyrst enda er fuglinn fullvinsæll á heimilinu. Inga. Þakkir ÉG VAR svo heppin, eftir langa bið, að komast í mjaðmaaðgerð hjá frá- bærum lækni, Brynjólfi Jónssyni. Þökk sé honum. Eftir aðgerðina fæ ég inni í gegnum Guðnýju, öldr- unarlækni, á deild L2 á Landakoti, og þökk sé Guðnýju fyrir þá hjálp. Síðan má segja frá því frábæra starfsliði sem þar er. Það er varla hægt að skýra hvað mikið þær gefa frá sér elskulegheit og kærleika. Alveg frá- bært starfslið, eins og ein fjölskylda. Guð blessi þau öllsömul og kærar þakkir fyrir alla hjálpina. Sjöfn Helgadóttir. Gullúr tapaðist GULLÚR af gerðinni Gucci tapaðist miðsvæðis í Reykjavík, nánar tiltekið einhvers staðar á þessu svæði: frá Hótel Sögu að Lækjargötu, þaðan að Hlemmi eða í Skerjafirði. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 561-6668. Fundarlaun. Köttur í óskilum KÖTTUR, hugsanlega af „Oriental- shorthair“-tegundinni, svart-yrjóttur að lit, hefur verið viðloðandi við hús eitt í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Upplýsingar í síma 588-5762. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir! Fæst á ESSO, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.