Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 41
✝ Lárus Zophoní-asson fæddist á
Akureyri 22. desem-
ber 1928. Hann lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Seli á Akureyri
27. mars síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Zophonías
Árnason, f. 8. ágúst
1897, d. 16. ágúst
1978 og Sigrún
Jónsdóttir, f. 5. des-
ember 1902, d. 5.
apríl 1988. Bróðir
Lárusar, samfeðra,
er Davíð Þór Zophoníasson, f. 25.
febrúar 1934. Stjúpfaðir Lárusar
var Elías Tómasson, f. 1894, d.
1971. Stjúpsystkini eru Jóhannes
Elíasson, f. 1920, d. 1975, og Jó-
hanna Elíasdóttir, f. 1925.
Lárus kvæntist 4. febrúar 1950
Júlíu Garðarsdóttur frá Felli í
Glerárþorpi, f. 8. janúar 1932.
Foreldrar hennar voru Garðar
Júlíusson, f. 20. júlí 1901, d. 20.
febrúar 1986, og Sigurveig Jóns-
dóttir, f. 15. september 1901, d. 19.
júní 1989. Synir Lárusar og Júlíu
30. mars 1982, og Kristján Stefán,
f. 2. febrúar 1991. Þráinn og Bryn-
dís skildu. Eiginkona er Þurý Bára
Birgisdóttir, f. 24. janúar 1970.
Lárus ólst upp á Akureyri. Hann
var í fóstri hjá Karli Óla Nikulás-
syni og Valgerði Ólafsdóttur til 8
ára aldurs en eftir það ólst hann
upp hjá móður sinni og stjúpföður.
Hann varð gagnfræðingur frá
Gagnfræðaskóla Akureyrar og
lærði bókband hjá POB og hann
starfaði við þá iðn meðfram öðrum
störfum til í yfir 50 ár. Hann hóf
störf við Amtbókasafnið á Ak-
ureyri 1962 og starfaði þar allt til
1998 þegar hann lét af störfum
fyrir aldurs sakir. Amtsbókavörð-
ur 1972–1996. Lárus var virkur fé-
lagi í Lúðrasveit Akureyrar í
nærri 50 ár þar sem hann lék á
trompet.
Hann var félagi í Rotaryklúbbi
Akureyrar. Eftir Lárus liggja
nokkrar greinar í blöðum og tíma-
ritum um sögu Akureyrar og fé-
lagasamtaka á Akureyri. Seinustu
árin átti hann við heilsubrest að
stríða og dvaldi á hjúkrunarheim-
ilinu Seli á Akureyri seinustu tvö
og hálft árið.
Útför Lárusar verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
eru: 1) Garðar, f. 26.
júlí 1950. Eiginkona
hans var Katrín
Ragnarsdóttir, f. 31.
október 1951. Dætur
þeirra eru Júlía, f. 2.
júní 1970, og á hún 2
börn og Jónína, f. 13,
apríl 1973 gift Vigni
Sigurðssyni, f. 18
júní 1967 og eiga þau
3 dætur. Garðar og
Katrín skildu. Sam-
býliskona er Guðrún
Ragna Aðalsteins-
dóttir, f. 16. febrúar
1955. 2) Karl Óli, f. 2. júlí 1952.
Eiginkona er Þórdís Þorkels-
dóttir, f. 22. október 1952. Dætur
þeirra er Tinna Mjöll, f. 17. febr-
úar 1982, og Sólveig Margrét, f.
17. janúar 1985. 3) Þráinn, f. 15.
apríl 1962. Eiginkona var Bryndís
Árnadóttir, f. 10. september 1962.
Dóttir þeirra er Sigrún Jóhanna, f.
12. apríl 1983, og á hún eina dótt-
ir. Þráinn og Bryndís skildu. Sam-
býliskona var Ingibjörg Helga
Baldursdóttir, f. 28. mars 1963.
Synir þeirra eru Lárus Stefán, f.
Þegar ég frétti hvernig lát Lár-
usar frænda míns bar að datt mér
í hug eftirfarandi vers úr sálmi
Matthíasar Jochumssonar:
Dæm svo mildan dauða,
Drottinn, þínu barni,
eins og léttu laufi
lyfti blær frá hjarni,
eins og lítill lækur
ljúki sínu hjali,
þar sem lygn í leyni
liggur marinn svali.
(Matthías Jochumsson.)
Við Lárus vorum systkinasynir
og ég hef alltaf verið stoltur af því
að geta talað um hann sem minn
besta og tryggasta vin, allt frá því
við vorum smástrákar. Það er
óþarfi að telja hér upp mannkosti
Lárusar eða lífshlaup, það þekkja
þeir mæta vel sem voru honum
samferða á lífsleiðinni. Að loknu
ævistarfinu hugðist Lárus sinna
áhugamálum sínum af krafti og
njóta ævikvöldsins með Júllu sinni
og fjölskyldunni. En heilsan brást
og líf hans tók aðra stefnu en hann
hafði ákveðið. Hann tók því sem að
honum var rétt með sínu eðlislæga
æðruleysi og prúðmennsku, vel
studdur af þeim sem honum voru
kærastir. Síðustu árin dvaldi Lár-
us á hjúkrunarheimilinu Seli og
þar átti hann góða vist hjá ein-
stöku starfsfólki sem hann þreytt-
ist aldrei á að hrósa. Við áttum þar
saman margar góðar stundir við
spjall og upprifjun á ýmsu
skemmtilegu, því Lárus hélt and-
legri heilsu og fylgdist vel með.
Þegar við Unnur heimsóttum hann
síðast var hann að lesa og hann
hafði á orði að hann væri sennilega
orðinn vitlaus ef hann gæti ekki
lesið. Það er líklega rétt, því bæk-
ur voru hans ævistarf, líf hans og
yndi. Að leiðarlokum þakka ég
Lárusi fyrir allt sem við deildum í
gleði og sorg, einlæga vináttu
hans, stuðning og trúnað sem aldr-
ei brást. Við hjónin biðjum Guð að
blessa minningu Lárusar og send-
um Júlíu og fjölskyldunni allri
hlýjar samúðarkveðjur.
Árni Valur Viggósson.
Öll vitum við að það kemur að
því að við kveðjum þessa jarðvist
okkar, en þegar kallið kemur, og
það snertir einhvern nákominn, þá
verður það samt sem áður oftast
óvænt og snöggt, maður er óviðbú-
inn breytingunni. Þannig var það
með okkur þegar við fréttum lát
Lárusar þriðjudaginn 27. mars sl.
Þegar við hittum hann síðast var
hann léttur í tali og með gam-
anyrði á vörum, þrátt fyrir sína
miklu fötlun og skerta hreyfigetu.
Minni hans var óskert og áhugi á
hinum ýmsu fróðleiksgreinum var
mikill, þannig að ætíð var hægt að
leita til hans ef eitthvað þurfti að
rifja upp.
Í gegnum starf sitt á Amtsbóka-
safninu þurfti hann að kynna sér
fjölbreytt málefni og margbreyti-
lega þætti í lífi og sögu íbúa þessa
lands og var geta hans til að vinna
úr þeim fróðleik alveg einstök. Í
tímaritum og bókum birtust fróð-
legar greinar eftir hann t.d. um
upphaf byggðar á Oddeyri, um
byggð í Glerárþorpi, einnig skrif-
aði hann sögu Lúðrasveitar Ak-
ureyrar.
Við Lárus vorum búnir að vera
vinir og samferðamenn um langan
tíma, allt frá fyrri hluta síðustu
aldar eða um sextíu ára skeið.
Nokkuð samtímis hófum við að
æfa með Lúðrasveit Akureyrar,
síðar tengdumst við nánum fjöl-
skylduböndum þegar við kvænt-
umst systrum frá Felli í Glerár-
þorpi. Samskipti fjölskyldnanna
urðu mjög mikil og náin, því börn
okkar voru á líkum aldri og áhuga-
málin því oft samtengd. Sameig-
inleg ferðalög og útilegur með
börnunum, þar sem allur farangur,
tjöld og útbúnaður voru í farang-
ursgrindinni á toppnum á bílunum,
voru tíðir atburðir um langt skeið
og gáfu síðar á ævinni oft tilefni til
ánægjulegrar upprifjunar á löngu
liðnum atburðum. Lárus hafði
mjög mikla ánægju af því að
ferðast, bæði innanlands og utan
og það var gaman að ferðast með
honum, því hann var ótæmandi
fróðleiksbrunnur um fólk og lands-
hætti.
Ótal samverustundir í gleði og
sorg og sameiginlegir stóratburðir
í lífi fjölskyldnanna verða ætíð til
að minna okkur á góðar og minn-
isverðar liðnar stundir.
Öll tengsl okkar við Lárus og
fjölskyldu hans voru góð og traust
á þann veg sem talið er að sönn
vinátta eigi að vera. Við andlát
Lárusar viljum við færa Júlíu, son-
um hennar og öðrum afkomendum
og ástvinum einlægar samúðar-
kveðjur og þökkum þær stundir
sem við höfum átt með henni og
Lárusi og fjölskyldunni allri á liðn-
um áratugum.
Sigurður, Laufey og börn.
Látinn er Lárus Zóphoníasson
fyrrverandi amtsbókavörður.
Hann helgaði Amtsbókasafninu
starfskrafta sína óskipta allt frá
árinu 1963 þegar hann var ráðinn
aðstoðarbókavörður þar til hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir í
árslok 1998.
Ekki einasta var Lárus bóka-
vörður af guðs náð heldur einnig
afburða bókbindari og sér starfa
hans merki víða í Amtsbókasafn-
inu um ókomin ár.
Hvers götu vildi hann greiða og
einskis lét hann ófreistað í því að
hjálpa safngestum að finna það
sem leitað var að, hvort heldur það
var stórt eða smátt.
Hann var bókfróður með af-
brigðum, vel heima í bæði fagur-
og fagbókmenntum og var ósínkur
á að miðla þekkingu sinni og
reynslu.
Hann fylgdist af megni með
þeirri þróun og breytingum sem
áttu sér stað í heimi bókasafnanna
og reyndi að innleiða nýjungar og
breytingar í starfsemi Amtsbóka-
safnsins eftir því sem kostur var.
Samstarfsfólki sínu var hann
mildur stjórnandi og aldrei heyrði
ég hann byrsta sig né brýna raust-
ina við nokkuð af sínu fólki. Það
var ekki að ósekju að Gísli Jónsson
talaði um þau Júlíu sem „bónda og
húsfreyju“ og víst voru þau hjúum
sínum góðir húsbændur.
Fyrir hönd Amtsbókasafnsins
votta ég Júlíu, sonum þeirra og af-
komendum samúð okkar og þökk-
um fyrir gott og gjöfult starf.
Hólmkell Hreinsson
amtsbókavörður.
Ég var ung og óreynd þegar ég
hóf starf mitt á Amtsbókasafninu.
Lárus tók á móti mér með þeirri
hlýju sem honum var eðlislæg. Ég
kannaðist við hann, hafði verið
fastagestur á Amtinu frá því að ég
fór að geta lesið og leitaði gjarna
til hans þegar mig vantaði hjálp.
Endar þessi bók vel? Deyr einhver
í þessari? Mig vantar bók handa
mömmu með þremur andlitum á?
Lárus var alltaf jafn þolinmóður.
Þegar ég hóf starf á safninu tók
hann mig undir sinn verndarvæng
og þar var ég allt þar til hann lét
af störfum vegna aldurs. Hann
kenndi mér ákaflega margt – um
bækur og um fólk. „Ef þú veist
ekki svarið við því sem þú ert
spurð um settu þá upp gáfusvip og
komdu svo á bak við og spurðu
okkur hin“. – Okkur hin, – þar var
sko ekki í kot vísað, þvílíkt úrvals
starfslið sem hann hafði.
Lárusi tókst að skapa bæði
skemmtilegt og heppilegt and-
rúmsloft á safninu sem gerði
starfsfólkinu kleift að njóta sín.
Jafnframt tókst honum að skapa
aðstöðu fyrir fræðimenn sem nutu
sín í þessu góða andrúmslofti og
fyrir vikið varð safnið og sam-
félagið ríkara. Á áreynslulítinn
hátt gerði hann safnið að menning-
arstofnun.
Lárus var góður fagmaður, fær
bókbindari, vel að sér í „bókfræði“
og þekkti bækurnar sínar út og
inn.
Lárus var nú reyndar aldeilis
ekki einn. Hann var þeirrar gæfu
aðnjótandi að hafa hana Júlíu sína
hjá sér í vinnu jafnt sem einkalífi.
Það er ómetanlegt að hafa feng-
ið að vinna með þeim.
Ég votta Júlíu, sonum hans og
þeirra fólki öllu einlægar samúðar-
kveðjur.
Hólmfríður Andersdóttir.
Lárus Zophoníassonfást við og vildi ræða málin, endareyndist það vera svo að hann var allt-
af með á hreinu hvað var að gerast hjá
fólkinu hans. Ekki stóð á hvatning-
unni til okkar, bæði í leik og starfi.
Það hefur verið mikil gæfa að fá að
kynnast slíkum öðlingsmanni og er
hann sannarlega góð fyrirmynd okk-
ar sem lifum hann.
Valdimar og eiginkona hans Stein-
unn eignuðust fimm börn og barna-
börnin eru orðin níu. Í mörg ár var
það föst venja að öll fjölskyldan fór í
mat til Valdimars og Steinunnar á
sunnudögum. Þá var farið yfir það
helsta sem var á baugi og oft voru
fjörugar umræður og mikið hlegið.
Ég held að Valdimar hafi notið sér-
staklegra þessara stunda.
Við Ásta höfum haft fyrir sið í
nokkur ár að bjóða fjölskyldum okkar
til veislu á gamlárskvöld. Þegar allir
hinir fóru á brennuna áttum við Valdi-
mar góðar stundir saman. Þá rædd-
um við málin og fengum okkur stóra
væna vindla, en þetta var eini tími
ársins sem mátti reykja á heimilinu.
Það er erfitt að hugsa sér gamlárs-
kvöld án Valdimars en ég er sann-
færður um að hann verði áfram með
okkur í anda.
Það er mikill missir að Valdimari
fyrir okkur öll en þó mest fyrir Stein-
unni eiginkonu hans. En sem huggun
veit ég að hann er stoltur af þessum
fína hóp sem hann skilur nú eftir sem
mun halda uppi minningu hans og
virða allt það sem hann kenndi okkur.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Kristján Gunnar Valdimarsson.
Ég kveð kæran vin minn og mág,
Valdimar Björnsson með söknuði,
genginn er traustur og góður dreng-
ur.
Kynni mín af Valda hófust fyrir
rúmum 56 árum þegar systir mín
Steinunn kom með mannsefnið sitt og
kynnti Valda fyrir foreldrum mínum.
Í minningunni kemur ætíð fram þessi
hressi andblær sem alltaf fylgdi
Valda hvert sem hann fór. Þá var
Valdi í Stýrimannaskólanum og
ákveðinn í því að gerast stýrimaður á
skipum Eimskips og því varð ekki
haggað, þó Valdi hafi áður lokið prófi
frá Verslunarskóla Íslands, var hann
ákveðinn að ganga í fótspor föður síns
og bræðra og gerast sjómaður. Valdi
starfaði um árabil hjá Eimskip sem
stýrimaður og skipstjóri og einnig
sem yfirverkstjóri á vinnusvæði Eim-
skips við höfnina í Reykjavík. Þar
gerði hann miklar breytingar sem
urðu til þess að innivera skipa varð
mun styttri en áður tíðkaðist. Það má
geta þess til gamans að skipverjar
voru lítt hrifnir af þessum breyting-
um því þá fækkaði dögum sem þeir
höfðu heima.
Valdi stofnaði ásamt vini sínum
Þóri Jónssyni og fleirum Skipafélagið
Bifröst og var um skeið skipstjóri þar.
Valdi varð síðan skipstjóri hjá Skipa-
félaginu Nes um nokkurra ára skeið
eða þar til að hann varð fyrir því áfalli
að fá heilablóðfall 59 ára gamall. Þeg-
ar Valdi var að vinna sig upp úr veik-
indum sínum sýndi hann einurð og
hörku gagnvart sjálfum sér svo að
eftir var tekið. Má nefna að þegar
hann komst á fætur eftir langa legu
stundaði hann það að ganga frá
Markarflöt í Garðabæ, þar sem fjöl-
skyldan bjó, upp að Vífilsstöðum og til
baka. Á gönguferðum þessum féll
hann oft við og hruflaði sig bæði á
höndum og fótum. Vegfarendur buðu
aðstoð sína en hann neitaði allri að-
stoð, hann var að æfa sig, hann ætlaði
að standa einn og óstuddur. Valdi
varð fyrir mörgum áföllum af völdum
blóðtappa en neitaði ætíð að gefast
upp og sýndi aftur og aftur hvað í hon-
um bjó.
Valdi var mikill skíðamaður á yngri
árum og var virkur félagi í Skíðadeild
KR. Valdi og félagar hans reistu
skíðaskálann í Skálafelli í frístundum
sínum. Þegar færi gafst frá störfum
fór hann á skíði með fjölskyldunni og
tók oft fleiri með. Dóttir mín og sonur
nutu kennslu hans í brekkum Skála-
fells en þar voru hans uppáhalds-
skíðabrekkur. Valdi og Steina byggðu
sér hús og framtíðarheimili í Smá-
íbúðahverfinu og eignuðust fimm
börn, fjórar dætur og einn son, sem
öll voru alin upp í Heiðargerðinu. Á
námsárum mínum bjó ég í fimm ár
hjá systur minni og mági og er ég
ætíð þakklátur þeim fyrir árin í Heið-
argerði. Það var oft glatt á hjalla og
gleði hjá systur minni og börnum þeg-
ar Valdi var að koma heim úr löngum
ferðum á sjónum. Seinustu árin bjó
Valdi ásamt Steinu sinni í Sóltúni og
naut hann krafta starfsfólks sem
sýndi honum mikla umönnun og alúð.
Ég veit að þar var borin mikil virðing
fyrir Valda og var hann hvers manns
hugljúfi þar á bæ. Þökk sé starfsfólki
Sóltúns.
Kæra systir og börn, ykkar harmur
er mikill en minningin lifir um ástrík-
an eiginmann og góðan föður.
Guð blessi minningu Valdimars
Björnssonar.
Ari Guðmundsson.
Upp skal á kjöl klífa
köld er sjávardrífa.
Þannig yrkir Þórir jökull í Íslend-
inga sögu Sturlu Þórðarsonar.
Í ljóðinu minnist höfundur á kjölinn
sem er undirstaða allra úthafssiglinga
en norrænir menn eru taldir höfund-
ar hans og urðu þannig fyrstir sjófar-
enda til að sigla án landsýnar.
Ef hægt er að færa þessar línur til
nútímans þá er efst í huga líf og starf
Valdimars Björnssonar. Hann var
sjómaður af lífi og sál.
Undirstaða lífsstarfs hans var
dugnaður, kraftur og einbeitni í bland
við góðar gáfur og menntun. Fyrst
Verslunarskóli Íslands og síðar skip-
stjórnarnámið. Valdimar hóf ungur
störf hjá Eimskipafélagi Íslands.
Nokkrum árum síðar starfandi stýri-
maður og skipstjóri.
Á þessum árum eru miklir um-
brotatímar í vöruflutningum lands-
manna. Sundahöfn er að taka við af
gömlu vesturhöfninni og gámar að
taka við af lestarflutningi.
Þetta kallar á nýja hugsun hvað
varðar skip og búnað. Þar kemur að
sögu sem aldrei hefur verið sögð.
Fleyg eru orð Valdimars „Skip skulu
sigla“. Á mannamáli þýða þau að skip-
in áttu ekki að liggja í höfn dögum
saman við lestun og losun. Til starf-
ans voru fengnir tveir þekktir skip-
stjórar hjá Eimskip, þeir Sigurður
Jóhannsson og Valdimar Björnsson.
Þetta voru stórhuga drengskapar-
menn. Á nokkrum árum tókst þeim
með fulltingi Eimskipafélagsins að
umbreyta allri hugsun og starfshátt-
um, þannig að losun og lestun skipa
varð eins og til var ætlast.
Í aldamótaljóðum Einars Bene-
diktssonar segir:
Sjá hinn ungborna líð, vekur storma og stríð
leggur stórhuga dóminn á feðranna verk.
Þó Sigurður og Valdimar hefðu
ekki afrekað annað í lífinu þá munu
verk þeirra nýtast framtíðinni sem
meiriháttar framfaraspor í verk-
menntun þjóðarinnar. Nú sigla skip-
in! Þegar Valdimar lauk sínu um-
samda verkstjórastarfi tók hann aftur
við skipstjórnarstörfum hjá Eimskip
og starfaði sem slíkur í nokkur ár.
Þessu næst réðst hann sem skip-
stjóri á Bifröstina, sem rekin var af
samnefndu félagi. Skip þetta var hið
fyrsta sinnar tegundar í eigu Íslend-
inga, sem hægt var að aka farartækj-
um beint um borð. Þetta var ný tækni
sem hentaði framtíðarsýn og hugsun
Valdimars. Skipið gat flutt 200 bíla í
senn og tók aðeins nokkrar klukku-
stundir að skipa þeim fjölda að eða frá
borði. Þegar Bifröstin var seld lauk
farsælum skipstjórnarferli Valdi-
mars. Eftir það starfaði hann í nokkur
ár við eigið fyrirtæki. Fyrir nær 20
árum fékk Valdimar heilablæðingu,
en því fylgdi lömun í fæti og heft tján-
ing.
Dugnaður Valdimars við að ná tök-
um á sjúkdómnum og einhverjum
bata var næsta ómanneskjulegur,
langtímum saman gekk hann hvern
einasta dag, í hvaða færð eða veðri
sem var. Á sorgardegi eru Steinunni
og afkomendum færðar innilegustu
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Valdimars
Björnssonar.
Þórir Jónsson.