Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 39
MINNINGAR
✝ Jón Magnússonfæddist í
Reykjavík 20. jan-
úar 1930. Hann lést
á Heilbrigð-
isstofnun Suð-
urnesja 28. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Magnús Ólafsson, f.
1885, d. 1967 og Jó-
nea Sigurveig Jóns-
dóttir, f. 1889, d.
1977. Systkini Jóns
voru Úlfar, f. 1922,
d. 2000, Guðrún, f.
1923, d. 1993, Ólafur, f. 1927, d.
1976 og Sigurveig, f. 1930, d.
1931. Hálfbræður voru Guðjón
Sæmundsson, f. 1913, d. 1993 og
Hjörtur Jónsson, f. 1920, d. 2006.
Eftirlifandi eru Rannveig, f. 1929
og Guðmundur, f. 1925.
Hinn 7. desember 1957 kvænt-
ist Jón Lilju Þórðardóttur, f. 12.
september 1930. Þau eiga fjögur
börn, þau eru: Hrafnhildur, f.
1957, gift Karli Antonssyni,
Númi, f. 1959, kvæntur Ásdísi
Gunnlaugsdóttur, Sigurveig Una,
f. 1961, gift Jónasi Péturssyni og
Sif, f. 1970, gift Iljaz Sada. Fyrir
átti Lilja Hörð, f.
1951, d. 1990. Afa-
börn eru tólf og
langafabörn fjögur.
Jón kom til
Keflavíkur árið
1955 eins og svo
margir aðrir þegar
tækifærin buðust
með komu varn-
arliðsins. Hann
vann þar ýmis til-
fallandi störf. Árið
1958 réðst hann til
starfa hjá Fiskiðj-
unni í Keflavík sem
verkstjóri. Því starfi gegndi hann
í 10 ár. Eftir það gerðist hann
leigubílstóri, var einn af stofn-
endum Bifreiðastöðvar Keflavík-
ur. Hann stundaði akstur leigu-
bíla til 75 ára aldurs. Jón var
fljótlega kosinn til ýmissa trún-
aðarstarfa fyrir félag leigubíl-
stjóra. Hann var um árabil í for-
ystu Fylkis og Freys, félags
leigubifreiðastjóra. Í öllum sínum
störfum var Jón valinn í ábyrgð-
arstörf,.
Útför Jóns verður gerð frá
Keflavíkurkirkju í dag, og hefst
athöfnin klukkan 11.
Á vorsins dögum vaknar allt af dróma
þá vermist lund og eflist hugans þrá,
þá minningarnar mildum skreytast ljóma
um mæta æsku, sem er liðin hjá.
Og gott er þá á góða vini minnast
og glaðar stundir fyrr á æskutíð,
þá var ljúft að lifa, mætast, kynnast,
þá létt var för um draumalöndin fríð.
Þótt tíminn líði, brott sé æskan blíða
er birta enn um minninganna fjöld.
Og margan daginn margt sé við að stríða
að morgni blessun ljómar þúsundföld.
Því að einn er sá, er æðstar vonir fyllir
og engum bregst, það góður drottinn er
og líkt og vorsól vermir allt og gyllir.
Hann veitir frið sem dýrastur reynist mér.
(Ólafía Árnadóttir.)
Minningin um góðan föður og
tengdaföður lifir með okkur alla tíð.
Hrafnhildur og Karl.
Elsku Pabbi. Á kveðjustund leitar
hugurinn gjarnan til þess sem löngu
er liðið. Minningar um ánægjulegar
samverustundir birtast ein af ann-
arri, sem ég geymi í hjarta mínu. Ég
vil þakka þér fyrir allt. Þú stóðst þig
eins og hetja í gegnum öll veikindin
og var það langur tími. Nú er því lok-
ið og þú hefur fengið hvíldina. Ég
kveð þig, elsku pabbi, með söknuði
og þakklæti. Þín dóttir
Una.
Elsku pabbi, ég trúi því varla að
þú sért farinn og komið sé að kveðju-
stund. Hamingjuríkasta minningin
sem ég á um þig er frá því fyrir
mörgum árum þegar þú varst ungur
maður, hamingjusamur og hafðir
fulla heilsu. Ég var lítil stelpa þá. Ég
hafði vaknað þegar þú fórst á fætur,
fann þig kátan og glaðan. Þú dans-
aðir með mig um herbergið, það var
gaman. Svo eins og oft áður sat ég
hjá þér meðan þú rakaðir þig, raul-
andi eitthvert skemmtilegt lag.
Svo kvaddir þú, flautandi á leið í
vinnuna. Ég vona að þér líði svona
núna, sért frískur og glaður er ég
kveð þig í hinsta sinn. Þú veittir mér
öryggi og hlýju alla ævi og margar
góðar stundir. Þú varst yndislegur
faðir. Ég þakka þér fyrir það.
Þín dóttir,
Sif.
Ég kynntist Jóni fyrst sumarið
1978. Þá hafði ég sem ungur maður
ráðið mig til sumarvinnu, suður með
sjó. Ástæða þess að Suðurnesin urðu
fyrir valinu var reyndar sú, að fyrr
um veturinn hafði ég hitt stúlku
(Unu dóttur Jóns) sem ég heillaðist
mjög af. Skemmst er frá því að segja
að við felldum hugi saman. Þá kom
að því að Una vildi kynna mig fyrir
foreldrum sínum. Ég kveið því rosa-
lega, því mér skildist að Jón væri
nokkuð harður í horn að taka. Sá
kvíði var óþarfur, því þau hjónin
Lilja og Jón tóku mér opnum örm-
um. Nú tæpum 30 árum síðar get ég
sagt, að ekki hefur borið skugga á
samskipti okkar. Jón hafði ákveðnar,
en ávallt sanngjarnar skoðanir á
hlutunum. Hann kom til dyranna
eins og hann var klæddur.
Eitt lærði ég af Jóni öðru fremur,
sem var að vera trúr uppruna sínum.
Vera ekki að eyða orku í að vera ein-
hver annar en maður er. Það í raun
einfaldar allt að koma fram við aðra
eins og þú vilt að aðrir komi fram við
þig. Akkúrat þetta hef ég reynt að
brýna fyrir börnum mínum, þeim
Ingibjörgu, Oddi, Pétri og Jökli, sem
Jón var ávallt hlýr, tryggur og ráð-
góður afi.
Takk fyrir árin sem við áttum
saman. Elsku Lilja, Hrafnhildur,
Númi, Una og Sif. Guð gefi ykkur
styrk í sorginni.
Jónas Pétursson.
Elsku afi, það sem okkur er efst í
huga núna er hversu heppin við vor-
um að fá að kynnast þér og njóta
samveru þinnar.
Þegar litið er á okkur systkinin þá
sést vel að þú áttir töluvert í okkur
öllum, bæði útliti og háttalagi. Alltaf
fannst okkur jafn gaman að kíkja til
ykkar ömmu á Faxabrautina og
seinna Kirkjuveginn, sást þá alveg
greinilega hversu vænt þér þótti um
okkur. Sérstaklega fannst þér gam-
an þegar litlu prinsessurnar, langaf-
astelpurnar, komu með, þá ljómaði
allt húsið.
Það sem okkur dettur helst í hug
þegar við hugsum til þín eru allar
sögurnar af ferðalögunum sem þið
amma fóruð í og þú varst duglegur
að deila með okkur. Einnig fannst
okkur alltaf jafn gaman og þér, þeg-
ar þú stríddir ömmu með því að vera
ósammála henni í flestu, bara til að
ögra henni aðeins, en það var auðvit-
að allt í gríni gert eins og við vitum
öll. Einnig er alveg frábært að rifja
upp sögurnar af skipulagshæfileik-
um þínum, sérstaklega þeim sem
lutu að því að raða. Margar sögur
eru af kössum sem blómstruðu þeg-
ar þeir voru opnaðir og bílum sem
allt komst í sem þú vildir að færi í þá.
Einnig hafðir þú alltaf mikinn
áhuga á öllu sem við tókum okkur
fyrir hendur, hvort sem það var í
námi, starfi eða öðru.
Hefðum við auðvitað viljað hafa
þig með okkur í brúðkaupunum í
sumar og haust en þinn tími var
kominn. Varst þú búinn að vera veik-
ur það lengi að við erum óendanlega
þakklát fyrir allan þann tíma sem við
fengum með þér, og sérstaklega að
þú hafir fengið að hitta prins-
essurnar okkar. Hvíl í friði, elsku afi
okkar.
Lilja Dögg, Jón Hrafn,
Marta, Uni Hrafn, makar og
langafadætur.
Elsku afi.
Með þessu fallega versi viljum við
þakka þér fyrir allt.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt
lit og blöð niður lagði
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgrímur Pétursson.)
Saknaðarkveðjur,
Ingibjörg Tinna, Jökull, Pét-
ur Hrafn, Lilja, Oddur, Ásta
og langafadrengurinn Tóm-
as Ingi Oddsson.
Jón Magnússon
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
RÖGNVALDUR ÓLAFSSON,
Skagfirðingabraut 11,
Sauðárkróki,
lést á Dvalarheimili aldraðra, Sauðárkróki, sunnu-
daginn 25. mars.
Útför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugar-
daginn 7. apríl kl. 14.00.
Dóra I. Magnúsdóttir,
Hólmfríður Rögnvaldsdóttir, Guðmundur G. Halldórsson,
Ólína Rut Rögnvaldsdóttir, Stefán Skarphéðinsson,
Halla S. Rögnvaldsdóttir, Haukur Steingrímsson,
Magnús H. Rögnvaldsson, Sigríður Valgarðsdóttir,
Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir, Ólafur Jónsson,
afabörn og langafabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma, dóttir og systir,
ELÍN KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR,
Stuðlabergi 12,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn
25. mars sl.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Ásmundur Sigvaldason,
Harpa Rún Ásmundsdóttir,
Styrmir Sæmundsson,
Bjarni Sæmundsson, Sunna Gunnarsdóttir,
Breki Bjarnason, Elín Bjarnadóttir,
Guðrún Gunnarsson,
systkini og fjölskyldur þeirra.
✝
Elsku bróðir okkar,
JÓHANN GUÐLAUGSSON,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 1. apríl.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn
11. apríl kl. 13:00.
Þeir sem vilja minnast hins látna vinsamlegast láti
líknarstofnanir njóta þess.
Lilja Guðrún Guðlaugsdóttir,
Jón Guðmundur Guðlaugsson.
✝
Elskuleg eiginkona, móðir, dóttir, systir, mágkona
og tengdadóttir,
ELÍN INGA BALDURSDÓTTIR,
Suðurgötu 80,
Hafnarfirði,
sem andaðist á heimili sínu í Hafnarfirði sunnu-
daginn 1. apríl, verður jarðsungin frá Víðistaða-
kirkju miðvikudaginn 11. apríl kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Ljósið í Neskirkju.
Gunnar Valdimarsson,
María Björg Gunnarsdóttir,
Baldur Pálsson,
Hlíf Brynja Baldursdóttir, Eiríkur Már Hansson,
Aðalbjörg Baldursdóttir, Slawomir Brodowski,
Páll Baldursson, Þórunn Björg Jóhannsdóttir,
Valdimar Magnússon, Bentína Sigrún Viggósdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og systir,
HULDA SIGURBJÖRG HANSDÓTTIR,
Laufvangi 16,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn
2. apríl.
Ólafur H. Friðjónsson, Katla Þorkelsdóttir,
Guðlaug Hanna Friðjónsdóttir,
Guðrún H. Friðjónsdóttir, Árni Kr. Sigurvinsson,
Friðrik H. Friðjónsson,
Sólveig H. Friðjónsdóttir,
Júlíanna H. Friðjónsdóttir, Magnús Pétursson,
Guðlaugur H. Friðjónsson, Guðrún Elísabet Jónsdóttir,
Kristín J. Ármann,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR SIEMSEN,
Grandavegi 47,
Reykjavík,
lést að kvöldi sunnudagsins 1. apríl á líknardeild
Landspítala, Landakoti.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn
16. apríl kl. 15.00.
Árni Siemsen,
Sigríður Siemsen, Guðjón Haraldsson,
Ólafur Siemsen, Auður Snorradóttir,
Elísabet Siemsen, Guðmundur Ámundason,
barnabörn
og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count).
Minningargreinar
Það var mér mikill heiður að fá
að kynnast tengdaföður mínum.
Hann var mikill og góður maður.
Iljaz Sadat.
Afi minn, ég elska þig mikið. Þú
ert langbesti afi minn, ég mun
alltaf sakna þín og ég mun aldrei
gleyma þér.
Sandra Dögg.
HINSTA KVEÐJA