Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 37 MINNINGAR ✝ Sigríður Ragn-hildur Vals- dóttir fæddist á Akranesi 23. des- ember 1959. Hún lést á Landsspít- alanum við Hring- braut 28. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Valur Helgi Jóhannsson, f. 24.6. 1936, d. 15.8. 1990 og Björg Julie Hoe Her- mannsdóttir, f. 28.8. 1935. Systur Sigríðar eru Sigríður, f. 18.5. 1957, d. 16.11. 1958 og Ingibjörg, f. 30.3. 1962. Árið 1975 hóf Sig- ríður búskap með Helga Péturs- syni, f. 13.7. 1957, en hinn 13. janúar 2001 giftu þau sig. Dætur þeirra eru: a) Björg Hoe, f. 7.10. 1980, sambýlismaður Jóhann Birgir Jóhannsson, börn þeirra eru Helgi Snær og óskírð dóttir. b) Anna Maren, f. 7.6.1989. Dóttir Helga er Berglind, f. 9.12. 1973, sam- býlismaður Pétur Ottesen, börn henn- ar eru Eyþór Atli og Hrafnhildur Ar- ín. Sigríður ólst upp á Akranesi og gekk þar í skóla. Eftir nám starfaði hún hjá Landsbanka Ís- lands en árið 1987 byrjaði hún hjá Almennu málflutningsstof- unni og starfaði hún þar til dauðadags. Árið 1998 greindist hún með illkynja sjúkdóm sem að lokum dró hana til dauða. Útför Sigríðar verður gerð frá Vídalínskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Á Þorláksmessu 1959, þegar sólin hafði mjakast eitt hænufet ofar á himininn, fæddist Sigríður. Hún var annað barn foreldra sinna en fyrsta barn sitt misstu foreldrarnir úr ill- vígum sjúkdómi innan við tveggja ára aldur. Þetta var fyrsta barna- barn fjölskyldna Sigríðar og dauði hennar risti djúpt. Það var því mikil gleði þegar Sigga litla fæddist. Hún hlaut nafnið Sigríður í höfuð systur sinnar. Sigga var fallegt barn og hvers manns hug- ljúfi. Stór dökk spurul augu, ljóst hár, fínleg, handsmá, fótnett. Við elskuðum hana. Hún var ánægt barn, en jafnframt djúphugsi. Hún velti snemma fyrir sér guði og himnaríki. Oft átti hún í háalvarlegum umræðum um til- veruna. Tveggja ára eignaðist hún systur, Ingibjörgu, dökkhærða og gráeygða, sem alltaf brosti og hló. Kært var milli systranna, þær stóðu saman í blíðu og stríðu, Ingibjörg vék varla frá henni að lokum. Foreldrasystkini fjölguðu mann- kyninu og brátt var barnahópurinn orðinn stór og börnin mjög á svip- uðum aldri. Þegar Sigga kom í bæinn var hún yfirleitt nokkra daga í ferð- inni. Hún dvaldi hjá okkur tíma og tíma og var þá gjarnan hálfsystir strákanna og nafna Siggu hjá okkur líka. Það voru stöllurnar Sigga Vala og Sigga sem fékk nafnið Skaga. Við fluttum út og síðan norður og allt í einu var Sigga orðin stór og komin með kærasta, þann einasta eina, Helga. Þau eignuðust tvær dætur; Björgu, sem fyrir sex vikum eignaðist litla telpu með Jóhanni unnusta sínum, fyrir eiga þau dreng, Helga Snæ; og Önnu Maren sem er í Fjölbraut í Garðabæ. Trygglynd var Sigga og traust eins og klettur. Hún lagði mikið upp úr samheldni fjölskyldunnar. Hún leit á frændur sína sem bræður og allt vildi hún fyrir þá gera og þeir fyrir hana. Ótal eru þau skipti sem fjölskyldan sameinaðist hjá Siggu og Helga. Helgi grillaði og Sigga útbjó meðlæti. Svo gerði sami sjúkdómur og lagt hafði systur hennar að velli vart við sig og þá hófst barátta sem átti eftir að vara í átta ár. Lyfjagjöf, útskrift, laus við sjúkdóminn, hann aftur kominn. Barátta, barátta. Helgi stóð við hlið hennar. Það reyndi á hann og dæturnar tvær. Alltaf reis Sigga upp, aldrei hvarflaði að henni annað en að hún myndi sigra að lokum. Hún lagði plön og þau stóðust, það var hreint ótrúlegt hvað hún gat. Aldrei kvart- aði hún, fann í mesta lagi smávegis til. En svo kom bakslagið fyrir tveimur vikum, hún var flutt í sjúkrahús, dauðvona. Sigga var umkringd fjölskyldu og vinum þessa síðustu daga, móðir hennar vék ekki frá henni og Ingi- björg systir ekki heldur. Hermann og Hörður komu frá Kaupmanna- höfn til að kveðja. Þessi átta ár fór Sigga í vinnu um leið og hún gat staðið á fótunum. Hún vann á Almennu lögfræðistof- unni hjá Jónatani Sveinssyni, hún var lánsöm með vinnustað, hún gat komið þegar hún treysti sér til. Leik- ur ekki vafi á því að það hjálpaði henni mikið þennan tíma. Síðustu mánuðir voru erfiðir og samstarfs- fólk Siggu sýndi mikið umburðar- lyndi undir það síðasta. Jónatan býr yfir manngæsku og ríkum skilningi, honum flyt ég innilegar þakkir, konu hans og sonum svo og öðrum sam- starfsmönnum. Megi guð blessa ykk- ur og minningu Siggu. Elsa. Það var á afmælisdegi mínum fyr- ir rétt rúmum 10 árum að bankað var upp á hjá mér. Fyrir utan stóðst þú, brosandi með blóm. Fram að þeim tíma höfðu samskipti okkar verið af skornum skammti en frá þessum tímapunkti breyttist margt. Sam- skiptin jukust og til mikillar bless- unar urðum við hinar bestu vinkonur og mér til ómældrar gleði urðum við nánari en mig hafði órað fyrir og náðum vel hvor til annarar. Þessi tími hefur verið skemmtilegur, lær- dómsríkur og í raun ómetanlegur. En þessi tími hefur líka verið erfiður vegna veikinda þinna. Í þessum langvinnu veikindum rak hvert áfall- ið annað en alltaf stóðst þú eins og klettur. Það voru margar orrusturn- ar sem þú háðir en stríðið tapaðist að lokum. Mér er það mikils virði að hafa fengið að kynnast þér og þú ert og verður ávallt greypt í minningu mína. Þegar ég lít um öxl stendur upp úr tíminn þegar ég leigði í kjallaranum hjá ykkur pabba, en þá kynntumst við enn betur. Mig langar að þakka þér fyrir að hafa hvatt mig í námi mínu og sýnt því mikinn áhuga, sem og öðru sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Það er undarleg og tómleg til- hugsun þegar maður gerir sér grein fyrir að við getum ekki lengur setið og spjallað yfir kaffibolla eða talað í síma eins og við höfum að mestu gert síðustu árin, sérstaklega eftir að ég flutti til Danmerkur. Síðast þegar ég hitti þig hafði ég komið í óvænta heimsókn í febrúar sl. og fæ vart með orðum lýst hve glöð ég er að hafa skotist í þessa stuttu heimsókn til Íslands. Það að hafa náð smáspjalli með þér í eldhús- inu í Hlíðarbyggðinni hefur núna aðra og dýpri merkingu en mig hafði órað fyrir. Elsku Sigga. Mínar innilegustu þakkir fyrir samfylgdina í gegnum árin, þú ert öðrum til eftirbreytni með vilja þínum og baráttuþreki. Það er eitthvað sem við öll getum dregið lærdóm af. Elsku pabbi, Björg, Anna Maren og aðrir aðstandendur sem nú hafa misst svo mikið. Mínar innilegustu samúðarkveðjur, munum spakmæl- ið: „Það sem þú grætur var eitt sinn gleði þín“. Berglind Helgadóttir. Kveðja frá vinnufélögum Miðvikudaginn 28. mars barst mér sú harmafregn, að samstarfsmaður minn um áratuga skeið, Sigríður Valsdóttir, væri látin. Þessi tíðindi áttu ekki að koma mér á óvart, þar sem hún hafði um langt skeið verið haldin illvígum sjúkdómi. En vonin er söm við sig. Gerði hún sér sjálf og þeir sem næst henni stóðu vonir um að enn á ný næði hún að leggja þenn- an vágest að velli. Sú von brást og er hún nú öll á léttasta æviskeiði, aðeins 47 ára. Eftir sitjum við samstarfsfólk hennar og skiljum ekki frekar en endranær rök tilverunnar. Ljúfar minningar um glæsilega konu og frá- bæran vinnufélaga eru okkur þó huggun harmi gegn. Upphaf okkar kynna má rekja til ársins 1987. Við feðgarnir höfðum árið áður stofnað lögmannastofu. Við réðum í upphafi einn ritara en fljót- lega varð þörf fyrir annan starfs- mann. Við auglýstum og fengum margar umsóknir. Nokkrir mættu í viðtal, þar á meðal álitleg ljóshærð stúlka, sú sem hér er kvödd. Hún kvaðst hafa unnið í banka í nokkur ár við ýmis störf og sig langaði til að breyta til. Við vorum sammála að Sigríður Valsdóttir væri besti um- sækjandinn. Við réðum hana þá þeg- ar og var það afar farsæl ákvörðun. Hefur hún starfað hjá okkur allar götur síðan, eða í um 20 ár. Á þessum árum var starfsemi sem okkar að tölvuvæðast. Lítil kunnátta var til staðar til að takast á við þessa nýju tækni. Það kom því í hlut Siggu, framar öðrum, að tileinka sér tölvu- tæknina. Ekki er að orðlengja það, að Sigga náði tökum á þessum kerf- um undra fljótt og miðlaði öðrum starfsmönnum jafnharðan af kunn- áttu sinni af þeirri alúð og lagni sem henni var lagið. Nýttust þessir hæfi- leikar Siggu ekki einungis við stjórn tölvubúnaðarins heldur við alla skrif- stofustjórn. Sigga var þar allt í öllu, tók við nýjum starfsmönnum og kom þeim inn í störf sín og leiðbeindi eftir því sem þurfa þótti. Hún var ekki að- eins verkstjórnandi heldur einnig traustur og góður félagi með ríka ábyrgðarkennd. Á góðri stundu var hún hrókur alls fagnaðar og kunni að meta lystisemdir lífsins. Sigga hafði einnig gaman af ferðalögum og eig- um við margar góðar minningar frá ferðum með henni og Helga eigin- manni hennar. Höfðu þau nýlega keypt sumarhús á Spáni og næsta ferð fyrirhuguð með vorinu. Í um áratug barðist Sigga við ill- vígan sjúkdóm. Hún tókst á við hann af æðruleysi og bjartsýni allt fram á síðasta dag. Hún stundaði störf sín eftir því sem kraftar leyfðu og kom oftar að verki en raunveruleg heilsa leyfði. Hún sagðist sakna vinnufélag- anna og nyti þess að koma á vinnu- stað og halda sínum verkum í horf- inu. Sýndi hún ótrúlega viljafestu og dugnað allt þar til yfir lauk og upp- skar þannig aðdáun samstarfs- manna. Fyrir hönd samstarfsfólks eru nánustu ættingjum og vinum fluttar okkar dýpstu samúðarkveðjur, eink- um eiginmanni Sigríðar, Helga Pét- urssyni, og tveimur dætrum þeirra og barnabörnum. Móður Sigríðar og systrum og fjölskyldum þeirra eru einnig fluttar innilegustu samúðar- kveðjur. Í dag er Sigríður kvödd hinstu kveðju. Blessuð sé minning hennar. Jónatan Sveinsson hrl. Elsku Sigga. Ekki grunaði okkur þegar við sát- um hjá þér í saumaklúbb síðast að rúmri viku síðar værir þú farin. Við eigum margar góðar minningar um samveru okkar, sumar allt frá því að við byrjuðum í barnaskóla fyrir rúm- um fjörutíu árum. Allar stofnuðum við heimili á svipuðum tíma og ákveðið var að slá í saumaklúbb. Ým- islegt skemmtilegt höfum við gert á þessum árum. Farið í ferðalög inn- anlands, sem í minningunni eru skemmtilegustu ferðir sem við höf- um farið í. Seinni árin höfum við svo farið að skoða okkur um úti í hinum stóra heimi þar sem þú hefur notið þín í botn. Ekki má gleyma hinum mjög svo skemmtilegu slúttum, en í þau var eiginmönnum okkar boðið að vera með. Aldrei vantaði þig, alveg sama þó að þú værir í efnameðferð eða geislum. Að þínu mati var nógur tími til að hvíla sig og ekki kom ann- að til greina en að vera með. Helgi var duglegur að koma með þér og var aðdáunarvert að fylgjast með hvað samband ykkar þroskaðist og styrktist vel með árunum. Elsku Sigga, við þökkum þér sam- fylgdina og trygga vináttu öll þessi ár og kveðjum þig með söknuði. Kæra fjölskylda, Helgi, Björg, Jói, Anna Maren, Björg og Inga, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Anna, Ella, Hulda, Margrét Sól, Salvör, Unnur, Valdís og makar. Elsku hjartans vina, okkur langar að kveðja þig með þessu ljóði. Við andlátsfregn þína allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn tjáð var í bænunum mínum, en guð vildi fá þig og hafa með en glunum sínum. Við getum ei breytt því, sem frelsarinn hefur að segja, um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög, sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að una, við verðum að skilja og alltaf við verðum að muna, að guð, hann er góður og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért og horfin burt þessum heimi. Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína ég bið síðan guð minn a ð styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Jónsdóttir.) Kveðja, Baldur og Linda. Elsku Sigga, það er svo erfitt fyrir okkur að trúa því að þú sért farin frá okkur, við vildum hafa þig svo mikið lengur. Þótt vitað væri að hverju stefndi kom andlát þitt okkur á óvart og eftir situr sár söknuður. Við munum minnast þess styrks sem þú bjóst yfir í erfiðum veikind- um, þrautseigjan og baráttan var aðdáunarverð. Þú lést þetta hafa sem minnst áhrif á líf þitt og varst alltaf tilbúin til að taka á móti manni. Það var alltaf gott að koma í Hlíða- byggðina. Spánarferðin síðastliðið haust með ykkur hjónum var ómetanleg, í dásamlegu umhverfi. Gestrisni ykk- ar, allar skoðunarferðirnar sem við fórum með ykkur, að ógleymdri sundlaugarferðinni þegar Deddi óð inn á heimili ókunnugs manns til að fara í sturtu og taldi það vera bún- ingsklefa. Jólin byrjuðu alltaf hjá Siggu þegar hún bauð til afmælis- veislu á Þorláksmessu. Þar hittust allir og skiptust á jólakveðjum og komust í jólaskapið. Þessi stund hef- ur verið ómissandi hluti af jólunum og verður vonandi haldin í heiðri. Með þér fór hluti af sjálfum okkur en minningarnar um þig eigum við og varðveitum þær í hjörtum okkar. Vottum Helga, Önnu Maren, Björg og Jóa, ásamt barnabörnum, dýpstu samúð okkar. Pétur, Freydís og börnin. Hún elsku Sigga hefur nú yfirgef- ið þessa jarðvist, eftir hetjulega bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Hún var ótrúlega dugleg og viljasterk allan tímann, það lýsti sér best er hún skellti sér með annarri okkar í bók- haldsnám síðasta haust, með fullri vinnu auðvitað, hana langaði alltaf til að læra tölvubókhald. Alltaf var Sigga tilbúin að hitta okkur á kaffi- húsi eða að fara á tónleika, það var orðin hefð hjá okkur og skemmtum við okkur konunglega. Hún vildi svo sannarlega lifa lífinu lifandi. Við vin- konurnar erum ákveðnar í að halda þessari hefð okkar áfram henni til heiðurs. Við þökkum elsku Siggu samfylgdina og tryggan vinskap, hennar verður sárt saknað. Söknuðurinn er þó mestur hjá Helga eiginmanni hennar, dætrum þeirra og ömmubörnunum. Við vott- um þeim og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Með þökk og virðingu kveðjum við góða vinkonu. Ella Kristín og Margrét Sólveig. Elsku Sigga mín, það er alltaf erf- itt að kveðja þá sem maður elskar. Ég loka augunum, hugsa til þín og finn fyrir tóminu sem nú er. Ég rifja upp frá því að ég var lítil og átta mig á hversu mikil stoð þú og Helgi hafið alltaf verið fyrir mig. Þú varst alltaf svo dugleg að telja í mig kjarkinn þegar ég sá ekki fram úr því sem ég var að gera. Tala mig til þegar ég vildi gefast upp í skólanum, fara með mig á rúntinn og kenna mér að keyra í borginni og auðvitað var alltaf pláss fyrir litlu systur hans Helga til að gista og vera hluti af fjölskyldu ykk- ar. Styrkur þinn í öll þessi ár er mér mikið veganesti og fyrir það er ég mjög þakklát. Megi Guð og englarnir geyma þig og gefa fjölskyldu þinni styrk á þessari erfiðu stundu. Ást og friður, Guðlaug Pétursdóttir. Sigríður Ragnhildur Valsdóttir ✝ Ástkær sambýliskona, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANHVÍT JÓNSDÓTTIR frá Steinsstöðum í Öxnadal, sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 29. mars verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 12. apríl kl. 13.30. Jarðsett verður að Bakka í Öxnadal. Lárus Pálsson, Sigfús Sigfússon, Erla Gunnlaugsdóttir, Hjörleifur Halldórsson, Sólveig Gestsdóttir, Helga Halldórsdóttir, Reynir Sveinsson, Guðrún Halldórsdóttir, Kristín Halldórsdóttir, Friðrik Þórðarson, Þorgerður Halldórsdóttir, Sveinbjörn Guðmundsson, Svanlaugur Halldórsson, Ásdís Einarsdóttir, Trausti Halldórsson, Aðalbjörg Einarsdóttir, Óskar Halldórsson, Björg Einarsdóttir, Sveinfríður Halldórsdóttir, Haraldur Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.