Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 27
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 27
Ágústa Hauksdóttir, Freyja Sigurðardóttir, Magnús Emilsson, löggiltir fasteignasalar – Sími 520 7500 – Fax 520 7501 – www.hraunhamar.is
SUMARHÚS
SUMARH. VATNSHOLTSV.
Sérlega fallegur bústaður við apavatn. Húsið stendur
á fallegum stað rétt við vatnið með einstakt 360
gráðu útsýni. Húsið sem stendur á 1 hektara eignar-
lóð er heilsárshús byggt úr finnskum límtrésbjálkum
þar sem vandað er til alls frágangs. Húsið skilast
fullbúið m/innr. og gólfefnum. Um 100 fm verönd er
umhverfis húsið en það er sjálft 85 fm auk 35 fm
svefnlofts. Stutt er í alla þjónustu í Reykholti og
Laugarási. V. 27,9 millj.
SUMARH. TIL FLUTNINGS
Sérlega vandað 83 fm heilsárshús auk millilofts til
flutnings. Húsið afhendist fullbúið án innréttinga og
gólfefna. Rafmagn er komið í hús. Rúmgóð stofa/-
eldhús með útgengi. 3 rúmgóð herb. Baðh., geymsla
og þvottah. Auk millilofts sem ekki er skráð í fm
tölu. (Ýmis skipti koma til greina) Verð 13,5 millj.
Nánari upplýsingar veitir Svenni í síma 866 0160.
SUMARHÚS BERJABRAUT -
KJALARNESI
Glæsil. 83 fm 4ra herb. heilsárshús á 2 hæðum við
Berjabraut í landi Háls í Kjós við hlið Hvammsvíkur.
Húsið er fullbúið að utan sem innan. Mjög stutt frá
Reykjavík eða ca 35 mín. í akstri. Lóðin er leigulóð
2.255 fm. Mikil náttúrufegurð. V. 19,9 millj.
SUMARHÚS ÁLFAHRAUN -
GRÍMSNESI
Glæsilega vönduð hús við Álfahraun í landi Miðeng-
is. Húsin eru 60 fm auk 25 fm gestahúss, samtals 85
fm. Vegalengd frá Rvík ca 70 km. Húsin afhendast
fullbúin að innan sem utan. Heilsárseignir á frábær-
um stað. Hiti í gólfi (hitaveita). Svæðið skipulagt
með þjónustumiðstöð o.fl. Kjarrivaxnar 7.400-9.400
fm eignalóðir. Ca 150 fm verönd m/heitum potti.
Myndir á Mbl.is. Verð tilboð.
SUMARHÚS EFSTADALS-
SKÓGI
Leigulóð 0,5 hektari. Bústaður byggður 1989. Stærð
52 fm. Svefnloft ca 20 fm. Bíslag ca 6-8 fm. 2
svefnh., gangur, bað, borðstofa, eldhús og stofa,
inni-arinn. Ísskápur, eldavél og uppþvvél. Heitt og
kalt vatn, rafmagn. Pallur m/heitum potti og úti-
sturtu, þvottavél, þurrkari. Glæsilegt útsýni. Verð 17
millj.
SUMARH. TIL FLUTNINGS
Í sölu sumarhús til flutnings. Húsið er 64 fm og
skiptist í samkvæmt teikningu í forstofu, gang,
herb., baðh., stofu og eldhús. Sumarh. er fullb. að
utan en að innan er hann fokh. Hægt að fá hann
lengra komin. Uppl. veitir Svenni í s. 866 0160.
SUMARHÚS BORGAR-
LEYNIR - GRÍMSN
Glæsilegt heilsárshús í landi Miðengis í Grímsnesi.
Um er að ræða óvenju vandað og vel byggt hús á
frábærum stað. Húsið er byggt á steyptum grunni og
gólf steypt, allt fyrsta flokks. Húsið er 75 fm að
grunnfleti en auk þess er mjög gott svefnloft ca 15
fm. 100 fm pallur umhv. húsið. 3 svefnh. stofa, eld-
hús og baðh. m/útgengi á pall. Húsið er selt fullbúið
að utan sem innan, m/vönduðum innr. V. 25 millj.
SUMARHÚS EYRAR -
HVALFJARÐARSVEIT
Sérlega fallegt sumarhús á 2 hæðum, 53,5 fm auk
svefnlofts ca 20 fm. Rafmagnskynding (hitakútur).
Húsið er byggt á staðnum á steyptum súlum. 0,7
hektara leiguland, kjarri vaxið, í landi Eyrarskógar,
hús nr. 13. Góð staðsetning, stutt frá Rvík. Eign í
góðu ástandi. (Allt innbú getur fylgt, nema persónu-
legir munir). Teikningar á skrifstofu. Myndir á mbl.is
SUMARHÚS TJÖRN -
BISKUPSTUNGUM
Glæsileg sumarhús jörðinni Tjörn, Bláskógarbyggð í
Biskupstungum, frístundarbyggð. Um er að ræða
fullbúin 87,1-104,6 fm sumarhús. Húsin skiptast í
forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, baðh. 2 her-
bergi, svefnloft og geymslu. Glæslegar innréttingar
og gólfefni. Frábær staðsetning, stutt í sundlaugar
og golf.
SUMARHÚS HEIÐI -
BISKUPSTUNGUM
Sérlega fallegt sumarhús á þessum vinsæla stað við
Tungufljótið, rétt við Reykholt í Biskupstungum.
Húsið er tæplega 50 fm og auk þess er gestahús
sem er 9 fm. Skipting eignarinnar: 2 svefnh., svefn-
loft, stofa, eldhús með borðkróki, baðh. og gesta-
hús. Landið er kjarri vaxið. Sérlega falleg staðsetn-
ing. Eign sem vert er að skoða. V. 12,5 millj.
átta metra fyrir utan
þriggja stiga línuna,
sem fór beint ofan í og
jafnaði leikinn. Samtals
skoraði hann 31 stig í
leiknum og hefur ekki
skorað meira í úrvals-
deildinni. Eini gallinn á
frábærum leik hans var
að KR skyldi ekki
vinna.
Á mánudag var röðin
komin að félaga Brynj-
ars, Darra Hilm-
arssyni, sem varð tví-
tugur í mars. Í
sigrinum gegn Snæfelli
skoraði hann 23 stig,
hitti úr þremur af fjór-
um þriggja stiga skotum, öllum sex
tveggja stiga skotum sínum og
tveimur vítaskotum. Darri er ein-
staklega fórnfús leikmaður og gerir
alla þessa litlu hluti, sem ekki sjást í
tölfræðinni, en geta skipt lykilmáli.
Unun er að fylgjast með þegar Darri
og Brynjar eru báðir inni á vellinum
í einu. Brynjar hefur ávallt spilað
upp fyrir sig í yngri flokkunum
þannig að þeir hafa leikið saman og
þekkja hvor annan svo vel að þeir
þurfa ekki að tala saman. Þeir hafa
verið mjög sigursælir í yngri flokk-
unum hjá KR og sömuleiðis með
landsliðinu. Á morgun gefst tæki-
færi til að sjá þá spila saman með
KR-liðinu í oddaleik gegn Snæfelli í
Vesturbænum.
ÚrvalsdeildarliðKR í körfubolta
hefur sýnt góðan leik í
vetur og getur með
sigri á Snæfelli á
morgun komist í úrslit
gegn annað hvort
Grindavík eða Njarð-
vík. Í liðinu eru tveir
ungir menn, sem eiga
framtíðina fyrir sér. Í
síðustu tveimur leikj-
um hafa þeir átt hvor
sinn stórleikinn og má
segja að þar með hafi
þeir stimplað sig inn í
úrvalsdeildina fyrir al-
vöru.
Brynjar Þór Björns-
son er aðeins 18 ára gamall, en er að
leika sitt þriðja tímabil og spilar eins
og leikmaður með miklu meiri
reynslu. Ekki fer á milli mála hvað
býr í Brynjari, en Víkverja hefur
iðulega fundist hann ekki fá boltann
nógu mikið í leikjum. Í þriðja leikn-
um gegn Snæfelli á laugardag var
leikur KR-liðsins í molum og ekkert
gekk upp þar til Brynjar tók til
sinna ráða. Hann sýndi að hann er
óhræddur við að skjóta þegar eng-
inn annar þorði að taka af skarið.
Hann skoraði reyndar aðeins úr einu
af sex tveggja stiga skotum sínum,
en hitti úr öllum ellefu vítaskot-
unum, sem hann fékk, og sex af 11
þriggja stiga skotum. Þar á meðal
var eitt skot, sem hann tók sjö eða
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Þingeysk ljóð eftir 40 höfunda,sem allir voru fæddir og
búsettir í Þingeyjarsýslum, komu út
árið 1940. Þessi bók er fágætlega
góð og sýnir glögglega, hversu
mörg skáld og snjallir hagyrðingar
bjuggu í Þingeyjarsýslum á þessum
tíma.
Heiðrekur Guðmundsson á Sandi
kvað:
Þegar vindur þyrlar snjá,
þagna og blindast álar
Það er yndi að eiga þá
auðar lindir sálar.
Indriði Þorkelsson á Ytrafjalli
orti:
Hrós um dáið héraðslið
hamast sá að skrifa,
sem er ávallt illa við
alla þá, sem lifa.
Jón Þorsteinsson á Arnarvatni
orti í harðindum:
Sýndu oss aftur almátt þinn,
eins og fyrr við sjóinn;
vak þú hjá oss, Herra minn,
hastaðu nú – á snjóinn!
Hér er vorvísa eftir Kristján
Ólason á Húsavík:
Sólin yljar mó og mel,
mönnum léttir sporin.
Svellin gráta sig í hel,
– sárt er að deyja á vorin.
Þórarinn Sveinsson í Kílakoti orti:
Örðugan ég átti gang,
yfir hraun og klungur.
Einatt lá mér fjall í fang
frá því ég var ungur.
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Ljóð úr
Þingeyjar-
sýslum
ÞEIR eru vissulega skrautlega
skreyttir kjólarnir sem hér sjást en
öllu óvenjulegra er þó að þeir eru
unnir úr pappír enda sá efniviður al-
gengari til annarra nota.
Kjólana þrjá er að finna á sýningu
í Aþenu í Grikklandi en með sýning-
unni sem nefnist Rip er leitast við að
kanna klæðileika pappírs. Er notkun
þessa efniviðar við gerð fatnaðar
þannig rakin og meðal þess sem þar
er að finna eru pappírsklæði fá-
tækra japanskra bænda og pínu-
kjólar með pólitískum frösum.
Reuters
Hátísku-pappírsklæði
AUGLÝSINGASÍMI 569 1100