Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
JARÐSTRENGIR
Fyrir nokkrum mánuðum vartalið fráleitt að leggja há-spennulínur í jörð vegna
hugsanlegra álvera. Fram kom í
fréttum Morgunblaðsins á þeim tíma,
að kostnaður við slíkt væri allt að því
tífalt hærri en þegar um loftlínur
væri að ræða. Á þeim tíma var haft á
orði í ritstjórnargreinum Morgun-
blaðsins, að það kynni eftir sem áður
að vera kostnaður, sem álver þyrftu
að reikna með að taka á sig.
En skjótt skipast veður í lofti.
Nokkrum dögum fyrir kosningarnar í
Hafnarfirði kom fram, að næðu
áformin um stækkun álversins í
Straumsvík fram að ganga mundu
þessar línur að hluta til verða lagðar í
jörð og álverið mundi axla þann
kostnað. Það voru tímamót í þessum
umræðum, þótt tímasetning þessarar
ákvörðunar hafi verið óheppileg.
Í Morgunblaðinu í gær var frá því
sagt, að ef hugmyndir um byggingu
álvers í Helguvík yrðu að veruleika
mundu háspennulínur að hluta til
verða lagðar í jörð. Það væri að vísu
dýrari kostur og jafnframt mundi
taka lengri tíma að gera við bilanir.
Þrátt fyrir það varð að samkomulagi
að línur yrðu lagðar með þessum
hætti eftir að Sandgerðisbær hafnaði
hugmyndum Landsnets um lagningu
háspennulínu.
Það sem áður var talið óhugsandi
vegna allt að því tífalds kostnaðar er
nú ekki lengur talið fært bara í Hafn-
arfirði heldur líka á Suðurnesjum.
Þar með er orðin til ný viðmiðun í
þessum efnum, sem hlýtur að verða
gengið út frá í þeim umræðum, sem
hugsanlega eiga eftir að fara fram um
ný álver á Íslandi.
Það er óneitanlega athyglisvert
hvað viðhorf geta breytzt mikið á
skömmum tíma en jafnframt ánægju-
legt.
Háspennulínur víðs vegar um land
hafa lengi verið mönnum þyrnir í
augum. Af þeim er mikil sjónmengun
og sums staðar eins og t.d. á suðvest-
urhorni landsins er að verða til hálf-
gerður frumskógur háspennulína.
Fáir hefðu trúað því fyrir nokkrum
mánuðum, að þessi viðhorfsbreyting
gæti orðið á svo skömmum tíma. Hún
verður vegna þess, að þótt kostnaðar-
munurinn sé mikill er það engu að
síður hagkvæmt fyrir álfyrirtæki að
byggja álver hér á landi. Þegar þessi
afstaða liggur fyrir varðandi há-
spennulínur hljóta einnig að vakna
aðrar spurningar um það, hvort það
geti t.d. verið hægt að tryggja hærra
raforkuverð í hugsanlegum samning-
um um ný álver en samið hefur verið
um til þessa.
Það eiga áreiðanlega eftir að verða
töluverðar umræður um fyrirhugað
álver í Helguvík í framhaldi af kosn-
ingunum í Hafnarfirði og athyglis-
vert að sjá, að Norðurálsmenn full-
yrða, að framkvæmdir hefjist á þessu
ári. Er búið að ganga frá öllum til-
skildum samningum og leyfum þar
um?
Niðurstaða kosninganna í Hafnar-
firði hefur greinilega kallað fram
aukinn vilja hjá álfyrirtækjunum til
þess að taka á sig kostnað, sem áður
kom ekki til greina. Það er umhugs-
unarverð breyting.
BARINN OG RÆNDUR
Á sunnudag var ráðist á fatlaðanmann á Lækjartorgi með fólsku-
legum hætti. Atvikið átti sér stað á
milli sex og sjö um kvöldið og var
maðurinn, Kristján Vignir Hjálmars-
son, á leið heim til sín í rafknúnum
hjólastól. Árásarmaðurinn barði
Kristján Vigni og rændi auk þess af
honum farsíma, hans helsta öryggis-
tæki.
Þessi árás er með eindæmum.
Hverjum dettur í hug að ráðast á fatl-
aðan mann í hjólastól, berja hann og
ræna? Hvert er siðferði þess manns,
sem fremur slíkan glæp? Hver er
manndómur hans?
Reykjavík er ekki stórborg þótt
hún hafi breitt úr sér á undanförnum
árum. Borgin hefur engu að síður til-
einkað sér ýmislegt, sem fremur er
að finna í stórborgum, en skuggahlið-
ar erlendra stórborga eiga ekkert er-
indi hingað til lands.
Árásin á Kristján Vigni er ekki
einsdæmi og iðulega er gengið fram
með mun hrottalegri hætti. Að nóttu
til virðast önnur lögmál taka gildi, en
ríkja að degi til. Tilhæfulausar árásir
og limlestingar eru daglegt brauð. Er
eðlilegt að fólk hugsi sig tvisvar um
áður en það fer á kreik í miðborg
Reykjavíkur á ákveðnum tímum sól-
arhrings? Er eðlilegt að á slysavarð-
stofu Landspítala – háskólasjúkra-
húss skapist oft neyðarástand þegar
engin leið er að hemja slagsmála-
hunda, sem hafa verið fluttir þangað
ölóðir til að tjasla þeim saman.
Fullkomlega tilgangslaus skemmd-
arverk eru einnig daglegt brauð í
Reykjavík. Sumir virðast enga virð-
ingu bera fyrir eigum annarra. Dæmi
eru um að menn fari um miðbæinn og
rispi bifreiðar markvisst og eyði-
leggi. Þessi skemmdarverk geta
kostað tryggingafélög milljónir
króna út af ítrekuðum viðgerðum á
lakkskemmdum á sama bílnum.
Það er ekki viðunandi að ástandið í
Reykjavík verði þannig að fólk þori
ekki út fyrir hússins dyr. Það er ekki
viðunandi að fólk, sem til dæmis er í
hjólastól, þurfi að óttast að á það
verði ráðist vegna þess að það er á
ferli utan dyra. Kristján Vignir
Hjálmarsson veltir því fyrir sér í við-
tali í Morgunblaðinu í gær hvort nú
sé svo komið að „maður þurfi lífverði
til að geta ferðast um miðbæinn“.
Hvernig á að bregðast við þessu
ástandi? Sýnilegri löggæsla hefur sitt
að segja, en ekki er hægt að hafa lög-
regluþjón á hverju götuhorni.
Það er ekki geðfelld tilhugsun að í
Reykjavík þurfi að koma á umfangs-
miklu eftirlitskerfi til að vernda
borgarana með myndavél á hverju
húsi. Ætla örfáir einstaklingar að
gera slíkt fyrirkomulag óumflýjan-
legt með hegðun sinni? Við núverandi
ástand verður í það minnsta ekki un-
að.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Miklum fjármunum verð-ur varið til fram-kvæmda á sviðiíþrótta- og tómstunda-
mála á árunum 2008-2010 eða rúm-
lega 4,7 milljörðum kr., skv. þriggja
ára áætlun um rekstur, fram-
kvæmdir og fjármál
Reykjavíkurborgar, sem sam-
þykkt var í sein-
ustu viku. Að yf-
irstandandi ári
meðtöldu nemur
fjárhæðin rúm-
um 5,2 millj-
örðum. Fjöl-
margar
framkvæmdir á
íþróttasvæðum
íþróttafélaganna
eru í undirbún-
ingi. Þá verður
rúmlega tveimur milljörðum varið í
innleiðingu frístundakorta fyrir 6 til
18 ára börn og unglinga á tímabilinu.
Í sumar hefst innleiðing kortanna,
sem greiðsla borgarinnar fyrir hluta
af æfinga- og þátttökugjaldi í íþrótt-
um og tómstundum.
Boðar stórsókn
Framlög margfaldast á tímabilinu,
bæði til uppbyggingar íþróttamann-
virkja og til starfsemi á sviði íþrótta-
og tómstundastarfs, að sögn Björns
Inga Hrafnssonar, formanns
Íþrótta- og tómstundaráðs Reykja-
víkurborgar.
„Við ætlum að fara í stórsókn í
íþrótta- og tómstundamálum í borg-
inni, ekki bara fyrir börn og ung-
linga heldur allan almenning,“ segir
hann. „Við teljum nauðsynlegt að
íþróttamannvirkin í borginni séu í
fremstu röð og viljum styðja mjög
vel við bakið á þeim aðilum sem
standa fyrir þeirri þjónustu í borg-
inni.“
Að sögn Björns Inga hefur borgin
nýverið auglýst eftir áhugasömum
aðilum um uppbyggingu líkams-
ræktarstöðvar við hliðina á Vest-
urbæjarlaug. „Ég geri ráð fyrir að
við getum gengið til samninga við
aðila um uppbyggingu þar á næstu
dögum,“ segir hann.
Þá er nú í undirbúningi að ráðist
verði í einkaframkvæmd við upp-
byggingu vatnsleikjagarðs eða
„vatnaparadísar“ í Úlfarsárdal.
„Hún yrði stærsta sundlaug sinnar
tegundar á landinu,“ segir Björn
Ingi. „Margir Íslendingar sækja
slíka garða í fríum erlendis. Við höf-
um heita vatnið sem aðrar þjóðir
hafa ekki og það er ekkert því til fyr-
irstöðu að við getum komið upp
slíkri aðstöðu hér. Ég tel að þetta
gæti orðið samvinnuverkefni einka-
aðila, borgarinnar og Orkuveitu
Reykjavíkur,“ bætir hann við.
Viðamiklar áætlanir eru um upp-
byggingu mannvirkja á íþróttasvæð-
um víða í borginni með samningum
við íþróttafélögin. „Það stendur fyrir
dyrum að færa Knattspyrnufélagið
Fram upp í Úlfarsárdal og eru settir
miklir fjármunir í það verkefni í
þriggja ára áætluninni,“ segir Björn
Ingi. Þar er gert ráð fyrir knatt-
spyrnuvöllum, gervigrasvelli sem
nýtist líka íbúum í Grafarholti, auk
byggingar íþróttahúss og fleiri
mannvirkja.
„Við gerum ráð fyrir að koma til
móts við KR-inga með knatthúsi í
Frostaskjólinu, sem þeir hafa sótt
mjög fast. Auk þess höfum við áhuga
á að koma til móts við þeirra þarfir
um betri æfingaaðstöðu. KR er mjög
landlukt félag og þeir hafa sótt það
fast að geta nýtt betur aðstöðu á
Starhaga og víðar í Vesturb
Við þurfum að skoða það sé
staklega.“
„Síðan ætlum við að fara
með átak varðandi litla gerv
velli sem við viljum reyna a
fyrir við flesta skóla í borgin
ætlum að tvöfalda fjárframl
verkefni og gera sérstakt át
hverfum þar sem sú uppbyg
hefur verið hægari en anna
s.s. í Vesturbænum, Grafar
miðborginni,“ segir hann.
Björn Ingi nefnir fleiri vi
efni. M.a. er gert ráð fyrir a
5,2 milljarðar til
í íþróttamálum ti
Á sjötta milljarð verð-
ur varið til fram-
kvæmda í íþrótta-
málum í borginni til
2010. Vatnaparadís í
Úlfarsárdal, heilsu-
ræktarstöð við Vest-
urbæjarlaug, spark-
vellir og frístundakort
er meðal þess sem
mun líta dagsins ljós.
Vatnaparadís við Úlfarsfell Reisa á stóran vatnsleikjagarð með
Björn Ingi
Hrafnsson.
ÍR:
Gervigrasvöllur vígður 11. mars. Íþróttahús á svæði félagsins
í Suður-Mjódd fyrir æfingar og keppnir í handknattleik,
körfubolta o.fl. auk annarrar íþrótta- og félagsaðstöðu.
Fylkir:
Fimleikahús, áhorfendaaðstaða í knattspyrnu og nýr
keppnisvöllur við Fylkisveg.
Leiknir:
Bað- og búningshús og félagsaðstaða við Austurberg.
Víkingur:
Gervigrasvöllur í Stjörnugróf.
Fjölnir:
Breyting á núverandi íþróttahúsi í körfuknattleikshús, bætt
félagsaðstaða og áhorfendaaðstaða fyrir knattspyrnu.
Gervigrasvellir við Víkurveg og gras- og gervigrasvellir við G
KR:
Bætt aðstaða til knattspyrnuiðkunar.
Valur:
Lokaframkvæmdir á Hlíðarenda, íþróttahús, félagsaðstaða,
stúka, keppnisvöllur og æfingasvæði og síðar knatthús.
Þróttur:
Bætt aðstaða varðandi gervigrasvöll og grasvöll félagsins.
Baldurshagi:
Aðstaða fyrir Skylmingafélag Reykjavíkur.
Úlfarsárdalur – Fram:
Íþróttahús, keppnisvöllur, áhorfendaaðstaða, gervigrasvöllur,
æfingaaðstaða og félagsaðstaða.
Íþróttafélag fatlaðra:
Viðbygging við íþróttahús við Hátún.
ÍR – Víkingur:
Sameiginlegur skíðaskáli í Bláfjöllum.
Framkvæmdir íþrótta-
félaganna í borginni
Uppbygging á árinu 2007 og skv.
þriggja ára áætlun 2008–2010
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is